Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 26. marz 1961 X l£J ADOLF EICHMANN er fæddur 19. marz 1906 í hnífabænum fræga, Soling en í Ruhrhéraði. Hann var elzti sonur foreldra sinna. Faðir hans var vélaverkfræðingur. Þau eignuðust þrjá syni og eina dóttur til viðbótar, en þegar Adolf var tíu ára dó móðir hans. Varð þá úr að faðir hans fluttist til Linz í Austurríki með börn sín og settist þar að og komst brátt í tölu betri borgara. Adolf var settur til náms í menntaskólanum í Linz, en fáum árum áður hafði annar Adolf með ættarnafnið Hítler Hópar Gyðinga koma til eyðingarstöðvarinnar í Auschwits. Sagu Eichmanns — mannsins sem skipulogði „hinoendanlegu lausn“ Gyðingavandomólsins stundað nám í sama skóla. Honum gekk námið illa og loks féll hann á stúdentsprófi. Þá var hann settur til náms í vélskóla, en hætti því námi. Faðir hans var nú farinn að líta á hann sem vandræða- bam. Eichmann kom í fyrsta skipti til Vínarborgar. Hann fékk þá þegar sérstakan á- huga fyrir Gyðingahverfi borgarinnar og við frekari dvöl í Vín dvaldist hann lang dvölum í hverfinu, kynntist Gyðingunum og lifnaðarhátt mn þeirra, lærði mál þeirra Jiddiskuna svo hann talaði hana reprennandi og komst niður í fornmáli þeirra Hebr eskunni. Þessi kynning Eichmanns af Gyðingum og sambúð við þá var mjög undarleg, því ekki var hún af neinni aðdáun eða vináttu til þeirra. Hann til- heyrði flokki Gyðingahatara. Hann hugsaði mikið um Gyð ingana og menn halda að hann hafi orðið svo -gagntek inn af þessu, vegna þess að út lit hans sjálfs líktist Gyðingi. Það var sérstaklega nefið sem gaf honum gyðingalegan svip, mjótt og íbjúgt með stórum nösum. Það kom oft fyrir hann, að ráðizt var á hann vegna útlitsins og hann rek inn út af því að hann væri Gyðingur. Ekki er nákvæmlega vitað, hvenær Eichmann kynntist fyrst nazisma Hitlers, en á- stæða er til þess að ætla að hann hafi hlustað á ræðu sem Hitler flutti í Berchtesgaden rétt hjá austurrísku landa- mærunum. Ofsóknir í Munchen Árið 1932 gegngur Eich- mann í þýzka nasistaflokkinn þá var nn aðeins einskonar þá var einn aðeins einskonar lífvörður Hitlers. Það var mað ur að nafni Himmler, sem tók við eiði hans. Hann bjó enn og starfaði í Austurríki, en kom hvenær sem á hann var kallað til Múnchen í Bæjaralandi. Eitt skipti kallaði flokkurinn á hann í marz 1933. Það var eft ir þinghúsbrunann í Berlín. Nazistar tóku nú endanlega öll völd í Þýzkalandi og þurrk uðu út mannréttindin. Þeir sendu SS-liðið gegn pólitísk um andstæðingum síhum, kommúnistum, jafnaðarmönn- um og Gyðingum. Við höfum upplýsingar um það, að Eichmann gaf á seinni árum út fyrirskipanir um tor tímingu milljóna manna. En ★ ★ * * ★ INNAN skamms hefjast í ísrae! réttarhöld yfir hinum fyrrverandi SS-foringja Adolf Eichmann, sem i stríðsárun- um stjórnaði hinum ægilegu f jöldaaftökum Gyðinga í Evrópu. Allt frá stríðslokum hefur Eichmann tekizt að dyljast. Það var loksins á s.1. ári, sem leyniþjónusta Gyðinga hafði upp á honum suður í Argen- tínu. Hún handtók hann og flutti á laun til ísraels. Hér er sagt frá því hvernig Eichmann hækkaði í tign unz hann var orðinn yfirmaður Gyðingaofsókna Þjóiðverja og hafði komið á fót eyðingarbúð unum í Auschwits. ★ ★ 'k ★ ★ engar upplýsingar eru til um það, hvað marga menn hann pyntaði og myrti með eigin hendi þessar brjálæðislegu nætur í Múnchen. Nokkru síðar missti hann atvinnu sína í Austurríki og var ráðinn fangavörður í ný- stofnuðum pólitískum fanga- búðum nazista við Dachau skammt norðvestur af Múnch en. En honum líkaði ekki það starf, það var óhreint. Hann hafði líka kynnzt háttsettum manni í SS-liðinu, sem nefnd ist Heydrich og var ráðinn starfsmaður í skrifstofu SS- lögreglunnar. Nú kom sér vel fyrir hann að hafa kynnzt lífi Gyðinganna í Vinarborg. Það var bráðlega farið að líta Eichmann sem sérfræðing í málefnum Gyðinga. í marz 1938 hernámu Þjóð- verjar Austurríki. Þau atvik urðu Adolf Eichmann mikil lyftistöng. Það vildi svo vel til fyrir hann, að hann hafði alizt að mestu upp í Austur- ríki og hann þekkti mjög vel til Gyðinganna í Vin sem naz istar ætluðu nú að glíma við. Þann 11. marz sameiningar daginn flaug Himmler yfir maður SS-sveitanna til Vín arborgar og með honum nokkr ir útvaldir menn þeirra á með al Heydrich og Adolf Eich- mann. Aðeins liðu fáeinar klst. frá því að flugvél þeirra hafði lent á Aspern-fliugvellinum við Vín, þar til aðgerðir Eich- manns gegn Gyðingum voru hafnar. Á hverju horni voru Gyðingar á hækjum sínum að þvo strætin með klútum og yfir þeim stóðu vopnaðir SS- menn. En aðalhlutverk Eichmanns var að vísa Gyðingum úr landi. Hann gekk að því með oddi og egg. Eignir Gyðing- anna voru gerðar upptækar en alþjóðasamtök þeirra urðu að greiða ferðakostnaðinn. Á þeim átján mánuðum, sem liðu fram að stríðsbyrjun sá Eichmann um brottrekstur 100 þús. Gyðinga frá Austurríki. Þeir fengu hæli í öðrum Vest ur Evrópulöndium og Banda- ríkjunum. En hlutverk Eichmanns átti eftir að stækka. Það vakti hrifningu hinna æðstu og valdamestu nazista, hvað hann vann starf sitt sköruglega í Austurríki. Á það var bent til samanburðar, að Frick inn anríkisráðherra Þýzkalands hefði aðeins getað rekið 19 þús. Gyðinga úr landi. Krystalsnóttin Kvöld hins 7. október 1938 hefur verið kallað Krystalls- nóttin. Þá nótt hófst hin hræði lega atlaga nazista að þýzkum Gyðingum. Tilefni atburðanna var, að ungur Gyðingur hafði í hefndarskyni við meðferð er foreldrar hans urðu að þola í Þýzkalandi, myrt fulltrúa í þýzka sendiráðinu í París. Foringjar nazista létu þá sem Gyðingaofsóknir þessar hefðu orðið sjálfkrafa, en það er nú vitað að þær voru skiþu lagðar af nazistunum og þá sérstaklega af Heydrich. Á einum degi voru 36 Gyðingar myrtir, 20 þús. handteknir og varpað í fangabúðir, 816 Gyð ingabúðir eyðilagðar og 191 Gyðingakirkja brennd. Þann 30. janúar voru mál- efni Gyðinganna í öllu Þýzka- landi fengin Adolf Eichmann sem stofnaði þá „Aðalskrif- stofu Gyðinga-útflutningsins". Á þeim sama degi flutti Hitl- er ræðu og lýsti því yfir að Gyðinga-kynþættinum skyldi útrýmt úr Evrópu. Enn sem komið var þýddi orðið „Út- rýmt“ þó aðeins að þeir skyldu fluttir úr landi. Þó sagði Hitler, að ef Gyðingarn- ir ekki fengjust fluttir burt, væri aðeins um eina aðra leið að ræða, — að þurrka þá út. Þýzki herinn fór inn í Tékkóslóvakiu í marz 1939. Jafnskjótt opnaði Eichmann Gyðingaskrifstofu í Prag. Hann hafði þá aðferð að fara til foringja Gyðinga á staðn- um og tilkynna þeim að þeir yrðu að hjálpa honum við skipulagningu á brottflutn- ingi 70 þúsund Gyðinga frá Tékkóslóvakíu á einu ári. . Forseti Gyðingaráðsins í Prag dr. Kafka reis upp og mótmælti og sagði að þetta væri útilokað. Eichmann lét sem sér væri skemmt og tilkynnti Gyðinga- ráðinu, að ef það hæfist ekki handa um brottflutninginn og hann gengi eftir áætlun þá myndi lögreglan fara skipu lega um borgina og taka 300 Gyðinga á dag í Prag og senda þá í fangabúðir í Dac- haú. Hann kvaðst halda að Gyðingarnir myndu verða fús ir að flytja á brott úr landinu eftir nokkurra mánaða vist í Dachau. Það þarf ekki að taka það fram, að skipunum Eichmanns var fylgt. Á þeim fimm mánuðum sem liðu áður en styrjöld brauzt út höfðu 35 þúsund ..Gyðingar verið fluttir úr landi. Deild IV-B-2 Síðari heimsstyrjöldin hófst með innrás Þjóðverja í Pól- Adolf Eichmann er han var handtekinn 1960 land, en svo vildi til, að Pól- land var það ríki Evrópu, þar sem Gyðingar voru fjölmenn- astir. Úm 3 milljónir Gyðinga bjuggu þar, aðallega í stærstu borgunum. Nú var gerð mikil skipulagsbreyting á öryggis- málum Þýzkalands og þeim var öllum skipað undir sér- stakt öryggismálaráðuneyti. Því var aftur skipt niður í margar deildir, sem raðað var niður með rómverskum bók- stöfum. Ein deildin var kölluð deild IV, — hún kallaðist almennt öðru nafni: Gestapo. í henni voru líka margar undirdeild- ir. Ein þeirra var skrásett B-2. Og hér erum við komnir að þeirri umfangsmiklu stofnun sem Adolf Eichmann veitti forstöðu öll stríðsárin, hún gekk almennt undir nafninu IV-B-2. Starfsemi hennar varð í rauninni miklu meiri en svo að hún ætti aðeins að vera ein af mörgum undir- deildum Gestapo og vald yfir manns hennar Adolfs Eich- manns miklu meira en þetta skipulag virtist benda til. En af vissum ástæðum, þótti betra að reyna að fela starf- semi hennar innan ramma annarrar skuggalegrar stofn- unar, Gestapo. Og yfirmaður hennar var aldrei sérstaklega fyrir það að láta auglýsa sig mikið eða taka af sér mynd- ir. Starfsemi þessarar undir- deildar bólgnaði svo gífúVlega út að bráðlega varð nauð- synlegt að útvega henni stórt fjögurra hæða skrifstofuhús við Kurfúrstenstrasse. Hún hafði stórar útbúskrifstofur t öllum herteknu löndunum. Þegar loftárásirnar á Berlin hófust flutti Eichmann aðal- bækistöðvarnar til Prag I Tkkkóslóvakíu og þaðan stjórnaði hann starfseminni síðustu tvö árin. Eichmann lét sér ekki fyrir brjósti brenna þótt fjöldi Gyð inganna væri mikill í Pól- landi. Nú var að vísu ekki hægt að reka þá til Vestur- landa, en eins og til bráða- birgða var ákveðið að koma á fót sérstöku lokuðu lands- svæði Gyðinga við borgina Lublin í suðurhluta Póllands. Þessu landssvæði var í raun- inní breytt í eitt gífurlega stórt fangabúðasvæði, þar sem Gyðingarnir voru látnir vinna erfiðisvinnu undir eftir liti SS-manna. Stórkostlegir nauðungar- flutningar voru skipulagðir þangað. Gyðingunum var smalað saman og fluttir með járnbrautarlestum austur á bóginn. Nú hófust deilur við hernámsstjóra Þjóðverja í Pól landi, Blaskowitz hershöfð- ingja sem krafðist að þessir þrælaflutningar yrðu stöðvað ir af því að þeir rugluðu allri stjórn landsins og at- vinnulífi. í svissnesku blaði var skýrt frá flutningunum og því haldið fram að 30% fólks- ins léti lífið í fangalestunum af vosbúð og kulda. Tilkynn- ing var gefin út í Berlín, að flutningunum yrði hætt. En sú tilkynning var innantóm. Adolf Eichmim á hátindi valdaferil* sína 1 janúar var búið að flytja 78 þúsund Gyðinga til Lublin og Heydrich og Eich. mann gáfu út fyrirskipun urn að hraða flutningunum stór- lega. í næsta mánuði skyldi flytja 400 þúsund Gyðinga til Lublin. Eichmann sagði mönn um sínum í Póllandi að halda áfram án vitundar hernaðar- legra eða borgaralegra yfir- valda. Nú gerðist skammt stórra högga milli í heimsstyrjöld- Danmörk, Noregur, Holland, Belgía og Frakkland féllu. Við hernám Niðurlanda og Frakklands komst um hálf milljón vestrænna Gyðinga undir stjórn Eichmanns. Um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.