Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnu'dagur 16. júlí 1961 Hugab oð heilsubrunnum — 4 ¥ GREINAFLOKKI þessum hefir verið sagt lauslega frá ýmsu, sem fyrir augu og eyru bar fyrstu dagana á ferðalagi milli tíu frægra heilsubaðstaða í Þýzkalancti. Ferðin er eiginlega ekki nema rétt hafin — hér á síð- um Mbl. að segja — megin- leiðin er eftir, og einungis e einum baðstað af þessum tíu hafa verið gerð nokkur skil. Ég lít líka á þennan eina, Bad Nauheim, sem upphaf og miðdepil ferðalagsins í senn — og urðu hinir stað- irnir einkum til upprifjunar og frekari áherzlu á það, sem við sáum og heyrðum í Bad Nauheim, þótt hvar- vetna væri reyndar eitthvað nýtt að sjá og hver staður hafi sín sérkenni, bæði hið ytra og innra, ef svo mætti segja. Þessir níu kúrstaðir munu því sitja á hakanum í frá- sögnum þessum, og vendi ég mínu kvæði nú í dálítinn kross. Við skulum að sinni hverfa þar frá, sem síðustu grein lauk, , þegar við, ís- lenzku ferðafélagarnir, vor- um að yfirgefa Bad Nau- heim í Hessen og tókum stefnuna til hinna glöðu Rín- arlanda. í staðinn skulum við nú líta um öxl — heim í Hveragerði. ★ Þetta er í rauninni ekkj svo jnikill útúrkrókur, því að þýzka- landsförin var fyrst og fremst farin með tilliti til Hveragerð- is — til þess að kynnast því, hvernig þýzku baðstaðirnir eru skipulagðir og hvernig þeir starfa og glöggva sig á því, hvort ekki sé ómaksins vert að vinna að því að koma upp fullkomnu, glæsilegu heilsulindabóli í Hvera gerði, þar sem allt bendir til, að aðstæður séu fyrir hendi til slíks. * ELLEFTI BAÐSTAÐURINN Nauðsynlegt er að gera fjöl- þættar rannsóknir á staðnum áð- ur en ráðleigt getur talizt að ráðast í viðamiklar framkvæmd ir á þessu sviði. Raunar hefir þegar verið unnið að allvíðtæk um rannsóknum í Hveragerði á vegum Gísla Sigurbjömssonar, forstjóra, einmitt með þetta fyr- ir augum. Margt er þó enn eftir að rannsaka — og mun Gísli ekki hugsa sér að ganga þar frá hálfköruðu verki. Nýlega var t. d. í Hveragerði á hans vegum þýzkur bakteríufræðingur, dr. H. J. Dombrowski frá Bad Nau- heim, um rúmlega þriggja vikna skeið og athugaði lífverur þær, sem þróast í hveravatninu. — Áður en Dombrowski hvarf aftur utan, bauð Gísli ferðafélögun- um úr Þýzkalandsförinni til Hveragerðis til þess að fregna nokkuð af rannsóknum Dombrow skis. — Þar bættist sem sagt ellefti baðstaðurinn við ferða- skrá okkar. ★ MARGT BÝR í VATNINTT Hinn þýzki vísindamaður lét mjög vel af dvöl sinni í Hvera- gerði og kvaðst telja sig hafa fundið þar marga hluti merki- lega, þótt hann vildi raunar fátt ákveðið segja um rannsóknir sínar, þar sem þær væru eigin- lega rétt að hefjast — aðalstarf ið væri eftir, við úrvinnslu þess efniviðar, sem hann hefði. safn- að að sér. Dr. Dombrowski !hélt heim- leiðis með fjölda sýnishorna af hinum margvíslegu lífverum, sem þrífast í afrennslisvatni hveranna og í hveraleirnum. Fengum við að sjá sumt af þessu í smásjám vísindamannsins, en þarna er m. a. um að ræða ýms ar tegundir einfrumunga — kís- ilþörunga, blá- og grænþörunga o. fl. — svo og margs konar smákvikindi, orma og flugur. Þar á meðal fann hann örsmáa Einkennandi fyrir hina þýzku kúrstaði eru undurfagrir skrúðgarðar (Kurparke). Þessi mynd er frá einum slíkum, Bad Pyrmont í Neðra-Saxlandi. Baðstjórnin þar hikar ekki við að nefna garð sinn „fegursta kúrgarð í Þýzkalandi" í auglýsingabæklingum — og það má mikið vera, ef það er ekki nokkuð nærri lagi. koma í Ijós við frekari athugun, sem kann að hafa meiri beina þýðingu að því er snertir lækn ingamátt lindanna í Hveragerði. En það er það, sem fyrst og fremst er á dagskrá hér. — Dr. Dombrowski lagði t. d. áherzlu á það, er hann ræddi við okkur félagana, að hann hefði hér fundið lífverur í 91 gráðu heitu á öðrum tímum árs, og þá sér- staklega að vetrinum, til þess að fá Ijósa heildarmynd af því, hvað er að gerast í hveravatn- inu, ef svo mætti segja — en allt það, sem hér hefir lauslega verið drepið á, hefir mikla þýð- ingu með tillití til þess að ákvarða, hvern lækningamátt Hveragerðis-lindirnar hafa — og Lindirnar bíða þess að líkna hinum sjúku flugu, sem hann telur líkur til, að sé ,,ný af nálinni", þ. e. áð- ur óþekkt, eins og fyrr hefir ver ið getið um hér í blaðinu. Ef grunur Dombrowskis um fluguanga þennan reynist réttur, verður fundur hennar e. t. v. talinn merkasti árangur starfs hans í Hverage’rði, frá almennu fræði-sjónarmiði. En margs ann ars merkilegs varð hann vísari — og fleira á kannski eftir að valíni, en slíkt væri afar óvenju legt, ef ekki einsdæmi. Yfirleitt væri talið, að líf þróaðist ekki i heitara vatni en 86—88 gráðum. Einnig þótti vísindamanninum merkilegt að finna kísilþörunga í sjálfum leirhverunum. k NAUÐSYN RANNSÓKNA Vísindamaðurinn kvað nauð- synlegt að gera svipaðar rann- j sóknir og hann hefir hér hafið hvers konar. — Dr. Domþrowski margtók það fram, að hann gæti ekkert endanlegt sagt þar að lút andi, fyrr en hann hefði unnið úr þeim mikla efnivið, sem hann hefði með sér frá Hveragerði, og jafnvel ekki fyrr en enn frek ari rannsóknir hefðu farið fram á staðnum. Þó lagði hann áherzlu á, að miklir möguleikar virtust vera fyrir hendi til baðlækn- inga í Hveragerði — það tel ég k SÓÐASKAPURINN í lok samtalsins bar dr. Dombrowski fram gagnrýni, sem mér finnst þurfa að koma hér fram. Hann er maður mjög kurteis og var sýnilega á báðum áttum, hvort hann ætti að láta þetta „flakka“, enda bað hann okkur þess lengstra orða, að taka það ekki sem hans persónulegu gagnrýni, heldur sem aðvörun vísindamanns. En það, sem hon« um lá á hjarta, var sóðaskapur. inn og hirðuleysið, sem hvar« vetna blasir við, ef gengið er um hverasvæðið. Var auðheyrt, að vísindamanninum blöskraði, þótt hann færi um þetta eins fáum orðum og mildurn og unnt var. Við höfðum veitt því athygli, er við gengum með dr. Dom- browski um hverasvæðið, að það er nánast eins og ein allsherjar- ruslakista, þar sem fleygt hefir verið hvers kyns járnadrasli, ó« nýtum garðyrk j uáhöldum og spýtnabraki — jafnvel í sjálfar hveríaholurnar. Til dæmis um fjölbreytnina, má geta þess, að á einum stað gat að líta smá« tré, sem augsýnilega var rétt búið að fleygja þarna, því að það var enn allaufgað. — Þá var okkur og bent á það, að frárennsli frá nokkrum húsum fer um opinn skurð inni á sjálfu hverasvæðinu. — Vísindamaður inn kvaðst ekki ætla að tala um óprýði þa, sem væri að öllu Úthverfan á Hveragerði: Rör, blikk, spýtnarusl, garðhrífa — og laufguð hrísla, aði hinum erlenda vísindamanni að vonum, þótt hann segði ekki margt. Þetta blöskr Litið til Hveragerðis — með þýzka kurstaði i baksýn mér óhætt að fullyrða, sagði hann. — En þið verðið fyrir alla muni, sagði hann enn frem- ur, að glöggva ykkur til fulls á eigindum þeirra ,,meðala“ — þeirra linda, sem hér bíða þess að verða sjúku fólki til líknar og blessunar, áður en nokkrar stórframkvæmdir verða hafnar. Þið getið ekki farið að reisa hér fullkomin nýtízku baðhús, með öllum þeim mikla og dýra bún aði, sem til heyrir, byggja hótel o. s. frv. — til þess svo að standa uppi einn góðan veðurdag og segja: — Jæja, nú höfum við hérna þennan líka fína baðstað — en að hverju eigum við nú helzt að snúa okkur? Hjartasjúk- dómum, gigt, öndimarsjúkdóm- um, lömunum? Þetta þarf að liggja ljóst fyrir, áður en farið er að hræra steypuna. Þess vegna eru ýtarlegar rannsóknir á mörg um sviðum óhjákvæmilegar — og spara iafnframt fé og fyrir- Vinfn draslinu á hverasvæðinu — en sér fyndist, að hann yrði að vara við hvers konar sóðaskap þar, sem vel gæti spillt hverun- um varanlega, jafnvel gert þá að gróðrarstíu sjúkdóma í stað heilsulinda (sbr. opna frá- rennslið). Þá kvað hann illger- legt að ljúka rannsóknum á hverasvæðinu, nema það yrði al gerlega hreinsað, þar sem öll hin framandi efni, er þar væm nú saman komin, hlytu að hafa truflandi áhrif á nákvæmar, efna fræðilegar rannsóknir. Auðvitað eigum við ekki að þurfa að láta útlendinga segja okkur jafnsjálfsagðan hlut eins og það, að okkur beri að ganga þrifalega um heimkynni okkar, En það er nú samt svo, að hirðu leysi og jafnvel hinn versti sóða« skapur er allt of áberandi í dag. legri umgengni íslendinga. Hveragerði er þar vissulega ekk« ert einsdæmi. Reykvíkingar og íbúar annarra stærri og eldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.