Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 1
I Tvo blöð 32 siðtir Bláu svæðin á kortinu sýna hina nýju útfærslu fiskveiðitakmarkanna með breytingu grunnlína. Punktalínan sýnir. grunnlínurnar en strikalínan fiskveiðitakmörk. Hólfin innan landhelginnar, sem mánaðanöfn standa við, sýna svæðin, sem Bretar mega veiða á næstu þrjú árin. — Mesta grunnlínubreytingin er á Selvogsbanks. Með henni stækkar fiskveiðilögsagan um 2200 ferkm. — Grunnlínubreytingin út af Faxaflóa stækkar fiskveiðilögsöguna um 860 ferkílóm, grunnlínubreytingin á Húnaflóa stækkar hana um 972 ferkm og grunnlínubreytingin fyrir sunnan Langanes stækkar fiskveiðilögsöguna um 1033 ferkílómetra. — Nánar á blaðsíöu 9. —. Bretar viðurkenna 12 mílumar Gruoinlínubreytingar stækka fiskveiðilögsoguna um 5 þús. ferkm. Takmörkuð réttindi Breta í 3 ár milli 6 og 12 mílna ÍSLAND hefur unnið mikinn sigur í fiskveiðideilunni við Breta. Með tillögu um lausn deilunnar, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Al- þingi í gær er gert ráð fyrir eftirfarandi: \ 1. Bretar viðurkenna nú þegar 12 mílna fiskveiðilandhelgi íslands. 2. Bretar viðurkenna þýðingarmiklar grunnlínubreytingar á fjórum stöðum umhverfis landið, en af því leiðir aukningu fisk- veiðilögsögunnar um 5065 ferkilometra. 3. Brezkum skipum verður heimilað að stunda veiðar á takmörkuðum svæðum á milli 6 og 12 mílnanna nokkurn tíma á ári næstu 3 árin. 4. Ríkisstjórn íslands lýsir yfir því að hún heldur áfram að vinna að útfærslu fiskveiðitakmarkanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.