Morgunblaðið - 11.06.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1960, Blaðsíða 1
20 siður og Lesbók 47. árgangur 130. tbl. — Laugardagur 11. júní 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjölmenn ráðstefna for- vígismanna Sjálfstœðis■ flokksins sett í gœr | Ræðir stjórnmálaviðhorfið og innra I skipulag flokksins \ KLUKKAN tæplega tvö í gær setti formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Xhors, forsætisráðherra, formannaráðstefnu flokksins í Sjálfstæðishúsinu. Voru þá komnir til ráðstefnunnar hétt á annað hundrað fulltrúar og forvígismenn í félagssamtökum Sjálfstæðis- manna í öllum landshlutum. Hlutverk þessarar ráðstefnu er í fyrsta lagi að ræða stjórnmálaviðhorfið í landinu aimennt, og í öðru lagi að ræða nýjar reglur um innra skipulag Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Thors setti ráðstefnuna og skipaði Bjarna Beinteinsson úr Hafnarfirði fyrir fundarritara. Flutti formaður síðan stutta ræðu þar sem hann drap á nokkra höfuðdrætti stjórnmálavið- horfsins í dag. — Drög að nýjum skipulagsreglum Þá flutti Birgir Kjaran, alþm., formaður skipulagsnefndar Sjalf- stæðisflokksins, ýtarlega fram- söguræðu, þar sem hann gerði grein fyrir drögum að nýjum skipulagsreglum flokksins. Er nýrra skipulagsreglna sérstak- lega þörf vegna hinnar nýju kjór dæmaskipunar og stækkunar kj ördæmanna. Skipulagsnefnd flokksins hef- ur samið uppkast að hinum nýju reglum. Er gert ráð fyrir Ilja Ehrenburg: Poweis flug- mnnni verðui sleppt Washington, 10. júní. 1 (NEB-AFP) BANDARÍSKI þingmaður- inn Charles Porter frá Ore- gon sagði fulltrúadeildinni í gær, að hinn kunni sov- ézki rithöfundur Ilja Ehr- enburg hefði tjáð sér, er þeir hittust í Stokkhólmi i sl. viku, að hann teldi að bandaríski þotuflugmaður- inn Francis Powers, sem er í haldi í Sovétríkjunum síð an U-2 þota hans var skot- in niður 1. maí sl., mundi verða látinn laus og send- ur heim til Bandaríkjanna eftir að kveðinn hafi venð upp yfir honum „mála- myndadómur“. Porter sagði, að Ehren- burg hefði ekki sagzt bera neinn illan hug til Powers flugmanns — en sennilega væri annað að segja um almenning í Rússlandi. — að þær verði til fyrstu umræðu á þessari formannaráðstefnu, en endanlega verði frá þeim gengið síðar. Að lokinni ræðu formanns skipulagsnefndar tók Magnús Jónsson, alþingismaður, fram- kvæmdastjóri flokksins, til máls og gerði grein fyrir fyrirhuguð- um vinnubrögðum á ráðstefn- unni. Hófust síðan miklar umræður. Stóðu þær fram undir kl. 7 með stuttu kaffihléi. Lýkur í kvöld Á morgun munu fundarmenn snæða saman hádegisverð, en kl. 2 hefst fundur á ráðstefnunni. Er gert ráð fyrir að umræður á hon- um standi fram undir kl. 7. Þá verður ráðstefnunni slitið. Síðasta formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins var haldin vorið 1959. Hafa þessar ráðstefn- ur þótt gefast mjög vel. Engin bylting segir Súkarnó JAKARTA, Indónesíu, 10. júní. (Reuter); — Súkarnó Indónesíu- forseti bar í dag til baka fréttir þær, sem gengið hafa undanfar- ið um að herinn hefði tekið völd- in í landinu í sínar hendur. Kvað Súkarnó þessar fregnir tilhæfu- lausar með öllu. Verkfall í Frakklandi PARÍS, 10. júní. (Reuter); — Rúmlega 1,2 millj. opinberra starfsmanna eru nú í 24 stunda verkfalli til þess að leggjaáherzlu á kröfur sínar um hækkuð laun. Hefir daglegt líf manna mjög raakazt við verkfallið, því að margvísleg þjónusta, sem borg- ararnir eiga að venjast, hefir fall ið niður með öllu eða nær alveg. — Þetta er víðtækasta verkfall í Frakklandi síðan de GauIIe tók við völdum fyrir rúmlega 1% ári. Þúsundir stúdenta í Tókíó Gerðu aðsúg að Hagerty Ferðaáætlun Eisenhoivers óbreytt Tókíó, 10. júní — (Reuter) TIL ALLMIKILLA tíðinda dró í dag, er James Hagert^, blaðafulltrúi Eisenhowers Bandaríkjaforseta, kom hingað til þess að leggja síðustu hönd á undirbúning að fyrirhugaðri heimsókn forsetans. — Mörg þúsund vinstrisinnaðra stúd- enta höfðu safnazt saman á flugvellinum og grýtti múgurinn bifreiðina, sem Hagerty og MacArthur II, sendiherra Banda- ríkjanna í Japan, ætluðu að aka í til borgarinnar. Stúdent- srnir gerðu hróp að Hagerty og höfðu uppi spjöld með and- bandarískum upphrópunum, þar sem einkum var mótmælt heimsókn Eisenhowers og öryggissáttmálanum milli land- anna. Öðru hverju hljómaði byltingarsöngurinn „Internas- jonalen" um flugvöllinn. — Lögreglan réði ekki við neitt, en loks tókst þó að ryðja nægilegt rúm til þess, að bandarískt þyrilvængja gat sezt sem snöggvast á völlinn og bjargað Bandaríkjamönnunum úr klóm hinna æstu stúdenta. Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins setur formanna ráðstefnuna í gær. — • EISENHOWER FER SAMT Á fundi með blaðamönnum síðar í dag lét Hagerty svo um mælt, að upphlaupsmennirnir á flugvellinum væru einungis full- trúar mikils minnihluta japönsku þjóðarinnar — og augljóst væri, að það hefðu verið „atvinnu- menn“ í slíkum sökum, sem skipulögðu uppþotið. Blaðafull- trúinn lét í það skína, að þessir atburðir mundu ekki breyta ferðaáætlun Eisenhowers — og það var staðfest í Hvíta húsinu M unum ekki ytir- gefa vini okkar — sagði bandariski fulltrúinn á „vmsamlegum" afvopnunarfundi i Genf í Washington í dag. Hins vegar létu fulltrúar þeirra, sem berjast gegn öryggissáttmálanum og komu Eisenhowers, þau orð faila í dag, að uppþotið á flugvellinum hefði aðeins verið „forsmekkur- inn“ að því, sem gerast myndi, þegar forsetann bæri að garði. • HNEKKIR FYRIR JAPANSSTJÓRN Bæði hér og í Washington <sr litið svo á, að þessir atburðir hafi í rauninni verið mikill hnekkir fyrir japönsk stjórnar- völd, þar sem í Ijós hafi komið, að lögreglan gat í rauninni enga stjóm haft á upphlaupsmönnum. Efast menn nú mjög um, að fylli- lega verði hægt að tryggja, að hið sama — eða jafnvel enn verra — endurtaki sig ekki, er Eisen- Framh. á bls. 19 Genf, 10. júní — (Reuter) FULLTRÚI Bandaríkjanna á 10 ríkja afvopnunarráðstefn- unni, Frederick Eaton, lýsti því yfir í dag, að Bandaríkja- menn mundu ekki víkja úr stöðvum sínum erlendis, á meðan þeirra væri þörf vegna öryggis vestrænna þjóða. — Hörð átök i Tíbet KATMANDU, Nepal, 10. júní (Reuter): — Samkvæmt fregnum sem hingað hafa borizt með ferða mönnum frá Tíbet, geisa stöðugt harðir bardagar með tíbetskum uppreisnarmönnum og herflokk- um Kínverja á nokkrum stöðum í landinu. Einkum hefir hart ver- ið barizt í Shekardzong í aust- anverðu Tíbet og Saka, sem er vestarlega, er hér um að ræða mikilvægar stöðvar við aðal- veginn um landið frá austri til vesturs.Eru uppreisnarmenn sagð ir hafa gert talsverðan usla, en Kínverjar sendi nú liðstyrk frá höfuðborginni Lhasa til þess að ganga milli bols og höfuðs á þeim. — Umræddar heimildir segja Panrhen Lama, sem Kín- verjar gerðu að lepp sínum, sé í stofufangelsi — ekki sé rétt, að hann hafi verið líflátinn, eins og indversk blöð hafa sagt. Fregnir frá Nýju-Del'hi herma, að flóttamannastraumurinn frá Tíbet til Indlands, hafi aukizt mjög undanfarið — og er sagt, að um 500 tíbetskir flóttamenn hafi leitað þar hælis síðustu dag- ana. „Bandaríkin munu ekki yfir- gefa vini sína og hætta þátt- töku sinni í sameiginlegum vörnum hins frjálsa heims‘“, sagði Eaton m. a., er hann skýrði afstöðu stjórnar sinn- ar til hinnar nýju, þriggja s t i g a afvopnunaxáætlunar Rússa. Zorin mjúkur í máli Eaton gagnrýndi Sovéttillög- urnar í ýmsum atriðum, en sagði og, að þar væri ýmislegt, sem gæfi vonir um jákvæðari afstöðu ráðstjórnarinnar en áður. Rúss- neski fulltrúinn, Zorin, lýsti vel- þóknun sinni yfir þessum um- mælum — og þótti yfirleilt óvenju-mjúkur í máli. Zorin kvað Sovétríkin fús að ræða tillögur um að fella minnk- un venjulegs herbúnaðar inn í fyrsta stig afvopnunaráætlunar, ásamt niðurfellingu herstöðva erlendis og eyðileggingu tækja til að flytja kjarnavopn. — Við bíðum tillagna ykkar, sagði Zorin. Fjögur atriði Eaton hélt því fram, að væn- Framh. á bls. 2. Nýjar flugleiðir; og Moskva FLUGFÉLAG Islands mun hafa sótt um Ieyfi til að hefja áætlunarflug til Par- ísar næsta vor. Ekki er þó sennilegt að viðræður við f r ö n s k flugmálayfirvöld hefjist fyrr en í haust. — Hefur Frökkum verið skrif- að um málið og í svari sinu töldu Frakkar ekkert því til fyrirstöðu að setzt yrði að samningaborðinu. — Ef úr yrði mundi sennilega flog- ið um Glasgow til Parísar og yrði höfuðborg Frakk- lands þá syðsti viðkomu- staður íslenzkra flugvéla i Evrópu. — Þá hefur Mbl. góðar heimildir fyrir því að Loftleiðir séu að athuga möguleikana á því að fram lengja flugleiðina New York — Reykjavík — Ósló — Helsingfors til Moskvu. — Islenzkar flugvélar eru nú í reglubundnu flugi til 8 Evrópulanda svo og Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.