Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 231. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						II
JHot^tmWaftifr
Sunnud. 9. okt 1960
Á jþessu málverki eftir Danhauser frá árinu 1840 situr Liszt við píanóið og við fætur hans Agoult greifynja (ein af ástmeyjum
hans). Til vinstri sitja Dumas eldri og George Sand (önnur ástkona Liszts). Og að baki þeirra standa Victor Hugo, Paganini
og Rossini. —
ílllZ
tEGAR Franz Liszt lék á
slaghörpuna köstuðu hefðarfrúrn
ar skartgripuim sínum og gini-
Steinum upp á srviðið, í stað
blóma. Þær æptu í æðislegri
hrifningu og stundum leið jafn-
vel yfir þær. Aðrar æddu að svið
inu, til þess að sjá sem bezt and-
lit hins mikla snillings. Þær slóg-
ust um grænu hanzkana sem
bann hafði af ásettu ráði skilið
eftir á slaghörpunni. Ein frúin
Iiáði í vindilstubbinn, sem Liszt
hafði fleygt frá sér bak við leik-
•viðið. Hún bar hann í barmi
*ínum til dauðadags. Aðrar kon-
ur komust yfir ómetanlega helgi-
gripi, svo sem slitna strengi úr
Slaghörpunni, sem hann hafði
leikið á. Þessir disjecta membra
voru settir í ramma og tilbeðnir.
Hinn furðu lostni Heinrich
Heine spurði einu sinni lækni
hvaða sjúkdómstegund þessi
Liszt-móðursýki væri. Læknirinn,
•krifaði Heine, „talaði um segul-
«fl, snertiafl og rafmagn; um
•mitun í mollulegum og loftlitl-
um sal, full'um af óteljandi kerta
Ijósum og hundruðum sveittra
manna; um flogaveikisköst og að
•vif; um fiðring og tónlistarlegar
spanskflugur og önnur sjaldgæf
atriði". Heine segir frá hljóm-
leikum, sem hann hlustaði á, þar
sem tvær ungverskar greifafrúr
börðust um neftóbaksdósir Liszts,
vörpuðu hvor annarri niður og
flugust á, þangað til þær voru
orðnar magnþrota.
L I S Z T, er var sonur lágt setts
ungversks embættismanns í þjón-
ustu Esterhazy fursta, var kon-
ungur langa ævi, frá árinu 1811
til 1886. Sem konungur vænti
hann þess. að vera dýrkaðurog
tilbeðinn. Hann kyssti ekki hend
ur hefðarkvenna. I>ær kysstu
hendur hans. Sem konungur gat
hann ekki tekið við peningum og
hann tók aldrei eyri af nemend-
um sínum. í bekkjum hans söfn-
uðust nemendurnir saman, biðu
©þreyjufullir og töluðu í hálfum
hljóðum. Um kl. 4 e.h. byrjuðu
ÆSKAN — Á þrítugsaldri var
Liszt ákaflega glæsilegur mað-
ur. Hann var grannvaxinn, Ijós
hærður, höfðinglegur í fasi og
fjaðurmagnaður í hreyfingum.
brosir með vanþóknunarsvip, en
honum er skemmt.
Tónlistarheimurinn er þegar
byrjaður að halda hálfrar ann-
arrar aldar afmæli hans hátíðlegt
— hann fæddist 22. október 1811
—  en Liszt verður ekki endur-
skapaður. Við getum haft tón-
verk hans á skemmtiskrám okk-
ar, en tónverk hans eru einungis
lítill hluti þess tákns, er hann
var sinni öld. Hann var mesti
píanósnillingiur sem heimurinn
hefur nokkurn tima þekkt, frá-
bær hljómsveitarstjóri, tónskáld
sem stöðugt á vaxandi viðurkenn
ingum að fagna og kennari, sem
gerði marga nemendur sína að
hetjum nótnaborðsins. En auk
þess var hann umræddasti, dóð-
asti, öfundaðasti og rómantísk-
asti allra tónlistarmanna nítjándu
aldarinnar. Hann var persónu-
gerfingur rómantíkurinnar — í
lífi sínu, í slaghörpuleik sínum
og í tónverkum sínum.    „
skorti og annan, sem hinn líkams
veili Ohopin óskaði sér að hafa.
í æsku var Liszt óvenjulega lag-
legur — grannur, ljóshærður,
höfðinglegur, kvikur — líkam-
lega var hann gerður úr járni.
Hin glæsilega framkoma hans á
leiksviðinu nægði til að heilla
allar konur. Liszt svaraði í sömu
mynt og öll Evrópa fylgdist með
ástamálum hans.
Það var t.d. Marie d'Agoult
greifafrú, þá þegar gift, sem
hann flýði með til Parísar og
eignaðist þrjú börn með (eitt
þeirra var Cosima, sem giftist
Hans von Bulow, en yfirgaf
hann vegna Wagners). Það var
líka hin vindla-reykjandi prins-
essa Carolyne von Sayn-Wittgen-
stein, einnig gift, sem skildi við
eiginmann sinn árið 1847, til þess
að lifa með Liszt. Svo var það
hin afbrýðisama og ofsafengna
kósakka-greifafrú Olga Janina
sem varð á vegi gamla töfra-
mannsins árið 1870, gerðist ást-
kona hans, ógnaði honum með
skammbyssu og sagðist myndu
fremja sjálfsmorð, án ástar hans.
Auk þeirra sem nefndar hafa
verið, voru það George Sand,
Marguerite Gautier (Kamelíufrú
in sem Dumas gerði ódauðlega),
Lola Montez, Chritina Belgiojoso
prinsessa, Marie Camille Pleyel,
Maria Pawloiona — en hver*
vegna að halda þersari upptaln-
ingu áfram?
Það voru ekki einungis konur,
sem dáðust að honum. Við slag-
hörpuna vakti Liszt takmarka-
lausa aðdáun allra listbræðra
sinna. Schumann, Mendelssohn,
Berlioz, Hallé, Moscheles, jafnvel
hinn afbrýðisami Chopin — allir
— allir tóku þátt í lofsöngnum,
tilbeiðslunni. Það var Chopin
sem hafði skapað pianó-tæfenö.
En það var Liszt sem breiddi ár-
angurinn út um Evrópu. Ohopin,
sem hélt svo sjaldan tónleika og
var of veikburða til að knýja
mikil hljóð úr slaghörpunni, gat
ekki haft jafn mikil áhrif á á-
heyrendur og Liszt. Hann var
meiri snillingur og kannske jafn-
vel betri slaghörpuleikari en
Liszt — en sá síðarnefndi hafði
styrkinn, eðlishvötina, máttinn
til að gera áheyrendur nær óða
og örvita. „í samanburði við
hann erum við allir börn", sagði
Arthur Rubinstein.
Fram á daga Liszts var fyrir-
myndin sú — eins og hún birtist
í slaghörpuleik hinna beztu
píanóleikara: Moscheles, Humm-
el, Kalkbrenner og Herz — að
leika með hendurnar eins nálægt
nótunum og mögulegt var. Liszt
varpaði öllu þessu fyrir borð.
Hann varð fyrstur til að brjóta
algerlega í bága við þetta, enda
þótt slaghörpuleikur Beethovens
hefði vísað veginn (Liszt hafði
lært með Karl Czerny, nemanda
Beethovens). Liszt kom fram á
sviðið lyfti höndunum hátt og lét
þær falla með afli niður á nót-
urnar. Strengir hrukku og þönd-
ust, tónaflóð fyllti salinn og nýr
heimur laukst upp fyrir áheyr-
endum þegar fingur snillingsins
þutu aftur og fram um nótna-
borðið.
Engin samkeppni var hugsan-
leg gagnvart siíku tónaflóði. —
Mesti keppinautur Liszts, Sigis-
mund Thalberg, lagði Paris und-
ir sig, meðan Liszt var í burtu
með greifafrúnni sinni. Hann
flýtti sér til baka, tók söngleika-
húsið á leigu og sýndi París hver
væri hinn sanni einvaldur. Að
lokum birtust þeir Liszt og Thal-
berg á sömu leikskrá. Thalberg
var úrskurðaður fremsti píanó-
leikari í Evrópu. Og Liszt? Hann
var sá eini.
L I Z T virðist óvefengjan-
lega hafa verið fyrsti píanóleik-
ari í sögu mannkynsins, sem
flutti einleik, eins og þeir eru
þekktir í dag. í síálfsœvisögu
sinni gerir Ignaz Moscheles kröfu
Siann lifir jafnlengi og 19. öldin
eflir  Harold  C.  Schonberg
allir  að  tauta:  „Der  Meister
kommt".
Der Meister — meistarinn —
gengur inn í stofuna. Allir rísa
úr sætum og færa sig lotninga-
fullir nær honum. Konurnar
kyssa hönd hans. Liszt segir öll-
um að setjast. Hann er aldrei
ávarpaður nema hann tali fyrst.
Hann lítur yfir nótnabókahlað-
ann á einni slaghörpunni. Eitt
tónverkið vekur áhuga hans. Slag
hörpuleikarinn sem hefur undir-
búið það, gengur að slaghörp-
unni, samkvæmt hinni konung-
legu skipun. Liszt hlustar. Hann
gerir athugasemdir. Stundum ýt-
ir hann óþolinmóðlega htnum ó-
gæfusama vesaling frá slaghörp-
unni og leikur sjálfur tónverkið,
eins og á að leika það. Allar ungu
stúlkurnar í bekknum taka þeg-
ar að falla í ómegin. Meistarinn
Aðeins einn tónlistarmaður
hafði enn meiri áhrif á áheyr-
endur, en Liszt. Það var Paga-
nini. Og til hans sótti Liszt margt
af venjum sínum. Liszt valdi
ávallt beztu uppspretturnar.
Hann hafði í fyrsta skipti hlust-
að á Paganini í París, árið 1831
og ákvað þegar að gera það á
sitt hljóðfæri, sem Paganini gerði
á fiðluna. Árið eftir hlustaði
hann í fyrsta skipti á Chopin og
uppgötvaði að slagharpan var
tæki til fínni túlkunar, eigi síð-
ur en fiðlan. Paganini og Chopin
höfðu örlagaríkustu tónlistaráhrif
á líf Liszts.
EN LISZT hafði a. m. k.
einn eiginleika, sem hinn stranga,
djöfullega  ítalska  fiðlusnilling
KI.I.IN — Liszt var kominii
yfir sextugt þegar Janina hót-
aði að drepa sig af ást til hans.
til heiðursins en rannsóknir hafa
leitt í Ijós að Moscheles hafði
söngvara, sem aðstoðaði hann.
Enda þótt Liszt héldi ekki mjög
oft slíka einleika, þá gerði hann
það öðru hverju. Árið 1840 aug-
lýsti hann í London röð af píanó-
einleikjum.
Hann var margbrotinn maður
— gæddur mörgum og andstæð-
um eiginleikum, snilligáfu, hé-
gómagirnd, veglyndi, listagirnd,
trúrækni, fordild, bókmenntaþrá
og hugsjónum. Að nokkru leyti
Byron, að nokkru leyti Mephisto
pheles, að nokkru leyti St. Franz.
Starf hans sem consert-píanó-
leikari átti sér ekki langan aldur.
Á hátindi frægðar sinnar 1847
hætti hann öllu hljómleikahaldi
og kom aldrei framar opinber-
lega fram, sem launaður lista-
maður; heldur einungis á góð-
gerða-hljómleikum. í stað þess
að leika sju.fur, kenndi hann og
Frh. á bls. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16