Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MORGVTSBLAÐlh
Sunnudagur 5. febr. 196J
Þrir skálkar ganga
Sr. Friðrik Friðriksson. — Teikn-
inguna gerði Halldór Pétursson,
listmáiari.
á land
EINS og getið var um bæði í
blöðum og útvarpi í haust varð
Leikfélag Vestmannaeyja 50 ára
á sl. hausti.
f tilefni afmælisins kom það
upp sýningu á „Þrem skálkum"
eftir Gandrup, sem er léttur söng-
leikur. Til leikstjórnar var feng-
inn Eyvindur Erlendsson. Hefur
leikurinn  verið  sýndur  þrisvar
á það, bæði ljóð og prósa. Nú
er það horfið. Hann er þá hætt-
ur að yrkja--------—.
? • ?
Það er dautt í vindlinum, litl-
um dönskum vindli, sem séra
Friðrik hefur verið að reykja.
Hann er búinn að totta hann
dálitla stund eldlausan. Þá er
ekki um annað að gera en að
fá sér í pípu. Hann nær í pip-
unna sina á borðendanum og
ég finn eldspítur og kveiki í
henni. Síðustu árin hefur séra
Friðrik verið nær blindur. En
hann heyrir sæmilega.
Nú er ég hættur að yrkja
Stutt  heimsókn  til  séra  Friðriks   i
Friðrikssonar
— HVERNIG líður litlu
stúlkunni, sem ég hitti úti í
eynni ykkar um sumarið,
þegar. ég fór vestur?
Þetta var eitt a£ því fyrsta,
sem séra Friðrik Friðriksson
sagði við mig þegar ég heim-
sótti hann núna fyrir helg-
ina. Hugur hans er ennþá
hjá litlum drengjum og telp-
um, sem eru að hefja göng-
una út í lífið. Honum þyk-
ir vænt um að heyra að litla
stúlkan, sem hann spurði um
er nú orðin 7 ára gömul og
er hraust og efnileg.
En séra Friðrik hefur verið
lasinn undanfarið. Hann hefur
þó oftast farið á fætur og setzt
í stólinn sinn. Þar situr hann
meginhluta dags, reykir vind-
ilinn sinn, lætur lesa fyrir sig
og tekur á móti heimsóknum
vina sinna. Og sennilega á hann
fleiri vini en nokkur annar nú-
lifandi Islendingur.
Þegar ég kom til hans að
þessu sinni var ungur piltur að
kveðja hann. Ég settist í ruggu-
stólinn andspænis honum. Fyrst
sátum við þegjandi um stund.
Ég vissi að hann þurfti að hvíla
sig eftir síðustu heimsókn.
? •?
Kyrrð og friður ríkti í hinu
stóra bókaherbergi á Amtmanns
stíg 2, sem er í senn dagstofa,
svefnherbergi og vinnuherbergi
séra Friðriks. Allt um kring eru
bókaskápar og bækur. Mest ber
á ritum gullaldar höfunda Róm-
verja. En þar eru einnig gaml-
ar íslenzkar biblíur og guðs-
orðabækur, íslendingasögur og
ljóðabækur.
Á borðinu standa smálíkneski,
fánar Norðurlanda, nokkrir ösku
bakkar og margir vindlakassar.
Séra Friðrik hefur reykt vindla
síðan hann var 26 ára gamall.
En hann hefur aðeins reykt 10
sígarettur á allri ævinni. Fleiri
eru þær ekki. Það segist hann
muna  greinilega.
Séra Friðrik er þreyttur. En
hýrt bros færist yfir allt andlit
hans þegar við minnumst á ís-
lenzka æsku.
Ég held að veröldin fari batn-
andi. íslenzk æska er svo falleg
og myndarleg, segir hann.
—  Hefur þú ort nokkuð ný-
lega?
—  Nei, nú er ég hættur að
yrkja, frændi minn.
? • ?
Nú er barið að dyrum. Inn
kemur ungur maður, vinur séra
Friðriks. Hann hefur verið hjá
honum í KFUM. Þeir heilsast
með kærleikum. Síðan losar
ungi maðurinn úr öskubökkun-
um, fyllir tvö vatnsglös, sem
hann setur á skáp hjá stól séra
Friðriks. Eftir stutta stund kveð
ur hann og segist koma aftur á
morgun.
Þegar ég kom til séra Friðriks
sl. vor stóð segulbandið hans á
borðhorninu hjá honum. Hann
var vanur að tala ýmislegt inn
Enn er maílur kominn í
heimsókn, að þessu sinni Adolf
Guðmundsson, fóstursonur séra
Friðriks. Hann kemur til hans á
hverjum'"degi.
? •?
Séra Friðrik Friðriksson, hinn
ástsæli æskulýðsleiðtogi, sem
stofnaði Kristilegt félag ungra
manna fyrir rúmum 60 árum og
hefur varið öllu lífi sínu í
þágu íslenzkrar æsku verður
93ja ára 25. maí n. k. ef hon-
um endist líf og heilsa. E. t. v.
hefur hann gert þjóð sinni
meira gagn og haft meiri áhrif
en nokkur annar núlifandi mað-
ur. Það er kyrrlátt við stólinn
hans heima á Amtmannsstígn-
um. Þó finnst mér sem hann
sitji þar í hásæti.
S. Bj.
sinnum á kvöldsýningum í Vest-
mannaeyjum, auk þess að ein
barnasýning var höfð fyrir
yngstu leikhúsgestina.
Leikfélagið ýtti af stokkunum
leikskóla í haust undir stjórn Ey-
vindar og varð aðsókn að honum
mjög góð. Skólinn starfar enn, og
hafa nemendur hans komið fram
á nokkrum kvöldskemmtunum,
auk þess sem skólinn sá um, kvöld
vöku kvenfélagsins „Líknar"
hinn 1. desember. Þótti mönnum
þar örla á nokkrum ágætum leik-
kröftum, sem Vestmannaeyingar
líta vonaraugum til um komandi
leikstarfsemi.
Leikfélagið er nú að æfa upp
nokkra leikþætti (einþáttunga),
sem hugmyndin er að sýna á-
samt öðru efni á tveim kvöld-
vökum, sem félagið hyggst koma
upp á yfirstandandi vertíð. Þá
verða einnig teknar upp aftur
sýningar á „Þrem skálkum", svo
að segja má að mikil og óvenju-
leg gróska sé í leiklistarlífi þessa
bæjarfélags.
Nú um helgina hyggst leíkfé-
lagið ganga á land og sýna „Þrjá
skálka", fyrst n.k. laugardags-
kvöld í Félagsbiói, Keflavík, og
á sunnudag er ákveiðin eftirmið-
dagssýning fyrir börn, einnig í
Félagsbíói. Á sunnudagskvöldið
hyggjast þeir Vestmannaeyingar
fara sjálfir í leikhús, og þá vænt-
anlega Þjóðleikhúsið. Á mánu-
dagskvöldið sýna þeir svo „Þrjá-
skálka" í Félagsheimili Kópavogs
og halda heim þá nótt u m
Þorlákshöfn.
Kennedy  \
vill friö
Washington, 3. febr. —
(NTB/Reuter).
í HVÍTA húsinu hefur verið
tilkynnt, að Kennedy, forseti,
muni krefjast þess að fá að
lifa einkalífi sínu í friði, þegar
hann óskar að dveljast t.d. um
helgar með fjölskyldu sinni í
landsetrinu Glenora í Virgin-
ia, sem er um 100 km frá Wash
ington. Hefur Kennedy tekið
bústað þennan á leigu gagn-
gert til þess að fá þár frið og
forðast fréttamenn.
? Liðveizla frá
höfuðskepnunum
f vetur hafa höfuðskepn-
urnar lagt okkur lið í allri
dýrtíðinni. Það er víst að all-
ir hafi veitt þessari lið-
veizlu athygli. Yfirleitt hætt-
ir manni meira til að telja
töpn en gróðann. Þessi gróði,
sem við höfum öll orðið jafnt
aðnjótandi, er alveg óh^ður
allri pólitík. Enginn flokkur
getur  hrósað  sér  þó  sá  út-
gjaldaliður sé hagstæður eða
kennt öðrum um ef illa fer.
Hér á ég við veðurf'arið og
áhrif þess á hitakostnað okk-
ar. í vetur hefur veðráttan
verið svo hagstæð að veru-
legu hlýtur að muna á hita-
reikningum okkar við óbreytt
ar aðstæður.
Hitanotkunin hjá kunn-
ingja mínum einum sýnir
þetta glögglega. Fyrirkomu-
lag á hita hjá honum og hita-
magnið er nákvæmlega það
sama síðastliðin tvö ár. í hús-
inu er hitastillir, sem setur
upphitunina í gang um leið
og htinn fer niður fyrir 22
stig á daginn og 16 stig á
næturnar. Brennsluefni fær
hann einu sinni í mánuði. Þá
kemur olíubíll og fyllir geym
inn hans. Þess vegna er
gott að fylgjast með kostnað-
inum.
•21% minna eldsneyti
Útkoman hjá honum er sú,
að  hann  hefur  notað  21%
öJt
FERDINAIMD
^r


AHm^l

minna af olíu til upphitunar
í vetur en í fyrravetur. Árið
1959 notaði hann 5930 lítra til
að halda áðurnefndum hita i
húsi sínu, en 1960 4662 lítr-
um. Olíuverðið hækkaði þó á
þessum tíma, svo lækkunin
á hitakostnaðinum er ekki
eins mikil og annars hefði
orðið.
Svipuð hlutföll hljóta að
vera í öðrum húsum, þó hit-
að sé með öðru eldsneyti.
• íslenzki hamarinn
á safn
Sameinuðu þjóðirnar sko-t
ir alltaf fé, og það meira en
lítið. Samt sem áður notaði
Dag Hammarskjöld ekki tæki
færið, þegar há peningaupp-
hæð bauðst í haust.
Bandarískur milljónamæring-
ur einn bauð gífurlegt fé fyr-
ir hamarinn, sem fslendingar
gáfu Sameinuðu þjóðunum
og sem brotnaði á hinum
sögulega fundi þegar fundar-
stjóri var að reyna að þagga
niður í Krúsjeff og fleiri
kommúnistafulltrúum. — Það
kemur ekki til mála að láta
hamarinn, svaraði Dag Hamm
arskjöld. Hann á að fara á
safn Sameinuðu þjóðanna,
sem verið er að koma upp.
Skyldi hamarinn fá þar stað
við hliðina á skó Krúsjeffs?
Það hefur þó ekki heyrzt atS
Dag Hammarskjöld eða
milljónamæringurinn fyrr-
nefndi hafi boðið í skóinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24