Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGVN BLAÐIÐ
Sunnudaguf 5. febr. 1961
77
Sjálfsævisaga DiönuBarrymore
ferb í lctur af Getóiájremk.
ton leikhúsið hr.ifið", stóð í ein
um þeirra. Annað blað líkti mér
við Tallulah. Leikur minn væri
sterkur, skörulegur og skemmti-
legur. Já, hugsaði ég með mér,
það er mótleikarinn, sem allt
veltur á. Og þegar Dah fór með
mig í hvíta grindahúsið um
kvöldið, flutti ég giftingarhring
inn minn af vinsbri hendi á
gri.
Viku eftir að Bob fékk kastið,
hringdi hann aftur. — Eg fór úr
sjúkrahúsinu í morgun, sagði
hann. Hann var nokkuð óstyrk-
ur, en að öðru leyti í lagi. —
Hef ekkj smakkað dropa í heila
viku. Þú hefðir átt að sjá mig í
morgun, gæða mér á gosdrykk.
-— Bob, ef þú smakkar dropa
framar, þá  .
Hann tók mér þetta illa upp.
Mér þykir þú setja upp heilag
leikasvip. Það er alltaf munur
að hafa efni á því!
Hann gat ekki gert mig reiða,
svo ánægð var ég yfir hófsemi
• minni, eins og úhn var nú orðin.
Og ég gat ekki stillt mig um að
segja honum ástæðuna. — Það er
mótleikaranum mínum að þakka,
sagði ég. — Hann heldur mér
frá áfengi — og það er meira en
þú gazt nokkurntíma gert, Bob.
— Eg skil, sagði haann í þess
um sérstaka tón sínum, sem ekki
varð misskilinn. — Allt í lagi!
Hvað heitir hann í dag?
—  Æ, í guðs bænum, Bob,
aepti ég. — Skárri er það nú
bjánaspurningin. Nei, það er
ekkert svoleiðis. Farðu nú til
Rochester. Þú ert búinn að vera
þurr í viku, og nú ættirðu að
losa þig við New York og bar-
rónana þar, sem þú ert að drekka
með. Þú veizt, að áfengi er
klára eitur fyrir þig. Farðu nú
til mömmu og éttu þrisvar á dag
og reyndu að braggast svolítið.
— Mér leiðist svo fjandalega í
Rochester, sagði hann. — Eg
tolli þar aldrei lengur en tvo
daga.
-— Ef þú hefur nokkra vitglóru,
verðurðu þar í tvær vikur, sagði
ég.
— Nú . . . til þess að þú getir
verið í friði með kærastanum,
eða hvað?
Við rifumst svona frani og aft
ur. Loks sagði ég: — Eg hef
verið að hugsa minn hag undan
farið, Bob. I>að er náttúrlega leið
inlegt ef þú hefur verið veikur,
en ég veit bara ekki, hvernig
það verður með okkur framveg-
is. Þegar ég kem aftur, verðum
við að tala alveg saman. Við verð
um eitthvað að gera áður en ann
að okkar gengur af hinu dauðu.
Við getum ekki haldið svona á-
fram!
Hann þagði ofurlitla stund. —
Þú ert eitthvað einkennileg i
málrámnum, Diana. Þú verður
að athuga, að ég þekki þig út í
æsar. Ertu farin að sofa hjá
þessum manni?
—  Nei, þetta er nú ofmikið,
Bob.
— Þú ert það, er það ekki?
—  Hættu að egna mig upp,
Bob!
—Er hann fallegur?
— Já, hann er mjög aðlaðandi.
— Og sefur þú hjá honum?
Eg þagði.
—Já, svo þú gerir það, sagði
hann þrákelkinslega, eins og
maður sem er að fikta við sitt
eigið sár. Ertu það ekki?
Þá sprakk ég. — Nú og hvað
svo um það, ef svo væri? Þú get
ur haldið, hvað þú vilt, Bob. Og
nú var ég komin á strik. — Hann
er góður fyrir mig! Hann lofar
mér ekki að drekka, hann er að
hjálpa mér að vinna mér aftur
sjálfsvirðingu, hann biður mig
einskis og hann lætur mig ekki
kosta sig, eða taka ábyrgð á sér.
Eg finn mig frjálsa . . . Orðin
komu í einni bunu. — Eg er orð
in leið á að ala þig . . hundleið!
En við skulum tala um þetta bet
ur, þegar ég kem aftur, Bob, og
við vitu-m bæði hver niðurstaðan
verður af þeim umræðum. Að
minnsta kosti veit ég það, skal
ég bölva mér upp á!
Eg gat heyrt andvarp í síman
um . . . langt og þungt andvarp.
— Diana, það er ekki lengur
hægt að særa mig, sagði hann.
— Já, þú segir það, en hver
veit nema ég geti sagt sama hér!
Það er allt búið hjá okkur. Vertu
sæll.
Og ég skellti símanum á.
Það var barið á dyrnar hjá
mér klukkan sjö mínútum fyrir
tíu morguninn eftir. Eg reif mig
með erfiðismunum úr djúpum
svefni. Það var haldið áfram að
berja. — Hver er þetta? tókst
mér að kalla fram.
—Bill Dempsey, var svarað.
— Hvað viltu með að vera að
berja mig upp á þessum tíma
morguns? sagði ég. — En bless
aður, komdu inn!
Dyrnar opnuðust og Bill gekk
hægt inn og lokaði á~ eftir sér.
Hann stóð kyrr og leit á mig.
Andlitið var öskugrátt og kann-
ske enn meira áberandi vegna
rauðu skyrtunnar, sem hann var
í.
— Eg hef nokkuð að segja þér,
sagði hann.
Það fór að fara um mig. — Er
það Bob? hvíslaði ég.
Hann kinkaði kolli. Eg fann
blóðið hamra við gagnaugun á
mér. Einhvernveginn gat ég sagt:
— Er hann dáinn?
Eitt óþolandi andartak stóð
Bill hréyfingarlaus, en svo
hneigði hann höfuðið. — Það var
hjartaslag í svefni, sagði hann
hægt. — í lestinni til Rochester.
Eg var dofin. Eg skildi, hvað
hann var að segja mér, en það
voru bara orð. Eg verð að
hringja í hana mömmu hans
Bobs, hugsaði ég. Svo sagði ég
upphátt: — Heldurðu, Bill að þú
vildir fara niður og sjá, hvort
síminn er laus. Eg kem strax.
Svo fór ég í slopp. Eg gekk hægt
niður stigann, án þess að hugsa
neitt. Það er sagt, að verulega
hart áfall geri mann dofinn. Þeg
ar Robin var dáinn, og mamma
ætlaði að flytja líkið til Indiana
til greftrunar, var því fleygt í
poka fyrir augunum á henni, og
hún stóð róleg, róleg, róleg. Þess
vegna er ég róleg núna. Hitt kem
ur allt á eftir.
Eg náði í mömmu Bobs í sím
anum. — Mamma . . . byrjaði ég.
— Já, Diana, svaraði hún, og
bætti svo við: — öll orð eru ó-
þörf — drengurinn okkar er dá-
inn.
—  Viltu, að ég komi? spurði
ég. — Nei, svaraði hún. Ross væri
þegar kominn af stað að vestan.
— Það er engin ástæða fyrir þig
að fara að koma, sagði hún. —
Þú ert þarna, bundin við þitt
verk, og þá skaltu halda þig að
því. Eg veit, að þannig hefði
Bob viljað vera láta.
Eg lagði símann. Róin, sem yf-
ir mér hafði verið tók að gufa
upp.  Leikfélagar  mínir  gengu
vandræðalegir fram og aftur. Eg
var óróleg. Eg fékk mér drykk
og síðan annan. Tíminn leið. Dan
var við hlið mér. Það sem hann
sagði  mér  undan  og  ofan  af
þessu, að viðfoættu því, sem ég
heyrði annarsstaðar, var þannig,
að ég gat ekki áttað mig á því.
Bob hafði fundizt dauður í rúm
inu sínu, rétt áður en lestin kom
til Roohester. Etfir símtalið okk
ar  kvöldið  áður,  hafði  hann
sleppt herberginu sínu, látið bera
farangurinn  sinn  niður  í  for-
stofu  og látitð  þau  orð  fylgja,
að hann myndi hirða hann klukk
an tíu um kvöldið. En þegar sá
tími kom, hafði hann ekki sýnt
sig. Næturvörðurinn sá hann svo
koma  slagandi inn  á miðnætti,
með Ftni í bandi. Bob hafði verið
tímunum saman í kránni hinu-
megin við hornið, án þess að tala
við nokkurn mann — en aðeins
drukkið  .  .  .  Einhvernveginn
tókst honum samt að hirða far-
angurinn og ná í bíl til stöðvar
innar. Rétt áður en lestin kom til
Roohester,  heyrði  völrðurinn  í
hundi,  sem  ýlfraði  ámátlega.
Hann  athugaði  þetta  nánar  og
fann Fini, sem sat hjá Bob, ýlfr
andi, en Bob dáinn.
Eg ætlaði alveg að sleppa mér.
.— Diana elskan! Þetta var rödd
in í Dan, gegn um þokuna. —
Það versta, sem þú getur gert er
að kúra inni allan daginn. Þú
veizt, að þú átt að leika í kvöld.
— 'víst skal ég leika í kvöld,
sagði ég. — Allir, sem mér hefur
þótt vænt um, hafa dáið meðan
ég var við vinnu; pabbi, mamma,
bróðir minn . . . Svo voru marg
ar mínútur liðnar áður en ég
vissi af mér, og Dan var að
hjálpa mér að klæða mig.
— Komdu þér á fætur sagði
hann, — við skulum fara út að
ganga. Við skulum bara ganga
eitthvað. Reyndu bara ekki að
fara að hugsa, Diana. Umfram
allt, farðu ekki að hugsa.
Eg vildi ganga berfætt. Ein-
hvernveginn mundi það róa mig
að finna jörðina snerta fætur
mína. En Dan bannaði mér það.
— Þú færð bara kvef, sagði hann.
Svo hjálpaði hann mér í sokka
og skó.
Og svo gengum við á þessum
rólega degi, niður með ánni. Vatn
ið gjálpaði mjúklega á steinun-
um. Dan hélt mér fast á göng-
unni, studdi mig ef ég ætlaði að
hrasa. eða renna í grasinu. Eg
talaði stanzlaust. — Það er ekki
satt . . . ekki satt. Átta ár . . .
og svo þetta í gærkvöldi . . Ó,
guð minn, hversvegna gat ég
ekki sagt eitt vingjarnlegt orð
við hann! Það er ekki satt!
Hversvegna var ég svona vond
við hann. Hann er maðurinn
minn og ég elska hann . . . elska
hann. Hann er eini maðurinn,
sem ég hef nokkurntíma elskað.
Dan, ég gerði rangt. Eg veit,
hvað ég hef gert. Örlaganornirn
ar eru að hremma mig fyrir það,
sem ég gerði, og manni hefnist
fyrir það, sem maður gerir rangt,
og ég hef drýgt hræðilegan glæp
og fæ refsingu fyrir hann . . .
—  Þú stendur í engri skuld
við hina dauðu . . . sagði Dan.
— Segðu ekki þetta orð! bað
ég.
—  Þú skuldar þeim ekkert,
Diana. Ef nokkuð, þá væri það að
breyta forsendunum, sem urðu
til þess, að svona illa fór. Láttu
þá hina dauðu fá oskir sínar
uppfylltar og vertu betri mann-
eskja en þú hefur verið.
Eg æpti á móti. — Eg er of-
langt leidd. Þetta er um seinan.
Nei, ég væri ung, sagði hann.
— Þú ert of full af lífskrafti til
þess að vera nokkuð annað en
ung. Það kann að vera harkalega
sagt, en nú hefurðu bezta tæki-
færið til þess að gera eitthvað
heilbrigt og mikið úr Diönu
Barrymore . . .
Svo varð röddin hans að"orð-
um, sem streymdu án þess að ég
gæti botnaði upp né niður í þeim.
Eg gekk áfram eins og í leiðslu.
Ó, hve náttúran var friðsæl en
mennirnir píndir og kvaldir! Við
vorum þarna að ganga um áning
arstað í skóginum, og þarna fyrir
framan okkur var krakkaróla.
tvö bönd með spýtur í milli, sem
hékk niður úr tveim geysistór-
um trjám.
Dan sagði: — Komdu hérna og
seztu í róluna. Svo lét ég hann
hjálpa mér upp í hana. — Rólaðu
mér, sagði ég og svo ýtti hann
mér ofurhægt fram og aftur. —
fram og aftur. Eg reigði höfuðið
aftur og horfði á hreyfinguna á
himninum uppi yfir mér; og mér
fannst græna trjáhvelfingin
hreyfast fram og aftur. Mér
fannst ég vera að róla mér í garð
inum við húsið hennar Tibi
ömmu. Æ, guð minn góður, ef
maður gæti snúið tímanum við.
Eftir nokkra stund sagði ég:
— Þetta er nú víst nó.g . . ,
Hann hjálpaði mér niður. Eg
tautaði: — Hvað þetta getur ver
ið vitlaust . . . að ve*a að róla
sér.
Dan snerti kinnína á mér með
vörunum, og við gengum niður
litlu brekkuna, niður á græna ár
bakkann. Sumarsólin var heit.
Dan kastaði steini út í ána. Við
horfðum á hann lenda í vatninu
og heyrðum ofurlítið dauft
„plipp" og sáum hann sökkva.
Hann kastaði öðrum. Eg tók líka
stein og kastaði honum. Hand-
leggurinn á mér var blýþungur.
— Við skulum njóta sólarinnar
hérna, sagði Dan. Við létum fall
ast á jörðina og ég hallaði mér
að honum. — Þú ert veik, Diana,
sagði hann. Reyndu ekki að vera
að berjast við allt. Sittu hérna
bara og horfðu kring um þig —
hver veit ef þú horfir á heim
guðs, nema þú sjáir eitthvað
annað.
Eg skil þetta ekki. — Bara það,
sem ég sagði, bætti hann við,
lágt. — Þú ert að nálgast guð.
Þá skilurðu þýðingu alls þessa.
Eg fór að gráta. — Eg elska
þennan mann, og ég mun alltaf
aitítvarpiö
Sunnudagur 5. febrúar
8.30 Fjörleg  músík í morpunsáriS.
9.00 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
9.20 Vikan framundan.
9.35 MorguntQnleikar:
a) Brandenborgarkonsert nr. 2 1
F-dúr eftir Baeh (Hljómsveit-
in Philharmonia í Lundúnuni
leikur; Edwin Fischer stj.),
b) Robert Shaw kórinn syngur.
c) Sinfónía nr. 2 I d-moll op. 79
eftir Dvorák (Hljómsveitin
Philharmonia; Rafael Kubelilc
stjórnar).
11.00 Messa í Dómkirkjunnl (Presturi
séra Jón Auðúns dómprófastur,
Organleikari: Dr. Páll ísólfsson),
12.15 Hádegisútvarp.
13.00 Afmæliserindi útvarpsins ura
náttúru islands; XIII: Jarðhitinn
(Jón  Jónsson jarðfræðingur).
14.00 Miðdegistónleikar:
a) Lýrísk svíta eftlr Ferena
Szabó (Strengjasveit ung-
verska útv. leikur; Welie»
Károly  stjórnar.
b) Lev Oborin leikur á pían6
fjórar ballötur eftir Chopin.
c)  ,,Söngvar Sevilluborgar" eftir
Turina (Victoria de los Ang«
eles syngur við undirleik sin«
fóníuhljómsveitar Lundúna.
stjórnandi: Anatole Fistoul«
ari).
15.30 Kaffitímlnn: —  (16.00 VeSurfr.),
a) Þorvaldur Steingrímsson og
félagar hans leika.
b) Kór og hljómsveit skemmta;
Alexandrov stjórnar).
16.25 Endurtekið efnl: a) Myndlr fr*
Afriku; I. hluti  (frá 25. f.m.. -^
b) Svíta eftir Skúla Halldórsson (frá
22. f.m.) — c) Kafli úr bókinnj
„Pabbi, mamma og við" eftir Jo
han Borgen (útv. 26. f.m.).
17.30 Barnatími  (Anna  Snorradðttír)|
a) Ævintýri litlu barnanna.
b)  „Fimm mínútur með Chopln**,
c) Leikritið „Ævlntýraeyjan",;
V. þáttur. — Leikstjóri: Stein
dór Hjörleifsson.
d) Lesnir kaflar úr bókinnl „St4
art litli".
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þetta  vil  ég  heyra:  Einar  Th,
Magnússon velur sér hljömplöt*
ur.
19.10 Veðurfregnlr.
19.30 Fréttir  og  iþrðttaspjall.
20.00 Erindi:  Þegar höfuðborg helms«
ins var rænd  (Jón R. Hjálmars«
son  skólastjóri).
20.15 Hljómsveit  Ríkisútvarpslns leik«
ur. Stj.: Bohdan Wodiczko.
a) Fantasía f. strengjasveit eftir
Hallgrim Helgason.
b) Danskir dansar o-  —'nr.
20.45 Samtalsþáttur:  Si-"       'ísns.
diktsson ræðir við v.       :la til
Argentínu.
21.00 Einsöngur:  Cesare  Siepi  synguf
ítölsk lög.
21.15 Gettu  betur!  —  spurnlnga-  og
skemmtiþáttur undir stjórn Svav
ars 'Gests.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög,  valin  af  Heiðari  Ást«
valdssynl.
23.30 Dagskrárlok.
H
CHUCK, YOU AND GIRAUPOUX A
TAKE THE PLANES AND SCOUT  HIDDEN  )
LAKES...BATEESE AND
Cl
r
L
ti
ó
r Chuck, þið Giraudoux takið
flugvélarnar og leitið við Leyni.
vötn . ...'Bateese og Georg, þið
takið  barkarbáta  og  farið  að
Vængbrotsá, og
að verða fyrir skrámum og/"risp.
A  meðan  hefur  Ulfur  ekki| um, og er drengurinn orðinn úr.
getað forðað King b'tla frá  bví  vinda.  Loksins.  bef'ar  sólin  er  vaxinnar furu.
renna upp, finnur hundurinn
sér felustað undir greinum há.
Mánudagur 6. febrúar
8.00 Morgunútvarp.  —  Bæn   (Séra
Jón  Auðuns  dómprófastur).  —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón
leikar.  —  9.10  Veðurfregnir.  —•
9.20 Tónleikar. —
12.00 Hádegisútvarp.              M
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
urfar  (Lárus  Jónsson  búfræðl*
kandidat).
13.25 „Við vinnuna": Tónlelkar.
15.00 Miðdegisútvarp:  Fréttir. — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til-
kynningar — 16.05 Tónleikar.
18.00 Fyrir unga hlustendur:  „Forspil
bernskuminningar  listakonunnar
Eileen Joyce;  XI. —  (Rannveig
Löve).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.00 Tilkynningar.
1930 Fréttir.
20.00 Um  daginn  og  veginn  (Ölafur
Þorvaldsson þingvörður).
20.20 Einsöngur:   Kristinn   Hallsson
syngur. Við píanóið: Fritz Weiss«
happel.
a)  Þjóðlög og alþýðulög I útsend
ingu Sveinbjörns Sveinbjörns
sonar.
b) „Ved  Rondarne"  eftlr Grieg,
c) „Ved  Milan"  eftir  Palmgren,
20.40 Leikhúspistill  (Sveinn Einarsson
fil kand.).
21.00 Tónleikar: „Le baiser de la fée",
divertimento eftir Stravinsky
(Hljómsveit franska útvarpsina
leikur; Igor Markevitch stj..
21.25 Utvarpssagan: „Jómfrú elur son'*
eftir Wiiliam Heinesen; síðarl
lestur (Sveinn Sigurðsson ritstj,
þýðir og les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir. —
22.10 Passíusálmar (7).
22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Gu6«
mundsson.)
23.10 Dagskrárlok.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24