Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8

MORGVWBI AÐlh

Miðvikudagur S. okt. 1960

Hazza Majali og Hussein konungur í skrifstofu forsætisráðherrans nokkrum dögum fyrir tilræoið.

Jórdanía

— Beirut, 30. ágúst

MORÐIÐ á jórdanska forsætis-

ráðherranu.m Hazza Majali ásamt

nolkkrum háwn embættismönn-

utn í utanríkisráðuneyti hans

kom eins og þruma úr að því er

?irtist heiðskírum himni. En lit-

urinn á himninum var blekking.

Afsakend/ur jórdönsku rikis-

stjórnarinnar, ásamt mörgum

hollvinum hennar á Vesturlönd-

um, hafa stöðugt ofmetið styrk

landsins og hæfileika stjórnar-

innar til að standast óákveðnar

árásir að innan eða utan. Þeir

lögðu áherzlu á, að Hasemite-

ættin hafi staðið af sér ofurefli

fjandmanna sinna í þrjú ár, og

þeir drógu af því þá ályktun, að

stjórnin gæti ekki aðeins séð um

jín eigin mál, heldur náð sam-

kamulagi við Sýrland, sérstak-

Jega í þeirri viðleitni sinni að ná

Sýrlandi úr Arabíska Sambands

lýðveldinu. En þessir vinir Jórd

aníustjórnar tóku ekki hinar há-

værustu óánægjuraddir með í

reiikninginn, og nú hefur bjart-

sýni þeirra orðið að engu.

Hinn látni forsætisráðherra

var efcki óvinsæll. Hann hafði

spyrjandi augnaráð, var bros-

mildur og hafði mikla kímnigáfu,

sem veitti honum vinsældir.

Ég talaði síðast við hann fyrir

tíu dögum í Maan, miðstöð þess

héraðs, þar sem hann óx upp.

Hann spurði mig, hvað ég hefði

fyrir stafni. Ég svaraði, að ég

væri á mjög ánægjulegu ferða-

lagi. „Áhugamál yðar eru mér ó-

viðkomandi," svaraði hann. „En

njótið þér allra þæginda?"

„Ég hef borðað vel, sofið vel og

þvegið mér vel", svaraði ég.

„Hvers meir get ég krafizt?"

Hann hló og spurði skyndilega,

hvort ég hefði komið til Petra,

Ég svaraði skömmustulegur, að

þangað hefði ég ekki komið. „En

þér verðið að fara þangað", sagði

hann og kallaði á þann stærsta

fylkishöfðíngja, sem ég hef nokk

urn tíma séð, hann var yfirmað-

ur Jórdaníuhers í suðurhéruðum

landsins.

í skyndi voru gefnar fyrirskip-

anir um að herbíll og hestar

Skyldu látnir mér í té, og næsta

dag dvaldist ég í Petra— hinni

hálfhrundu virkisborg hinna

fornu Nabatea.is, sem réðu yfir

arabísku verzlunarleiðunum til

Gaza og Damaskus og til Rauða-

hafs og Persaflóa.

Jafnvel með slíkar minningar

um vingjarnleik og gestrisni er

hægt að vera raunsær, hvað

gnertir örlög Hazza Majali.

Hin einfalda staðreynd er sú,

a6 hann kom eteki til móts við

þarfir og óskir landsmanna. Rík-

isstjórn hans var almennt grun-

uð um hlutdrægni og að koma

ættingjum til valda, — þó ekki

meir en svo margir fyrirrennarar

hans höfðu gert. Hitt var miklu

alvarlegri ásökun, að hann stýrði

landi sínu burt frá Arabalönd-

unum og gerði það háð Vestur-

löndum.

Þessi ásökun hefur við augljós

rök að styðjast. Bandaríikjamenn

veita Jórdaníu rúmlega 50 millj.

dollara á ári sem fjárhagsstuðn-

ing, til efnahagsþróunar og korn-

birgðir til að bæta úr alvarlegri

neyð, sem þurrkar hafa valdið.

Bretland leggur til 2.500,000 £

til efnahagsþróunar. Þegar svo

við bætist, að Bandaríkin og

Bretland leggja til um 90 af

hundraði af hinum árlaga stuðn-

ingi við palestínska flótta<menn,

er greinilegt, að Hashemite-kon-

ungsríkið mundi hrynja til

grunna, ef USA og Bretland

hættu  stuðningi  sínum.

Þetta ástand var óþolandi fyrir

marga Jórdaníubúa, sem álitu

sig fylgjendur þjóðernisstefnu

Araba, með öllu, sem því fylgir,

svo sem hlutleysi og algerum

fjandskap við fsrael. — Sérstak-

lega á þetta þó við milljón Pal-

estínumenn, sem mynda tvo

þriðju hluta af íbúafjölda í Jórd

aníu og beina augum sínum

fremur til Kairó en Amman.

Upp á síðkastið hafa Palestínu

menn sýnt ákveðinn vott um ó-

ánægju með Nasser, að mestu

leyti vegna hrakfara hans í írak

og í sjálfri Jórdaníu. En undir

niðri hefur alltaf borið á þeirri

skoðun, að Hashemite-konunga-

ættin sé erlend ætt ^em hafi ver-

ið þrengt upp á þá af Vestur-

veldunum, sem séu stuðnings-

menn fsraels.

Heitasta ósk þeirra er að vera

í tengslum við roeginstrauma ara

bískrar þjóðernisstefnu, sem nú

kemur frá Kairó, enda þótt þeir

viti, að innanlandsólga í Jórdan-

íu mundi fela í sér alvarlega

hættu á íhlutun ísraelsmanna og

að Gyðingar leggðu undir sig alla

Palestínu alla leið að vestri bökk

um árinnar Jórdan.

Frá því snemma á þessu ári

hefur samkomulag milli Kairó og

Amman verið sérstaklega slæmt.

Útvarps- og blaðaáróður beggja

aðila hefur náð hámarki.

Þegar reiknað er með aðstæð-

um í Jórdaniu, þar sem hollusta

mikils hluta íbúanna er meira

en vafasöm, verður að efast

um að gagnárásir jórdanskra

áróðursyfirvalda hafi verið vitur-

legar.

Við svona hættulegar aðstæð-

ur, má gera ráð fyrir, að veikari

aðilinn verði harðar úti, og í

þessu máli er það Jórdanía, sem

er vafalaust og augsýnilega veik-

ari.

Það hefur verið og er enn mik-

ill skoðanamunur milli Arabíska

Sambandslýðveldisins og Jórdan

íu, sérstaklega hvað snertir Pal-

estínuvandamálið. Nasser hlakk-

ar til þess dags, þegar áhrif hans

verða allsráðandi í Palestínu;

Hussein konungur heldur fast

við kröfur sínar til konungsdóms

Héraðsfundur Eyja-

fjarðarprófastsdœmis

HERAÐSFUNDUR Eyjafjarðar-

prófastsdæmis var haldinn 28.

sept.  í  Dalvíkurkirkju.

Fundurinn hófst með almennri

guðsþjónustu kl. 2 e. h. Prófast-

urinn, Sr. Sigurður Stefánsson,

prédikaði, en prestur staðarins,

sr. Stefán V. Snævarr, Völlum,

og sr. Pétur Sigurgeirsson á Ak-

ureyri þjónuðu fyrir altari. Sr.

Fjalarr Sigurjónsson í Hrísey

las bæn í kórdyrum. Kirkjukór

Dalvíkur og Tjarnar söng undir

stjórn organistans, Gests Hjör-

leifssonar en mikið fjölmenni

hlýddi messu.

Þegar í messulok setti prófast

ur fundinn og flutti erindi um

helztu kirkjulega viðburði sl.

héraðsfundarárs, lýsti breyting-

um á embættaskipan í prófasts-

dæminu, ástandi kirkna og ýms-

um nýjungum í safnaðar- og

kirkiulífi.

Einn prestur hafði látið af

störfum, sr. Kristján Róbertsson

á Akureyri. og þakkaði fundur-

inn honum ágætt starf og bróð-

urleg samskipti á liðnum árurn.

Námskeið í helgisiðafræðum

var haldið á Akureyri sl. haust

undir leiðsögn sr. Sigurðar Páls-

sonar á Selfossi og var bað al-

ger nýjung í íslenzku kirkju-

starfi.

Þá var einnig stofnað á Akur-

eyri Æskulýðssamband kirkjunti.

ar í Hólastifti og hefur látið

mikið til sín taka komið á æsku

lýðsmótum og haldið fræðslu-

fundi með leiðtogum unga fólks

Skrifstofan eftir sprenginguna.

yfir því, sem nú er vestri bakki

árinnar Jórdan — ef ekki meiru.

En sá dagur, er Palestínu verð

ur laus við yfirráð ísraelsmanna,

er greinilega langt undan, og það

væri skynsamlegt fyrir Hashem-

ite-ættinni að taka afstöðu til

þess vandamáls með minni ákefð.

Það er kaldhæ'ðnislegt, að

morðið á jórdanska forsætisráð-

herranum skyldi eiga sér stað að-

eins 24 stundum eftir að utan-

ríkisráðherrar Arabalandanna

höfðu lokið fundi sínum í 9ht-

aura í Líbanon, en þýðingar-

mesta niðurstaða þess fundar

var samkomulag milli Arabíska

Sambandslýðveldisins og Jórdan

íu um að hætta árasum hvort á

annað.

En margir Jórdaníubúar eru

innst inni þeirrar skoðunar, að

ábyrgðin á þessu rnorði hvíli

beint eða óbeint í Arabíska Sam-

bandslýðveldinu. Ef hafðar eru

í huga hinar harðvítugu áróðurs

herferðir,  sem nýlega var hætt,

verður erfitt fyrir ríkisstjórn

Jórdaníu að fylgja ekki dæmi

andstæðingsins án þess að bíða

álitshnekki.

Þá getur farið svo, að sam-

þykktin í Shtaura verði að engu

ag upphefjist harðvítugri deilur

en nokkru sinni fyrr.

Nokkrar vonir um hófsama

stjórnmálastefnu má tengja við

þá tafarlausu ákvörðun Husseins

konungs að setja Bahjat Talhuni,

yfirmann hins konunglega líf-

varðar, í embætti Hazza Majalis.

Talhuni er enginn vinur Nass-

ers eða byltingar. En hann er

reyndur, varkár stjórnmálamað-

ur, fyrrverandi dómari og innan

ríkisráðherra, kunnur fyrir sitt

gráa hár og sorgmædd augu. Það

er ólíklegt að Jórdanía verði

teymd út í einhver ævintýri und

ir stjórn hans, og það er senni-

lega það bezta, sem Hussein kon-

ungur getur gert sér vonir um

sem stendur.

(Observer — öll réttindi áskilin).

Skemmtileg nýbreytni er og

tímarit Prestafélags Hólastiftis.

Tíðindi, sem kom út á árinu, og

þegar hefur vakið mikla athygli.

Margar hinna eldri kirkna hér

aðsins hafa hlotið ýmsar endur-

bætur og viðhald þeirra yfirleitt

mjög gott. Torfkirkjan í Saur-

bæ, sem nú er 102 ára gömul, er

komin í vörzlu og umsjá þjóð-

minjavarðar og hefur verið end-

urbyggð í sínum gamla stíl.

En nýja kirkjan á Dalvík er

þó mesta framtakið á þessu

sviði, forkunnarfagurt hús,

hvar sem á er litið, og svo vel

búið, að furðu vekur. Umhverfi

kirkjunnar ,nýr kirkjugarður og

stór lóð, hefur" allt verið girt

vandaðri og smekklegri girð-

ingu, fegrað og prýtt. „Þetta

fagra og tigna hús á lengi eftir

að vitna um fórnfýsi og áhuga

þeirra manna, sem það hafa

reist", sagði prófastur að lokum.

„Það er mikill sigur fyrir þenn-

an söfnuð, hvernig til hefur tak-

izt. En það er líka sigur íyrir

kirkjuna í heild og málefni

hennar."

Eftir nokkurt hlé, meðan fund

arrhenn sátu veizluboð sóknar-

nefndar Dalvíkur, var fuudin-

um haldið áfram og stóðu þar

fjörgugar umræður allt til nátt-

mála.

Mest var rætt um væntanlegar

breytingar á lögum um prests-

kosningar, en það mál var reif-

að af sr. Pétri SigurgeirssynL

Skoðanir urðu mjög skiptar. Yf-

irleitt voru prestarnir því með-

mæltir, að lögunum yrði breytt,

og kosningar helzt með öllu af-

numdar, en leikmenn vildu

halda sem fastas! í „rétt safnað

anna" til að kjósa sér prest.

Fundurinn féllst þó á, aí lög-

in yr»u hið fyrsta endurskoðu*

og var þessi tillaga prófasts ein-

róma samþykkt:

„Héraðsfundur Eyjafjarðarpró

fastsdæmis. haldinn á Dalvík 28.

sept. 1960, telur mikla nauðsyn,

a» gildandi lög um prestskosn-

ingar verði hið fyrsta rækilega

endurskoðuð, og væntanlegar

breytingar sendar sóknarnefnd-

um og söfnuðum til umsagnar."

Þá var og samþykkt tillaga frá

Valdemar V. Snævarr um að

skora á biskup „að hlutast til

um, að samin verði og gefin út

á árinu 1961 leiðbeiningabók um

störf sóknarnefnda og safnaðar-

fulltrúa og send hlutaðeigend-

um. í bók þessari verði að finna

aðalatriði allra þeirra kirkju-

legu laga, sem í gildi eru."

í>á var rætt um samræmingu

kirkjusiða og talin brýn nauð-

syn að taka það mál föstum tök

um. Sú hugmynd kom fram, að

prestar héraðsins ættu sérstakan

fund um þetta mál og, ef verða

mætti, með helztu starfsmönn-

um kirknanna, svo sem með-

hjálpurum  og  organistum.

í fundariok kvaddi prófastur

fundarmenn með árnaðaróskum,

en formaður sóknarnefndar á

Dalvík, Valdemar Óskarsson,

sveitarstjóri, þakkaði prestum

og safnaðarfulltrúum komuna til

Dalvíkur og bað þeim íieilla.

Héraðsfundurinn var afar fjól

sóttur, t. d. mætti safnaðarfud-

trúinn' úr Grímsey, Magnús Sím-

onarson, hreppstjóri, þessu ginni.

en prestur og safnaðarfuiltrúi

frá Siglufirði settust aftur á síð-

ustu stund, er Siglufjarðarskarð

varð ófært daginn fyrir fundinn,

Valdemar  V.  Snævarr,  skáid   ,

á Völlum, orti sálm til fundar.

ins og var hann sunginn í mess-

unni.

Veður var hið fegursta fúndar

daginn, lognsléttur sjór og heið-

ur himinn, svo hið fagra um-

hverfi Dalvíkur naut sín til

fullnustu, með háreistan fjalla-

hringinn, hvítan niður í miðjar

hliðar af fyrstu haustsnjóum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24