Morgunblaðið - 05.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. feb'r. 1961 MORGVNBL AÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, dóm.prófastur5 Bók bókanna Skíðabrekkan við Skíðaskálann í Hveradölum. Ekki búinn að gieyma því að detta „ORÐVALD er dánarheims dýr- asta snilíd“, segir eitt skáldanna (E. Ben.). Um þag munu menn ekki á einu máli, en hið ritaSa orS -bækur- geymir og ávaxtar betur en öll önnur tjáningaform mannsandans hugsanir kynslóð- anna, hugsjónir og afrek höfð- ingjanna í ríki andans. Engum ætti aS vera þetta auS- særra en íslenzkum mönnum. Vér teljum oss bókaþjóS, en þá er máliS oft á þann vafasama kvarSa mælt, hve mikiS er nú keypt hér af bókum. En um hitt er meira vert, að menning vor hefir staðizt í gegn um aldir af þeirri bókagerS, sem var ís- lenzkt afrek og hefir varðveitt islenzka tungu, hugsun og snilld. í íslenzkum nútímaheimilum má víða sjá fagran bókakost, og sízt skal það lastaS. En hitt er merkara, að meðan þjóðin bjó við hin ömurlegustu efnakjör og jafnvel efnaheimilin í landinu voru búin fæstum þeim þæg- indum, sem hver alþýðumaður, að kalla, getur veitt sér í dag, voru bækur lesnar, gimsteinar varðveittir með alúð, meðan hungurvofan horfði á heimilis- fólkið úr hverri gætt. Minnugur þeirra tíma kvað eitt skáldanna (E. H. Kv.) um ERT þú reiðubúinn að fara á skíði „eins og skot“, sögðum við við Svein Þor- móðsson, þegar hann rak inn höfuðið hér á blaðinu. — Já, sjálfsagt, anzaði Sveinn að bragði. Þá voru ekki höfð um það fleiri orð, heldur haldið sam- stundis upp í Skíðaskálann í Hveradölum. Það var glampandi sólskin og blíða. Við Sveinn ætluðum að sjá hvernig fólk skemmti sér á skíðum og reyna síðan að gera úr því myndskreytt greinarkorn. — Þegar upp eftir kom reynd- ist fremur fátt skíðamanna. Við spurðum eftir veitinga- mönnunum og fengum þau svör að þeir væru báðir á. skíðum úti í brekku. Okkur þótti þeir gera vel við við- skiptamenn sína að fara jafn- vel með þeim á skíði. Úti í brekkunni voru 5—6 menn að renna sér. Það var silkifæri, nýfallinn snjór of- an á skara. Skammt frá var fólk með krakka sína á sleð- um. Það var ekki einasta far- ið hingað upp eftir til skíða- iðkana. ★ Við tókum skíðamennina tali. Allir sögðust þeir vera hálfgerðir skussar í faginu, en skemmtu sér konunglega. Einn ungur piltur var þó sýnilega talsvert þjálfaður. Heitir hann Davíð Guðmunds son og er í KR að því er okk- ur var tjáð. Ekki höfðum við staðið lengi við, þegar þeir Ólaf- ur og Sverrir veitingamenn buðu mér skíði og allan út- búnað. Þetta var þegið með þökkum en ekki var laust við að nokkur beigur fylgdi. Óli J. ÓLason var yngsti skíðamaðurinn. Hér sést hann og hjá honum tíkin Pollý, sem er gestagaman í Skíðaskálanum. Skuturinn er tekinn að þyngjast og líkurnar fyrir harðri niðurkomu því all- miklar. En um þetta var ekki að fást. Hér stóðum vér og gát- um ekki annað. Sólskinið og glampandi fögur brekkan brostu við okkur. ★ Nú voru dregin fram hvít skíði. Skór fundust einnig og stafir að lokum. Týgjaðir héldum við út í brekkuna og nú skyldi reynt hvað í mynni væri eftir áratugs hvíld frá skíðaiðkunum. Helga Þórðardóttir og Úlfar bróðir hennar renna sér á sleða meðan pabbi og mamma bregða sér á skíði. Ljósm. Sveinn Þormóðsson. Hinir komu brunandi niður brekkuna hver af öðrum. Jóakim Snæbjörnsson lét sig fljúga fram af talsverðri þúfu og hrópaði um leið og hann fann að hann mundi standast þrautina. — Sjáið þið gamla mann- inn. Raunar var hann að leika þessa list eftir Davíð. Við hinir vildum ekki vera minni, skálmuðum á skæra- gangi langt upp í brekku og létum okkur hvína af stað. Öllum gekk þetta að óskum nema mér. Skíðin flugu út í buskann en skrokkurinn vildi ekki fylgja með. Eg hafnaði á afturendanum við fall mik- ið. Kaldur snjórinn þyrlaðist upp í öll vit og móðir náttúra bar mig á höndum sér niður Frh. á bls. 23 bókina og íslendinginn þetúi snjalla erindi: Öðrum þjóðum auðnu bar auðsins djúpi lækur. íslendingsins arfur var ekkert . nema bækur. í dag lætur Hið íslenzka Biblíufélag minna á bók, minna á sjálfa bók bókanna, heilaga Ritningu í kirkjum landsins, og kallar til landsfólksins eftir stuðningi. Þrátt fyrir allt, sem öndvert hefir blásið gegn kirkju og kristni á liðnum áratugum, mörgum áratugum, er heilög Ritning enn sú bók, sem mestrar útbreiðslu nýtur allra bóka á jörðu. Og það eins eftir að skoð- anir manna á uppruna hennar hafa tekið miklum breytingum frá því, sem áður var, meðan hvert orð hennar, hver bók- stafur var talinn innblásinn af Guði og geyma eilíf, óhaggan- leg sannindi. Heilög Ritning er helgirit, sem orðið er til á mörgum öld- um og ber að sjálfsögðu víða fingraför ófullkominna manna. Og hvernig getur annað verið? Þetta hafa sumir þeirra manna skilið bezt, sem hafa elskað Ritninguna mest og lesið hana mest. Gamli William Booth, stofnandi Hjálpræðishersins, — sagði að menn yrðu að lesa hana eins og menn borðuðu fisk: leifa beinum en borða fiskinn. Þetta kunna að þykja hvers- dagsleg orð um helgan dóm, en þau eru sönn. Engum getur dulizt, að það er hægt að lesa hina helgu bok með ískyggilegum árangri. Það getur engum dulizt, er sér hinn merkilega leik um þjóna Drott- ins, sem nú er verið að sýna í Þj óðleikhúsinu, og heyrir, hví- líkan kristindóm biskupsefnið, sem endanlegan sigur ber af hólmi, hefir lesið sér af blað- síðum hinnar helgu bókar. En þótt mörg séu verðlítil glerbrot geymd í hennar marg- lita safni, fær hún lit sinn og ljóma, sína háleitu vegsemd af því, að hún geymir gimstein gimsteinanna, sjálfan Krist: Heimildirnar um líf hans og orð. Hún sýnir oss fálmandi leit margra kynslóða eftir hinum eilífa sannleika, þær heilögu vonir kynslóðanna og þrár, sem allar krystallast í einni perlu, allar finna svölun í honum, sem var vegurinn, sanneikurinn og lífið. Hún sýnir oss, hvernig Guð svaraði þeirri leit, þeirri þrá, með því að senda hann til jarðar, sem varð ljós heimsins. Hann fæddist barn í myrkri miðrar nætur. í afskekktri byggð ólst hann upp, svo að engan grunaði, hvað þar var að gerast. „En sæðið grær og vex“, sagði hann sjálfur síðar. Fræ- kornið bar í sér vaxtarmátt til þess að verða að miklum meiði. Sögu hans, orð hans, geymir hin helga bók. Og við þau verð- ur allt annað að miðast, stand- ast eða falla, allt annað, sem í þessu forna helgiritasafni er varðveitt. En bók bókanna geymir orð hans, geymir sjálfan Krist. Þess vegna verður hún að yngjast upp með hverri nýrri kynslóð. Þessvegna verður hún að vera lesin með hjarta og hug. Til þss að varðveita vorri kynslóð og komandi kynslóðum þennan gimstein allra gimsteina, starfar Hið fslenzka Biblíufélag markvisst og hávaðalaust. Þess vegna ættum vér ekki að dauf- heyrast við beiðni þess, er það biður um stuðning. Þegar um bækur er talað, ætti bók bók- anna sízt að gleymast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.