Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. febr. 1961
Fiskveiðideilan við Breta leidd til lykta
Ný friðun stórra h
við strendur Isí
afsv
ands
Stórkostleg&ir sigur
hlns íslenzka málstaðar
RÍKISSTJÓRNIN lagði síðdegis í gær fyrir Alþingi til-
lögu til þingsályktunar um lausn fiskvciðidcilunnar við
Breta. Er hún á þá leið, að „Alþingi ályktar að heimila
ríkisstjórninni að leysa fiskveiðideiluna við Breta í sam-
ræmi við orðsendingu þá, sem prentuð er með ályktun
þessari".
Samkvæmt orðsendingu þessari, sem er frá utan-
rikisráðherra íslands til utanríkisráðherra Bretlands erl
gert ráð fyrir að fyrirhuguð lausn landhelgisdeilunnar
feli í sér eftirfarandi:
** i 1) Bretar viðurkenna nú þegar 12 milna fiskveiði-
landhelgi íslands
2)  Bretar viðurkenna þýðingarmiklar hreytingar á
grunnlínum á f jórum stöðum umhverfís landið,
en af því leiðir aukningu fiskveiðilögsögunnar um
5065 ferkílómetra.
3) Brezkum skipum verður heimilað að stunda veið-
ar á takmörkuðum svæðum á milli 6 og 12 mílna
og takmarkaðan tíma á árinu, næstu 3 árin.
4) Ríkisstjórn íslands lýsir yfir því, að hún muni
halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar
Alþingis frá 5. maí 1959, varðandi útfærsíu fisk-
veiðilögsögunnar við ísland og að ágreiningi um
hugsanlegar aðgerðir skuli vísað tíl Alþjóðadóm-
stólsins.
Þessar niðurstöður fela í sér stórkostlegan sigur hins
íslenzka málstaðar. Tólf mílna fiskveiðitakmörk eru við-
urkennd og jafnframt gerðar grunnlínubreytingar, sem
fela í sér friðun á stórum hafsvæðum, sem sum eru þýð-
íngarmestu hrygningarsvæði nytjafiska við landið. Munu
þessar grunnlínuhreytingar hafa í för með sér stórkost-
legt hagræði fyrir útgerðina á Suðurlandi, v»ð Faxaflóa,
Húnaflóa og norðanverða Austfirði. Ennfremur má á
það benda að fyrir öllum Vestfjörðum gilda 12 mílna
fiskveiðitakmörkin allt árið, án nokkurrar undanþágu.
í greinargerð þeirri, sem fylgir tillögu ríkisstjórnar-
innar á þessa leið:
ingsbundna landhelgi veitti fiski-
stofnunum ekki næga vernd og
fiskveiðar íslendinga voru í
hættu vegna ofveiði. Þegar eftir
styrjöldina var því hafizt handa
um undirbúning ráðstafana til
verndar  fiskistofnunum  við ís-
land. Árið 1948 voru sett lög um
vísindalega verndun fiskimiða
landgrunnsins, þar sem sjávarút-
vegsmálaráðherra var heimilað
að setja reglur um fiskveiðar inn
an endimarka landgrunnsins.
Árið 1950 var sett fyrsta reglu
gerðin á grundvelli landgrunns-
laganna, en hún gilti einungis
fyrir Norðurland. Var þá enn í
gildi samningurinn við Breta frá
1901. Með þessari reglugerð var
mörkuð sú stefna, sem siðar var
farin, að því er grunnlínur snert-
ir. Voru þá ákveðnar þeinar
grunnlínur á þessu svæði', og jafn
framt var fiskveiðilögsaga ákveð
in 4 sjómílur frá grunnlínum.
4
Haagdómurinn 1951     «
Samningnum við Breta, sem,
uppsegjanlegur var með tveggja
ára fyrirvara, hafði verið sagt
upp í október 1949, og gekk hann
úr gildi í október 1951. Um það
leyti var mál Breta og Norð-
manna um grunnlínur við Noreg
komið í dóm fyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag, og féll dómur i
málinu í desember 1951. Norð-
menn unnu málið í öllum megin-
atriðum og fengu þar með viður
Fjögur meginatriði.
Tillaga sú til þingsályktunar,
sem hér liggur fyrir, heimilar rík-
isstjórninni, ef samþykkt verður,
að leysa fiskveiðideiluna við
Breta í samræmi við orðsendingu
þá, sem prentuð er með ályktun-
inni, enda má telja tryggt, að
brezka ríkisstjórnin fallist á þá
lausn.
Þessi lausn felur í sér fjögur
meginatriði:
1. Bretar viðurkenna nú þegar 12
mílna fiskveiðilandhelgi ís-
lands.
2, Bretar viðurkenna þýðingar-
miklar breytingar á grunnlín-
um á f jórum stöðum umhverf-
is landið, en af því leiðir aukn
ingu fiskveiðilögsögunnar um
5065 ferkm.
3. Brezkum skipum verður heim-
ilað að stunda veiðar á tak-
mörkuðum svæðum á milli 6
og 12 mílna og takmarkaðan
tíma á ári, næstu þrjú árin.
4. Ríkisstjórn íslands lýsir yfir
því, að hún muni halda áfram
að vinna að framkvæmd álykt-
unar Alþingis frá 5. maí 1959,
varðandi útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar við Island og að á-
greiningi um hugsanlegar að-
gerðir skuli vísað til Alþjóða-
dómstólsins.
Áður en gerð verður nánari
grein fyrir þessum fjórum atrið-
um, er nauðsynlegt að rekja stutt
lega aðgerðir íslendinga í land-
helgismálinu.
Aðgeiðir íslendinga
í landhelgismólinn
' Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að um langan aldur hefur
það verið deilumál milli ríkja,
hyernig skyldi ákveða víðáttu
landhelginnar.
Þegar litið er á aðstæður fs-
lendinga, þar sem auðug fiski-
mið eru allt umhverfis landið og
þjóðin byggir afkomu sína að
verulegu leyti á hagnýtingu fiski
stofna á þessum miðum, er aug-
ljóst, hversu mikla þýðingu það
hefur hver framvinda verður á
þessu sviði.
Samningur sá, sem Danir gerðu
við Breta árið 1901, um 3 mílna
Iandhelgi við ísland, hafði afdrifa
rík áhrif á viðgang fiskistofna
hér við land með því að draga
stórkostlega úr þeirri vernd, sem
þeir nutu, meðan fiskveiðar út-
lendinga voru óheimilar innan
við 4 mílur, sem miðaðar voru
við beinar grunnlínur.
Löngu fyrir síðustu styjöld var
mönnum orðið Ijóst, að hin samn-
Orðsending utanríkisráðherra
til utanríkisráðherra Bretlands
Ég leyfi mér að vísa til viðræðna, sem fram hafa farið í Reykjavík
og London milli ríkisstjórna okkar varðandi fiskveiðideiluna milli landa
okkar. Með tilliti til þessara viðræðna er ríkisstjórn mín reiðubúin að leysa
deiluna á eftirfarandi grundvelH:
1)  Rudsstjórn Bretlands falli frá mótmælum sínum gegn tólf mflna
fiskveiðilögsögu umhverfis ísland, sem mæld er frá grunnlínum
samkvæmt 2. gr. hér á eftir og er þá eingöngu átt við fiskveiði-
lögsögu.
2)  Grunnlínur þær, sem miðað er við í 1. gr., verði hinar sömu og á-
kveðnar eru í reglugerð nr. 70 30. júní 1958 með breytingum, að grunn
línur verði dregnar milli  eftirfarandi punkta:
A. Grunnlínupunktur 1 (Horn)  til grunnlínupunktar  5  (Ásbúðarif).
B. Grunnlínupunktur  12  (Langanes) til grunnlínupunktar 16 (Glett
inganes).
C. Grunnlínupunktur 51  (Geirfugladrangur) til grunnlínupunktar 42
(Skálasnagi).
D. Grunnlínupunktur 35  (Geirfuglasker)  til  grunnlínupunktar  39
( Eldey jardrangur ).
3)  í þrjú ár frá dagsetningu svars yðar við orðsendingu þessari, mun rfik-
isstjórn íslands ekki hindra, að skip, sem skrásett eru í Bretlandi,
stundi veiðar á svæði milli sex og tólf mílna innan fiskveiðilögsögu,
sem um getur í 1. og 2. gr., á eftirgreindum svæðum og túnum:
(a)  Horn (grunnlínupunktur 1) — Langanes (grunnlínupunktur 12)
(júní september).
(b)  Langanes  (grunnlínupunktur  12)  —  Glettinganes  (grunnlínu-
punktur 16)  (mai desember).
(c)  Glettinganes  (grunnlínupunktur  16)  —  Setusker  (grunnlínu-
punktur 20)  (janúar til apríl og júlí til ágúst).
(d)  Setusker  (grunnlínupunktur  20)  —  Mýrnatangi  (grunnlínu-
punktur 30)  (marz til júlí).
(e) Mýrnatangi   (grunnlínupunktur 30) — 20° v.l. (apríl til ágúst).
(f)  20°  v.l. — Geirfugladrangur  (grunnlínupunktur 51)  (marz  til
maí).
(g)  Geirfugladrangur  (grunnlínupunktur 51) — Bjargtangar (grunn
línupunktur 43)  (marz til maí).
4)  A áðurgreindu þriggja ára tímabili er þó skipum, sem skráð eru í Bret-
landi, óheimilt að stunda veiðar á svæðinu milli sex og tólf mílna
innan fiskveiðilögsögunnar, sem um getur í 1. og 2. gr., á eftirgrend-
um svæðum:
(a)  Milli 63°37' n.br. og 64°13' n.br. (Faxaflói).
(b)  Milli 64°40' n.br. og 64°52' n.br. (Snæfellsnes).
(c) Milli 65° n.br. og 65°20' n.br. (Breiðafjörður).
(d) Milli Bjargtanga (grunnlínupunktur  43)  og  Horns  (grunnlínu-
punktur 1).
(e) Á svæði, sem takmarkast af línum, er dregnar eru frá suðurodda
Grúnseyjar til grunnlínupunkta 6 og 8.
(f)  Milli 14°58' v.l. og 15°32' v.l. (Mýrabugt).
(g) Milli 16°12' v.l. og 16°46' v.I.  (Ingólfshöfði).
Ríkisstjórn íslands mun halda áfram að vinna að framkvæmd ályktun-
ar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ís-
land, en mun tilkynna ríkisstjórn Bretlands slíka útfærslu með sex mánaða
fyrirvara, og rísi ágreiningur um slíka útfærslu, skal honum, ef annarhvor
aðili óskar, skotið til Alþjóðadómstólsins.
Ég leyfi mér að leggja til. að þessi orðsending og svar yðar vlð hennl, er
staðfesti, að efni hennar sé aðgengilegt rikisstjórn Bretlands, verði skrásett
hjá frmkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna samkvæmt 102. gr. í stofnskrá
Sameinuðu þjóðanna og að samkomulag á þessum grundvelli gangi þegar í
gildi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16