Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1960, Blaðsíða 1
24 síður Hittast Krúséff og Eisenhower á Allsherjarþingi S.þ. í haust? ton 24. átfiist gaf Eisenhower for- seti engin ákveðin svör þegar hann var að því spurður hvort hann hygðist sitja fund Allslierj- arþingsins. Hann gaf þá í skyn að málið væri í athugun, en að engin ákvörðun hafi verið tekin. Þeir, sem viðstaddir voru á blaðamannafundinum, litu þann- ig á að Eisenhower mundi senni- lega fara til New York ef Krúsj- eff gerði það og biði með að taka ákvörðun þar til rússneski leið- toginn hefði tilkynnt fyrirætlan- ir sinar. Sir John Hunt, kona hans og dóttir á Reykjavíkurflugvelli í gær. (Ljósm. Mbl.: Markús) Trausti lýst á stj'úrnina í landhelgismálinu Stjórnarandstæðiugar reyna að stofna til ágrein- ings um málið í bæjarstjórn Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær urðu allmiklar umræð- ur um landhelgismál. Deildu kommúnistar hart á ríkisstjórn- ina fyrir að hafa ljáð máls á viðræðum við Breta og mæltust til að samþykkt yrði tillaga í málinu, sem fól í sér vantraust á ríkisstjórnina. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og Magnús Astmarsson, báru fram eftirfarandi frávísunartillögu: Með því að bæjarstjórn Reykjavíkur treystir ríkisstjórn Islands fullkomlega til að gæta hagsmuna og réttar Islend- inga í viðræðum við Breta um landhelgismálið og með til- vísun til fyrri samþykktar bæjarstjórnar, er framkomnum tillögum vísað frá og tekið fyrir næsta mál á dagskrá. I ræðu sinni benti borgarstjóri á, að kommúnistar og Framsóknarmenn reyndu að nota landhelgismálið í áróðurs- tilgangi og sagði: „Endalausar og endurteknar samþykktir í landhelgismálinu eru fremur til þess fallnar að veikja mál- stað okkar en styrkja. Út á við vekja þessar eilífu samþykkt- ir aðeins grun um að við séum ekki eins fastir fyrir í málinu og ekki eins öruggir um rétt okkar, eins og við höldum fram“. London, 1. sept. — (Reuter) TASS-fréttastofan rússneska skýrði frá því í dag að Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra, yrði formaður sendinefndar Sovétríkjanna við setningu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York hinn 20. þessa mánaðar. Meðal annarra í rússnesku nefndinni verða Andrei Gro- myko, utanríkisráðherra, Val- erian Zorin, aðstoðar-utanrík- isráðherra, Sergei Vinograd- ov, sendiherra í París, og Al- exander Soldatov, sendiherra í London. MTKILL HEIÐUR Hlnn 9. ágúst sl. var það haft eftir Krúsjeff aö hann teldi það mikinn heiður að vera fulltrúi Rússa á fundi Allsherjarþingsins. Sagði hann þetta í viðtali sem birtist í Fravda. Rússar hafa lagt til að afvopn- nnarmálið verði rætt á Allsherj- arþinginu og að það ættu leiðtog- ar ríkisstjórnanna að mæta. EISENHOWER BÍÐUR Á blaðamannafundi í Washing- Sfórfjóna fndlandi NÝJU DELHI, 1. sept. fReuter): Óttazt er að yfir 100 manns hafi beðið bana í flóðum á Indlandi í dag. Talið er að 36 manns hafi far- í Himachal Pradesh í Norður Indlandi, en 21 farizt og 15.000 misst heimili sín í Uttar Pradesh héraði. Kairon forsætisráðherra Punjab-ríkis, hefur skýrt frá því að þar hafi 55 manns beöið bana í flóðum í dag. Kairon sagði að yfir 4.000 þorp með þrjár millj- ónir íbúa hafi eyðilagzt og er eignatjónið metið á um 140 millj. króna. Frakkar fara f rá Marokko PARÍS, 1. sept. (NTB-AFP). Ríikisstjórnir Frakklands og Marokkó hafa komizt að sam- komulagi um að Frakkar flytji á brott herlið sitt frá herstöðv- um þeim er þeir hafa haft yfir að ráða í Marokkó fyrir 1. marz 1961. Ríkisstjórnir beggja landanna gáfu í dag út samhljóða tilkynn- ingu um þetta í París og Rabat. Samningar um brottför Frakka hafa staðið mjög lengi. Tilefni umræðnanna var svo- hljóðandi tillaga frá Guðmundi Vigfússyni og Þórði Björnssyni: VEGAMÁLASTJÓRI sagði er blaðið snéri sér til hans í gær, að tugir þúsunda tenings- metra af slitlagi veganna á Suðurlandi hefðu rokið af þeim í sumar, en þurrkamir hafa nú staðið látlaust í tvo mánuði. Má nú heita að víða á fjölförnustu leiðum sé slit- lagið algerlega horfið og í tilefni þess að ríkisstjórn Is- ' lands hefur ákveðið að taka upp | viðræður við Breta um landhelg- I verða bílarnir að aka á grjót- undirbyggingu veganna. Kostar milljónir — Það mun kosta milljónir að aka nýju slitlagi á vegina og það þyrfti helzt að gera núna í haust, sagði vegamálastjóri. En vega- gerðina skortir tilfinnanlega fé til þeirra framkvæmda. Fénu til vegaviðhaldsins var eytt í vor. Er nú verið að vinna að áætlun ismálið, skorar bæjarstjórn Reykjavíkur mjög alvarlega á ríkisstjórnina að hvika í engu frá óskoruðum rétti Islendinga til 12 mílna fiskveiðilögsögu og semja aldrei um neinar undan- þágur á henni. Töluðu flm. báðir fyrir tillög- unni. Kvað Guðmundur tilefni hennar vera að ríkisstjórnin hefði stigið umdeilt skref með því að Ijá máls á viðræðum við Breta í því skyni að semja af okkur rétt í landhelgismáhnu. Þórður Björnsson kvað sér ekki ljóst til hvers ætti að ræða þetta mál, þar sem við hefðum sigrað í verki. Þó taldi hann sig hlyntan viðræðum, ef þær fjölluðu um frekari útfærslu, eða yrðu til að gera Bretum auðveldara að láta af ofbeldisaðgerðum sínum. Geir Hajlgrímsson borgarstjóri, sagði að eftir ræður flutnings- um hve mikið þurfi að gera til þess að búa vegina undir vetur- inn, en sýnilega verður ekki kom izt hjá því að lagfæra þá, þar sem ella verður ókeyrandi á þeim í vetur. Ekki hægt að hefla Þurrkurinn hefur og valdið því að ekkj hefur verið hægt að hefla vegina að neinu ráðj enda hefði það aðeins orðið til þess að meira hefði fokið úr þeim ,Vógu salt7 á Græn- landsjökli Sir John Hunt í Reykjavík Á FIMMTA tímanum í gær 1 kom Sólfaxi til Reykjavík- urflugvallar frá Meistara- vík með Grænlandsleiðang ; urinn, sem Sir John Hunt stjórnaði. Sir John er heimsþekktur fjallgöngu- garpur, en mesta frægð hlaut hann fyrir að stjórna leiðangrinum, sem tókst að klífa Everest, hæsta tind jarðar, árið 1953. Hópurinn, sem steig út úr flugvélinni, var all-vígalegur ásýndum. Bæði karlar og konur klæddust margháttuð- um hlífðarfatnaði, allir veður barðir, rjóðix og sólbitnir, og þeir karlmenn, sem aldur höfðu til, voru alskeggjaðir orðnir. Hinir yngstu létu sér nægja hýjung og skeggtjásur Framh. á bls. 23. Rykbindiefni til lítilla bóta Þá hefur verið gerð tilraun til þess að bera rykbindiefni á veg- ina, svonefnt klórkalsíum. Það er til nokkurra bóta en dýrt efni og gefur ekki nógu góða rauxr þegar vegirnir blotna ekki í svo langan tíma sem hér um ræðir. Rykbindiefni sem þetta hefur um langt árabil verið notað er- lendis en þaðan er sömu sögu að segja og héðan. Ef þurrkar Framh. á bls. 2. Framh. á bls. 2. Ofaníburður fyrir milljónir hefir fokið úr vegunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.