Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. jan. 1961 Sigurður Birkis, söngmála- stjóri — Minningarorð BrdTRÐUR BIRKIS söngmála- Btjóri er látinn. Hann verður ijarðsunginn í dag. | Með honum er horfinn af •viði sannur þjónn. Svo þjón- *ði hann af mikilli trúmennsku 1 musteri söngmenntagyðjunnar. Svo þjónaði hann af sívakandi ij>egnskap kirkju Krists í þessu iandi, að mér komu í hug, er ég heyrði lát hans, orðin í guð- •pjalli gamlárskvölds, þess dags, er hann dó: „Nú lætur Þú, herra, þjón þinn í friði íara“. Sigurður Birkis var' fæddur 9/8 1893 að Krithóli í Skaga- Crði. Foreldrar hans voru Margrét Þormóðsdóttir og Eyj- ólfur Einarsson, er síðast bjuggu að Reykjum í Tungusveit. Sigurður gekk einn vetur á Flensborgarskóla, útskrifað- ist frá verzlunarskóla í Kaup- mannahöfn, en fór síðar á tón- listarskóla þar og útskrifaðist þaðan. Var síðan 1 ár á Ítalíu við söngnám. Hann hélt tón- leika í Kaupmannahöfn og víða hér á landi, kenndi söng hér í Reykjavík, starfaði um ára- bil fyrir Karlakórasamband Is- lands, en varð síðan söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar og kenndi tón við guðfræðideild háskól- ans um 30 ára skeið. Sigurður Birkis giftist Guð- björgu Jónasdóttur 11/7 1936. Böm þeirra eru: Regína, gift Jóni Gunnlaugssyni frá Ólafs- firði og Sigurður Kjartan. Fyrstu kynni mín af Sigurði Birkis voru þau, að hann skyldi kenna mér að tóna. Hann var þá nýkominn heim frá námi; hafði framazt erlendis: fyrst í verzlunarskóla í Kaupmanna- höfn, síðan við söngnám á Ítalíu. Hann bauð af sér ó- venjulega góðan þokka: bjartur yfirlitum, broshýr í viðmóti, hlýr í handtaki og heill í starfi. Eg tjáði honum vandkvæði mín, hvað röddina snerti, og vildi helzt ekki tóna. En hann gafst ekki upp. Hann kom mér til að tóna, sjálfum mér stund- um til sárrar raunar, en marg oft minntist eg orða hans mér til uppörvunar, að viðleitnin væri alltaf virðingarverð og tjáning hjartans í tónum radd- styrk öllum æðri. Þessu starfi, að þjálfa prestsefni til þjón- Sviðsmynd úr Pókók. Pókók íslenzkur skopleikur frumsýndur antnaðkvöld ANNAÐ kvöld verður frum- sýnt í Iðnó nýtt íslenzkt leikrit, skopleikur, eftir ung- an íslenzkan höfund, Jökul Jakobsson. Leikritið heitir Pókók og er fyrsta sviðsverk höfundar. Jón Ásgeirsson tónskáld hefur samið tónlist við leikinn. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en leiktjöld Félagslíi Körfuknattleiksdeild Ármanns gengst fyrir námskeiði í körfu knattleik fyrir 4. fl. (14 ára og yngri). Æfingar verða á þriðju- dögum kl. 8 e.h. í fimleikasal Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þjálfarar verða nokkrir beztu körfuknattleiksmann Ármanns. Allir velkomnir. Kvennaflokkur munið æfinguna á miðvikudög- um kl. 8 í Iþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. Nýir félagar velkomn ir. Sjórnin. Knattspyrnumenn Þróttar Æfing verður í kvöld kl. 9,25 í KR-húsinu fyrir M. 1. og 2. fl. Þeir knattspyrnumenn, sem ætla að æfa hjá félaginu í vetur eru beðnir að vera með frá byrjun. Stjómin. Knattspyrnufélagið Þróttur Æfingaleiekir verða n.k. laug ardag kl. 6,55—8,35 í KR-húsinu við Hafnarfjörð í 3., 4. og 5. fl. Allir 4. og 5. fl. menn eru beðn ir að mæta. Unglingaráð. Innanfélagsmót Innanfélagsmót Skíðadeildar Ármanns í svigi verður haldið í Jósefsdal sunnud. 15. þ.m. Keppt verður í öllum flokkum karla og kvenna. Skíðakennsla á laugard. brekkan upplýst. Fjölmennið í Dalinn. Allir velkomnir. Ferðir frá B S R á laugard. kl. 2 og 6. Stjómin hefur Hafsteinn Austmann gert. — í fjórum þáttum I gær áttu fréttamenn fund með forstöðumönnum Leikfélags Reykjavíkur og skýrðu þeir frá þessum leikviðburði. Gerist leik- ritið í Reykjavík um þessar mundir. Það er í fjórum þáttum og sýning stendur frá kl. 8,30 til 11. Persónur eru alis fjórtán. Persónur og leikendur Aðalpersónur eru Jón Braml- an, tvöfaldur forstjóri sem er at- hafnamikill í viðskiptalífinu og stoð og stytta ýmissa mannúðar- samtaka. Hann leikur Þorsteinn ö. Stephensen. Önnur meiri hátt ar persóna er Oli sþrengur, sem líka er athafnamaður á sinn hátt, leikmn af Arna Tryggvasyni. Eru átök leiksins milli þessara tveggja dugnaðarmanna, sam- kvæmt umsögn formanns leikfé- lagsins. Aðrar persónur eru Iða Brá, dóttir Jóns Bramlans, ein af Einar Hálfdáns til Bolungarvíkur BOLUNGARVÍK, 9. jan. — Hing að kom nýr bátur fyrir helgina. Heitir hann Einar Hálfdáns og er 101 tonn, stálbátur, smíðaður í Stralsund í A-Þýzkalandi. Eig- andi er Völustéinn hf. Skipstjóri á bátnum verður hinn kunni aflamaður Hálfdán Einarsson, en Leifur Jónsson sigldi honum heim. Létu skipverjar vel af ferðinni heim, skipið reyndist á- gætlega. — Er nú verið að setja í bátinn radar á ísafirði og fer hann svo á línuveiðar. Gamli Einar Hálfdáns var skírður upp og heitir nú Kristján Hálfdáns. Verður hann líka gerður út héð- an. — Fréttaritari. þessum lífsleiðum „totumunns- bardóum“, leikin af Kristínu Önnu Þórarinsdóttur. Eggert Eggjárn, einkaritara forstjórans, leikur Guðmundur Pálsson og stúlkuna Gauju gæs, sem er í tygjum við Ola spreng, leikur Sigríður Hagalín. Elínu Tyrfings dóttur frá Hreggnasastöðum, sveitastúlku, sem er l?ominn suð- ur til að kynnast höfuðborgar- lífinu, leikur Guðrún Stephen- sen. Emanúel, fyrrverandi efna- fræðing og fylginaut Ola sprengs, leikur Reynir Oddsson. Hann tal ar ekki, en tjáir sig á annan hátt. Brynjólfur Jóhannesson og Valdi mar Lárusson leika handhafa lög regluvaldsins, en lögreglan skerst tvisvar í málin í leiknum. ★ Leikurinn gerist á þremur stöð um: Skrifstofu fyrirtækisins og mannúðarsamtakanna, Eximport og Hjartagæzkan h.f., sjoppunni hálftólf, þar sem gengilbeinan Skrítla ræður ríkjum, og í verk- smiðjuskúr vestur í bæ. ★ Hljómsveitarstjóri er Jón As- geirsson. Leiktjöld eru sögð nýst árleg og er sagt að leiktjaldamál- arinn hafi frjálsari ’nendur en al- mennt gerist við gerð þeirra. Næstu verkefni L. R. I lok kaffidrykkjunnar var fréttamönnum skýrt frá næstu viðfangsefnum Leikfélags Reykja víkur. Verður fyrst sýnd tvö af styttri leikritum Ionescos, Kennslustundin og Stólarnir í þýðingu Bjarna Benedi’ktssonar frá Hofteigi og Asgeirs Hjartar- sonar. Leikstjóri verður Helgi Skúlason. Þá verður sýnt leikrit eftir O.’Neill, sem nefnist á ensku „The Moon for the Misbe- gotten". Halldór Stefánsson hef- ur þýtt leikritið, en leikstjóri verður Gísli Halldórsson. Síð- asta viðfangsefni L. R. á leik- árinu verður svo þýddur gaman- leikur. ustu fyrir altari, gegndi hann því nær þriðjung aldar. En árin liðu, og fjarlægð réð fundum og kynnum. Kunnugt var mér þó, að hann kenndi söng og kórum sérstaklega, enda þjálfari Sambands ís- lenzkra karlakóra um áratug eða svo. En í sveitum landsins var söngmálum öðrum lítið sinnt. Það var látið ráðast, hvort organleikara tækist að fá tvo eða þrjá til að syngja með sér. Safnaðarsöng var óvíða um að ræða. Þó var þetta mis- jafnt. I Þingeyjarsýslu mátti t. d. allvel við una, að minnsta kosti í sumum sóknum, og þurfti eg sem prestur þar í þrettán ár ekki að kvarta. En sá tími kom, að annan veg horfði, og þá var það, að vegir okkar Sigurðar Birkis lágu aftur saman. Reyndar hafði hann gengið um garð á undan mér, og það spratt ávallt í sporum hans eitthvað gott, ef ekki grasið, þá gróður sál- ar: tillaðan andans til lifandi lofgjörðarsöngs. Hann var þá orðinn, fyrir atbeina þáverandi biskups, Sigurgeirs heitins Sig- urðssonar, söngmálastjóri hinn- ar ísl. þjóðkirkju, hinn fyrsti á því sviði, góðu heilli gjört. Hann hafði þá fyrir skömmu, þegar eg tók við þjónustu prests undir Jökli vestur, stofn- að þar ofurlítinn einraddaðan kór. Þá var engin kirkja að Hellnum, því að hún var í smíðum. En við héldum guðs- þjónustur í gömlu samkomu- húsi eða á grænni grund fyrir utan. Og hversu grænt var þá grasið og gott í gömlu húsi að syngja nýjan söng — með söfn- uði, sem var að reisa musteri Drottni til dýrðar. Og enn kom Sigurður Birkis til móts við mig. Það var al- menn tilhlökkun í Staðarsveit vorið 1945, er vígja skyldi nýja kirkju á Staðastað. Söngmála- stjóri var sjálfur til þess að æfa söng og stofna kirkjukór. Grunlaust er mér ekki, að gætt hafi nokkurs kvíða, að fáir yrðu færir taldir til þess að syngja í kór. En við urðum ekki fyr- ir vonbrigðum. Með Ijúf- mennsku sinni og lofsorði því, sem honum var eiginlegt að ljúka á góða viðleitni og ofur- litla framför, tókst honum á einni viku að vekja þá söng- gleði, er seint mun frá okkur víkja og söfnuðurinn hefur not- ið á sextánda ár. Sigurður Birkis kunni flestum söngkenn- urum fremur þá list að laða fólk til söngs, þótt lítil væri kunnátta fyrst í stað. Á því lifir öll list, að sem flestir komist til skilnings á gildi og sköpunarmætti hennar og láti ekki ströngustu kröfur hamla sér að leggja nokkra stund á. Listin má ekki drepa lífið, allra sízt í söng. Og svo liðu árin. Kórar voru stofnaðir við flestar kirkjur á Snæfellsnesi, kirkjukórasam- bandi komið á fót og söngmót haldin, ekki aðeins innan sýslu, heldur og efnt til hins fyrsta söngmóts fjögurra prófasts- dæma á Akranesi, allt fyrir ómótstæðilegan áhuga og ein- lægan starfsvilja, uppörvun og atbeina söngmálastjóra hinnar íslenzku þjóðkirkju, en því starfi gegndi Sigurður Birkis, ef eg man rétt, um tvo ára- tugi. Og sama sagan gerðist um land allt. Eg kann ekki tölu þeirra kóra, er til koma í tíð hans. En hitt er víst, að mikil ble&sun og vaxandi kirkju sókn víða stafaði af starfi hans. Það var þjóðkirkju íslands mik- ið happ að njóta þjónustu hans. Að öllum tónlistarmönnum öðr- um, sem til greina gátu komiði, ólöstuðum, hygg eg, að annar hefði ekki fengið meiru til veg- ar komið. Liggja til þess þau rök, sem eg hefi áður rakið. Hann vígði kirkju Krists alla krafta sína. Og því var hann þjónn Krists, þótt óvígður væri kallaður. Grandvör breytni og barnsleg trú og einlægur vilji einkenndu þjónustu hans alla. Á heimili sínu var Sigurður Birkis hinn sami og í starfi, hugljúfur og hjartahreinn. Þar var gott gestum að koma, nem- endum að njóta tilsagnar og fulltrúum á aðalfundum Kirkju kórasambands Islands að eiga fundarstað. Kona hans, Guð- björg Jónasdóttir, læknis Kristj- ánssonar, studdi hann vel í starfi, þótt stundum væri þröngt, er Söngskóli þjóðkirkj- unnar hafði ekki annað húsa- skjól en heimili þeirra hjóna. Fyrir börnum þeirra tveim var borin föðurleg umhyggja svo sem fremst mátti. Síðast er eg sótti hann heim, var hann far- inn að heilsu, en augun ljóm- uðu enn sem fyrri af fölskva- lausum áhuga fyrir söngmál- um kirkjunnar og hjartað sló ört í brjósti hans af brennandi löngun til þess að leggja góðu málefni lið. Við Snæfellingar eigum Sig- urði Birkis svo mikið að þakka, að fátækleg flýtisorð eru aðeins ómur þess samhljóms margra hjartna, sem eg veit að syngst í dag með söknuði hugljúfra minninga. Hann var sem einn af okkur, þótt hann færi í fylkingarbrjóst í baráttu fyrir bættum söng meðal safnaðanna. Þótt hann væri Skagfirðingur að ætt og uppruna, var hann Staðsveitungur að uppvexti og Snæfellingur í anda. Að föður sínum látnum var hann tek- inn í fóstur af séra Vilhjálmi Briem og frú Steinunni konu hans, er Staðastað sátu með prýði um og eftir síðustu alda- mót. Til æskustöðva' sinna bar hann jafnan barnslegan hug þakkar og ræktar. Við þökkum starf hans og þjónustu. Við sendum frú Guðbjörgu og börn- um þeirra samúðarkveðju. Við signum í anda moldir hans og blessum í hljóði liðinn vin. Það var gæfa góðum dreng, sem hafði sjálfur lært að syngja, að geta vakið svomarga til söngs, sem raun varð á. Sumir nemenda hans hafa orð- ið þjóðkunnir menn. Hitt er þó meira um vert, að þjóðkirkj- an fékk að njóta þjónustu hans og ssöfnuðir íslands syngja nýj- an söng Drottni til dýrðar og sér til sálubóta. Svo var þá haldið til hinztu stimdar með Guðs hjálp hið góða heit, unn- ið af ungum manni í háska á sjó, að vinna Guðs kristni það gagn, er hann mætti, ef lífs kæmist áf. Guð hafði ætlað honum verk að vinna og bless- aði það. Hinn trúi þjónn er horfinn af sviði. En vér minnumst orða meistarans: „Gott, þú góði og trúi þjónn. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ — Og þar mun verða sæla og söngvagleði. Þorgrímur Sigurðsson Staðastað. .!. ANDLÁTSFREGN Sigurðar Birkis söngmálastjóra snart okk ur í Holti og söngfólkið í söfn- uðum okkar eins og þung, per- sónuleg harmafregn. Okkur varð ósjálfrátt að minnast haustdag- anna 1947, er hann kom og stofn. aði með okkur kirkjukérana í þrem sóknum Eyjafjallanna. Frh á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.