Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þriðjudagur 4. júlí 1961
MORGVTSBLAÐIÐ
11
_____________l.i_ —-i___ii_~j-T-Lfjr*U-~inrnr iln    •«¦¦—-.¦.— —..¦•—.— —.-—-——. —. — -«... —. —¦ .... ¦__..... _¦¦ _. . »¦. _¦¦ _..... ¦¦»¦»¦¦ ¦•
CrjTLiJ. riii j~ínn-- ruj-Lnjiir n_~i -Jltlu-I -i~inrnr r_i-----------~—  —¦_.....— _¦...._ — ...._¦—¦ ¦_.._.. _¦¦_.. ..._,. _,
ínávígi við dauðann alla ævi
HÉR ER sagan af einhverjum
furðulegasta einstaklingi ald-
arinnar, manni sem var orðinn
eins konar þjóðsagnapersóna í
lifanda lífi. Þessi maður var rit
höfundurinn, fréttaritarinn,
hnefaleikamaðurinn, hermað-
urinn, nautabaninn, fiskimað-
urinn og veiðimaðurinn Ern-
est Hemingway. Hann var
einn örfárra manna sem tóku
virkan þátt í fimm styrjöldum.
Hvað eftir annað slapp hann
úr lífsháska á næstum yfir-
náttúrlegan hátt, enda bar
líkami hans mörg merki hins
ævintýralega lífs sem hann
lifði til hinztu stundar. Ætli
það sé ekki kaldhæðni aldar-
innar að þessi mikla kempa
skyldi falla fyrir voðaskoti?
Hemingway átti áreiðanlega
fáa sína líka í heiminum, ekki
einasta sem rithöfundur, held
ur einnig og ekki síður sem
harðjaxl og ofurmenni. Síð-
asta kona hans sagði um hann
skömmu eftir seinni heims-
styrjöldina: „Hann er_pft bölv
aður viðskiptis nú síðan stríð-
inu lauk. Sjáið þér til, hann
fær ekki tækifæri til að sýna
hetjuskap sinn á friðartím-
um". Þannig var hann alla
ævi, ekkert nema hættan og
athöfnin fékk friðað sál hans.
Það var árið 1918 að
Hemingway komst fyrst í ná-
in kynni við heim athafna og
afreka. Hann var 17 ára og
jötunn að burðum, þegar
Bandaríkin hófu þátttöku
sína í fyrri heimsstyrjöld, en
mein í auga, sem hann hafði
hlotið á hnefaleikaæfingu,
kom í veg fyrir upptöku hans
í herinn. Hann beið hins veg-
ar átekta, gerðist fréttaritari
við „Kansas City Star", og
þegar hann fékk veður af liðs-
söfnun Rauða krossins í því
skyni að fá unga Og hrausta
menn til að aka sjúkrabílum
á ítalíu, þá var hann ekki
lengi að skrá sig.
Það var vorið 1918, og mein
semdin í vinstra auga hans
hélt álíka mikið aftur af hon-
um og þráðarspotti aftur af
villtum gæðingi. Hápunktur
þessa fyrsta skeiðs í sögu
Hemingways á alþjóðavett-
vangi kom 8. júlí sama ár.
Hann hafði aðsetur á Norður-
ítalíu kringum Fossalta di
Piave. Vikum saman hafði
stórskotahríðin dunið látlaust
á báðum herlínum. Verkefni
Hemingways var að koma
særðum mönnum og dauðum
undan skothríð óvinarins í
fremstu víglínu. Þessa nótt
skreið Hemingway á magan-
um út á svæðið milli víglín-
anna til að ganga úr skugga
um hvort lífsmark væri með
nokkrum þeirra manna sem
þar lágu. Skothríðin var með
minnsta móti þessa stundina
og Hemingway komst leiðar
sinnar ósærður unz hann hitti
þrjá ítalska framverði sem
voru að kanna vígstöðu óvin-
arins. Ekkert orð var látið
falla, en einn ftalanna opnaði
flösku af chianti og lét hana
ganga milli þeirra félaga. Og
þá var skyndilega eins og
himnarnir spryngju með gíf-
urlegum gný. Það var frum-
stæð handsprengja sem hafði
lent rétt hjá þeim. Heming-
way sagði síðar að sér hefði
þótt sem allt líf hefði skyndi-
lega verið sogið úr limum
hans. Þegar hann kom til
sjálfs sín gat hann naumast
hreyft fæturna. Seinna fundu
ítalskir læknar 237 málmflís-
ar í fótum hans. En á þessari
stund hugsaði hann bara um
eitt: að komast burt hið bráð-
asta. Hann reis á fætur og
þreifaði á slagæð ítalanna.
Tveir þeirra voru þegar dauð-
ir, en sá þriðji æpti af kvöl-
um. Enda þótt Hemingway
gæti tæplega staðið í fæturna
fyrir kvölum axlaði hann æp-
andi ítalann og tók stefnu á
ítölsku víglínuna. Hann slag-
aði eins og dauðadrukkinn
maður, öslaði forarleðjuna og
beit á jaxlinn þegar kvalirn-
ar í fótunum voru að gera út
af við hann. En raunum hans
var ekki lokið.              L
Hróp ftalans höfðu vakið
óvininn til eftirtektar. Tvö
austurrísk leitarljós fundu
Ameríkumanninn með hina
særðu byrði á bakinu. Hann
féll á grúfu í leðjuna,
og ítalinn hætti að æpa.
Hann var orðinn blý-
þungur og hreyfingarlaus.
Hemingway reis upp á hnén
Og fann þá í fyrsta sinn að
hann hafði misst aðra hné-
skelina. Allt hringsnerist fyr-
ir augunum á honum og hann
var að yfirliði kominn, en nú
tók hann á öllu sem hann átti
eftir, komst á fætur aftur og
axlaði ítalann.
hans, en það var eins og lífið
hefði bundið órofa tryggð við
hann. Það hlýtur að hafa tek-
ið hann fullan hálftíma að
komast 150 metra til ítölsku
víglínunnar.
Þegar ítölsku hermennirnir
tóku á móti honum og komu
honum í skjól var honum þorr
inn allur máttur í fótunum,
sem voru í bókstaflegum skiln
ingi fullir af blýi. Hann var
fluttur í neðanjarðarbyrgi á-
samt félaga sínum, sem reynd
ist vera dauður þegar til kom,
hafði sennilega gefið upp önd-
ina þegar hann hætti að æpa.
Strax og Hemingway kom á
spítalann hófust læknarnir
handa um að ná burt málmflís
unum 237 sem í fótum hans
voru. Sumar þeirra var ekki
hægt að taka burt og fara þær
því með honum í gröfina. í
staðinn fyrir hnéskelina fékk
hann málmþynnu, Og ítalska
stjórnin sæmdi hann tveimur
heiðursmerkjum: Croce de
Guerra og Medaglia DArg-
ento al Valore Militare, og
var hið síðarnefnda næstæðsta
heiðursmerki ftala fyrir
hreystilega framgöngu í hern-
aði.

pjfj^röwfci
Hemingway o~ fjórða kona hans, Mary.
Aftur fundu austurrísku
leitarljósin hann. Austurríkis-
menn gerðu hlé á skothríðinni,
sennilega hafa þeir verið að
dást að hinu yfirmannlega hug
rekki mannsins sem drattaðist
þarna áfram með máttlausa
byrði sína. Þá hófst vélbyssu-
skothríðin á nýjan leik, fyrst
ein byssa, síðan hver af ann-
arri. Kúlurnar þutu allt í
kringum þá. Hemingway
sveigði til hliðar og komst
undan glampandi geislum leit-
arljósanna um sinn. Annar
ökklinn, sundurskotinn, lét
undan og hann var að falli
kominn, gat varizt fall-
inu og öslaði áfram. Aust-
urrísku vélbyssurnar unnu
eins og óðar væru. Ein kúla
þaut hjá kinninni á Heming-
way,  aðrar  léku  um  fætur
Atburður sem þessi hefði
sennilega dregið úr löngun
venjulegra manna í meira af
sama tagi. En um Hemingway
gegndi allt öðru máli| Hann
hafði fengið meiri lyst! Örlög
hans voru ráðin. Starf hans
sem fréttaritari hafði magnað
með honum löngun til að ger-
ast rithöfundur, og ævintýri
hans höfðu eflt með honum
viljann til að lifa karlmann-
lega, í návígi við lífshættuna.
* * *
Heimurinn naut friðar næstu
árin eftir hinn mikla hildar-
leik, svo Hemingway tók þann
kost að hverfa aftur til Banda-
ríkjanna þar sem hann vann
við ýmisleg störf og lagði út
í fyrsta hjónaband sitt. Konan
hét Hadley Richardson og var
frá St. Louis. En árið 1921
sendi „Toronto Star" hann
sem fréttaritara til Evrópu, og
síðan til nálægra Austur-
landa til að fylgjast með stríð
inu milli Grikklands og Tyrk-
lands. Hann var aftur kominn
í essið sitt. Hemingway fylgd-
ist með stríðinu frá víglínu
Grikkja, en yfir greinum
hans stóð jafnan: „Einhvers
staðar á vígstöðvunum". Hann
var ævinlega þar sem mest
yar um að vera.
í nóvember 1922, þegar frið-
arsamningar höfðu verið und-
irritaðir í Lausanne, var ævin-
týrinu lokið Og Hemingway
hafði ekki annað að gera en
bíða eftir næsta stórviðburði.
Meðan hann beið varð hann
auðvitað að vinna fyrir mat
sínum ,svo hann hóf að semja
smásögur og skáldsöguna „The
Sun Also Rises", sem vakti
enga sérstaka athygli fyrst
þegar hún kom út.
Ýmsir ritstjórar buðu hon-
um miklar fúlgur fyrir að
skrifa að staðaldri í tímarit
þeirra, en hann hafnaði öll-
um slíkum gylliboðum. Hjóna-
bandið hafði farið út um þúf-
ur, Og eftir skilnaðinn lét hann
sér nægja að lifa í fátæklegri
íbúð í París ásamt vini sínum.
Þeir lifðu á nokkrum sentum
á dag. Úr því hann gat ekki
barizt, afréð hann að gera það
eina sem hann taldi sig geta
gert sómasamlega, nefnilega
skrif a. En hann vildi haf a sinn
hátt á því og ekki láta binda
sig við eitthvert vinsælt tíma-
rit sem höfðaði til betri borg-
ara í Bandaríkjunum.
Hvað sem því leið, þá fór
honum að græðast fé með því
að skrifa eins og hann kaus
sjálfur. Hann var orðinn vel
efnaður þegar borgarastyrj-
öldin á Spáni brauzt út árið
1936. Hann hafði eytt mörgum
mánuðum á Spáni á árunum
eftir fyrri heimsstyrjöld og
hafði fengið sérstakt dálæti
á landi og þjóð. En það var
ekki sjálft stríðið sem dró
hann þangað núna, heldur
óaði honum við að sjá það
falla í hendur fasista Francos
og samherja hans í Þýzkalandi
og á ítalíu.
Fyrsta verk hans var að fá
lánaða 40.000 dollara til að
kaupa heila deild af sjúkra-
bílum handa lýðveldishernum
á Spáni. Lánið greiddi hann
með því að gerast fréttaritari
bandarískrar fréttastofu, the
North American Alliance. Þeg
ar skuldin var _að mestu
greidd, var hann frjáls að því
að gera það sem hugur hans
stóð helzt til — að berjast.
Þangað til Madrid féll í
hendur fasista snemma á ár-
inu 1939 var Hemingway því
hermaður, þó það væri ekki
opinbert. Margir þeirra
manna sem hann hafði mest
samneyti við voru ekki held-
ur hermenn opinberlega, held-
ur skæruliðar sem hann síðar
reisti ódauðlegan minnisvarða
með bók sinni „For Whom the
Bell Tolls".
Hann át, drakk og svaf með
skæruliðunum í fjöllunum fyr
ir sunnan Madrid og í Sierra
de Guadarrama fyrir norðan
borgina. Hann deildi kjörum
þeirra og leit á sjálfan sig
sem einn þeirra. Þegar brýr
voru sprengdar i loft upp til
að hefta framsókn fasista var
hann nærstaddur, sennilega
tók hann ósjaldan þátt í sjálf-
um aðgerðunum, þó það mætti
ekki vitnast, þar eð hann var
enn fréttaritari  opinberlega.
Hann segir sögu sína á með-

Hemingway á yngri árum
al skæruliðanna í „For Whom
the Bell Tolls", sem er stór-
fengleg bók um hetjudáðir og
ævintýri. Fáir sem þekkja til
Hemingways og hafa lesið
bókina efast um að söguhetj-
an, Jordan, sé Hemingway í
eigin persónu. Efnið í skáld-
sögunni er tekið svo föstum
og sannsögulegum tökum, að
herskólar í Bandaríkjunum,
Frakklandi, Sovétríkjunum og
jafnvel Þýzkalandi hafa notað
hana sem kennslubók handa
sveitum sem ætlað er það
hlutverk að berjast bak við
víglínur óvinarins.
Eftir að Hemingway hafði
dvalizt með skæruliðunum í
fjöllunum,. settist hann um
kyrrt í Madrid í næstum tvö
ár meðan umsátrið um borg-
ina stóð yfir. Hann hélt áfram
að skrifa fréttir frá eldlínunni.
Kúlur stórskotaliðsins flugu
allt um kring þegar hann gekk
um göturnar. Eitt kvöldið
lentu þrjár þeirra í hóteli hans
og hann slapp naumlega lif-
andi. Hér sá hann meira af
hörmungum nútímastyrjaldar
en nokkru sinni fyrr, hann sá
hungur og sjúkdóma draga
allan þrótt úr fólkinu og lýð-
veldishernum Og dauðann
koma úr skýjunum með þýzk-
um stórskotaliðskúlum og
sprengjuflugvélum.
Umsátrið, sem hernaðarsér-
fræðingar um heim allan
höfðu búizt við að taka mundi
nokkrar vikur, stóð í tæp tvö
ár, en þá var mótstöðuaflið
þorrið. Fasistar Francos óðu
yfir Spán, og Hemingway leit-
aði     yfir   Pyrenea-fjöllin
ásamt öðrum flóttamönnum og
fann hæli í Frakklandi. Fyrir
spænsku lýðveldissinnana var
leiknum þar með lokið, en
fyrir Hemingway var stríðið
forleikur enn stærri ævintýra.
Árið 1927 gekk Hemingway
að eiga rithöfundinn Pauline
Pfeiffer við tímaritið „Vogue",
en hjónabandið fór út um þúf-
ur. Árið 1940 kvæntist hann
aftur, í þetta sinn rithöfund-
inum Martha Gellhorn, og þau
fóru saman til Kína að fylgj-
ast með stríðinu þar. Komst
hann þar í kynni við aðfarir
þriðja möndulveldisins, Jap-
ana, og hraus hugur við því
sem hann sá.
Eins og ýmsir þeir sem eytt
höfðu mörgum árum ævinn-
ar á styrjaldarsvæðum heims-
ins vissi Hemingway, að fyrr
eða síðar mundu Bandaríkin
skerast í leikinn og taka af-
stöðu í baráttunni sem fór
síharðnandi um heim allan.
Þegar að því kom, var hann
viðbúinn. Og í þessari styrj-
öld, þeirri mestu sem hann
hafði lifað, átti fyrir honum
að liggja að láta til sín taka
á landi, í lofti og á legi. Er
'sú saga öll hin ævintýraleg-
asta, en hér er ekki rúm til
að rekja hana frekar. Þess
skal aðeins getið að ýmis
frægustu afrek sín vann hann
í seinni heimsstyrjöld, þó
hann væri ekki hermaður op-
Framh. á bls. 13.
\
!

»~i<i~~»^~_-~ij~-~~>
mt0a0*0m*0H0»0»iim*
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20