Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1960, Blaðsíða 8
a MOKCVTSfíl. 4ÐIB Laugardagur 27. 5,gúst 1960 Við bjarka- ilmogárnið *^*——mi^^mm^m^m^mmmmmmmmmmmmmmmmmm fór kirkjuvigslan fram að Kálfafelli i Fljótshverfi Fyrsta embœttisverk biskups í Skafta- fellsprófastsdœmi ÞAÐ var austanstormur og mist- ur yfir Skeiðarársandi skyggði á jökulinn, þegar herra bi.skupinn ásamt föruneyti sínu ók austur Fljótshverfið til kirkjuvígslu á Kálfafelli, sunnudaginn 21. ágúst síðast liðinn. En inni í hinni litlu en fögru og nýuppgerðu kirkju var hlýtt og bjart og notalegt. í gluggum er litað gler, svo að dagsbirtan verður mild og hátíðleg þegar hún blandast saman við bjarm- ann frá 20 kertaljósum á nýjum vegglömpum og gamalli einkar- fallegri ljósakrónu á miðju lofli. Fólkið fyllir kirkjuna og meira en það. — Kirkjugestir eru um þriðjungi fleiri en söfnuðurinn. (í sókninni eru 62 búsettir). Vígsl an fer fram með venjulegum haetti, formaður kirkjukórasam- bands prófastsóæm isins, Óskar Jónsson í Vík stjórnar sön.g, sem er mikill og góður, sæmilega al- tnennur og einraddaður eins og kirkj usöngur á að vera. Sóknar- presturinn stígur í stólinn. Svo er aitarisganga — altarisgestir 11. II. Þetta var indæl stund, og nú hefst annar þáttur þessa fagnað- ardagss Fljótahverfinga. Konur í söínuðinu veita öllum af mikilli rausn og prýði, þrátt fyrir erfið- ar aðstæður í gömlu skólahúsi, sem þarna hefur lengi staðið, autt Og hrikalegt, frekar af vilja en mætti. En þetta tekst allt með ágætum enda er þetta undirbúið á hinn kunna gestrisnisheimili kirkj ubóndans Björns Stefánsson ar og konu hans Valgerðar Páls- dóttur. m. Nú er aftur gengið til kirkju. Þar hefst samkoma, sem formað- trr sóknarnefndar, Ólafur J. Jóns- son bóndi í Teygingalæk stjórnar. Hann þakkar öllum, sem að upp- byggingu kirkjunnar hafa unn- iö. Hann þakkar gjafir og les •keyti, sem hafa borizt og hann Kálfafellskirkja í Fljótshverfi. biður Guð að blessa söfnuðinum þetta fallega Guðshús. Sóknar- presturinn, sr. Gísli Brynjólfsson prófastur, flytur erindi, segir sögu kirkjunnar og getur í fáum orðum þeirra presta, sem sátu á Kálfafelli frá Skaftáreidum og þar til prestakallið var iagt nið- ur rið 1880. Sr. Valgeir Helgason í Ásum flytur ljóð, sem hann hafði ort í tilefni dagsins. Þar segir m. a.: „Þökkum Drottni þennan dag þökkum honum góðan hag, að lifa hon.um lán er mest, að leita hans er hverjum bezt“. Páll Pálsson cand. theol., Reykjavík flytur ávarp. Hann minnist tengsla sinna við þenn- an stað. Þar var faðir hans fædd- ur, þar var afi hans síðastur presta: ,,Mér finnst það heiður að vera Skaftfellingur. Hingað í hérað þykist ég geta rakið allt það bezta, sem mér hefur verið innrætt á liðnum árum. Guðs blessan yfir land og lýð. Þetta er arfur minn frá nánustu ætt- mennum mínum hér. Hann vil ég varðveita, því að það er gæfa mín að hafa séð lifað og starfað í þessum anda. Þar hef ég hauk á hendi“. Frú Guðríður Páisdóttir flytur kveðju frá Prestsbakkasókn. Hún lýsir gleði sinni yfir því að fá að taka þátt í þessari hugnæmu athöfn og biður fyrir starfinu í kirkjum prestakallsins, sem báð- ar hafa nú verið fegraðar svo sem bezt má verða. Óskar Jónsson talar um gildi hins fórnfúsa starfs fyric söfnuð og einstakling. Allir eiga að leggja sig fram — fórna — til að efla hið góða og fagra. Það Enska knattspyrnan: Newcastle — Fulham 7:2 ONNUR umferð ensku deildarkeppn- Tranmere — Swindon 2:2 innar fór fram í þessari viku, og urðu Brentford — Watford 2:1 úinriit leikanna þessi: 1. deild. Blackpool — Tottenham 1:3 West Ham. — Aston Villa 5:2 Arsenal — Preston 1:0 Blackburn — N. Forest 4:1 Bolton — Wolverhampton 0:2 Cardiff — Sheffield W. 0:1 Chelsea — Leicester 1:3 Everton — Manchester U. 4:0 Manchester City — Burnley 2:1 Newcastle — Fulham 7:2 W.B.A. — Birmingham 1:2 2. deild. Stoke — Sunderland 0:0 Sheffield U. — Plymouth 3:0 Swansea — Huddersfield 2:0 Brighton — Leyton Orient 1:1 Leeds — Bristol Rovers 1:1 Lincoln — Rotherham 0:1 Luton — Portsmouth 1:0 Middlesbrough — Derby 1:1 Norwich — Charlton 4:0 Southampton — Liverpool 4:1 Scuntorpe — Ipswich 3. deild Chesterfield — Buer 2:2 Colchester — Grimsby 1:1 Coventry — Bradford City 2:2 Halifax — Torquay 3:2 Hull — Newport 5:1 Bristol City — Bournemouth 1:0 Walsall — Southend 5:1 Reading — Barnsley 0:1 Shrewsbury — Port Vale 1:1 4. deild Barrow — York 1:1 Bradford — Chester 1:0 Hartiepools — Peterborough <iJt Mansfield — Rochdale 0:2 Miilwall — Accrington 2:2 Carlisle — Stockport 1:4 Doneaster — Southport 0:1 Oldham — Aldershot 0:2 Chrystal Palace — Darlington 3:2 Gillingham — Crewe 0:0 Workington — Northampton 0:0 Fimm lið í 1. deild, þ.e. Tottenham. Wolverhampton, Blackburn, Sheffield W. og Newcastle hafa unnið báða leik- ina en W.B.A., Chelsea, Preston og Manchester United hafa enn ekki feng- ið stig. — I 2. deild er Rotherham eina liðið, sem hefur unnið báða leik- ina en Lincoln er eina liðið sem ekki hefur fengið stig. — 13. deild hafa Barnsley og Brentford unnið báða leik- ina og í 4. deild hafa Aldershot. Chryst al Palace. Peterborough, Southport, Stockport og Bradford unnið háða leikina. þurfa prestarnir að muna. Þá mun starf þeirra bera árangur. Að lokum ávaroar biskupinn kirkjugesti, lýsir ánægju sinni yfir athöfnum þessa dags, þakk- ar öllum áheyrn og þátttöku og biður söfnuði og kirkju blessunar Guðs. Svo lýkur athöfninni með játningu Hallgríms: Son Guðs ertu með sanni. IV. Sóknarnefnd Kálfafellssóknar skipa nú: Ólafur J. Jónsson, for- maður, Björn Stefánsson, Kálfa- felli og Björgvin Stefánsson Rauðabergi. Safnaðarfulitrúi er Jón Jónsson, Teygingalæk, með- hjálpari, Bergur Helgason, Kálfa- felli. Þess skal getið til viðbótar því, sem áður hefur verið sagt um endursmíði kirkjunnar, að kirkju bekkir voru teiknaðir af frú Gretu Björnsson og smíðaðir á verkstæði Valdimars Björnssonar og Jóns Valdimarssonar, Vík í Mýrdal. Þeir teiknuðu einnig við bygginguna og sáu um alla efn- isútvegun, en smiður var Sveinn Björnsson á Fossi eins og fyrr er sagt. — G. Br. “SKAK ■ MINNINGARMÓT Aronz Nimzo Önnur leið er t. d. 3. e4; wich hefur verið teflt í Khöfnl4. Rd4, c5; 5. Rb3, f5; 6. d3, Be6, nuna um miðjan mánuðinn. Þangað var boðið Petrosjan, Geller, Stáhlberg, Pietsje, Goldz, Orbaan, Barendrengt af út- lendingum, en heimamenn eru B. Larsen, J. Enevoldsen, A. Nielsen, B. Andersen, S. Hamm- ann, Klövig, E. Pedersen. Úrslit urðu þessi: 1. Petrosjan 11%, 2. Geller 10%, 3. G. Stáhlberg 9%, 4. Larsen 8. Frammistaða Stáhlbergs er mjög athyglisverð, þegar tekið er tíllit til þess að hann hefur átt við langvarandi heilsuleysi að stríða, og er sannarlega ánægjulegt að sjá að þessi gamla kempa er komin í gang á nýjan leik. Larsen hefur ekki ennþá tekizt að endur- heimta sitt gamla form á ný. En hér á eftir kemur skák sem bregður upp ljósi af þeim Lar- sen sem tefldi í Moskva 1956 og fékk þá bezta árangur á 1. borði. Hvítt: B. Larsen. Svart: E. Geller U. S. S. R. Kóngsindversk vöm (Júgóslavneska afbrigðið) með skiptum litum! 1. g3. Larsen hefur um árabil lagt sérstaka rækt við þennan leik, og oft náð mjög góðum ár- angri. Sennilegt þykir mér að hann vilji sýna það svart á hvítu að Réti heitinn hafi haft á röngu að standa 1925, þegar hann lýsti því yfir að þessa byrjun tefldi hann ekki aftur, eftir að hafa tapað skák með þessari byrjun fyrir Aljechin. (Ein frægasta skák Aljechin). Hugmyndin með 1. g3 er nokkuð margþætt, en í mörgum og ef ekki lang flestum tilfellum sú, að lokka andstæðingkin fram með miðborðspeð sín, en þá sprengir hvítur upp miðborðið með gagnsókn á miðborðinu og í sumum tilfellum á drottning- arvæng, eða hvorttveggja, eins og í þessari skák. Útkoman er því sú, að hvítur teflir oftast Kóngs-indverska vörn, eða Aljechin vörn með leikvinning. 1. — d5; 2. Bg2, e5; 3. Rf3, Rc6; Jósef J. Björnssyni reistur minnisvnrði nð Hólum FYRIR tæpu ári ákváðu búfræð- ingar frá Hólum, nemendur Jósefs J. Björnssonar, fyrsta skólastjóra Bændaskólans, sem kenndi við skólann um 50 ára skeið, að reisa honum minnis- varða heima á Hólum. Var þá til gipsmynd (brjóst- mynd) af Jósef, í eigu afkomenda hans, en mynd þá hafði Ríkharð- ur Jónsson myndhöggvari gert. Var hún fengin til þess að gera afsteypu í eir eftir henni. Því var iokið erlendis í vetur, en x sumar hefur stöpull verið gerður eftir teikningu Ríkharðs og er hann nú fullgerður og eirmyndin komin þangað, sem henni er ætl- að að standa. Hefur minnismerki þessu verið valinn staður þar sem húsakynni Búnaðarskólans stóðu er hann hóf störf undir stjórn Jósefs árið 1882. Framkvæmdanefnd sú, er fyr- ir máli þessu hefur staðið, hefur í samráði við skólastjórn Bænda- skólans á Hólum — ákveðið að afhjúpun minnisvarðans fari fram síðari hluta dags, sunnu- daginn þann 11. september n.k. Það er tilgangur Hólasveina, með þvi að reisa minnisvarða þennan í fyrsta lagi heiðra minn- ingu hins mæta manns, er við þröng kjör og erfið skilyrði hóf brautryðjandastarfið og kenndi þar í hálfa öld, og í öðru lagi að reisa á Hólastað varða, sem minni á þann áfanga, er þegar hefur genginn verið hinum fornfræga stað til vegsauka og íslenzkri bændamenntun og bændamenn- ingu til gagns og góðs. Nánar verður tilkynnt síðar með hvaða sniði athöfnin fer fram 11. september, en þess er vænzt, að Hólamenn mæti við þetta tækifæri heima á Hólum. Héroðsmót Sjólfstæðismanna í V-Borðastrondasýsla PATREKSFIRÐI, 22. ágúst. — Héraðsmót Sjátfstæðismanna í V-Barðastrandarsýslu var haldið að Tjaldborg á Patreksfirði kl. 20.30 sl. laugardag. Jóhannes Árnason stud. jur. setti mótið og var kynnir þess. Ræður fluttu Gísli Jónsson atþingismaður og ÞorvaLdur Garðar Kristjáneson lögfræðiogur. MiiUi ræðanna söng Árni Jónsson, óperusönigvari með undirleik Hafliða Jónssonar. Að ræðulokum komu fram þeir Gunn ar Eyjóifsson leikari og Ómar Ragnarsson og skemmtu við góð- ar undirtektir. Siðan var stiginn dans. Hljómsveit Baldurs Geir- mundisisonar lók fyrir dansinum. Fjölmenni var mikið og fór akemmtunin hið bezta fram. en þá hefur hvítur náð að „fiankettera" biskupinn á g2, sem er oft á tíðum hagkvæmt í Aljechin-vörn. 4. 0-0, Rf6. Hér er einnig hægt að leika 4. — Be6; 5. d3, f6; 6. e4, Rge7 ásamt Dd7 og 0-0-0. 5. c4, d4; Ef Geller hefði verið að tefla upp á að ein- falda stöðuna og jafna sem fyrst, þá gat hann leikið 5. — dxo4; 6. Da4, Bd7; 7. Dxc4, Be6; 8. Dc2, Be7 og staðan virðist í jafnvægi. Eða 5. — dxc4; 6. Da4, Rfd7!; 7. Dxc4, Rb6; 8. Dc2 og þá Be7 með skemmtilegri og möguleikaríkri stöðu fyrir svart. 6. d3, Bd6; 7. Ra3, 0-0; 8. Hbl, He8; 9. Rc2, a5; Hernaðaráætlan- ir beggja liggja ljóst fyrir. Hvít- ur leggur áherzlu á að knýja fram b4, en svartur að leika e4. 10. b3 Ekki 10. a3 vegna a4 10 — h6; 11. a3, Bf5; 12. b4, axb4; 13. axb4, Dd7; 14. b5, Rd8; 15. e3! Miðborðssprenging á réttu augna bliki. 15. — dxe3; 16. Rxe3, Bh7; Hér virðist mér Geller spenna bogann of hátt. Betra var 16.— Bh3; t. d. 17. d4, exd4; 18. Dxd4, Bxg2; 19. Kxg2, b6 og staðan er nokkuð jöfn Það er augljóst að Geller sættir sig ekki við jafn- tefli 17. Bb2, c6; 18. Hal, Hxal; 19. Dxal, cxb5; 20. Rxe5, Dc7; 21. Rf3, Be7; 22. Hcl, bxc4; 23. dxc4, Db6; Sennilega nauð- synlegt vegna hótunarinnar Rd5 og g7 hangir. 24. Rd5, Rxd5; 25. cxd5, Bf8; 26. Bd4, Db3; 27. Re5, b5 Svartur á enga góða vörn lengur. T. d. 27. — Bf5 til þess að hindra Rd7 þá 28. g4 og biskupinn verður að hörfa til h7 og 27. — Db5 yrði svarað með Hc7. 28. Rd7, Ba3; Staðan eftir 28. — Bf8—a3, 29. Bxg7! Larsen fær tækifæri á snoturri lokasenu 29. — Bxcl; Hvað annað? 30. Rf6f, Kxg7; 31. Rxe8f, Kf8; 32. Dh8f, Ke7; Ef 32. — Bg8; 33. Dg7f, Kxe8; 34. Dxg8, Ke7; 35. d6f, Kxd6; 36. Dxd8 og skákar síðan Bcl af, 33. d6f, Kd7; 34. Rf6f, Kc8; 35. Bh3t Einkennandi fyrir svona sókn, er að allir hvítu mennirnir komast í sóknina með leikvinning. 35. — Kb7; 36, Dxd8, Ddlf; 37. Kg*. Dd3; 38. Bc8f, Ka8; 39. Da5f og Geller gafsf upp, því hann verður mát í öðrum leik. Skákeinvígi þeirra Friðriks og Freysteins lauk þann 23. ágúst með allstórum sigri hjá stór. meistaranum 5:1, en þau urðu líka úrslit fyrra einvígis Frið- riks við Pilnik, svo að eftir at- vikum þarf Freysteinn ekki að vera óánægður með vinninga- hlutfallið. Aftur á móti er á- stæða fyrir Freystein að vera óánægðan með taflmennsku sína í heild, því hún var vægast sagt lélegur af Skákmeistara ís- lands. Ég efast ekki um að Freysteinn getur betur én þetta, en það er mitt álit, að hann eigi að reyna að leggja meiri áherzlu á leikfléttur, því skák- stíll hans er of einhæfur til þess að valda stórmeistara veruleg- um áhyggjum. Landskeppni Rússa og V- Þjóðverja lauk með sigri Rússá 51:13. Ingi R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.