Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þriðjudagur 4. júlí 1961
MORGVKVLAÐIÐ
13

m

.«**•*      ^'••.
SAUOIARABIA
Vibskipti
og efnahagsmál
— Kuwait
Framh. af bls. 1
umráðum  brezka  flotans,   en
ákvörðunarstaður  þeirra  er  ó-
kunnur.
y Furstinn á blaðamannafundi
" Það upplýstist í dag, að lið
Saudi-Arabíu, sem sent var til
Kuwait, er aðeins um 60 manns.
Og ber því aðeins að líta á nær-
Veru þess sem frekari staðfest-
ingu á stuðningi Saudi-Arabíu
Við sjálfstæði furstadæmisins.
Furstinn í Kuwait, Abdullah
as Salim as Sabbah, sagði í við-
tali í dag, að hann myndi fagna
boði um liðstyrk frá fleiri Araba-
ríkjum, vegna hins viðsjárverða
ástands sem skapazt hefði í kjöl
far krafna íraks-stjórnar um yf-
irráð  yfir  furstadæminu  fyrir
—  Heminway
Frh.  af bls.  11
inberlega, heldur fréttaritari.
*  *  *
Auk þeirra afreka í hernaði
sem þegar eru rakin, hefur
Hemingway látið að sér kveða
sém nautabani, hnefaleika-
maður, veiðimaður og fiski-
maður. Skáldsagan „The Old
Man and the Sea" fjallar um
síðastnefnda þáttinn í lífi
hans. „Death in the After-
noon" f jallar um líf nautaban-
ans. „The Snows Of Kiliman-
jaro' segir frá lífi veiðimanns-
ins í Afríku. Hann var á veið-
um í Afríku þegar hann bjarg-
aðist úr flugslysi árið 1954
með næstum yfirnáttúrlegum
hætti. Þá var þegar búið að
tilkynna dauða hans. Flug-
slysin voru raunar tvö í það
skiptið, en hann komst lífs af
úr þeim báðum! Tvisvar hef-
ur hann lent í voveiflegum
bílslysum, en ekki orðið meint
ef.
Síðasta ævintýri Heming-
ways var uppreisn Castros á
Kúbu, þó hann ætti raunar
ekki beinan þátt í henni. En
það er athyg^isvert að hann
var á staðnum og fylgdist með
bardögunum af lifandi áhuga.
Hemingway voru veitt bók-
menntaverðlaun Nóbels árið
1954, ári á undan Halldóri
Laxness. Kvað hann hafa sent
Halldóri skeyti við það tæki-
færi og bóðizt til að lána hön-
um peninga, ef hann væri
blankur.
Endalok Hemingways eru
kaldhæðin þegar litið er yfir
lífsferil hans. Fáir menn á
þessari öld voru sennilega
kunnugri meðferð vöpna en
hann, og þess vegna hljómar
fregnin um voðaskotið eins og
tijáróma tónn í þessari furðu-
legu sinfóniu um návígi hetj-
unnar við dauðann. Gæti
hugsazt að skáldið hefði fund-
ið að lífsþrótturinn var að
þverra? Hvað gerir mikill
kappi, sem ævinlega hefur
horfzt 1 augu við dauðann,
þegar svo er komið?
s-a-m.
botni Persa-flóa. Ennfremur yrði
Kuwait þakklátt fyrir hverja til-
raun, sem gerð kynni að verða,
til þess að fá Kassem, forsætis-
ráðherra fraks, ofan af árásar-
áformum sínum. Lýsti furstinn
þessu yfir á fyrsta blaðamanna-
fundinum, sem hann hefur hald-
ið, síðan vandamál þetta reis.
Virtist hann vera mjög þreyttur
eftir allt, sem á honum hefur
mætt undanfarna daga.
Biðraðir sjálfboðaliða í Kuwait
íbúar furstadæmisins standa
nú í biðröðum eftir að verða tekn
ir í herinn. Hefur aldurstakmark
ið verið sett við 18 ár, en piltar
allt niður í tólf ára hafa reynt
að komast í gegnum eftirlitið,
stungið hefur verið upp á, að
hinum yngri verði leyfa að taka
þátt í störfum hjálparsveitanna.
— Þá hefur almenningur verið
hvattur til þess að gefa blóð, og
í morgun biðu um 2000 manns
við sjúkrahúsin. Konur í bOrg-
inni hafa verið fjölmennar í hópi
blóðgjafa,  þ.  á.  m.  prinsessur
úr fjölskyldu furstans.
Dregið í hlé, þegar óhætt er
í Bretlandi gaf Macmillan for-
sætisráðherra þinginu skýrslu
um hernaðaraðgerðir Breta, sem
framkvæmdar hafa verið sam-
kvæmt ósk Abdulla fursta en
þær eru byggðar á samkomu-
lagi milli þeirra og furstadæmis-
ins, undirrituðu um svipað leyti
og Kuwait öðlaðist sjálfstæði sitt
hinn 19. júní sl. "ítrekaði forsæt-
isráðherrann fyrri yfirlýsingar
um, að herliðið myndi hverfa
brott, þegar er tryggt þætti, að
sjálfstæði Kuwait yrði ekki ögr-
að. Gaitskell, leiðtogi stjórnarand
stöðunnar, lýsti fylgi flokks síns
við aðgerðir brezku stjórnarinn-
ar og taldi hana ekki hafa átt
annars úrkosta. Æskilegt væri
þó, að Sameinuðu þjóðirnar
héldu upp eftirliti í furstadæm
inu og verndaði það. Kvaðst Mac-
millan geta fallist á slíkt, þótt
fyrst um sinn hefði ekki verið
unnt að bíða eftir því.
Fjölsðtt Ungmenna-
sambandsmót
AKUBEYRI, 3. júOí. Bllefta lands
móti Ungmeninasamband íslands
lauk á tölfta tímanum í gær-
kvöldi að Laiugum, en þá sleit
sr. Eiríkur J. Eiríksson mótinu
að Biflokinni verðlaunaaifhend-
ingu.
Mótið að Laugum mun vera
eitt fjölsóttasta Ungmennasam-
bandsmót, sem háð hefur verið.
Keppendur voru alls um 600
gestir hátt á 8. þúsund er
mest var. A sunnudag, seinni
dag mótsins, voru einkum úr-
slitakeppnir og einnig voru ræð-
ur haldnar, fimleikasýningar og
þjóðdansar. Meðal ræðumanna
var Ingólfur Jónsson, landbún-
aðarráðherra, Jóhann Skaptason,
sýslumaður, Karl Kristjánsson,
alþingismaður, Óskar Ágústsson,
framkv.stjóri mótsins, en séra
Eiríkur J. Eiriksson flutti messu.
Þrír  kórar  úr  Þingeyjarsýslu
sungu  en  Lúðrasveit  Akureyr-
ar lék af og til báða dagana.
Á laugardag var veðrið sér-
staklega gott, sólskin og sunnan
andvari. Á sunnudag var það
heldur óhagstæðara um morgun-
inn rigning og skýjað loft, en
undir kvöldið birti til og skein
þá kvöldsólin.
Mikil og góð regla var á allri
framkvæmd mótsins og þiétt
fyrir hinn mikla mannfjölda
urðu engir árekstrar.
St. E. Sig.
Bær brennur
á Ska
a
Drengur fyrir bíl
LAUST fyrir klukkan þrjú á
sunnudaginn varð drengur á
hjóli fyrir bíl gegnt Nesti við
Suðurlandsbraut. Drengurinn,
Sighvatur Sigurðssen, 11 ára, til
heimilis að Ásgarði 11, hjólaði
yfir götuna og hugðist fara inn
á Miklubraut. Bar Þar þá að bíl-
inn G 233, og tókst ökumanni
ekki að forða árekstri. Sighvatur
var fluttur á slysavarðstofuna,
og reyndist hann hafa skurð á
hægra fæti, flumbraður á hné og
marinn á kálfa. Var hann fluttur
heim að rannsókn lokinni.
Sauðárkróki í gær:
Á SJÖUNDA tímanum á laugar-
dagskvöldið kom upp eldur í
gömlum bæjarhúsum að Hvamms
koti á Skaga. Bóndinn, Árni
Kristmundsson, sem býr þarna
einn, var lasinn og lá fyrir inni
í aðalíbúðarhúsinu, sem var áfast
við gamla bæinn. Árni varð elds-
ins var á þann hátt, að reyk
lagði fyrir gluggan á herberginu,
sem hann var í. Samtimis sá fólk
á næstu bæjum reykinn Og komu
menn af flestum bæjum á Skaga
til hjálpar. Tókst að bjarga íbúð-
arhúsinu, en gamli bærinn brann
til ösku á skammri stundu. Árni
bóndi varð þarna fyrir allmiklu
tjóni, þar eð geymd voru í gömlu
bæjarhúsunum ýmis áhöld og
vöru þau öll óvátryggð. — Talið
er að neisti úr reykháf hafi fallið
í þekju gamla bæjarins. — Jón.
Gengisskráning
30. júni 1961
1 Sterlingspund  ........  105,96  106,24
1 Bandaríkjadollar ....   38,00   38,10
1 Kanadadollar   ........  36,85   36,95
100 Danskar krónur ....  548,35  549,80
100 Norskar krónur ....  530,10  531,50
100 Sænskar krónur ....  736,20  738,10
100 Finnsk  mörk  ........   11,83   11,86
100 Franskir frankar ....  774,55  776,60
100 Belgískir frankar ....   76,17   76,37
100 Svissneskir fr.........  880,60  882,90
100 Gyllinl   .................... 1057,60 1060,35
100 Tékkneskar kr.........  527.05  528,45
lOOV-þýzk mörk   ........  954,85  957,35
1000 Lírur ............................   61,23   61,39
100 Austurrfsk sch.....  146,20  146,60
100 Pesetar   ....................   63,33   63,50
Sjálfvirkni
NÝJUNGAR á sviði atvinnu-
tækni hafa oft mætt mikilli and-
úð þeirra, sem unnu þau störf,
sem hin nýja tækni hafði áhrif á,
einkum þegar nýjungar leiddu
til minni vinnuaflsnotkunar. Hef
ur þetta stundum valdið meira
eða minna atvinuleysi um tíma
og er þekktasta dæmið frá iðn-
byltingunni í Bretlandi. Þá
kenndi fólkið stundum vélunum
beinlínis um sín bágu kjör og
urðu þá stundum uppþot og vél-
ar voru eyðilagðar.
Sem innlent dæmi í þessu sam-
bandi má nefna, að nokkurrar
andúðar gætti í fyrstu í garð
kolakranans við Reykjavíkur-
höfn af hálfu þeirra sem unnið
höfðu við hina erfiðu uppskipun
á kolum. Reynslan hefur þó sýnt,
að bætt tækni, sem reist er á
traustum fjárhagsgrunni, hefur
orðið þjóðfélögunum og einstakl-
ingunum til góðs. Enda hafa
verkalýðsfélög á Vesturlöndum
aðstöðu til að fá hækkað kaup
í þeim atvinnugreinum, þar sem
hagnaður sýnist ætla að verða
óhæfilega mikill.
Þrátt fyrir hinar breyttu að-
stæður og góða reynslu af tækni-
framförum, þá hefur nýjasta bylt
ingin í atvinnulífinu vakið nokkr
ar áhyggjur. Það er öld sjálf-
virkninnar_(Automation), sem er
að hefjast. í B-andaríkjunum, sem
lengst eru komin á þessu sviði,
hefur sjálfvirknin verið á til-
raunastigi, en nú er hennar farið
að gæta í allstórum stíl. En- á
sama tíma er verulegt atvinnu-
leysi í landinu. Hafa ýmsir því
spurt hinnar gamlkunnú spurn-
ingar: leiðir hin nýja tækni til
atvinnuleysis, eða verður hún
grundvöllur stórbættra lífs-
kjara?
Samkvæmt fyrri reynslu ætti
ekki að vera erfitt að svara
spurningunni, en þó verður ekki
byggt á henni einni saman. Sjálf-
virknin er fólgin í nákvæmu eft-
irliti véla og vélheila með marg-
víslegri framleiðslu og jafnvel er
nú hægt í sumum greinum, að
koma upp stórum verksmiðjum,
til framleiðslu á ýmsum hlutum,
án þess að mannshöndin komi
þar nálægt. Hér er því um meiri
byltingu að ræða, en mannkynið
hefur áður séð og skapar áður
óþekkt vandamál.
En hinni nýju tækni verður
ekki komið upp nema með gífur-
legu fjármagni og hlýtur því þró
unin að dreifast yfir langan tíma.
Hefur verið reiknað út, að með
núverandi fjárfestingu myndi
það taka 55 ár og 500 þús. millj.
Vesturveldin
svara Rússum
LONDON, 3. júlí (NTB-AFP) —
SVAR Vesturveldanna við tilboði
Sovétveldisins um samningavið-
ræður varðandi framtíð Berlínar,
mun verða sent í vikulokin,
herma áreiðanlegar heimildir
hér. Mun þannig verða frá svar-
inu gengið, að dyrnar til samn-
inga standi opnar.
dollara að taka upp sjálfvirkni i
öllum verksmiðjuiðnaði í Banda-
ríkjunum, þar sem hún getur átt
við. Ætti efnahagskerfið þá að
geta aðlagað sig hinum breyttu
aðstæðum á hverjum tíma, jafn-
framt því sem framleiðslan
myndi aukast stórkostlega.
Þýzkt fjármagn
til írlands
A UNDANFÖRNUM árum hefur
stöðugt fjölgað þýzkum fyrir-
tækjum, sem komið hafa upp
verksmiðjum á írlandi. Hafa ír-
ar tekið þessari þýzku „innrás"
mjög vel, enda má segja, að iðn-
aðarþróunin hafi til skamms
tíma farið að töluverðu leyti
framhjá landi þeirra. Fjármagns
skortur er mikill í landinu, tækni
kunnátta á heldur lágu stigi og
atvinnuleysi mikið. Má því segja,
að landið hafi verið í eins konar
álögum. Reyndar skortir þar
orkulindir og flest hráefni, en
sama er að segja um Danmörku
og Holland, svo að dæmi séu
tekin úr nágrenninu.
Fiskiflota eiga írar lítinn, t.d.
enga togara, og þó hafa þeir
haft aðgang að góðum fiskimið-
um, og nágrannar þeirra í austri
og suðri hafa verið miklir fiski-
menn. Úr orkuskortinum hefur
verið bætt að nokkru á síðustu
árum, með því að komið hefur
verið upp raforkuverum, sem
brenna þurrkuðum, samanþjöpp
uðum mó.'en afarmikill mór er
í landinu.
Ekki eru nema fá ár síðan frar
fóru kerfisbundið að laða erlent
fjármagn til lands síns, til þess
að auka fjölbreyttni atvinnuveg
anna, sem byggjast að langmestu
leyti á jarðrækt. En hin tiltölu-
lega frumstæðu vinnubrögð við
landbúnaðinn hafa valdið því, að
lífskjörin eru heldur bágborin.
Af hundrað erlendum fyrirtækj-
um, sem komið hafa upp verk-
smiðjum í írlandi er um fjórð-
ungur vestur-þýzkur. Mannekla
er mikil í iðnaði V-Þýzkalands og
laun fara hækkandi. Yfir hálf
milljón yerkamanna, aðallega frá
Suður-Evrópu, vinna nú í land-
inu. Aðstaðan er því allt önnur
á írlandi þar sem talið er að um
5% vinnufærra manna sé meira
og minna atvinnulaus. Auk þess
eru laun þar 10—50% lægri en í
V-Þýzkalandi.
Framleiðslukostnaðurinn í ír-
landi verður því f mörgum til-
fellum mun lægri og auk þess
gefur írland aðgang að mjög stór
um markaði. Þó að landið sé ekki
lengur í brezka samveldinu, þá
hefur írland viðskiptalega sömu
aðstöðu innan þess, eins og sam-
veldislöndin. Þýzkt fyrirtæki sá
sér því hag í því að selja Bret-
um frá írskum dótturfyrirtækj
um sínum heldur en beint frá
Þýzkalandi.
Auk þessara mikilsverðu at-
riða, veitir írska stjórnin erlend
um aðilum töluverðar skattíviln
anir fyrstu árin eftir að þeir hafa
komið upp fyrirtækjum í Iand-
inu. Viðskiptajöfnuðurinn hefur
lengi verið mjög óhagstæður, svo
að ekki veitti af að gera ráðstaf-
anir til að bæta hann. Enda gera
nýju fyrirtækin hvort tveggja
í senn, að auka útflutninginn og
draga úr innflutningnum.
Aðallega eru það fyrirtæki í
léttum iðnaði sem komið hefur
verið upp í landinu með erlendu
fjármagni. Enda er það eðlilegt,
þar sem vinnuafl er ódýrt og
orka dýr. En þetta hefur þegar
haft sín áhrif til að draga úr at-
vinnuleysinu. Jafnframt er þess
að vænta, að hið erlenda fram-
tak muni verða til að örva írskar
framfarir, og að írar muni sjálf-
ir taka meiri rögg á sig við upp
byggingu atvinnulífsins, sem aft
ur mun leiða til bættra lífskjara,
ef skynsamlega er á málum hald
ið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20