Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGVISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. júlí 1961
—  Mikil  áta
Framh. af bls. 1
öllu síldarlaust milli þessara
þriggja svæða, en torfurnar
væru þar dreifðar. Síldin norð-
an Rifsbanka virtist heldur
mjakast í suðaustur, en á svæð-
unum tveimur við Kolbeinsey
virtist hún heldur færa sig beint
til suðurs. Á milli síldarinnar
og lands er víðast talsvert átu-
magn og færi hún sig á þær slóð
ir, má búast við því að hún
spekist og grynni á sér.
Leitarskipin tvö skipta með
sér verkum á svæðunum, og er
Fanney  á  svæðinu  við  Rifs-
banka, en Ægir við Kolbeinsey.
Ægir var á Akureyri í tvo
daga í síðustu viku, en fann á
laugardagskvöldið þá síld, sem
veiðarnar hafa byggzt á síðan.
Héldu veiðiskipin þá þegar á
vettvang og hafa fengið þar
góðan afla af ágætri síld, sem
að langmestu leyti hefur farið
í salt.
Jakob Jakobsson tjáði Mbl.
einnig, að Ægir hefði lóðað á
mjög mikið magn síldar við
Kolbemsey öðru hverju, en síld-
in væri stygg og stæði djúpt.
Hins vegar mætti fullyrða að
hér væri um að ræða meiri og
stærri torfur en áður.
Félögin samþykktu
UM helgina voru boðaðir fundir
í öllum félögum íðnsveina og
meistara til þess að fjalla
um samkomulag samninganefnda
þessara aðila á laugardag. öll fé-
lögin samþykktu samkomulagið,
og var vinnustöðvuninni þar með
aflýst. Hófu iðnaðarmenn því
vinnu að nýju í gær.
í aðalatriðum eru samningarn-
ir mjög svipaðir samningi þeim,
sem skýrt var frá hér í blaðinu
sl. sunnudag milli sveina og
meistara í járniðnaðinum, en
nokkur sérákvæði eru þó í samn-
ingum hinna einstöku félaga.
Kaupgjald hækkar almennt nú
þegar um 11Vz% og um 4% til
viðbótar 1. júní 1962 hafi samn-
ingum eigi verið sagt upp þá.
Yfirvinna verður greidd með
60% álagi á dagvinnu í stað 50%
áður. Orlof verður óbreytt 18
virkir dagar, auk þess 6% orlofs-
fé á allt kaup sem unnið er fyrh;
utan dagvinnu. Laugardagsfrí
verða 4 mánuði á ári í stað 3
áður. Sérákvæði eru einkum um
aukagreiðslur fyrir óþrífaleg og
hættuleg störf og um hækkun
verkfærapeninga hjá sumum fé-
lögum.
Er nú' Vörubílstjórafélagið
Þróttur eina félagið hér í Reykja
vík, sem enn er í verkfalli en
einnig standa yfir samningar-
viðræður milli verzlunarmanna
og vinnuveitenda þeirra.
Kort þetta sýnir hvernig
háttaði síldveiðum og afla-
m.Tgrni, sem borizt hafði á ein-
stakar hafnir og miðast töl-
urnar við miðnætti í fyrrinótt
Csunnudagskvöld). Er þar um
að raeða það magn síldar, sem
saltað hefír veríð í hventi
höfn en það er mikill meiri-
hluti aflamagnsins. Auk þess,
sem á kortmu er nefnt, hefur
verið saltað á Skagaströnd í
1298 tunnur.
Þá sýnir kortið síld?.rsvæð-
in eins og þau voru í grær.
Norður og norðaustur af Kol-
beinsey eru tvö svæði og er
þar mestur hluti íslenzka flot-
ans. Norður af Rifsbanka er
svo annað svæði en þar eru
norsku skipin og nokkur
íslenzk. Kolbeinseyjarsíldin
virðist vera á leið á grrynnra
vatn, en Rifsbankasíldin á suð
urleið. Síldarleitarskipin Æg-
ir og- Fanney eru sitt á hvoru
svaeði, Æg-ir vestar.
Samið á Vestfjörðum
Gatnagerð
AKRANESI 3. júlí. Lokið er við
að steypa aðra akreinkia á Hafn-
arbraut frá Hafnargarði og vest-
tir að Suðurgötu og nú er byrj-
að á að steypa neðsta hluta
Skúlaibrautar frá Vesturgötu
upp að Merkureigi.
ÍSAFIRÐI, 3. júlí. — Eins og
kunnugt er, hefur. ekki komið
til neins verkfalls á Vestfjörðum,
en fyrir nokkrum dögum hófust
samníngaumleitanir milli Alþýðu
sambands Vestfjarða og Vinnu-
veitendafélags Vestfjarða og
voru samningar undirritaðir 1.
júlí sl.
Aðalbreytingin frá fyrri sarhn-
ingi er sú, að kaupgjald hækkar
yfirleitt um 12% eftirvinna greið
ist með 55% álagi á dagvinnu.
Ekki greiða vinnuveitendur fram
lag í styrktarsjóð verkamanna.
KvOldmatartími verður ekki
greiddur, þótt unnið sé eftir
þann tíma, eins og mun vera
víðast hvar á landinu.
Kominn fram
SÆMUNDUR Magnússon, Berg-
þórugötu 8, sem lýst var eftir í
blöðum og útvarpi fyrir helgina,
er nú kominn fram heill á húfi.
Hringdi hann heim til sín um
11 leytið á siunnudagskvöldið,
og lét vita af því, að hann væri
á vísum stað í bænum. Hafði
þá ekkert til hans spurzt síðan
á fimmtudag.
Eftir þessum nýja samningi
verður karlmannskaup kr. 23,15
í dagvinnu og kvennakaup kr.
19,00. Ennfreniur voru gerðar
nokkrar smábreytingar til sam-
ræmis við samninga annars stað-
ar á landinu. — GK.
Hemingway mínnzt um
allan heim í gær
LONDON, 3. júlí. Reuter-NTB —
Nóbelsskáldsins Ernest Heming-
ways hefur í dag verið minnst
um allan heim — og á jafnólík-
um stöðum sem Páfaríkinu og
Moskvu. Mörg lofsyrði hafa hvar
vetna verið borin á hinn látna.
Blaðið „Osservatore Romano"
í Páfaríkinu lét m. a. svo um
mælt, að Hemingway hefði verið
„nýskapari í listum" og bætti
við, að ,,verk hans, þrungin fjör-
legri list og skáldskap, bæru
með djörfum og innihaldsríkum
blæ vott um viðsjár tímabils, sem
ógnað væri af hörmungum stríðs,
ranglætis og harðstjórnar". —
Málgagn sovézku stjórnarinnar,
„Izvestia", sagði m. a. að Hem-
ingway hefði í senn verið „mikið
skáld og mikill maður".
Jöfur nútimabókmennta
í Bretlandi sagði „The Guardi-
an" í ritstjórnargrein, að „áhrif
hans á málfar og jafnvel hegðun
manna beggja megin Atlantsála
kunni að reynast vera gífurleg."
Náinn vinur skáldsins, gagnrýn-
andinn Cyril Conolly, kvað með
Hemingway genginn einn
„mesta  jöfur  nútímabókmennta
—  Hemingway
Framh. af bls.  1
láts Nóbelsverðlaunaskáldsins
Ernests Hemmingways.
— Ég þekkti ekki Hem-
ingway persónulega. En við
skiptumst á skeytum og skila
boðum. Hann vissi af mér og
ég af honum, hélt Halldór
Kiljan Laxness áfram. Við
vorum í mörg ár taldir sigur-
stranglegastir til að hljóta
bókmenntaverðlaun Nobels.
Þegar hann svo fékk þau á
undan, áfið 1954, sendi hann
mér orð. Þau voru einkenn-
andi fyrir hann, því hann
hafði þennan drengilega hátt
íþróttamanna á öllu sem hann
gerði. Hann flýtti sér að fara
í blöðin og segja: Laxness
er ákaflega góður rithöfund-
ur. Segið honum, að ef hann
verði einhvern tíma blankur,
þá skuli ég deila með honum
mínu. Svo sendi hann mér
elskulegt skeyti, þegar ég
hlaut verðlaunin árið eftir.
—  Þér hafið þá ekki kynnzt
honum þegar þér voruð í Banda
ríkjunum á yngri árum?
—  Nei, ég þekkti hann ekki
þá. Ég las þá fyrstu bókina
hans, sem hét á þeim árum
„The sun also rises". Síðan las
ég „Vopnin kvödd", sem mér
finnst alltaf að sé einhver bezta
skáldsaga okkar tíma. Eins og
öll snilldarverk, er hún óþýð-
anleg. Ég gerði einu sinni tilraun
til að þýða hana. En ég er ekki
ánægður með þýðinguna og
mundi þýða "hana allt öðru vísi
núna.
'/* NA IS hnútar
S SVSOhnúhr
H Snjóltomo
V Skurir
K Þrumur
Y//sy<mÍi
KuUasM
Hitaskit
H Ha»
L* LctgS
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi.  NV gola í nótt, hæg breytileg
SV-mið   og   Faxaflóamið:  átt á morgun, úrkomulaust og
NV kaldi og léttskýjað í nótt  víða Iéttskýjað.
en SA gola og skýjað á morg- ,  NA-land  til  SA-lands  og
un.                         miðin: NV kaldi í nótt, hæg-
SV-land til Norðurlands og  viðri á morgun, léttskýjað.
Breiðafj.mið  til  norðurmiða:
— einn þeirra, sem í raun og
veru hafi skapað bókmenntirnar,
eins og þær nú eru."
Nær öll frönsk blöð birtu um-
sagnir um. Hemingway, einnig
útvarpið sem helgaði honum 50
mínútna dagskrá.
.  Skálað í hinzta sinn
í litlum bæ, um 12 mílur aust-
ur af Havana á Kúbu, hittu
fréttamenn Gregorio Fuentes
Betancourt, sem stýrt hefur
snekkju Hemingway í 23 ár og
skálaði nú í hinzta sinn fyrir
skáldinu sem hann dáði mjög —
og rifjaði upp kynni þeirra
hryggur í lund.
E n g i n n
árangur  enn
SAMNINGAFUNDIR stóðu í gær
kvöldi með fulltrúum vörubif-
reiðastjóra og vinnuveitenda.
Fundi var slitið laust fyrir kl.
11 oif hafði samkomulág ekki
tekizt.  ".
— Langar yður þá ekki til að
þýða einhverja aðra af bókum
hans?
— Ekki eins og þessa „Vopn-
in kvödd" er að mörgu leyti
alveg  sérstæð  bók.
Hemingway var einhver
mesti meistarinn í hópi ríthöf-
unda á okkar dögum. Hann
strikaði út hvert einasta óþarft
orð, þangað til ekkert var eftir
umfram það nauðsynlegasta.
Þessi agi, sem hann beitti sjálf-
an sig, er harðari en ég hefi
séð nokkurs staðar annars stað-
ar. Markið sem hann setti var
svo hátt, að það hefur gert mik-
ið af öðrum bókmenntum hlægi-
legar og einskisvirði. Stíl hans
er helzt hægt að líkja við stíl-
inn á íslendingasögunum.
— Ætli hann hafi verið kunn-
ugur íslendíngasögunum?
—  Nei, hann var einu sinni
spurður um þetta. Og hann svar
aði að hann væri íslendinga-
sögunum alls ókunnugur. Stíll-
inn, sem hann hefði, væri árang
urinn af því að hann strikaði
út'allt ónauðsynlegt. Ég sá bréf-
ið hans.
— Starfsævi hans hefur orðið
styttri  en  efni  stóðu  til.  Hann
Halldór K
var
aðeins  62  ára  gamall.
— J-á, sumir hafa átt styttrl
starfsævi og aðrir lengri, ái»
þess að bæta nokkru við. Hann
átti starfsævi, sem var ákaflega
sterk og áhrifamikil meðan húa
entist. Hann var alveg í mið-
punkti aldarinnar. Og eins og
aðeins maður frá stóru ríki get-
ur verið.
Eins og ég sagði áðan mun
ég ekki reyna að telja upp hina
mörgu kosti þessa manns, sagði
Kiljan að lokum. — Þá mundum
við sitja hér langt fram á kvöld
og blaðið aldrei koma út.
— E. Pá.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20