Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGVNBIAÐID
Sunnudagur 5. febr. 1961
Crindi um svittíug
í Báskólanum
SVIFFLUGFELAG ISLAND5
gengst fyrir því að kunnugir á-
hugamenn um flug og sérfróðir
í vísindum, sem það snerta,
flytja fyrirlestra í háskólanum
á næstunni. í sumar gengst fé-
lagið fyrir átta hálfsmánaðar
námskeiðum í svifflugi, og verð
ur þeim þannig hagað, að menn,
sem fasta vinnu stunda, geti
tekið fullan þátt í þeim. Flug-
málastjóri, Agnar Kofod-Hansen
flytur fyrsta fyrirlesturinn á
vegum félagsins; verður hann
fluttur í dag kl. 14 í 1. kennslu-
stofu háskólans. Næsti fyrir-
lestur verður fluttur á sunnu-
daginn kemur á sama stað og
tíma og talar þá prófessor Þor-
björn Sigurgeirsson, en þriðji
fyrirlesturinn verður hálfum
mánuði síðar, fyrirlesarinn Jón
Jakobsson veðurfræðingur. —
Fleiri fyrirlestrar eru fyrirhug-
aðir á næstunni, en hafa ekki
verið ákveðnir nánar.
Þá hefur félagið fest kaup á
nýrri, tveggja manna kennslu-
svifflugu af vönduðustu gerð,
og í sumar gengst það fyrir átta
hálfsmánaðar námskeiðum; hefj
ast þau í maí og lýkur í sept-
ember, og verður þeim þannig
hagað, að þeir sem bundnir eru
fastri vinnu á daginn, geti haft
þeirra full not eins og aðrir. En
það er viðurkennt, að svifflugið
sé einhver skemmtilegasta og
heilbrigðasta íþrótt þeim til
hressingar, sem bundnir eru
kyrrsetum og tilbreytingalitlu
starfi, — og hver, sem ekið get-
ur bíl, getur líka stjórnað svif-
flugu, þegar hann hefur fengið
nokkra æfingu .Ýmislegt fleira
hefur félagið og á prjónunum,
til eflingar og útbreiðslu svif-
flugsíþróttinni hér á landi.
Núverandi formaður Svifflug-
félags íslands er Magnús
Blöndal Jóhannsson píanóleik-
ari.
Útsvör á Ketiavík
12 miljónir króna
KEFLAVIK, 4. febr. — Fjárhags
áætlun fyrir Keflavíkurbæ, árið
1961, var lögð fram til fyrri um-
ræðu á síðasta bæjarstjórnar-
fundi, sem, haldin var 30. jan. sl.
TEKJUR:
Alögð útsvör................„.......... 12.074.000,00
Hluti  af söluskatti  —........  1.830,000.00
Fasteignaskattur   ._......___   700.000,00
Aðrar  tekjur  ........................   330.000,00
14.950.000,00
GJÖLD:
Verklegar  framkv.............  4.700.000,00
Lýðtrygging og lýðhjálp ....  2.357.000,00
Menntamál  ............................  1.432.000,00
Framfærsla ..................„...........  920.000,00
Löggæzla  „.........______........   750.000,00
Til áhaldakaupa  ................   675.000,00
Vextir og afborganir____   670.000,00
Kjalarkvöldvaka
hjá F. L
NÆSTKOMANDI , þriðjudags-
kvöld 7. febrúar, efnir Ferðafélag
lslands til fyrstu kvöldvöku
sinnar á þessu ári og verður hún
i Sjálfstæðishúsinu. Þessi kvöld-
vaka verður helguð Kili og er
hliðstæð við Þórsmerkurkvöld-
vöku þá, sem félagið hélt sl. vet-
ur og þótti vel tabast. Kjölur hef-
ur frá fyrstu tíð Ferðafélagsins
verið aðal athafnasvæði þess og
þar eru nú fjórir skálar, í Hvít-
árnesi, í Hveravöllum, við Ker-
lingarfjóll og í Þjófadölum, en sá
fimmti vestar með Larigjökli,
sunnan við Hagavatn.
A kvöldvökunni mun Jón Ey-
þórsson flytja stutt erindi um
Kjöl og Kjalveg og sýna lit-
skuggamyndir, en Jón er allra
manna fróðastur um þetta efni.
Jóhannes skáld úr Kötlum rifj-
ar upp minningar frá Kili, en þar
var hann í eiiva tíð vörður við
fjárgirðingar. Hallgrímur Jónas-
son hefur og sitthvað af Kili að
segja, bæði í bundnu máli og ó-
bundnu og að lokum verður
myndagetraun með myndum frá
Kili, en verðlaun eru ferð á Kjöl
með Ferðafélaginu á sumri kom-
anda. Ætla má að þessi kvöld-
vaka verði bæði fróðleg og
skemmtileg.
Dagskrá  Alþingis
DAGSKRÁ Efri deildar á morgun: 1.
Sameining Áfengisverzlunar og Tóbaks
einkasölu, frv. 2. umr. 2. Sala eyði-
Jarðarinnar Þorsteinsstaða í Grýtu-
bakkahreppi, frv. 2. umr. 3. Sóknar-
gjöld, frv. 3. umr.
Dagskrá Neðri deildar á mánudag
kl. 1,30: 1. Almenningsbókasöfn, frv.
1. umr. 2. Bókasafnasjóður, frv. 1. umr.
3. Fiskveiðasjóður Islands, frv. 2. umr.
4. Rikisreikningurinn 1959, frv. Frh. 2.
*umr. 5. Fæðingarorlof, frv. 2. umr. 6.
Lækkun á byggingarkostnaði, frv. 2.
umræða. 7. Ábúðarlög, frv. 2. umr. 8.
Afengislög, frv. 1. umr. 9. Verðflokkun
á nýjum fiski, frv. 1. umr.       —-
Stjórn kaupstaðarins  ..„„.
Viðhald gatna .....................„
Skipulagsmál  ........................
Þrifnaður............................„.
Heilbrigðismál.......................
Eldvarnir og öryggismál ._
Oviss  útgjöld  .......................
670.000.00
560.000,00
480.000,00
540.000,00
460.000,00
440.000,00
300.000,00
14.950.000,00
Helztu fjárveitingar til verk-
legra framkvæmda eru til gatna-
gerðar kr. 1.200.000,00 og til bygg
ingar gganfræðaskóla 1.100.000,
00. Heildarupphæð útsvara er ná-
lega óbreytt frá síðasta ári og má
því vænta þess að hægt verðí að
nota sama útsvarsstiga og í fyrra
eða jafnvel lægri. Fjárhagsáætl-
unin var afgreidd samhljóða til
annarrar umræðu. — hsj.
— Fréttaritari.
Frá Guðspekitélaginu
GRETAR FELLS flytur opin-
bert erindi í Guðspekifélagshús-
inu í kvöld kl. 9. Erindið nefn-
ist:  „Lifum  vér  líkamsdauð-
ann?".
Aðeins þrjár
sýningar eftir
ÓPERUNNI Don Pasquale, sem
sýnd hefur verið í Þjóðleikhús-
inu, er nú að ljúka. Eru aðeins
eftir 3 sýningar, sú næsta í kvöld.
Verður SuBurgata 5 safnvarð-
arhús í Árbæ
LÓDIN á horni Tjarnargötu
og Vonarstrætis er orðin
auð, húsið horfið sem þar
stóð. Næsta hús, Suðurgata
5, á einnig að hverfa, svo að
á lóðum þessum geti risið
stórhýsi, þar sem heyrzt hef-
ur að dagblaðið Vísir verði
í framtíðinni.
Húsið nr. 5 við Suðurgötu er
gamalt, byggt 1881. Synir Guð-
rúnar Guðjohnsen, ekkju Pét-
urs heitins Guðjohnsen organ-
ista, byggðu þá þetta hús handa
henni og bjó hún þar það sem
eftir var ævinnar. Skömmu eft-
ir aldamótin keypti Nicolai
Bjarnason húsið fyrir 10 þús.
kr. og bjó hann og fólk hans
þar upp frá því.
En hvað verður nú um þetta
hús? Eigendur þess hafa boðið
Minjasafni bæjarins húsið. —
Lárus Sigurbjörnsson, safnvörð-
ur, sagði í viðtali við blaðið í
gær, að áhugi væri á að þyggja
húsið og gera það að safnvarð-
arhúsi við Árbæ, ef fært þætti
að flytja það þangað. — En
strákarnir hafa bara byggt þetta
hús svo fjári vel handa mömmu
sinni. Þeir hafa m. a. látið múr-
húða það að innan, og múrinn
verður að brjóta innan úr því
til að létta húsið, áður en hægt
er að flytja það í heilu lagi
uppi eftir. Þetta var eitt allra
vandaðasta húsið í bænum á
sínum tíma. Það hefur staðið
autt í vetur. Sveinbjörn Páls-
son og Kristinn Einarsson, tré-
smíðameistarar, hafa nú gert
Minjasafninu tilboð um að
flytja húsið og er það nú í at-
hugun.
°&tSVS0hnútar
X Snjóltomo
7 Skirit
K Þrumur
'7///.tva%i\^0 Hitaíhl \L* Lagi
í gærmorgun var frost um
allt land, lægst eitt stig norð-
an á Snæfellsnesi, mest 10 st.
í Möðrudal og á Þingvöllum.
Á Bretlandseyjum var milt
en víða rigning. Sama var að
segja um vestanvert Frakk-
land. Norðar og austar í álf-
unni var kaldara, og norðan
til í Svíþjóð var snjókoma, 17
stiga frost í Osló.
Veðurhorfur: Suðvesturmið:
austanátt, allhvasst og skýjað
austan til.
Suðvesturland til Breiða-
fjarðar og Faxaflóamið og
Breiðafjarðarmið: Norðaustan
kaldi, léttskýjað.
Vestfirðir til Suðausturlands
og Vestfjarðamið til Suðaust-
urmiða: Norðaustan gola,
smáél á stöku stað, annars
bjart veður.
Ef Suðurgötuhúsið fer upp að
Árbæ, verður það ekki notað
sem sýningarhús, heldur fyrir
íbúð handa safnverði, eins og
áður er sagt. Sagði Lárus að
safnvarðarhúsið yrði að vera í
anda og stíl húsa þarna upp frá
og þetta hús því tilvalið. Þegar
safnvörður er kominn upp eftir
verður hægt að hafa safnið
meira opið.
1 vetur er Árbæjarsafn alveg
lokað, en Lárus hefur nokkr-
um sinnum farið upp eftir með
hópa, mest útlendinga, sem
hafa látið í ljós ósk um að sjá
það. Segir hann að menn séu
yfirleitt ákaflega hrifnir af
safninu, einkum kirkjunni.
¦/jHcCié ITZ&uAahS'
HYGLI
ÞAÐ er sjaldan ráðlegt að taka mikilvæga ákvörð-
un á því augnabliki sem maður er reiður eða móðg-
aður. Manni hættir þá gjarnan við að taka hvat-
víslega ákvörðun, sem maður iðrast brátt eftir. Það
getur oft verið gott að taka sér stund til að róa
skap sitt fyrst.
í fyrsta lagi: Það veitir manni tíma til að hugsa
og oft til að gera sér grein fyrir því, að það var
engin ástæða til að gera svona mikið veður út af
tiltölulega lítilvægu atriði. Stundum uppgötvarðu
jafnvel, að það er ekki einu sinni nauðsynlegt að
hugsa um það. Þú sefur það bara úr þér. Næsta
morgun birtast hlutirnir í nýju ljósi. Eftir langan
dag hefur þ'reyttur og önnum hlaðinn maður náttúr-
lega hneigð til að gera of mikið úr áhyggjum sín-
um og erfiðleikum. Góð hvíld skapar skynsamlega
hófsemi í orðum og ályktunum.
I öðru lagi: Viðhorfin geta breytzt svo mikið, að
þú vaknir í ólíkum heimi. Sonur þinn sem í gær-
kvöld var mótþróafullur, hefur hugsað heilmikið í
nótt. Nú er honum það ljóst, að hann hafði rangt
fyrir sér. Um morguninn heilsar hann foreldrum
sínum með ástúð og óþarft er að tala nokkuð meira
um gleymt missætti. Einhver ófyrirsjáanlegur at-
burður getur Iíka gert allt málið fráleitt og heimsku-
legt. Hin mikilvægu skjöl, sem þú sakaðir óhepp-
inn undirmann þinn um að hafa týnt, hafa fundizt
á ólíklegum stað og það kemur í ljós, að aumingja
maðurinn átti þar engan hlut að máli.
Sama reglan gildir í opinberum málum. Auð-
vitað kemur það fyrir að tafarlausar aðgerðir eru
nauðsynlegar. „Bíðum og sjáum hvað setur", er ekki
alltaf gott einkunnarorð. Við getum því miður
minnzt tækifæra, þegar það var skaðvænlegt. En
það er ekki þar með sagt, að það hljóti alltaf að
vera slæm regla.
Reiði getur verið gagnleg, en aðeins undir tvenns
konar kringumstæðum: hún ætti að vera sjald-
gæf. Enginn gefur gaum að reiði þess manns sem
alltaf er að rjúka upp á nef sér, þar sem reiði
dagfarsgóðs manns hefur hins vegar mikil áhrif.
Og hún ætti að vera vel íhuguð. Maður sem lætur
reiðina ræna sig allri sjálfsstjórn, er meira hlægi-
legur en hræðandi. Hann gengur of langt og segir
meira en hann sjálfur vill. En ef þú ákveður, ró-
lega og með stillingu, að verða ofsalega reiður, þá
muntu verða hissa á því að sjá alla láta undan.
Það er hættulegt að vera geðvondur. Að vera
geðgóður, en hafa orð fyrir geðvonzku væri furðu-
leg sameining.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24