Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudagur 5. febr. 1961
MORGVNBLAÐIÐ
13
þessir stórhöfðingjar skömmt-
uðu henni. Ef allt hefði verið
með felldu og Framsóknarmenn
raunverulega unað sínu hlut-
skipti, hlytu þeir því að vera
fullir þakklætis til Eisenhowers
og stjórnar hans. En nú, eftir að
hún er farin frá og Kennedy tek-
inn við, snýr Tíminn suögglega
við blaðinu og á ekki nógu sterk
orð til að lýsa því, hvilík aftur-
haldsstjórn hafi þarna verið að
völdum. Er nú helzt svo á hon-
um að sjá sem „afturhaldsstjórn
Eysteins" hafi flutt sig um set
úr Belgíu yfir til Bandaríkjanna
og þar verið steypt af stóli, sama
daginn og Eisenhowr hvarf úr
embætti og Kennedy ták við.
Kennedy  ávarpar  Bandaríkjaþing
Einar
hreinskilnari
Framsóknarrhenn — og Þjóð-
viljinn öðru hvoru — láta nú
eins og hin nýja stjórn Banda-
ríkjanna fylgi sömu stefnu í
efnahags- og fjárhagsmálum og
þeir sjálfir geri hér á landi. I
því er raunar nokkur upplýsing,
vegna þess að hingað  til hefur
salurinn  tæmist,  þegar  þing-
menn  þykjast  sjá  á,  að  Einar
sé  að  hleypa  á  skeið  í  ræðu-
mennsku   sinni.   Hans   eigin
flokksmenn eru þá fyrstir til að
flýja af hólmi og áður en langt
um  líður  eru  flestir  horfnir
nema Gísli Jónsson, sem er véla
skröltinu  vanur.  Eirar  lætur
þetta  aldrei  á  sig  íá,  heldur
þusar áfram eins og ekkert hafi
í  skorizt.  Þýðing  þess  getur
naumast verið önnur en sú, að
Einar viti betur en hann lætur
og sé með  ræðum sínum fyrst
og  fremst  að  reyna  að  sann-
færa  sjálfan  sig  um þær  fjar-
stæður, sem hann heldur fram,
því að  Gísla  hefur  hann  enga
von um að snúa, eins og Gísli
hefur látið hann eftirminnilega
heyra  það  sjaldan  hann  hefur
hirt um að yrða á Einar.
Kallaður
til hjálpar
" A meðan verkföllin miklu
Btóðu í Belgíu var helzt svo að
ekilja á Tímanum og Þjóðviljan-
um, að þau beindust gegn við-
xeisnarráðstöfunum ríkisstjórn-
Br og Alþingis íslendinga.
Akefð Tímans var meira að segja
svo rnikil, að hann gáði sín ekki
©g talaði um „afturhaldsstjórn
Eysteins" í þessu sambandi!
Hugurinn var sem sé allur bund-
inn við heimahagana, þótt í orði
Ssveðnu væri skrifað um atburði
úti í löndum. Nú er þessum verk-
föllum að öl'lu eða mestu lokið og
með algerum ósigri verkfalls-
manna. I liði þeirra ríkir svo al-
gjör ringulreið að til bragðs hef-
ur verið tekið að leita á náðir
Spaaks, framkvæmdastjóra Atl-
antshafsbandalagsins og biðja
hann um að taka við forystu fyrir
hinni sundruðu hjörð. Höfðu
menn þó ætlað, að Spaak væri
búinn að draga sig í hlé úr belg-
iskum stjórnmálum.
Einn helzti
andstæðingur
kommúnista
Virðing sú, sem Spaak hefur
hlotið á alþjóðavettvangi, veitir
honum aukinn myndugleik í
heimalandi sínu og eflir von-
ir um, að honum takizt að rétta
hlut flokksmanna sinna eftir 6-
farir þeirra í verkföllunum.
Vafalaust veitir það einnig Spaak
mikinn styrk, að hann er kunn-
ur sem einn helzti andstæðing-
ur kommúnista meðal vestrænna
þjóða og þess vegna líklegur til
að eyða því óorði, sem flokks-
bræður hans hlutu af samneyti
við kommúnista í verkföllunum.
Ekkert skal um það sagt, hvera-
ig Spaak tekst að leysa þennan
vanda. En vissulega er hann til-
þrifamikill maður, mælskur og
opinskár..
„Nógu sterkt
til að gera
ómögulega"
Ur því að þeir menn, sem Fram
BÓknarmenn og kommúnistar hér
á landi hafa að undanförnu lýst
sem sálufélögum sínum, hafa nú
neyðzt til að leita á náðir Spaaks,
er ekki úr vegi að minna á um-
xnæli hans um eðli og tilgang
Atlantshafsbandalagsins,    sem
Ihann hefur hlotið mikla sæmd
REYKJAVÍKURBREF
Laugard. 4. febrúar            -P""-~*"~""~
aras
af að veita forstöðu og okkur
varðar ekki síður en hans eigin
landa. I ræðu sem Spaak hélt á
þingmannafundi    Atlantshafs-
bandalagsins í nóvember sl. sagði
bann m. a.:
„Eg segi enn einu sinni: Banda-
lagið er algerlega og einungis til
varnar. Nú í nærri 11 ár hefi
ég þekkt þetta bandalag með ein-
um hætti eða öðrum. Ég skrif-
aði undir stofnskrána af hálfu
lands míns. Ég hefi sem ráðherra
tekið þátt í fjölda funda þess og
í síðustu ZV2 ár hefi ég verið
framkvæmdastjóri stofnunarinn-
ar. Og ég legg eins mikla áherzlu
á það og ég get, að aldrei nokk-
urn tíma á neinum fundi nokk-
urs eðlis, hvort heldur stjórn-
málalegs eða hernaðarlegs, hefi
ég heyrt á minnsta veg að því
vikið eða verið viðstaddur hinn
óverulegasta undirbúning að því,
að gera ætti árás eða hafa í
frammi ágengni nokkurrar teg-
undar gegn nokkrum.
Allt, sem við höfum reynt að
gera á síðustu 11 árum, er að
koma okkur í þá hernaðaraðstöðu
að standast árás eða réttara sagt,
að sýna að við hefðum nógu
sterkt varnarkerfi til að gera ár-
ás gegn því ómögulega. Þetta er
grundvallarhugsun Atlantshafs-
bandalagsins, staðreynd, sem all-
ir verða að sannfærast um".
Það er maður með þessa sann-
færingu, sem óróamennirnir í
Belgíu leita skjóls hjá eftir ósig-
ur sinn.
Leituðu skjóls
hjá Atlantshafs-
bandalaginu
Fróðlegt verður að sjá, hvort
Timinn og Þjóðviljinn gera sér
jafn tíðrætt um þessi endalok
verkfallsins í Belgíu og þeir
gerðu um verkfallið sjálft á með-
an þeir héldu, að það mundi
velta ríkisstjórninni þar í landi.
Raunar getur orðhákum þeim,
sem að þessum blöðum standa,
ekki komið ókunnlega fyrir þótt
endir stóryrða reynist sá, að þeir,
er þau höfðu í frammi, leiti sér
til bjargar á náðir Spaaks og
Atlantshafsbandalagsins. A þann
veg fór þessum herrum sjálfum,
þegar þeir höfðu völdin í V-
stjórninni hér á landi. Þeir höfðu
heitstrengt að reka herinn úr
landi og Hermann Jónasson sagt,
að betra væri að vanta brauð en
láta Island  vera varið  eins  og
önnur þjóðlönd. Eftir valdatöku
sína leituðu þeir hinsvegar fjár-
styrks hjá Bandaríkjastjórn, sem
hér hefur lið á vegum Atlants-
hafsbandalagsins, og þegar þeim
þótti ekki nægir fjármunir ber-
ast þaðan, báðu þeir Spaak og
sjálft Atlantshafsbandalagið ásj-
ár. Arangurinn varð sá, að fyrir
orð Spaaks og annarra áhrifa-
manna í bandalaginu hlupu Vest-
ur-Þjóðverjar og Bandaríkín enn
undir baggann. Hinir síðarnefndu
þó ekki fyrr en Hermann Jónas-
son hafði látið teyma sig á fund
bandalagsins suður í París til að
lýsa þar óbrigðulli hollustu sinni
við bandalagið og einlægum á-
setningi um að viðhalda vörnum
þess á Islandi. Nokkrum dögum
seinna veittu Bandaríkjamenn
hið umbeðna fé úr sjóði, sem ætl-
aður er til að tryggja hernaðar-
öryggi lands þeirra.
Lágt á þeim risið
Gyifi Þ. Gíslason vék að þess-
um hörmunum V-stjórnarinnar í
ræðu á Alþingi ekki alls fyrir
longu með þeim orðum, að á sín-
um tíma hefðu þeir Eysteinn
Jónsson og Lúðvík Jósefsson ver-
ið sér sammála um, að ekki væri
oftar gerlegt að taka lán með
þeim hætti, sem V-stjórnin hefði
orðið að sætta sig við síðasta ár-
ið, er hún var við völd. Við þessu
þagði Lúðvík en Eysteinn Jóns-
son stóð upp, að vísu ekki af
eigin hvötum heldur af gefnu til-
efni frá Þórarni Þórarinssyni, og
sagði, að það hefði verið síður
en svo vtnju fremur erfitt að fá
lán á þessum tíma eða þau fengin
með óviðfeldnum kjörum.
Um þá yfirlýsingu mátti segja
að nóg hefur sá sér nægja lætur.
Risið á Framsóknarforir'gjun-
um er ekki hærra en svo, að þeir
telja sig ekki hafa sett ofan við
alla þessa auðmýkingu. Sannast
bezt að segja, gera þeir þó of lít.
ið úr sér með þessum mannalát
um Eysteins. Auðvitað sárnaði
þeim félögum að vera látnir
ganga undir slíkt jarðarmen til
að afla „brauðsins", er þeir
vildu ekki án vera, þegar til átti
að taka.
Litlar þakkir
A sinum tíma hældist Tíminn
mjög yfir því, hversu Eisenhower
og Dulles hefðu tekið liðlega í
ráðagerðirnar um að reka varn-
arliðið héðan úr landi. Síðan
lifði  V-stjórnin á  því fé,  sem
verið ómogulegt að fá út úr
Framsóknarmönnum, hver stefna
þeirra er í þessum málum. Héð-
an í frá er helzt svo að skilja,
að þeir ætli að „dependera" af
Bandaríkjastjórn hverju sinni,
hver sem hún er, og hver sem
stefnan kann þá og þá að vera.
Um hitt þarf ekki að fjölyrða,
að viðfangsefnin í Bandaríkjun-
um eru nú allt annars eðlis en
hér. Þar er svo mikið atvinnu-
leysi, að samsvara mundi því, að
hér á landi væru h. u. b. 5000
atvinnuleysingjar. Við erum aft-
ur á móti svo á vegi staddir, að
enn leita útlendingar hundruð-
um saman atvinnu hérlendis. Við
þurfum að fást við ofþenslu, sem
hindrað hefur eðlilegar kjara-
bætur og haft hefur í för með
sér allsherjar fjárskort, þar sem
Bandaríkjamenn aftur á móti eru
ríkasta þjóð í heimi en hafa þó
atvinnuleysi.
Urræðin hljóta þess vegna
eðli málsins samkvæmt að verða
harla ólík en eru sömu tegundar
og " hér er beitt. Enda leggur
Kennedy megin áherzlu á, að
hindra fall gjaldmiðilsins, koma
í veg fyrir að verzlunarhöft
þurfi að setja og tryggja verð-
lag. í öllu þessu hafa stjórnar-
andstæðingar hér þver öfuga
stefnu.
Einar Olgeirsson er og mun
hreinskilnari en sumir þeir, er
skrifa í Þjóðviljann og banda-
menn þeirra í Framsókn. Einar
fer ekki dult með, að hann vill
ekkert hafa að gera með það
frelsi, sem eftir er sótt í lýðræð-
islöndum. Hann telur það til ills
eins og trufla allar fyrirætlanir
sínar.
Talar til.að sann-
færa sjálfan sig
Ef marka má orð Einars, er
ætlan hans sú að hneppa hér allt
í fjötra ríkisforsjár, með því
markmiði að gera okkur alger-
lega háða járntjaldslöndunum í
viðskiptum. Honum til lofs verð-
ur þó að segja, að hann hagar
málflutningi sínum svo, að grun-
semdir hljóta að vaka um, að
hann trúi ekki eins sterklega á
þennan málstað og hann lætur.
Einar á létt um að tala enda er
hann manna tunguliprastur.
Þessi ^ eiginleiki hefur leitt
hann til þess að tala oftar og
lengur en nokkur annar þing-
maður. Kveður svo ramt að
þeim ræðuhöldum, að nokkurn
veginn er segin saga, að þing-
Ruddi ekki þing-
salinn - í fyrsta
skipti að sögn
Björns
Einar lagði á eitt af ræðu-
skeiðum sínum fyrir og eftir
síðustu helgi. Vegna umræðu-
efnisins fylgdust að þessu sinni
fleiri með ræðuhðldum hans
en vant er. Björn Pálsson hefur
komizt svo að orði, að þetta sé
í fyrsta skipti frá því að hann
kom á þing, að Einari hafi ekki
tekizt að ryðja þingsalinn með
því að taka til máls. Ræðuefni
Einars var það að gera Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna tor-
tryggilega. Einar snýr nú mjög
heift sinni gegn því fyrir-
tæki, af því að honum gremst,
að það skuli heldur selja fisk
fyrir hátt verð til Bandaríkj-
anna en lágt til Sovét-Rúss-
lands.
Af þessu tilefni hafa komm-
únistar nú hafið mikla rógs-
herferð gegn Sölumiðstöðinni.
Þeir hafa sérstaklega reynt að
gera þá viðleitni hennar grun-
samlega, að koma upp verk-
smiðju í Bandaríkjunum til þess
að fullvinna fiskinn þar og fá
þar með hæsta fáanlegt verð
fyrir hann.
Jóhannes ómerkir
ró^ flokksbræðra
sinna
Einar Sigurðsson svaraði þess-
um ásökunum á Alþingi af full-
kominni hreinskilni og gerði ít-
arlega grein fyrir öllum fjárhag
Sölumiðstöðvarinnar og þar með
hversu mikið fé hefur verið lagt
í fyrirtæki það, sem hún hefur
komið upp í Bandaríkjunum en
það eru tæpar 20 millj. kr. Engu
að síður stóð Hannibal Valdi-
marsson upp eftir þessa skýrslu-
gjöf Einars Sigurðssonar og full-
yrti, að hún sýndi, að Sólumið-
stöðin hefði „fjárfest" í Banda-
ríkjunum h. u. b. 140 millj. fer.
Með þeim orðum sýndi forseti
Allþýðusambandsins, að hann
botnaði ekkert i því um hvað var
að ræða.
Meginhluti bessarar upphæðar
er sem sé alls ekki „fjárfest-
ing", heldur einungis lán um
nokkurra vikna tíma á meðan
verið er að selja fiskinn þar
vestra. Binding þess fjár getur
orðið úr sögunni með örfárra
vikna fresti, hvenær sem menn
vilja hætta að nota sér hinn hag-
kvæma markað í Bandaríkjun-
um. Þetta er Þess vegna alls
ekki „fjárfesting", sem bundin
sé í fyrirtæki eða verksmiðju
þar. Auðvitað yerður að reikna
vexti af þessu fé með, þegar
meta skal, hvort hærra verð
fæst fyrir fiskinn á þessum
markaði en öðrum. En stað.
reyndin er, að þótt vextirnir séu
meðtaldir, svo sem sjálfsagt er
að gera, þá er útkoman mun
haekvæmari heldur en með sölu
Framh á bls. 14.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24