Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 2
MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9; júni 1960. v gefur út íslands-blað ÐANSKA stórblaðið „Politiken", sem daglega er gefið út í 146 þús. eintökum, hefur ákveðið að gefa ús sérstakt blað, sem helgað verð ur íslandi. Gerir blaðið þetta í tilefni þess að í júlímánuði næst- komandi verður haldinn hér í Reykjavík fundur Norðurlands- ráðsins. Hér í Reykjavík er nú staddur fulltrúi frá auglýsingadeild blaðs ins. Er hann hingað kominn til þess að safna auglýsingum frá íslenzkum fyrirtækjum í þetta sérstaka íslands-blað. En í því verður 12 síðum skipt á milli les- máls og auglýsinga frá íslenzkum og dönskum fyrirtækjum. EINS og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu hafa átta læknar opnað nýtizkuleg- ar lækningastofur á Klappar- síg 25. Innréttingin er hin hag kvæmasta í hvívetna, hugsað vel fyrir smáatriðum, og allt miðað við að aðstaða sjúklinga og lækna verði sem bezt. Sú nýjung sem þó mun vekja einna mesta athygli a. m. k. fyrst í stað, er hin fjöl- þætta símaþjónusta, sem þarna er. Hafa þrjár af- greiðslustúlkur það starf með höndum að svara í síma og greiða á annan hátt fyri rsjúklingum, sem vilja ná tali af læknunum. Sagði Jónas Bjarnason læknir, í samtali við tiðindamann blaðsins á dögunum, að með þessari síma þjónustu vildu læknarnir koma til móts við viðskipta- vini sína og stytta þeim lang- ar biðstofusetur. En þá er ekki síður mikilvægt, að fólk kunni að nota sér þá þjónustu, sem því stendur til boða og noti símann til að komast í sam- band við læknana. (Ljósm. Mbl. Ölk.M.) Björgunarráðstefna Norðurlanda í Reykjavík SLYSAVARNAFÉLAG fslands bauð í gær ýmsum framámönn- um til kaffidrykkju í hinu nýja húsi félagsins á Grandagarði. Var gestum sýnt þetta snotra hús, sem tekið var í notkun í vor. Gunnar Friðriksson, forseti SVFÍ, bauð gesti velkomna, rakti í fáum orðum sögu félagsins og aðdraganda byggingafram- kvæmdanna. Sagði hann, að ná- kvæmlega eitt ár hefði íiðið frá því að smíði hússins hófst þar til það var fullbúið. Gat hann þess, að 30 þús. ts- iendingar væru í samtökum siysavarnarfélaganna, björgunar skýli úti á landi væru yfir 100, en þessi bygging væri hin veg- legasta í eigu félagsins, enda mundu höfuðstöðvarnar verða þar framvegis. Þakkaði hann góða fyrir- greiðslu Reykjavíkurbæjar og Roekefeller rœðst á Nixon Washington, 8. júní. NELSON Rockefeller, ríkis- stjóri, átti í dag fund með Eisenhower forseta. Eftir fundinn skýrði hann blaða- mönnum frá því að hann væri enn fús að hlýða kalli frá Republikanaflokknum um að vera í kjöri sem forsetaefni. Hinsvegar kvaðst hann ekki anza því að vera í kjöri sem varaforsetaefni. Á blaðamannafundinum bar það helzt til tíðinda, að Rocke- feller gagnrýndj helzta keppi- naút sinn Nixon fyrir það, að enn væri óljóst hvaða utanríkis- stefnu hann fylgdi. Rockefeller taldi allar líkur benda til þess að Nixon yrði forsetaefni flokks síns og væri það því óhæfa, að hann hefði ekki enn gefið út stefnuskrá í utanríkismálum. Rockefeller fór viðurkenning- arorðum um Eisenhower forseta, en gagnrýndi þó sumt í stjórnar- stefnu hans. Til dæmis kvað hann það óverjandi, að Rússar skyldu komast fram úr Banda- ríkjamönnum á sviði eldflauga- vopna. Bandaríska þjóðin væri í stórkostlegri hættu, vegna ofur- eflis Rússa á þessu sviði. fjárframlög bæjarins til bygg- ingarinnar. Fyrsta sinn í Reykjavík Þá greindi Gunnar frá því að 29. júní til 2. júlí mundi haldin í Reykjavík björgunarráðstefna Norðurlanda. Þar mundu mæta fulltrúar slysavarnasamtaka á Norðurlöndum og rætt yrði um samvinnu á sviði slysavarna og um nýjungar í björgunartækni. Þetta er í fyrsta sinn að slík ráðstefna er haldin á Islandi. Áður hafa björgunarráðstefnur verið haldnar á Norðuriöndum og hafa fulltrúar Slysavarnafé- lagsins sótt þær. Frú Auður Auðuns, borgar- stjóri, kvaddi sér hljóðs. Sagði þessa myndarlegu byggingu bera votl um stórhug og væri talandi tákn um vinsældir Slysavarnafé- lagsins meðal þjóðarinnar. Árn- aði hún félaginu heilla og bar fraim þær óskir, að starfsemin mætti eflast svo að í ramtíðinni auðnaðist því að bægja sorg og hörmungum frá dyrum sem flestra íslendinga. Júlíus Havseten, fyrrv. sýslu- maður, sagði og nokkur orð. Þessi nýja bygging, sagði hann, er fallegt einingartákn — og mættu fleiri slík rísa í þessu landi. Abako-flokkurinn stofn- ar eigin stjórn í Kongó LEOPOLDVILLE í Kongó, 8. júní. — (Reuter) — AbaKo- flokkurinn tilkynnti í dag, að hann hefði ákveðið að mynda sjálfstæða héraðsstjórn í Neðra- Kongó, en þar hefur flokkurinn mest fylgi. Virðist nú stórkost- leg hætta á því að Kongó liðist sundur í mörg ríki og borgara- Efnilegur tónlist- armaður JÓN S. JÓNSSON fór utan haust ið 1958 og hóf nám í tónfræðum og tónsmíði við Northwestern University, sem staðsett er rétt fyrir utan Chicago. Vorið 1959 lauk hann við meistaragráðu og er nú að vinna að doktorsgráðu. Árlega eru teitt ein verðlaun fyr ir námsafrek nemanda í Tón- fræðideild skólans og varð Jón fyrir valinu þetta árið. Hljómsveitarverk eftir Jón (Essay for Orchestra), var valið til flutnings á tónskáldamóti sem haldið var í maí sl. af nokkrum háskólum Miðvesturríkja Banda- ríkjanna. Næsta ár mun Jón, jafnhliða námi, starfa sem að- stoðarkennari við Tónlistarsögu- Jón S. Jónsson. deild skólans. Jón hóf tónlistarnám á ísafirði 1948 undir handleiðslu Ragnars H. Ragnars skólastjóra Tónlistar- skólans þar, var síðan við nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur í nokkur ár hjá Jóni Þórarinssyni og Árna Kristjánssyni. styrjöld brjótist þar út, þegar landið fær sjálfstæði 1. júlí nk. Foringi Abako-flokksins er Joseph Kasavubu, sem var talin fremsta sjálfstæðishetja Kongó- svertingja unz Patrice Lum- umba kom fram á sjónarsviðið og náði stjórnmálaforustunni í öllum efrihluta nýlendunnar. — Urðu þau úrslit kosninga í Kongó nýlega, að Lumumba vann stórsigur svo að sýnt var að honum yrði falin stjórnarmynd- un. Þetta vill Kasavubu ekki una við og því stefnir hann að því að kljúfa Kongó. Van der Neersch, Kongóráð- herra í belgísku stjórninni, kom til Briissel í dag. Hann segir fregnir af landflótta hvítra manna frá Kongó alrangar. KirLjuorgelið komið AKRANESI, 8. júní. — I gær kom hingað til bæjarins pípu- orgel í Akraneskirkju. Er nú þeg- ar byrjað að koma orgelinu fyr- ir. Sér þýzkur sérfræðingur frá firmanu um uppsetningu þess. — Oddur. Fulltrúi Politiken, sem Frode Hansen heitir, sagði í gær, er hánn leit sem snöggvast Inn á ritstjórn Mbl., að það væri von manna í auglýsingadeild og rit- stjórn, að þetta íslands- blað, mætti heppnast vel. f það skrifa Danir og fslendingar og kapp- kostað er að gera það sem bezt úr garði og bregða upp fyrir hinn mikla lesendahóp sem gleggstri mynd af íslandi eins og það er í dag. Þetta „íslands-númer“ eins og Frode Hansen kallaði það, kemur út sama dag og fundir Norrænu menningarmálasamtak- anna hefst hér í bænum. Fundir Norðurlandaráðsins hefjást 27. júlí. Frode Hansen, kvaðst þegar hafa átt viðræður við allmarga kaupsýslumenn og hefðu þeir sýnt mikinn áhuga fyrir því, að leggja sinn skerf fram til þessa íslands-blaðs frá Politiken. Bvrjað að slá á einum bæ AKRANESI, 8. júní. _ Byrjað er að slá á einum bæ utan Skarðsheiðar og er sett í vothey. Óvanalega mikill vatnsagi er sumsstaðar á túnunum vegna rigninganna undanfarnar tvær til þrjár vikur. Tún hafa ekki verið svona votlend síðan óþurrkasumarið 1955. —■ Oddur. Vestfjarða- leiðirnar að opnasf AKVEGIRNIR vestur eru nú sem óðast að opn- * ast. í gærkvöldi komu tvær langferðabifreiðir úr áætlun- arferðum, önnur frá ísafjarð ardjúpi, en hin frá Skarðs- strönd. Eru áætlunarferðir að Melgraseyri við ísafjarð- ardjúp í sambandi við ferðir Djúpbátsins. í morgun fór fyrsta áætl- unarbifreiðin á þessu ári á- leiðis til Patreksfjarðar, en Þingmannaheiði var mokuð fyrir skemmstu. Verða farn- ar tvær ferðir í viku i sum- ar á leiðinni Reykjavík— Patreksf jörður. Enn er ekki hægt að segja « um hvenær vegurinn til ísa- j fjarðar verður opnaður, en væntanlega verður það seint í þessum mánuði. Þá verða : hafnar í fyrsta skipti áætl- unarferðir á leiðinni Reykja- vík—ísafjörður, og verður i farin ein ferð í viku til að byrja með. i Eyjólfur synti inn í Gufunes EYJÓLFUR Jónsson sundkappi synti í gær frá Loftsbryggju í Reykjavíkurhöfn inn í Gufunes. Þetta er um 6,5 km sundleið og lengsta sund Eyjólfs í vor. Sund- tíminn var 2 klst. 40 mín. og synti Eyjólfur að jafnaði 30—34 sundtök á mínútu. Sjávarhiti var 12 stig. Þegar Eyjólfur steig á land í Gufunesi var hann alveg óþreyttur. Stjórn Áburðarverk- smiðjunnar bauð honum og fylgd armönnum hans til kaffidrykkju. í bátnum með Eyjólfi voru Pétur Eiríksson sundkappi, Guðmund- ur Eggertsson lögreglumaður, er var eigandi bátsins og Hákon Jó- hannsson kvikmyndatökumaður. Flugskeyti Fr\mh. af bls. 1. En yfirmenn lögreglunnar segjk hinsvegar, að tilkyriningin frá flugstöðinni um slysið hafi gefið tilefni til þessa, því þar var taí- að um að .stórfellt slys“ hefði orðið, þar sem atómsprengju- hleðsla hefði sprungið. ☆ 1 skýrslum flugfaersins um óhappið segir, að kviknað hafi í eldsneyti einnar af 54 Bomarc eldflauga, sem standa þarna hver í sinni steinsteyptu kró. 1 trjónu þessarar eldflaugar var atóm- sprengjuhleðsla, en engin hætta var á að hún spryngi. Þar sem atómsprengjur springa hvorki við hita né högg. Nokkur hætta stafaði frá geislun í bruna þassum, sem varð feikimikill. Flugherinn seg- ir hinsvegar að sú geisiun stafi ekki frá atómsprengjuhleðslunni, heldur frá sérstakri efnasamT setningu eldsneytisins í eldflaug- mni, en í þeirri efnabióndu er magnesíum blandað geislavirku thoríum. Var geislamagmð smá- vægilegt og hvarf skjótt. 1 y'NAIShnúiar [ / SV50hnútor X Snjóíoma > ÚÓi V Skúrir ÍC Þrumur KuhJaskit ZS* Hitaski! H Hat L Laat EINS og kortið ber með sér liggur röð af grunnum lægð- um frá Norður-Svíþjóð yfir Skotland til Nýfundnalands. Hins vegar er háþrýstisvæði yfir NA-Grænlandi og norður af Azoreyjum. Vindur er aust anstæður hér á landi og hæg- ur, þokubræla fyrir Norður- og Austurlandi, en bjartast á SV-landi. Þó eru skúráleiðing- ar þar, einkum með fjöllum. Austan hafs er víða 15 til 20 stiga hiti og jafnvel 27 stiga hiti í Suður-Frakklandi. Hér á landi var hlýjast á Síðumúla kl. 15 í gær, 17 stig. Veðurspáin kl. 10 í gær- ) kvöldi: • SV-land til Breiðafj. og SV- j mið - til Breiðafjarðamiða: i Austan og NA gola, skúraleið- ■ ingar en bjartviðri með köfl- ^ um. S Vestfirðir og Norðurland: ■ Hægviðri, skýjað. ^ Vestfjarðamið til NA-miða: S Austan stinningskaldi, þoku- i bræla og rigning. ^ NA-land, Austfirðir og Aust S fjarðamið: Austan gola, þoku- ) loft og víða rigning. \ SA-land og SA-mið: Austan s gola, skýjað, dálítil rigning. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.