Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Click here for more information on 223. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						MORGVNBLAÐ1Ð
Fostudagur SfJ. sept. 1989
Enn um Hesteyrarkirkju
BISKUP landsins hefur tal-
að. Álit hans á þeirri ráð-
stöfun að rífa Hesteyrar-
kirkju og flytja til Súðavíkur
við ísafjarðardjúp er nú orð-
ið opinbert. Í grein biskups í
Morgunblaðinu 20. sept. kem-
ur í Ijós, að ekkert samráð
var haft við nokkurn þeirra,
er hlut áttu að máli.
Engrar afsökunar er beiðzt á
sliku fljótræði. Álit prófastsins
á ísafirði, sr. Sigurður Kristjáns
sonar, var eitt látið nægja. Þess
þótti ekki þórf að kynna sér
málið betur. Þeir beita airæðis-
valdi sínu — prófastur og bisk-
UP — og við fyrrverandi og nú-
verandi Sléttuhreppingar hljót-
um að fyllast lotningu og þakk-
Iátssemi, þegar við hugsum um
björgunarstarf þessara mætu
manna.
Tilfinningar þeirra, sem komn
ir eru á gamals aldur og eiga
þá ósk heitasta að fá að hvíla
í kirkjugarði meðal ættingja og
vina eru fótum troðnar, og ítrek
aðar óskir þeirra einskis virtar.
Og svo segir biskup orðrétt í
grein sinni: „Ég skil það vel. að
ræktarsömum mönnum, sem eiga
helgar minningar bundnar við
þessa kirkju á sínum fyrri stað,
sé þetta viðkvæmt mál". Hér er
talað um helgar minningar. Er
það þá skoðun biskups, að til
þessara helgu minninga eigi ekki
að taka nokkurt minnsta tillit?
Er það í samræmi við Guðs lög?
Biskup talar um ömurleg af-
drif, sem kirkjurni hefðu verið
búin á Hesteyri Hér er talað
lítt af kunnugleika, enda hefur
biskup aldrei þangað komið og
heimildarmaður hans sennilega
sami og áður.
Á hverju sumri hefur verið lit
ið eftir kirkjunni og það lag-
fært, sem þurfa þótti. Auk þess
ber og að geta bess, að kirkjan
var mjög vel járnvaiin og efni-
viður í alla staði hinn bezti og
ófúinn. svo að engin hætta var
á hinum ömurlegu afdrifum í ná
itini framtíð.
Það er mál flestra, að átth3ga-
tryfgð hafi fremur aukizt held-
ur en hitt. Fjölmennt Átihaga-
fé'ag Sléttuhrepps er starfandi
hér í Reykjavík. Þar hafði kom-
ið 1:1 tals m. a. að fara til Hest-
eyiar og mála kirkjuna upp að
nýju. En við erum látii losna
við þá fyrirhöfn af einskærri
góðvild, til þess að annað byggð
ar'sg geti á ódýran hátt notfært
sér handverk annarra, komið
sér upp kirkju á annarra kostn-
að og méð því móti losnað að
miklu leytj við þann ko.;tnað,
sem önnur byggðarlög verða
fyrir við smíði kirkjubygginga.
— Súðvíkingar geta hrósað
happi yfir því, að eiga svo góða
samverkamenn. — Á hverju ári
er hárri upphæð varið til kirkna
á landi okkar. Hversu há skyldi
upphæðin vera t. d. til SkálhoHs
kirkju? Það mætti gjarnan hug-
leiða það, hvort nytsemin sé í
samræmi við þá fjárupphæð sem
til hennar hefur verið varið.
Biskup hefur staðið framarlega
Hesteyrarkirkja.
í hópi þeirra manna, sem barizt
hafa fyrir endurreisn hennar
sem veglegs minnismerkis á hin-
um þjóðlega stað, — og er það
vel.
En minnisvarði okkar Sléttu-
hreppinga, sem fengið hefur að
vera í friði í 61 ár, handaverk
fyrirrennara og okkar sjálfra, er
rifinn til grunna, til þess að
annað byggðarlag megi góðs af
njóta.
Eða er það ef til vill ætlun
forstöðumanna verksins að láta
rifa kirkjuna á Hesteyri, líkt og
í Skálholti, til þess að beita sér
fyrir smíði annarrar og glæsi-
legri steinkirkju, er fái staðió
um aldur og ævi.
— Það var betra að taka lamb
fátæka mannsins en þess ríka,
og það var betra að hafa ekki
of hátt um það.
Kirkjan á Hesteyri var byggð
árið 1899. Hún var mjög stór á
þeirra tíma mælikvarða og rúrn-
aði rúmlega 100 manns. Norö-
menn sáu um útvegun á vó'du
efni til kirkjubyggingarinnar.
Árið  1928 fóru  fram gagngerar
endurbætur yzt sem innst. og
kirkjan var sannarlega sómi
sveitar sinnar. Hún var að ö'lu
leyti eign safnaðarins án nokk-
urra opinberra styrkja.
Biskup vísar til laga til að rétt
læta málstað sinn. Er við þekkj-
um þess svo mörg dæmi, að lög
eru ekki einhlít. Lagabreytingar
eiga sér stað á hverjum tíma og
sum lög eru jafnvel orðin úrelt,
áður en þau koma til fram-
kvæmda. Það gæti þess vegna
verið, að lagabókstafurinn, sem
biskup vísar til sé ekki hið eina
rétta í þessu máli.
I upphafi greinar sinnar \im
Hesteyrarkirkju getur biskup
þess, að nokkurs misskilnings
gæti í greinum tveggja Hest-
eyringa, sem höfðu um máiið
skrífað. Þennan misskilning gsg-
ist hann vilja reyna að leiðrétta.
Það skyldi ekki vera, að mis-
skilningurinn væri hjá öðrum
aðilum? Hvaðan hefur biskup
upplýsingar sínar? Hann talar
um sveitina, sem verið hefur í
eyði i hálfan annan áratug. Er
hér rétt með farið? Litum á
staðreyndir. Síðasti ábúandinn á
Hesteyri, Sölvi, Betúelsson flutt-
ist til Bolungarvíkur 1. nóvem-
ber 1952.
Samkvæmt  okkar  útreikningi
verða það átta ár hinn 1. nóvem-
ber nk.  Þetta skyldi biskup at
huga,  áður  en  hann  reynir  að
leiðrétta misskilning annarra.
Aðeins átta árum eftir að
byggð hefur flutzt frá Hesteyri
er kirkjunni með velþóknun við-
komandi aðila svipt af grunni tii
brottflutnings. Slíks munu fá
eða engin dæmi. Engin vissa er
heldur fyrir því, að byggð eigi
ekki eftir að færast aftur í
Sléttuhrepp innan tíðar. Ef svo
yrði, myndi þá biskup og pró-
fastur verða forgöngumenn um
að rífa kirkjuna á nýjan leik.
Að þessu sinni í Súðavík, til
þess að flytja hana aftur til
Hesteyrar til sinna réttu og einu
eigenda?
•
Islendingar líta á handri'tin
sem sína eign. þott þau eitt sinn
hafi verið flutt ti! Danmerkur. Á
sama hátt lítum við sóknarbörn
Hesteyrarkirkju á þennan helgi-
dóm sem okkar lögmætu eign,
þrátt fyrir flutning hennar til
hins hrörnandi Súðavíkurþorps,
þar sem íbúum hefur fækkað,
eins og viða annars staðar.
En Súðvíkingum er nokkur
vorkunn. Þeir vita, að allt efni
til bygginga hefur stórlega
hækkað undanfarið — en er
víst, að gleðin yfir lambi fá-
tæka mannsins verði óskipí?
Þess ber að geta, að fyrir
nokkrum árum var þess farið á
leit við viðkomandi kirkju^'íir-
völd þ. e. a. s. prófast og biskup,
að kirkjan fengi að standa.
Þessu til staðfestingar eru bréf
dagsett 14. október 1952 og 27.
september 1953. Svar núverandi
biskups við þessari málaleifun
hefur nú fengizt á mjög svo skýr
an hátt í samráði við prófastinn
á ísafirði, sr. Sigurð Kristjáns-
son.
•
Niur.da boðorðið er á þessa
leið: „ÞI> SKALT EIGI GIRN-
AST HÚS NÁL'NGA ÞÍNS/'
Hvað er það? Svar: „Vér eigum
að óttast og elska Guð. svo að
vér eigi sækjumst eftir arfi eða
húsi náunga vors með vélum. né
drögum oss það með YFIR-
VARPI RÉTTINDA, heldur
styðjum hann og styrkjum að
halda því."
A þennan hátt eru skýringar
Lúthers á níunda boðorðinu.
Hér eru það lög Guðs sem tala,
ekki manna lög. Viðkomandi að-
ilar mættu gjarnan athuga það,
áður en næsta björgunarafrtk
verður unnið. Að lokum tvær
spurningar til prófasts og bisk-
ups:
Er það rétt, að altaristaflan
úr Hesteyrarkirkju, sem flutt
var til Isafjarðar, hafi stórlega
skemmzt vegna vanhirðu og
trassaskapar?
Er það ætlun kirkjuyfirvald-
anna að veita af enn meiri rausn.
með því að gefa Súðvíkingum
eignir Hesteyrarkirkju, þ. e.
kirkjugripi og peninga í sjoði?
Við mótmælum allir í nafni
sóknarbarna Hesteyrarkirkju,
Birgir G'. Albertsson, Bjarni Guð
mundsson, Eiríkur Benjamínss.,
Guðmundur Guðmundsson Guð-
mundur J. Guðmundsson, Guðni
Jónsson, Hans Hilaríusson, Hil-
aríus Haraldsson, Hjálmar Gísla
son, Jón S. Guðjónsson, Jón
Guðnason, Kristinn Gíslason,
Sigurjón Hilaríusson, Reidai G.
Albertsson.
RABAT, Maroki'.ó, 20. sept. —
(Reuter) — Mohammed V. kon-
ungur hefur skipað son sinn,
Moulay Hassan, formann sendi-
nefndar Marokkó hjá San em-
uðu þjóðunum, og gefið h<mam
skrifleg fyrirmæli um að leggja
fram á allsherjarþinginu beiðni
um að samtökin grípi þegar i
stað í taumana í Algíer málinu.
Skuli þau gera sér far um að
komast að skjótri nið írstoðu "til
lausnar Algier deilunni og koma
til móts við óskir bjó'Sarinnar,
svo að friður geti haldtzi í þess-
um hluta heims.
• Ef þú getur lesið
>etta ....
Köttur hljóp yfir götuna,
bifreiðarstjóri dró úr ferð og
næsti bíll á eftir lenti aftan
á bílnum hans með miklu
bramli. Þetta gerðist á einni
umferðargötunni hér í bæn-
um um hádegið um daginn,
þegar umferðin er mest á
daginn og bílarnir í samfelldri
röð svo langt sem augað eyg-
ir. —
Og alltaf er að fréttast um
árekstra, sem verða með þess-
um hætti. Menn störskemma
bifreiðir sínar af því að þeir
aka svo nálægt bílnum á und
an, að þeir hafa ekkert svig-
rúm til að bjarga honum frá
árekstri, ef hinn verður af ein
hverjum  ástæðum  að  draga
úr ferð. Fyrir nokkrum dög-
um var frá því skýrt i blöð-
unum að fjórir bílar hefðu
rekizt saman með þessum
hætti.
Fyrir nokkrum árum settu
sumir Bandaríkjamenn skilti
aftan á bílana sína, og á því
stóð: „Ef þú getur lesið þetta,
þá ertu kominn of nálægt!"
Þetta var ágæt aðvörun til bif
reiðarstjórans á eftir. Enda er
það óþarfa glannaskapur að
aka svona þétt. Bifreið kemst
ekkert hraðar áfram þó hún
sé aðeins hálfum metra á eft-
ir þeirri, sem á undan fer. I
því efni er alveg eins gott að
fjarlægðin  sé  1—2  metrar.
* Skipti á smápen-
ingum
í sunnudagsblaðinu siðasta.
var sagt frá manni ,sem ekki
gat fengið smápeningum sín-
um skipt í banka eða hjá rík-
isféhirði af því hann hafði
þá ekki búntaða. Ríkisféhir'ð-
ir hefur nú skýrt Velvakanda
frá því, að hann sé fús til að
skipta þessum peningum fyrir
manninn.
Sá háttur er hafður á um
þetta, að yfirleitt er mönn-
um gert að skyldu að koma
með smápeningana búntaða,
til að spara féhirði vinnu. Þeir
sem koma með mikið af slík-
um smápeningum eru yfir-
leitt frá stórum fyrirtækjum
og koma oft og reglulega. —
Aftur á móti sagði ríkisfé-
hirðir, að ef gjaldkerinn sæi
að hér væri um einstakling
að ræða, sem aðeins kæmi
einu sinni, og þá ekki með
alltof stóra upphæð, þá væri
ifc
FERDIIMAIMD
-tír
venjan að búnta peningana
og telja þá fyrir hann. Hér
hefði því verið um misskiln-
ing áð ræða. — Gjaldkerinn
hefði ekki áttað sig á að hér
væri um eitt slíkt undanteKn
ingartilfelli  að  ræða.
• Illa til hafðar
um hárið
Kona skrifar: — Kæri Vet-
vakandi! Nú get ég ekki leng
ur orða bundizt. Ég var að
koma frá því að kaupa mjólfc
í mjólkurbúðmni þar sem ég
verzla daglega, og ofbýður
mér alveg að sjá ungu stúlk-
urnar, sem eru þar við af-
greiðsluna.
Það er oft skipt um stúlk-
ur í búðinni og þær eru flest-
ar svo illa til hafðar um hár-
ið. að því verður ekki lýst
með fallegum orðum. Hár-
tjásurnar lafa niður fyrir and
litið og sumar verða jafnvel
að hrista til höfuðið svo þær
geti séð.
Þessar aðfinnslur eru ekki
röfl úr mér einni, heldur hef
ég heyrt margar konur kvarta
undan þessu. Svo á að heita
að afgeiðslustúlkurnar séu
með kappa, en ég held að
hann sé ekki notaður eins og
til er ætlazt, því sumar ungu
stúlkurnar sem þarna af-
greiða, tylla honum lauslega
á hvirfilinn. Eldri konurnar,
sem vinna í þessari búð, eru
þokkalega til hafðar.
Ég geri ekki ráð fyrir að
þessi mjólkurbúð sé neitt eins
dæmi. En mér er spurn: Á.
ekki að líta eftir svona lög-
uðu? Og það er allt annað en
lystugt að sjá stúlkurnar
bogra yfir skyrinu með hár-
lubbann lafandi í allar áttir.
—Húsmóðir.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24