Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Click here for more information on Noregsblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						22

M O R 'C VN fí 1 4 f> 1Ð

Islendingar í Noregi

eftir Árna G. Eylands

„Hvar skal byrja? hvar skal

standa?" — Hér leysir enginn

Bragi úr vanda, og ekki er mér

Tindastóll tiltækur sem sjónar-

hæð. Verkefnið væri gott ungum

og hraustum menntamanni sem

hefði árin framundan og mætti

miða við þriggja binda verk, en

ekki þrjá dálka í dagblaði. Ein-

hverntíma verður það verk unn-

ið, og væri ekki vonum fyrr þótt

fram gengi senn einhver til þess

að vinna það, vel og skörulega.

— Og þá er annað nær, en engu

til að dreifa nema allsleysinu,

bókaþjóðin íslenzka á ekki til

svo mikið sem vísi að norsk-ís-

lenzkri . orðabók og alls enga

kennslubók í norsku.

Margur spyr: ,,Hvernig er að

vera íslendingur í Noregi?" Já,

gæti ég svarað því — án hlut-

drægni! „Nú hef ég litið landið

feðra minna, — — ég málið

þekki, svip og alla drætti," —

segir Matthías, er hann siglir

Sognsæ 1871. Enginn íslendingftr

nýtur Noregs, landsins, fegurðar

þess og tignar, og enginn íslend-

ingur nær fullum tengslum við

þjóðina, nær inn að hjarta henn-

ar, nema hann viti nokkur deili

á sameiginlegri sögu landanna

og þjóðanna. Engum íslendingi

setti að vera það ofvaxið, en

því miður, að nú gerist víða

brotalöm á, að mönnum séu sagn

ir og sögur svo tiltækar, að þær

geri ferðamönnum fært að njóta

kynna við land og fólk einnig í

ljósi þeirra, auk þess sem ella

má verða.

Þegar litið er til landnámsald-

ar, sögualdar og allt fram yfir

Sturlungaöld er af svo miklu að

taka að ekki tjáir um að ræða.

og þó að við förum hugarflug

um Noregr verður ekki komizt

yfir það í stuttu máli, en dæmi

má nefna:

Öllum sem koma í Niðarós

finnst bærinn og nágrenni höfð-

inglegt um margt, meir en sem

nemur stærð borgarinnar, en

við njótum alls sem fyrir augun

ber margfaldlega, er við hugsum

til alls þess sem íslenzkir menn

hafa reynt og lifað í þessari borg.

Við sjáum íslenzk skip leggja hér

að landi. og við sjáum Snorra

sigla út fjörðin í konungsbanni.

Hin örlagaþungu orð: „Út vil

ek", hljóma í eyrum okkar. Fyr-

ir þau lét Snorri lífið. Ef til vill

rista engin orð dýpra í sögu ís-

lenzkrar þjóðar og jafnvel ekki

í sögu NorSurlanda. Með aftöku

Snorra var norræn sagnalist og

ritmennt handhöggvin.

Við göngum í dómkirkjuna í

Niðarósi og njótum stundar þar

margfaldlega. er við minnumst

þess, að hér hljómaði kvæðið

Geísli af vörum Einars Skúla-

sonar fyrir 800 árum. Og hér

lyftir Lilja Eysteins háum þök-

um.

Við göngum stræti konungs-

garðanna fornu og hugsum til

hirðskáldanna mörgu t. d. Sig-

hvats Þórðarsonar. Um hann seg-

ir hinn mikli fræðimaður Fran-

cis Bull nýlega: — „hinn tryggi

vinur Ólafs konungs ins helga,

hirðskáld hans og stallari, og föð-

urlegur ráðunautur Magnúsar

konungs ins góða".

Á Stiklastöðum litumst við um

með nýrri sjón, við að minnast

Þormóðar Kolbrúnarskálds og

hugsa til hinztu orða hans og

ljóðs. — Við horfum upp dalinn

á eftir þeim Gunnlaugi og

Hrafni. — Á flugvöllunum á

Vigra og Sóla mætir sagan okk-

ur, Blindheimur, Gyða. Friðgeir,

Egill. Frá Sóla stefna tveir synir

Erlings skipum sínum norður

með landi til liðs við Stein prúða

Skaftason, sem frú Ragnhildur á

Gizka og Árnungarnir, maður

hennar og bræður hans, gera

ekki endasleppt við, þótt við rík-

an sé um að eiga, íconung Norð-

manna,  og  þó  að  málstaður

Steins sé enganveginn góður. —

Haramsey, Grettir Gulaþing,

Sólundir, — „Nú es hersis hefnd

við hilmi efnd!" — Björgvin,

Jón Arason gengur til vígslu og

situr fundi í Ríkisráði Noregs,

með helztu mönnum þjóðarinn-

ar. — Fornleifafræðingar grafa

nú til minja, í hinum forna bisk-

upsgarði í Osló, húsagarði Kols

biskups Þorkelssonar, af ætt

Mosfellinga. — Túnsberg, Þor-

steinn drómundur og Grettir.

Þræðirnir rofna ekki þótt ald-

irnar líði, enn sér til ferða ís-

lenzkra manna. Þormóður Torfa-

son býr á Stangarlandi á Körmt

og gerir garðinn frægan Árni

Magnússon er gestur hans þar

langdvölum. Gætum við hlustað

á ræður þeirra yrðum við margs

vísari. Upp úr Móðuharðindun-

um er Þorkell Fjeldsted stiftamt

maður í einu mesta fylki Noregs,

Þrændalögum, og er af stjórnar-

völdum í Kaupmannahöfn oft

kvaddur til ráða um málefni ís-

lands og Færeyja. — Og Skaft-

áreldaárið verður Ólafur Ólafs-

son frá Þverá í Blönduhlíð kenn-

ari og síðar lektor og prófessor

við einn merkasta skóla Noregs,

Námuskólann á Kóngsbergi. Árið

1818 er hann kjörinn þingmaður

og tekur sæti í Stórþinginu

norska. — Ef við viljum enn

huga að íslenzkum mönnum sem

ber hátt í Noregi, er mest að

minnast, á síðustu öld, feðganna

Gísla Jónssonar (Gisle Johnson)

guðfræðings, er varð prófessor

við háskólann í Osló 1860, og

hinn mesti áhrifamaður í trúmál-

um í Noregi, og föður hans

Georgs verkfræðings. er var

hafnarmálastjóri í Noregi. Þeir

voru ættmenn Jóns Espólíns, og

er sú ætt enn kunn í Noregi og

Espólínsnafnið varðveitt í ætt-

inni.

í febrúar 1867 skrifar Jón Sig-

urðsson Torfa Bjarnasyni meðal

annars: „Ég held ég vilji ráða

yður til að fara til búnaðarskól-

arfs á Ási, þar var Tryggvi Gunn

arsson um nokkurn tíma, og lét

vel yfir sér. Þar er forstöðumað-

ur sem heitir Dahl, allra bezti

maður, og mikill vinur íslend-

inga, sem til hans koma". — Jón

Sigurðsson bókstaflega stjórnar

miklu búnaðarnámi íslenzkra

manna í Noregi upp úr þessu,

svo víða kom hann við. Á iárun-

um 18©9—'83 stunda 18 piltar

búnaðarnám á Steini. vafalaust

flestir að ráðum Jóns, og 5 þeirra

verða bændaskólastjorar að

loknu námi. Sjötta skólastjóra-

efnið bætist við 1896, er Sigurð-

ur frá Draflastöðum ræðst til

náms á Steini. Miklar minningar

íslenzkra búnaðarmála er bundn

ar við þann stað. Þar er líka á

vegg málverk Sveins Þórarins-

sonar af smaladreng í hjásetu,

fer vel á því.

Önnur „innrás" íslenzkra

bændasona til náms í Noregi er

á árunum 1910 og framundir 1930

piltar sem stunda verklegt nám,

í Ási o§ þó mest á Jaðri. Upp

úr aldamótunum, og á sama tíma

eru nokkrir menn íslenzkir líka

við sauðfjárræktarnám í Noregi.

Áhrifa margra af þessum mönn-

um hefir-gætt í íslenzkum bún-

aðarmálum, og minningar um þá

eru til á norskri grund. — ,.Hér

kom íslenzkt afl, sem hóf upp úr

jörðu  steininn".

Síðasta fjórðung 19. aldarinn-

ar og nokkuð fram yfir aldamót-

in eru hvalveiðar Norðmanna og

síldveiðar við ísland snar þátt-

ur í atvinnulífinu. Margir ungir

menn, sem urðu við þessar at-

hafnir riðnir, notuðu tækifærið

að hleypa heimdraganum, og

fengu oft ókeypis far með norsk-

um skipum til Noregs. Enginn

leið er að rekja slóðir þeirra

karla og kvenna sem þannig

kynntust Noregi og norsku þjóð-

inni, en hér og þar hefi ég rek-

izt á spor þeirra í Noregi, aldr-

aða menn, sem fóru þá ungir til

Noregs og ílendust og afkom-

endur slíkra innflytjenda is-

lenzkra. Nýlega átti ég erindi við

héraðsráðunautinn í einni beztu

búnaðarsveitinni á Rogalandi. Er

ég kynnti mig sem íslending

brosti hann og sagði: „Það er

ég nú líka að öðrum þræði, hún

amma mín á Körmt var íslenzk".

Hér í Dölum suður, skammt frá

Eikundasundi býr háaldraður

Borgfirðingur, sem eitt sinn var

vinnumaður á Stóra-Hofi hjá

Einari skáldi Benediktssyni.

Hann kann frá mörgu að segja,

fór ungur ,,út" með Norðmönn-

um,  fyrst  til  Noregs,  svo  til

Árni G. Eylands

Suður-Ameríku, loks hingað aft-

ur. Eitt sinn er ég var staddur í

Stafangri, ásamt syni mínum ung

um, gengum við upp í útsýnis-

turn í borginni. Þar var gamall

maður á verði. Ég ræddi við son

minn á norsku, en svo hrutu

honum íslenzk orð af vörum.

Gamli maðurinn hrökk við nokk-

uð, horfði á okkur spyrjandi aug-

um og segir; ,.Eruð þið íslend-

ingar?" Þetta reyndist vera Norð

mýlingur, bróðir Páls Hermanns-

sonar, langdvalarmaður í Staf-

angri, og hefir vafalaust borið

þar beinin. — Já, „víða liggja

landans spor" í Noregi.

Ljóðskáldin íslenzku hafa

löngum litið til Noregs, sum hafa

lagt þar land undir fót. einnig

á síðari tímum, þótt fjarlægar

séu aldir íslenzkra hirðskalda

þar í landi. Það nægir að. nefna

Matthías, Davíð, Stefán frá Hvíta

dal, og Jakob Thorarensen. En

ef til vill eru hugarfarir slíkra

skálda sem Stephans G. og Gríms

til Noregs merkilegastar, Búa-

ríma Gríms, Hemings flokkur,

Sigríður Erlingsdóttir og Hall-

dór Snorrason. — Hvernær vekst

upp sá er megnar að færa Norð-

mönnum góða þýðingu á kvæð-

inu um Sigríði? Við fregnir frá

Noregi þýtur „í skálm á skála-

búaveggnum" njá landnemanum,

einyrkjanum Stephani G., vest-

ur í Alberta, þótt aldrei hefði

hann Noreg augum litið. Hann

kveður hið stórbrotna Ávarp til

Norðmanna 1905. — „Við hörpu

íslands hnýttur sérhver strengur

fær hljóm-titring ef skrugga um

Noreg gengur." 1 kvæðinu Norð-

menn heilsar Stephan þeim, sem

leikbræðrum á „legi og landi" —

„en nú með tunguhaft". — Fróð-

legt er líka, meðal minjagripa á

Aulestad að líta Ijóðkveðjur

þeirra Bjarna frá Vogi og Þor-

steins Erlingssonar til Björn-

stjerne." — Island er seint til að

já sem betur fer. Aðrir listamenn

íslenzkir hafa átt fáförulla um

Noreg, þó má ekki gleyma hinum

bjarta Baldri meðal málaranna.

Guðmundi Thorsteinssyni, og

dvöl hans í Noregi.

En því að dvelja við minning-

ar? Er ekki mest um vert hitt

að síðustu áratugina hefir Nor-

egur orðið námsdvalarland is-

lenzkra karla og kvenna, er

stunda þar nám margskonar, í

síauknum mæli. Ég minntist áður

á búnaðarmálið fyrir aldamót-

in.  Ekki  var  minna  um  vert

lýðháskólanámið eftir aldamótin,

sérstaklega á Vors, hjá hinum

mikla og góða æskulýðsleiðtoga

Lars Eskeland. Síðasta áratug-

inn hafa allmargir bændasynir

stundað nám í norskum bænda-

skólum, góð tilbreytni í búnaðar

námi. Hitt er þó mest um vert,

nám íslenzkra karla og kvenna

í æðri skólum norskum, Háskól-

anum í Osló Tækniháskólanum í

Niðarosi, Búnaðarháskólanum í

Ási, Húsmæðra-kennaraskólan-

um á Stabekk, Bændakennara-

skólanum á Sem og Kennarahá-

skólanum á Hlöðum við Niðarós.

— I því sambandi er stórlega að

minnast hins óbrotlega starfs

Guðrúnar Brunborg, og þeirra

mörgu er hana hafa elft til verka

til þess að bæta aðstöðu íslenzkra

námsmanna í Osló. En um leið

megum við sannarlega minnast

þess með kinnroða, að þegar

Búnaðarháskólinn í Ási markaði

100 ára starf, var stofnuninni

enginn varanlegur sómi sýndur

af íslenzkum aðilum. Betur var

gert og maklega — er Búnaðar-

háskólinn í Kaupmannahöfn átti

stórafmæli nýlega, og um svipað

leyti.

•

íslenzkir námsmenn og aðrir

íslendingar, sem Noreg gista.

munu yfirleitt ljúka upp einum

munni um að það sé gott ao

vera íslendingur í Noregi. En

hvernig er því farið? Aldraður

prestur íslenzkur, ágætur fræði-

maður, skrifar mér: „Sú tilfinn-

ing bjó un sig í mér í æsku, að

Noregur væri ekki „útlönd", held

ur tengdur okkur megintaugum

yfir mjóan ál". Þar erum við

við kjarna málsins: mikill fjöldi

Norðmanna lítur ekki á okkur

íslendinga sem útlendinga, held-

ur sem frændur og vini og ætt-

leiðir okkur þannig. En það er

ekki alltaf vandaiaust að vera

glataði sonurinn heimtur aftur

heim. Vandi fylgir vegsemd

hverri, og svo er um það, að

vera íslendingur í Noregi, þeirri

vegsemd f ylgir margur vandi, og

okkur mun oft fara svo, að ekki

leyfir af að við séum vandanum

vaxnir. Hið fyrsta er auðvitað

að gera sér þess grein að mikils

er af okkur krafizt, sem ætt-

leiddra ættingja. Við þurfum að

vita deili á Noregi, landi og þjóð,

á grundvelli sameiginlegrar

sögu og tengsla. Við þurfum að

leggja meiri áherzlu á það heldur

en oft vill verða. að skilja „tungu

haft" norskra manna og kvenna

sem við dveljumst á meðal,

tunguhaftið sem Stephan G. kveð

ur um. Það er engin lausn ís-

lenzkum manni að mæla á

dönsku eða einhverskonar

Skandinavisku, hugtak sem

hvergi er til í heiminum nema

á íslandi. Samanborið við mála-

kunnáttu þjóðarinnar yfirleitt,

er vankunnátta okkar í norsku

okkur til vansæmdar. Hið fyrsta

er að átta sig á því aS norskan

er mjög fjölþætt tungumál, vand

lært nokkuð, en þó skyldast ís-

lenzkunni af öllum málum ver-

aldar. Auðvitað eiga íslendingar

að laera norsku, og játa, að hún

er miklu meiri og betri lykill

að bókmenntum og mienningu

Norðurlandaþjóðanna allra, held

ur en danska eða sænska. ef um

eitt af þessum tungumálum er

að ræða. íslendingar, synir og

dætur þjóðar, sem hefir lifað

mikla útlegð, eiga að geta átt-

að okkur á því, að norska þjóðin

hefir líka lifað mikla útlegð í

landi sínu, af því mótast margt í

fari hennar. Sumt af því geðj-

ast okkur stundum miður vel,

eins og t. d. meiri og minni

„eignarréttur" hennar á íslenzk

um mönnum. oft sprottinn af

vinsemd fremur en þjóðarremb-

ingi. Það er ekki vandalaust að

velja hin heppilegustu rök og

svör við því að Leifur og Karls-

efni og jafnvel Snorri hafi yerið

norskir menn, og ungur Björg-

vnijarbúi sagði mér einu sinni

söguna af því þegar Ólafur kóng-

ur Tryggvason bjargaði ungum

íslendingi (Kjartani) frá drukkn

un í Niðelfi í Niðarósi. Við öllu

slíku eigum við svör, sem geta

leitt til aukinna kynna og vin-

semdar, og þurfa ekki að valda

ágreiningi, en þau þarf að bera

fram á réttri norsku, þá bíta þau.

Skandinaviska  og  enska  dugir

Miðvikudagur 31. mai 1961

ekki í slíkum viðræðum. Hörm-

ung er það er íslenzkir menn

eru svo tunguheftir, í orðræðum

í Noregi, og við norska menn

yfirleitt, að þeir grípa til ensk-

unnar þótt hún sé góð á mörg-

um vettvöngum og danskan er

litlu betri til slíkra nota, þó rétt

sé töluð. Vandinn er að vera

heimamaður, eins og hinir

norsku frændur meta okkur, vel-

flestir. Feðratungan er löngum

leiðin að hjörtum manna, ekkert

alþjóðamál getur leyst hana afi

hólmi. Um leið og við leysumi

vandann tryggjum við okkur

einnig að fullu gæðin og gagniðl

og gleðina við að vera íslend-

ingur í Nóregi.               1

1 Bjorgvin stendur líkneski

Snorra, á Stangarlandi varði

Þormóðar, í Osló minnismerki

Ólafíu Jóhannsdóttur. Slíkt eru;

mikil minni um íslenzka menn i

Noregi. í sumar bætist líkneski1

Ingólfs við Rivedal. Norskur eða

íslenzkur, landkönnuður, land-

námsmaður, bóndi í Reykjavífe.

mun hann standa föstum fótunn

á ströndum tveim. Þannig á

hver snjall íslendingur að geta

staðið á norskum sverði, sem

heimamaður, og um leið semi

íslenzkur þegn, því veldur mál'

okkar og saga, en velkist sú)

kunnátta erum við ekki upp ái'

marga fiska, hvorki heima néi

erlendis. Ómálhaltur og snjall ál'

íslendingurinn alltaf að vera

veitandi í Noregi, jafnframt því'-

sem hann nýtur þar gestrisni og

fornrar frændsemi. Þannig vilja

góðir Norðmenn til okkar líta*

Það er ekki Hekla, Geysir og;

Gullfoss sem þeix spyrja um, það)

er Reykholt og Hlíðarendi. Orð

Snorra: ,,Út vil ek", eru snar þátt

ur í lífi norsku þjóðarinnar, end-

ursögð í Ijóðlínum Björnsterne:

„Út vil ég, út svo undralangt". —

Útþrá — heimþrá. Og engin orði

veit ég þjóðsinnuðum Norðmönn

um tiltsekari og fegurri helduis

en orð Gunnars: „Fögur er hlíð-

in". Af því hugarfari eigum við5

að læra, í viðkynningu við

norsku þjóðina.

Árni G. Eylanðs

PaENTMYNDAGERÐIN

MYNDAMOT H.F.

MORGUNBLADSHÚSINU  -  StMI  17152

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24