Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Rœft  um  67
á Alþingi. Sjá bls. 10.
<>r0iii#tóM&
Reykjavíkurbréf
er á bls. 13.
29. tbl. — Sunnudagur 5. febrúar 1961
Treg síldveiði
—  og  tregur  afli  límibáta
1 FYRRINÓXT var síldveiðin
fremur treg. Jón Einarsson skip-
stjóri á Fanneyju sagði í samtali
við blaðið laust eftir hádegið í
gær að 10 bátar hefðu fengið
sild í fyrrinótt um 20 mílur suð-
ur af Selvogi. Var aflinn frá 150
tunnum upp í 500 tunnur, bjá
sumum eftir tvö köst.
Síldin var dreifð og stóð djúpt.
Veður var enn gott í gær en
spáð versnandi. Margir bátar
voru á miðunum.
AKRANESI.'M. febr. Aðeins þrír
bátar komu hingað með &íld í
dag. Það voru Höfrungur II. með
500 tunnur, Böðvar með 150 tunn
ur og Skipaskagi (í reknet) 80
tunnur. Blíðuveður var á miðun
um                — Oddur.
HÖFN, Hornafirði, 4. febr. —
Hornafjarðarbátar fóru aðeins 30
sjóferðir í janúarmánuði. Kom
þar hvorttveggja til verkföll og
ógæftir. Afli 8 bata í þessum, 30
sjóferðum var 216,5 lestir.
Mestan afla hafði Sigurfari,
40,7 lestir í 6 sjóferðum.
í fyrra fóru Hornaf jarðarbátar
Nýtt skip
AKRANESI, 4. febr. Ingimund-
ur Ingimundarson, einn af skip
stjórunum á bátum Haralds
Böðvarssonar & Co. flaug kl. 8
í morgun til Noregs. Erindi hans
er að athuga 100 tonna stálfoát,
sem þar er í smíðum. —Oddur.
Sólarkaffi
EINS og að undanförnu halda
Bíldælingar og Arnfirðingar í
Reykjavik sinn árlega sólarkaffi
fagnað og að þessu sinni í Sjálf-
stæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Lít-
um liðna tíð, fögnum sól og syngj-
um eins og í gamla daga, sólar-
ljóð Jens Hermannssonar, Sólinni
fagnað:
Komdu sæl að sunnan
sól í dalinn minn,
Öllum flytur yndi,
ástarkossinn þinn.
Allt sem andann dregur,
á þig fyrir vin.
Vertu eins og áður
alltaf velkomin.
Þegar Jens Hermannsson var
kennari var gefið frí í skólanum
og börnin gengu upp í hlíðina fyr
ir ofan þorpið í sólargeislann og
fögnuðu sólinni með söng.
I
Við góða heiísu
í GÆR spurðist blaðið fyrir
um líðan Bergþórs Guðmunds
sonar og Einars Jónssonar,
sem björguðust af trillubátn-
um, sem fórst í Grindavík s.l.
fimmtudag.
Bergþór, sem er Akureyring
ur, var við góða heilsu í gær
og var farinn að klæðast.
Hann heldur til hjá Hjalta
Magnússyni á Sæbóli. Hafði
Bergþór verið ráðinn á bát-
inn þessa vetrarvertíð og
hafði farið nokkra róðra er
slysið varð.
Einar Jónsson liggur enn á
sjúkrahúsinu í Keflavík, en lið
an hans var sögð góð í gær og
á hann að útskrifast þaðan á
morgun.
100 sjóferðir í janúar og öfluðu
773,5 lestir. Meðalaflinn í sjóferð
er öllu minni en í fyrra.
Afli hefir glæðzt nú seinustu
daga, frá 7,5 lest til 12 lestir í
róðri af góðum fiski. Röskur helm
ingur aflans er þorskur. Eru það
miklu betri hlutföll en undanfar-
in ár.
Nýlega fóru 3 menn í eftirleit
í Kollumúla. 'Fundu þeir 3 kind-
ur, sáu nokkuð af hreindýrum
og talsvert af rjúpum. — Gunnar.
Það hefir verið mikið um
að vera í verstöðvunum á
Suournesjum undanfarna
daga. Unnið hefir verið af
kappi sólarhringinn út við
síldarsöltun. Var engu lík-
ara en að komið væri á plan
á Siglufirði eða Raufarhöfn
begar komið var í verstöðv-
arnar.
Hér sést ein síldarstúlkan
við söltun í  Keflavik.
Myndina tók vig í fyrra-
kvöld.
Rdðrarbanni
aflétt í Eyjum
Á FUNDI stjórnar og
trúnaðarmannaráðs Út-
vegsbændafélags Vest-
mannaeyja, sem hald-
inn var kl. 3 í gær, var
einróma samþykkt að
létta af róðrarbanninu í
Ekkert nýtt
undir sólinni
BOLUNGAVÍK, 3. febr. — í Mbl.
var fyrir skömrmi mynd af lönd-
unarháfum, gömlum og nýjum,
og sagt að nú væri farið að nota
alveg nýja gerð af slíkum háfum,
sem hefðu mikla kosti fram yfir
þá gömlu. En ekkert er nýtt und-
ir sólinni. Hér í Bolungavik hafa
slíkir háfar verið framleiddir í
10 ár, og verið notaðir af Bolvík-
ingum, Hnífsdælingum, ísfirðing
um o. fl. Eftir myndinni að dæma
teljum við jafnvel að okkar séu
heldur betri. Það er Vélsmiðja
Bolvíkinga sem framleiðir þessa
háfa.
Varðandi slys það sem varð á
Bolungavíkurvegi fyrir skömmu,
þegar bíll vallt niður af veginum,
er rétt að geta þess að fallið hefur
verið mælt og reyndist vera 48
m., en hvorki 30 né 70—80, eins
og f ram kom í f réttum. —¦
Sól á ný
NESKAUPSTAÐ, 4. febr. — f
gær munu flestir bæjarbúar hafa
litið sólina aftur eftir langan
tíma, eða frá því í fyrrahaust.
Ágætt veður er hér ftú og allir
bátar á sjó. — Sv. L.
Vestmannaeyjum. —
Stjórnin leit svo á að
nokkrar     lagfæringar
hefðu fengizt á fiskverði
og flokkun fisksins svo
að ekki væri ástæða til
að halda banninu áfram.
Enn stendur yfir verk
fall Verkalýðsfél. Vest-
mannaeyja og geta róðr-
ar því ekki hafizt af
þeim sökum.
Skólahús reist
á Leirá
Akranesi, 3. febrúar.
SKOLAMAL hreppanna utan
Skarðsheiðar, sem eru fjórir, eru
að komast á rekspöl. Hugir
manna eru samstilltir um að
reisa heimavistarskóla skammt
frá Leirá, gamla höfuðbólinu, og
leiða þangað íheitt vatn frá upp-
sprettunum við Leirárlaug. Smíði
hússins hefst í vor. Bygginga-
nefnd er tekin til starfa. Eru í
henni oddvitar hreppanna, og for
maður er síra Sigurjón Guðjóns-
son, prófastur í Saurbæ. A fjár-
lögum þessa þings hefur verið
veitt rúmlega hálf milljón króna
til byggingarinnar. Þarna við
Leirárlaug streymir fram miklu
meira en næg hitaorka handa
skólanum. A svæðinu eru 80 börn
á skólaskyldualdri, og þar starfa
fjórir farkennarar.
Utan Skarðsheiðar eru nú þrjú
félagsheimili: Miðgarður, Fanna-
hlíð og Hlaðir, en raunverulega
er hið fjórða í sölum sláturhúss-
ins við Laxá. — Oddur.
Nýir trak-
torar
en enginn til ao
aka þeim
BERLÍN, 4. febr. — Samyrkjubú
í Jessenits-héraðinu í Austur-
Þýzkalandi hafa fengið 66 nýja
traktora á þessu ári — en þar
finnst enginn sem kann að aka
þeim.
Reinholt Ianz, yfirmaður vél-
stöðvar Jessenitz lét svo um mælt
við fréttamenn héraðsblaðsins
Schweriner Volkszeitung, að sam
yrkjubúin þörfnuðust að minnsta
kosti 115 manna til að aka þessum
nauðsynlegu tækjum. Hafa nú
verið gerðar ráðstafanir til að
fojálfa bændur í meðferð traktora
en þeir hafa einungis notað hesta
áður.
Tveim bílum
stolið
I FYRRINOTT var tveimur bif-
reiðum stolið. Onnur hvarf frá
Asvallagötu 57. Var það Chevro-
letbifreið rauð og ljós að lit af
árgerðinni 1947.
Þá hvarf einnig bifreiðm A-304,
dökkblá Dodgebifreið.
Loft lævi blandao
í Kivu
Leopoldville, 4. febrúar, -«
(Reuter — NTB).
ÚTVARPIÐ í Leopoldville til-
kynnti í gær, að nú yrði aftur
tckio upp stjórnmálasamband
milli Belgíu og Kongó, en því vaf
slitið í ágúst sl. Útvarpið sagðl
að Bomboko, utanríkisráðherra,
mundi gefa opinberlega tiikynn.
ihgu um málið alveg á næstunní.
Síðustu fregnir frá Kivu hér*
aði í Kongó herma, að þar sé ekk||
barizt í dag, en loft lævi blandið.
En undanfarna daga hafa Nígeríu
menn úr liði Sameinuðu Þjóð«
anna átt í höggi við Lumumba-
menn nærri bænum Kindu S
Kivu fylki. Bardagar upphófust
á þann veg, að eittihvað kastaðist
í kekki miili Nígeríuhermanna og
Lumumbamanna, er sátu saman
að sumbli í mesta bróðerni í her*
stöð Nígeríumanna. Fyrst létu
þeir hendur skipta, en er það
ekki dugði til þess að útkljá deilu
málín gripu Lumumbamenn til
vopna. Þeir munu hafa verið um
1500 talsins í næsta nágrenni og
umkringdu stöð Nígeríumamv.
anna, er aðeins voru 200. Ekki
er ljóst hversu margir hafi fallið
í bardögunum, sennilega 5—6
Lumumba-menn og einn liðsfor-
ingi úr liði Nígeríumanna.
Skipun frá Stanleyvilie
Lumumbamenn hafa fengiS
fyrirskipun frá Stanleyville um
að láta af bardögum, en ekki er
ljóst hvort því boði verður hlýtt
til lengdar. Nígeríumenn hafa
tilkynnt að þeir hafi hvorki nægi
leg vopn né vistir til þess að
standa gegn Lumumbamönnum,
hefji þeir sókn á ný.
Flugvél með tveim norskum
flugmönnum innanborðs var í
gærkveldi skotin niður yfir Kivu
héraði, en hvorugan mannanna
sakaði.
Bœndafundur um raf-
magns- og iðnaðarmal
EGILSSTÖÐUM, 4. febrúar. —
í gær var haldinn í barnaskól-
anum í Egilsstaðakauptúni
bændafundur. Til umræðu voru
rafmagnsmál og iðnaðarmál,
Framsögu um rafmagnsmál
hafði Björn Guttormsson bóndi
á Ketilsstöðum í Hjaltastaða-
hreppi.
Tóku margir til máls og er að
vonum mikill áhugi hjá bænd-
um að komast í samband við
rafmagn. Þó fannst mér þeir
ekki marka sér ákveðna stefnu
í þeim málum og á ég þar við
að umræður snerust of mikið
um tæknihlið málsins.
Framsögu um iðnaðarmál
hafði Einar bóndi Björusson í
Mýnesi og talaði hann fyiir því
að komið yrði upp iðnaði þar sem
unnar yrðu landbúnaðarafurðir
svo sem kjöt, gærur og ull.
Þórður Benediktsson skóla-
stjóri flutti erindi um þilplötu-
verksmiðju, sem þegar er farið
að ræða um að stofnsetja hér á
landi. Kæmi þá mjög til álita
að hér á Austurlandi væri hrá-
efni til slíks iðnaðar. Var góður
rómur gerður að þessu máli.
Jónas Pétursson alþingismað-
ur var mættur á fundinum og
tók þátt í umræðum. Margir
tóku til máls og voru menn yfuv
leitt þeirra skoðunar að iðnaður
risi upp hér í Egilsstaðakaup-
túni.
Fundurinn fór vel fram og
voru umræður skemmtilegar
með köflum. Fundarstjóri var
Þorsteinn Sigfússon bóndi i
Sandbrekku og fundarritari Stef
án Sigurðsson Ártúni. Fundina
sátu um 50 manns.
— Ari.
NÆSTA handavinnukvöld Sjálf-
stæðiskvennafélagsins Eddu j
Kópavogi verður þriðjudags.
kvöldið 7. þ.m. að Melgerði 1
Kópavogi.                    ¦,
Kennari Guðrún Júlíusdóttir,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24