Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. júlí 1961
Frá ársftinrdi Xorræna gisti- og- veitúigahúsasambandsins.  —
IMorrænir hótel-
stjórar og veit-
ingamenn á
fundi hér
Forseti  sambands  þeirra  er  nú
Lúðvig  Hjálmtýsson
Ljósm.:
Thomsen.
I GÆRMORGUN hófst hér í
Reykjavík ársfundur nor-
ræna gisti- og veitingahúsa-
sambandsins, Nordisk Hotel-
Og Restaurantforhund, en
hann sitja nær 20 fulltrúar
frá Norðurlöndunum öllum.
Er þetta í þriðja sínn, sem
slíkur fundur er haldinn hér
á landi. ísland hefur verið
meðlimur sambandsins síðan
1948 og er Lúðvíg Hjálm-
týsson nú forseti þess.
Áður en fundarstörf byrjuðu
kl. 10,30 í gærmorgun, gafst
fréttamönnum kostur á að ræða
við þátttakendur stundarkorn
Og fræðast nokkuð um starf-
semi sambandsins og fundarhald
ið hér.
Mörg mál rædd
Ársfundir eru haldnir til skipt
ís á Norðurlöndunum og tekin
til meðferðar þau mál, sem efst
eru á baugi hverju sinni. Flutt-
ar eru skýrslur um helztu við-
burði í hótel- og veitingamálum
aðildarlandanna undanfarandi
ár. Þá er að sjálfsögðu jafnan
rætt talsvert um starfsmanna-
hald og kjaramál, vínveitingar
o. fl. slíkt.
Að þessu sinni verður, auk
fastra mála, fjallað sérstaklega
um svonefnd „kredit-kort" ferða
manna, sem tekin hafa verið
upp í vaxandi mæli síðustu ár-
in og eru m.a. mikið notuð í
Bandaríkjunum. Geta ferða-
menn fengið slík kort gegn því
að setja ákveðna tryggingu og
síðan fengið tiltekna þjónustu á
þeim stöðum, sem þeir heim-
sækja, án þess að greiða út í
hönd — aðeins gegn áritun á
reikningana.  Reikningarnir  eru
svo innheimtir hjá þeim aðila,
sem gefur kortið út. — Þó að
kort þessi séu hagkvæm íerða-
mönnum, fylgja þeim agnúar,
sem máske bitna hvað helzt á
hótel- og gistihúsaeigendum. —
Munu hinir norrænu fulltrúar
bera saman bækur sínar um
þetta mál á fundinum.
fsland — „litli bróðir"
Lúðvíg Hjálmtýsson, sem
stjórnar fundi sambandsins hér,
lét þess getið við fréttamenn,
að íslendingar hefðu í þessu
samstarfi,  eins  og sumum öðr-
um, verið eins konar „litli bróð-
ir." Þeir hefðu haft mikið gagn
og ánægju af aðild sinni, sem
m.a. hefði greitt fyrir því að
íslenzkir fagmenn færu til náms-
og kynnisdvalar á hinum Norð-
urlöndunum, þar sem margt
væri til fyrirmyndar á þessu
sviði. Með því nána samstarfi,
sem nú væri með Norðurlönd-
um öllum, hefði tekizt að stuðla
að æskilegri samræmingu á
þeirri þjónustu, sem haldið væri
uppi fyrir ferðamenn og aðra.
Aukin kynni þjóða
Ferðamálin væru mikilvægari
en margur hyggði, og hlutverk
veitinga- og gistihúsaeigenda í
þeim mikið. Hér á landi hefði
hið opinbera ekki stutt þá starf-
sem skyldi. En skilningur ráða-
manna í þessum efnum virtist
þó hafa tekið framförum á allra
seinustu árum.
Kynning manna af ólíku þjóð-
erni væri hvorki hégómi né
sóun á tíma og fjármunum. —
Hún yki skilning þjóða í milli
og bætti sambúð þeirra.
Þátttakendur í fundinum
Þátttakendurnir í fundinum
eru frá Danmörku þeir A. Vill-
ads  Olsen,  Marinus Nielsen  og
H. Bendixen, frá Finnlandi Omi
Salo, frá Noregi Chr. F. Walter
og Tron Tönneberg, frá Sviþjóð^
Tore Wretman, Dani Libenfeld,
Arne Edfeld, Per Zetterstedt og
Jan Henrik Örtergren; af Is-
lands hálfu sitja fundinn stjórn
Sambands veitinga- og gistihúsa
eigenda, sem skipuð er þeim
Lúðvíg Hjálmtýssyni, Pétri
Daníelssyni, Þorvaldi Guðmunds
syni, Ragnari Guðlaugssyni og
Halldóri Gröndal. — Auk fram-
antaldra eru á fundinum tveir
danskir gestir, E. Weinold og
Knud Ernst. Ritari fundarins er
Jón Magnússon, héraðsdómslög-
maður.
Norrænu fulltrúarnir komu
flestir hingað til lands á sunnu-
daginn. Svíarnir voru þó komn-
ir fyrr og brugðu gestgjafarnir
sér með þá í veiðiferð hér út á
flóann um helgina á sjóstanga-
veiðibátnum „Nóa". Gestírnir
klæddust allir íslenzkum dugg-
arapeysum og veiddust 50 ýsur
og lýsur auk tveggja flatfiska.
Þótti ferðin öll hin ánægjuleg-
asta, enda veður gott. — Þátt-
takendur munu yfirleitt halda
heim aftur á miðvikudag, en
fundinum lýkur í kvöld.
Mikill áhugi fyrir
orlofi kvenna
33. ársfundur S.S.K. var haldinn
að Selfossi dagana 1. og 2. júní
1961. Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa voru kosnar orlofsnefnd-
ir fyrir Árnes- og Rangárvalla-
sýslur.
Á sl. sumri gekkst S.S.K. fyr-
ir því að 26 konur úr héraðinu
dvöldu á Laugarvatni í 7 daga
orlofsdvöl.
Mikill áhugi kom fram á fund-
inum fyrir orlofi húsmæðra og
lagði S.S.K. 8000.00 kr. í orlofs-
sjóð auk tillaga frá einstökum fé-
lögum. Samþykkt var að verja
happdrættissjóði til áhaldakaupa
fyrir Sjúkrahús Selfoss. Frú
Ragna Sigurðardóttir flutti er-
indi um garðyrkju. Auk þess
fluttu gestir fundarins þessi er-
indi Guðlaug Narfadóttir: Áfeng-
isvarnarmál, Sigríður J. Magnús-
sön: Réttindamál kvenna, Stein-
unn Ingimundard.: Næringar-
efnafræði, Alls afgreiddi fundur-
inn 18 málefni.
Stjórn S.S.K. skipa þessar kon-
ur: Halldóra Guðmundsdóttir,
Miðengi, formaður, Anna Sigur-
karlsdóttir, Eyrarbakka ritari
Halldóra Bjarnadóttir, Selfossi
gjaldkeri.
Sovét-kúbanskur
landbúnaður
LONDON, 1. júlí (Reuter). —
Moskvu-útvarpið skýrði frá því
í dag, að yfir 1000 kúbönsk ung
menni hefðu komið til Sovét-
ríkjanna í gær og maindu þau
stiunda nám við lamdbúnaðar-
skóla þar. Laust fyrir miðjan
síðasta mánuð þess getið í Hav-
anna, að 300 ungir landbúnaðar-
verkiaimenn frá Rússlandi hefðu
skömimu áður byrjað srtörf á
sykuirekrum fyrir utan höfuð-
borgina.
......................................
• „Slíkt hið sama"
Octogen>arius sfcrifar:
Það var með nokikurri
undrun, en líka mikilii
ánægju að ég sá frá því sagt í
Morgunblaðinu núna á sunnu
dagirnn að Landsbankinn hefði
tekið þann kostinn að minnast
ekki stórafmælis síns með át-
veizlu og vínflóði, heldur í
þess stað gefið 250,000 krón-
ur í barnaspítalasjóð Hrings
ins. Má mikið vera ef ekki
hefir fleirum farið lífct og
mér. Þetta er svo ólíkt tízk-
unni. Ella 'hefði ég ekki undr
ast. Og nú er mér spurn: Er
þetta morgunroði nýrrax, vitr
ari og göfugri aldar, eða er
það bara stjömuhrap sem Iýs
ir upp himininn eitt andiar-
tak? Við skuium að minsta
kosti l'áta þess rækilega get-
ið, ef vera mætti að það gæti
orðið   öðrum  tji  vakningar.
Og gleðja mundi það mig ef
kvenþjóðin vildi nú láta frá
sér heyra um þenna atburð;
hún ætla ég að muni kunna
að meta hann. Ráðamenn bahk
ans gerðu þarrua að vísu ekki
annað en að rækja kristilega
þegnskyldu sína. En er það
ekki nokfeuð oft að við ein-
mitt vanrækjum hana? Fáu
væri þá áfátt í þjóðféliaginu
ef svo væri ekki.
Hver var það sem bauð og
sagði: „Far þú og gjör slíkt
hið sama"?
* Reykvíkingar og
bændastéttin
Reykvíkingur skrifar:
Fyrir nokkru.m dögum rafest
ég á grein í Tímanuim eftir
Helga á Hrafnkelsstöðum,
sem hann nefnir „Þar sem
Hannes hímir á hunda'þúf'U
sinni". Mér finnst greinin
kjamgóð og gengið þar beint
til verks, eins og íslenzkuni
bónda sæmir. Helgi tók upp
hanzkan fyrir framámann
islenzkrar bændastéttar. Er
það vel og drengilega gert og
rammíslenzkt. Væri gott að
íslenzfcir bændur tækju sér
oftar penna í hönd og segðu
álit sitt, og þá á ég við hinn
óbreytta íslenzka bónda, kjarn
góðan, raunsæan og vel hugs-
¦ancli í garð nábúans. En það
sem mér fannst leiðinlegast
í þessari grein var það, hve
greinilega Helgi hefur smit-
Wt af þeirri bakteriu, sem
félagslega wánþrosikaðir menn
viilja sprauta í sveitafólk, þ.
e. að við sem erum fæddir
og uppaldir í Reykjavík, lít-
um niður á bændastéttina.
Úr því að Helgi á Hrafnkels-
stöðuim hefur smitaet af þess
utm vesælu baikteríusprautum,
hvað mætti maður halda um
þá bændiur, sem hafa minna
samband við „tildurlýðkvn í
Reykjavík", og kynnast hon-
iim að miklu leyti í gegnum
einsýma pólutízka erindreka?
^
FERDIIMAIMP
*¥L
• Við metum og
þökkum
Staðreyndin er sú, að við,
Reykvíkingar, göngum á eftir
hverjum bónda og bóndakonu,
sem til Reykj.avíkur koma, og
grátbiðjuim þau um að tafea
af okfcur böirnin okfear og lofa
þeim aið kynnast sveitalífiniu,
skepnunum, kyrrðinni og öiiu
því bezta, sem ísilenzk sveita-
menning befur upp á &5
bjóða. Við metum og þökk-
um þau gfóðu uppeldisáhrif,
sem ffott bændafólk hefur á
börnin okkar.
Getum við sýnit á betri og
eðlilegri hátt, að við litum
upp til hins óbreytta íslenzka
sveitafólk's? Við, Reykvíking-
ar, höÆum margir hverjir orð
ið fyrir góðum og gagnlegum
áhrifum af dvöl okkar í sveit
og allir eigum við anniað
hvort ættingia, eða vini með-
al sveitafó'liks. (Ég er sjálfur
giftur koniu, sem ólst upp í
sveit tiil tvítugs). Þess vegna
sárnar okfeur, þegar við verð
um "varir við, að einhverjir
leggja trúnað á þenniain aaima
áróður.
Reykvíikingurc
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20