Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudagur 5. febr. 1961
MORGVNBLAÐIÐ
15
*

BILAR af öllum gerðum og
árgöngum, mismunandi illa
farnir, klesstir, brotnir og
brenndir. Hver þeirra á sögu,
sem endaði með óhappi, slysi
eða dauða.
— Þetta er nú ekki mikið,
segir Garðar Guðmundsson
starfsmaður hjá Björgunarfé-
laginu Vöku, bara smá sýnis-
horn.
— Hvað gerið þið við þá?
— Sumir eru rifnir og vara
hlutirnir seldir, en aðrir eru
settir á verkstæði.
— Er alltaf nóg að gera hjá
ykkur?
— Já, það má segja það, en
auðvitað mismunandi mikið.
— Hvenær er mest að gera?
— Það var mest að gera í
sumar um helgar, frá því á
föstudag þangað til á mánu-
dag. Þá. er umferðin svo mikil
Kolibrún Hjaltadóttir
— talar í talstöð.
jj^gppjwgiig'''"^':.
sállBllllll S^^teSi.,, *W

Bílar af öllum árgöngum, klesstir,  brotnir,  brenndir.
við englana
(Ljósm.
Sv. Þormóðsson)
úti á þjóðvegunum, og árekstr
um og óhöppum fjölgar um
leið. Þetta virðist ekkert fara
eftir veðrinu. í dag til dæmis
er stillt og bjart' veður en ég
er búinn að sækja eða flytja
þrjá bíla. Fyrir nokkru var
húðarrigning, en þá var
minna um að vera.
¦— Hvað hafið þið marga
bíla?
— Þrjá, tvo kranabíla.
— Hafið þið talstöðvar?
— Já, og það er vakt hér
allan sólarhringinn.
— Verðurðu að sinna kalli
á nóttunni?
— Já, ég er ræstur, ef eitt-
hvað er.
— Hvað segir konan við
því?
— Hún verður að hafa það.
Eg byrja bara, þar sem frá
var horfið.
— Byrjar á hverju?
— Að sofa, maður.
— Hvað sinnið1 þið mörgum
köllum á dag að  meðaltali?
— Ætlarðu  að  gefa  þetta
upp til skatts?
— Nei.
— Við  veitum  ýmsa  aðra
þjónustu í gegnum talstöðina. ii
Rútubílstjórar kalla oft á okkl
ur  gegnum  talstöðina.  Til i
dæmis í gær, þá var bíll frá i
Ingimarsbræðrum  uppi  viðiii
Skiðaskála. Hann gat ekki tek I
ið alla farþegana. Þá var haftl
samband  við okkur gegnums
talstöðina  og  við  beðnir  aðii
sjá  um,  að  annar  bíll  yrði 1
sendur  þangað.  Norðurleið**.
hefur oft samband við okkur
líka ....
•
Lengra varð samtalið við
Garðar ekki, því unglings-
stúlka opnaði dyrnar á skúrn-
um, þar sem síminn og tal-
stöðin er, og sagði að beðið;
hefði verið um aðstoð við bíl
á Seltjarnarnesi.
Garðar ræsti kranabíl í port |f-
inu og hélt af stað. Stúlkan
stóð enn í gættinni.        Í»
— Hvað heitir þú?
— Kolbrún Hjaltadóttir.
— Hvað ertu gömul?
— Þrettán ára.
— Ert  þú  skrifstofustúlka
nér?
— Já,  ég  er  nerna jyrir
pabba minn.
— Hver er hann?
— Hjaítii Stefánssbn: 'fía'nn
á Vöku.
— Kantu á talstöðina?
•— Já, núna.
— Ertu búin að vera nér
lengi?
— Frá  því  fyrir  jól,  þá
keypti pabbi fyrirtækið aftur.
— Varstu lengi að læra á
talstöðina?
— Ég  þorði  ekki  aS  eiga
við hana fyrst.
— Ertu ekki í skóla?
— Jú, fyrir hádegi.
— Hver er þá á skrifstof-
unni fyrir hádegi?
— Systir mín.
— Hvað er hún gömul?
— Hún er bara ellefu ára.
— Ertu kannski hér á nótt-
unni líka
— Nei, þá sef ég.
— Hvað dreymir þig?
— Að ég sé að tala í talstöð
við englana.
— Þú ert að skrökva.
— Nei, alveg hreina satt.
— Færðu kaup?
— Ég fæ sturidum að fara
§j  í bíó. Þú mátt ekki trufla mig
lengur, ég þarf að svara í sím-
ann.
i.e-s.
^
Tekinn í „sjúkrahús".
Samkomur
Fíladelfía.
1 Sunnudagaskóii kl. 10.30 á
sama tíma að Heljólfsgötu -8 —
Hafnarf. — Bænasamkoma kl. 4.
— Almenn samkoma kl. 8.30. —
Ræðumenn Garðar Ragnarsson
Og Kristinn Sæmundsson.
1  Allir velkomnir.
Almennar samkomur.
Boöiin fagnaðarerindisins.
Sunnudagur — Austurgötu 6,
Hafnarfirði, kl. 10 f.h. Hörgs-
Iilíð 12, Kvík. — Barnasamkoma
kl. 4 (Litskuggamyndir). Sam-
Ikoma kl. 8.
Bræffraborgarstig 34.
Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn
samkoma kl. 8,30. Allir velkomn
ir. —
Betania, Laufásvegi 13.
Samkoma á  þriðjudaginn  kl.
8.30. — Allir velkomnir.
Stefán Runólfsson.
n
Sunnudaginn kl. 11: Helgunar
Bamkoma kl. 14: Sunnudagaskóli,
kl. 20.30: Samkoma í Fríkirkj-
unni, cand. theol. Erling Moe og
Böngprédikarinn Thorvald Fröyt
land tala og syngja.
Mánudaginn kl. 16: Heimlla-
samband. — Allir hjartanlega
velkomnir.
Þjdnar drottins
GREIN þessa skrifaði höfundur-
inn Axel Kielland, í leikskrá
Tröndelag Teaters, er leikritið
var frumsýnt þar veturinn 1956
—57.
Tvö fyrirbæri innan vébanda
kirkjiínnar urðu þess valdandi,
að ég samdi leikritið „Þjónar
Drottins". Annað var Helander
málið í Svíþjóð, hitt deilurnar í
Noregi um helvítiskenriinguna.
Svo vildi til, að ég hafði tæki-
færi til að fylgjast með mála
ferlunum gegn Helander biskupi
í Uppsölum, og þau urðu mér
mjög minnisstæð. Þarna var raun
verulegar harmleikur, svo vart
hefur annar athyglisverðari
gjörst siðan á galdrabrennu-
tímunum, Aftur á móti urðu þeir
menn, sem þar komu við sögu,
mér jafn hugstæðir og málið
sjálft. Þess vegna verður ekki
með sanni sagt, að leikritið sé
lýsing á málarekstrinum, enda
þótt ytri búningur þess sé snið-
inn eftir þeirri harmsögu.
Biskupinn í leikriti mínu er
ekki sá, sem þarna kom við sögu,
heldur gerður eftir allt annarri
fyrirmynd. Leikslokin eru tilbúin
af mér. Og sama er að segja um
framkomu biskupsins yfirleitt.
Deilurnar um helvítiskenning-
una háfa satt að segja haft miklu
sterkari áhrif á mig en mála-
ferlin sjálf, þótt hryggileg væru.
Þessar deilur eru orðnar svo
gamlar og þrálátar, að engin van
þörf er á að sýna þær á leik
sviði og það oftar en einu sinni.
Ef þessir elds og brennisteins-
prédikarar halda áfram að hafa
einkarétt á kenningum sínum,
verður aldrei unnt að opna svo
gluggann að brennisteinsfýlan
nái að rjúka burt. Að visu má
segja, að í glæsilegum leikhússal
í glaðværri borg verði maður ef
til vill ekki mikið var óttans um
víti og kvalirnar. En hann er þó
fyrir hendi. Einna hatramlegast
var ég hans var í ræðum Mon-
sens, hins ofstækisfulla trúboða á
þriðja tug þessarar aldar. En æ
síðan hef ég orðið þessa ótta var
og það hjá þeim mönnum, sem
ætla mætti þó, að yfir slíkt væru
hafnir.
I kirkjumálum okkar er ekki
unnt að loka augum fyrir því, að
þessi kvalaangist er staðreynd.
Hennar gætir svo að segja í
öllu því, sem gerist á bak við
tjöldin innan kirkjunnar. Og fólk
svo hundruðum þúsunda skiptir,
er svo þjakað af þessum ótta, að
því liggur við sturlun. Við höf-
um öll orðið sjónarvottar að
því, hvernig þessi fjarstæðu-
kennda fullyrðing um eilífar
kvalir líkamans eftir dauðann
hefur sogið úr mönnum lífsþrótt
inn, veiklað skapgerðina og gjört
þá að lokum huglausa og
aumkvunarverða afskræming
guðsmyndarinnar, sem þeir
voru skapaðar í.
Og jafnframt höfum við orðið
vottar þess, að sú trú, sem
grundviallast á óttanum, gerir
mennina engan veginn sáttfús-
ari né heldur miiskunnsamari.
Eg fæ ekki betur séð, en að ótt-
inn við vítiskvalirnar geri menn
beinlínis að verri manneskjum.
Engum þessara manna lætur sér
detta í hug að reyna að gera þá
kristilegu skyldu sína við mig að
telja mér hughvarf og leiða mig
frá villu míns vegar, — hins veg-
ar fé ég ógrynnin öll af nafnlaus-
um bréfum og símtölum um
miðjar nætur — og orðbragðið
ekki beinlínis kristilegt.
Sífellt er mér núið því um nas
ir, að ég eigi engan rétt á því
að hafa mínar skoðanir. Og ekki
hafði  fyrr  borizt  út  orðrómur
um það, að þetta leikrit væri á
döfinni, en blaðið „Vort Land"
fordæmdi það óséð og sagði að
þar gæti ekki verið um annað
að ræða en guðlast og æsandi
blaðamennskuáróður. Og pað
mátti eins og vant er, lesa það
á milli linanna, að sá sem ekki
er trúaður, á engan rétt á því að
hafa sjálfstæðar skoðanir.
En bíblían og kirkjusagan er
ekki einkaeign hinna fáu, held-
ur menningarleg sameign allra.
Þetta er mikilvægur þáttur mann
legs lífs og leikur á hugann. Þar
má bæði velja og hafna, efast og
trúa. En allir hafa sína þekkingu
á þessum hlutum og þar af leið-
andi að sjálfsögðu sínar skoð-
anir.
Eg hef ávallt haft áhuga á
frásögnunum um líf og dauða
Jesú krists. Það skiptir ekki svo
miklu hverju maður trúir —
hvort hann hafi verið Guðs sonur
eða sannur maður, eða hvort
hann hefur jafnvel nokkurn
tíma verið til. Hvað sem því líð-
ur, þá eigum við þessa hrífandi
frásögn og hina æðstu siðferði-
legu fyrirmynd. Og hana hefur
enginn rétt til að lítilvirða. Hins
vegar má vera, að við höfum rétt
til þess að gjöra kröfu til þjóna
Drottins. Kröfuna um það, að
þeir geri meira en að predika
einni kynslóðinni af annarri
frelsarann sem fyrii-mynd. Þeir
eiga einnig sjálfir, þegar skyld-
an kallar, að fylgja dæmi haní1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24