Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 174. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MORGUWBLAÐIÐ
Laiurardagur 5. ágúst 1961
Stjórn Öryrkjabandalags Islands. Talið frá vinstri: Andrés Gestsson, Einar Eysteinsson, Svein-
björn Finnsson, Oddur Ólafsson, formaður, Sigríður Ingimarsdóttir, Zophonías Benediktsson og
Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri.
Oryrkjabandalag stofnað
NÝLEGA hefur verið stofnað
Öryrkjabandalag íslands. Er það
sameiginlegt bandalag 6 öryrkja-
félaga hér á landi: Blindrafélags-
ins, Blindravinafélagsins, SÍl'.S,
Sjálfsbjargar — landssambands
fatlaðra, Styrktarfélags lamaðra
©g fatlaðra og Styrktarfélags van
gefinna. Tilgangur bandalagsins
er sá að vinna að öllum sameigin
legum málefnum öryrkja, t. d.
rekstur vinnumiðlunar- og upp-
lýsingaskrifstofu fyrir þá, koma á
samstarfi við hliðstæð félagasam-
tök erlendis o. s. frv. öryrkja-
bandalagið opnaði um sl. mán-
að'amót skrifstofu hér í Beykja-
vík, sem fyrst um sinn mun eink
um ætlað að annast vinnumiðl-
un og upplýsingaþjónustu.
Stjórn bandalagsins hélt fund
með blaðamönnum í gær og
skýrði þeim frá bandalagsstofnun
inni og tilgangi þess. Hafði for-
maðurinn, Oddur Ólafsson yfir-
læknir á Reykjalundi, orð fyrir
Stjórnarmönnum. „Aðaláhugamál
okkar er", sagði hann m. a., „að
sem fæstir í þessu landi verði
svo miklir öryrkjar, að þeir geti
ekki  aflað  sér  lífsviðurværis".
Slasaðist í slags-
málum á sveitaballi
AKRANESI, 3. ágúst. — Dans-
leikur var haldinn um síðustu
helgi á Logalandi í Reykholts-
dal. Var þar fullt hús. Reyk-
víkingur um þrítugt, sem kvað
hafa verið að starfa þar upp
frá, brá sér á dansleikinn.
Skyndilega gerðist gnýr. —
Tveir menn settu sig í slags-
málastellingar að gamni sínu og
tókust á loft. Þetta verkaði
eins og sprengja og upp hófust
svo alvarleg slagsmál, að Reyk-
víkingurinn fyrrnefndi hlaut
ekki einungis brotinn hand-
legg, heldur var handleggurinn
svo söndurtættur og illa leik-
inn að héraðslæknirinn réði til
að flytja manninn suður. Var því
Bjöm Pálsson beðinn að koma
á sjúkraflugvélinni og flutti
hann manninn suður í flugvél-
inni. -— Oddur.
Lagði Oddur áherzlu á nauðsyn
þess, að vinnugeta öryrkja væri
nýtt, því að það væri ekki síður
mikilvægt fyrir þjóðfélagið í
heild en þá einstaklinga, sem
hlut eiga að máli.
Öryrkjafélögin hafa lengi
stefnt að því að sameinast til
lausnar sameiginlegum vanda-
málum, en um alvarlegar tilraun-
ir í þessa átt mun ekki hafa
verið að ræða fyrr en árinu 1959.
Þá var kosin samvinnunefnd
þriggja öryrkjafélaga, Blindra-
félagsins, SÍBS og Sjálfsbjargar,
sem átti frumkvæði að stofnun
nefndarinnar. Vegna hinnar
ágætu reynslu, sem fékkst af
þessu samstarfi, ákvað samvinnu-
nefndin að hefja undirbúning að
stofnun sambands eða banda-
lags öryrkjafélaganna og kaus
þriggja manna nefnd, er annast
skyldi undirbúning í þeirri
nefnd áttu sæti: Oddur Ólafsson
yfirlæknir (SÍBS), Haukur Krist-
jánsson læknir (Sjálfsbjörg) og
Elísabet Kristjánsdóttir (Blindra
félagið).
í byrjun þessa árs skilaði nefnd
in svo áliti, þar sem hún mælti
með stofnun sameiginlegs banda-
lags öryrkjafélaganna í landinu
og stæði opið samskonar félögum,
er síðan kynnu að verða stofnuð.
Hinn 5. maí sl. var öryrkjabanda
lag íslands stofnað með þáttöku
sex ofangreindra öryrkjafélaga
og styrktarfélaga öryrkja. Telja
áhugamenn um málefni öryrkja,
að stofnun bandalagsins marki
tímamót í sögu öryrkjafélaganna,
þar sem þau hafi innan þess
eignazt sameiginlegan vettvang
til samræmingar og eflingar
störfum sínum. í byrjun júlí réði
bandalagið sér framkvæmdar-
stjóra, Guðmund Löwe, og leigði
sér skrifstofuhúsnæði í húsi SÍBS
að Bræðrabórgarstíg 9.
Stjórn öryrkjabandalags ís-
lands er svo skipuð: Formaður:
Oddur Ólafsson (SÍBS), vara-
formaður: Sveinbjörn Finnsson
(Styrktarfélag lamaðra og falt-
aðra), gjaldkeri: Zophonías Bene
diktsson (Sjálfsbjörg), ritari:
Sigríður Ingimarsdóttir (Styrkt-
arfélag vangefinna), meðstjórn-
endur: Andrés Gestsson (Blindra
félagið) Og Einar Eysteinsson
(Blindravinafélagið).
Daníel ætlar aö
auka vélakostinn
FLUGSAMGONGUR hófust ný-
lega við sex staði, sem Flugfélag
íslands flýgur ekki til. Það er
Daníel Pétursson, flugmaður, sem
hér er að verki — með tveggja
hreyfla Rapide-flugvél, sem hann
k/eypti ásamt félaga sínum af
Flugskólanum Þyt.
*  *   *
Daníel hefur auglýst vikulegar
ferðir til Hólmavíkur, Gjögurs,
Hellissands og Þingeyrár — og
flýgur hann ennfremur tvisvar
í viku að Búðardal og til Stykkis
hólms.
Mbl. hafði tal af flugmannin-
um í gær og sagði hann, að þetta
gengi mjög vel, flutningarnir
færu sívaxandi. Hann sagðist
vera að undirbúa áætlunarflug til
sjöunda staðarins, Blönduóss.
*  *   *
— Flugvélin tekur 8 manns, en
með tilliti til þesí að flugvell-
irnir, sem ég lendi á úti á landi,
eru misjafnir, tek ég aðeins sex
að staðaldri. Ég hef líka póst á
suma staðina ©g annar flutningur
fer vaxandi,  sagði Daníel.
— Ég fer líka margar leigu-
ferðir, t. d. á þjóðhátíðina í Eyj-
um, bæði héðan úr Reykjavík og
frá öðrum stöðum á landinu. Ég
flýg líka mikið fyrir mjólkur-
samsöluna, með EMMESS-ís til
ýmissa staða úti á landi, þangað,
sem þeir fara ekki á ísbíln«m.
Ég fer venjulega 3—4 ferðir í
viku fyrir þá.
•    *  *   *
— Hvað kostar farið á lengstu
flugleiðinni hjá þér?
— Að Gjögri kostar það 400
krónur og ferðin tekur klukku-
tíma og 15 min. Að Hellissandi,
Stykkishólmi og Búðardal er far
ið hins vegar 250 krónur og þang-
að er ég 40 mínútur. — Ef þú
ætlar að segja eitthvað frá þessu
í blaðinu, þá máttu geta þess, að
þetta er hagkvæmara en að fara
landleiðina, sagði Daníel. Að
Hellissandi kostar farið 215 krón-
ur landveginn, en svo stanza þeir
og borða og drekka kaffi svo
að það jafnar sig upp. Ferðin
tekur víst eina 7 tíma.
*  *  *                                             ¦ I
— Þetta hefur gengið svo vel
í sumar, að ég geri mér vonir
um að geta fært út kvíarnar
næsta vor, aukið flugvélakostinn
— Og flogið til fleiri þorpa Og
byggða, sem ekki hafa flugsam-
göngur við Reykjavík, sagði
Daníel að lokum.
Bilaði við
Grænland
í FYRRAKVÖLD var komið
hingað til Reykjavíkur með fær-
eyska bátinn Jákup B, en aðal-
vél bátsins hafði bilað, er hann
var á leið frá Austur-Grænlandi
til Vestur-Grænlands. Vair það
færeyski báturinn Hav0rn, sem
dró hann hingað, en báðir hafa
bátarnir verið á handfæraveið-
um við austurströnd Grænlands.
Tjáði stýrimaðurinn á Jákupi B
blaðinu í gær, að veður hefði ver
ið mjög gott alla leiðina frá
Grænlandi og ferðin sótzt vel,
tekið um 2Vz sólarhring.
Báðir eru bátarnir hinir glæsi
legustu, Jákup B er smíðaður í
Noregi, 315 brúttólestir að stærð,
en Hav0rn í Frakklandi, en hann
er nokkru minni. 26 manna á-
höfn er á báðum bátunum. Tveijr
danskir sérfræðingar eru komn-
ir hingað til þess að hafa um-
sjón með vi rerðinni á vél Ja-
kups B, sem gert er ráð fyrir, að
muni standa yfir í nokkra daga.
Hav0rnin hélt aftur til Græn-
lands í gærkvöldi.
„Fjarst í eilífðar
útsæ"
Þegar Velvak«ndi ætlaði að
færa spjall dagsins í einn
stað, þá varð honum litið á
landakortið, sem hangir á
veggnum fyrir framan ritvél
ina, og hann fór að velta fyrir
sér legií fslands norður í hafi
og þýðingu hennar í menn-
ingu og sögu þjóðarinnar.
Vegna legu landsins og ein
angrunar er saga okkar t.d.
ekki eldri en raun er á. —
Vegna hennar létu íslending-
ar til leiðast að af-
sala sér fullveldi sínu 1262,
gegn fáum áætlunarferðum á
ári frá Noregi. Vegna ein.
angrunar og skorts á bygging
arefni hjuggu landsmenn skóg
inn, vegna hennar bárust
menningarstraumar álfunnar
ekki til erfingja sagnanna
fyrr en um síðir og þá oftast
ekki nema sem svæfandi sunn
anvindur sem lyngt hafði í
hafi.
• Verndun
tungu
og menningar
Hin erlenda stjórn stofnaði
sjálfstæðrj tungu og menn-
ingu íslendinga í hættu, sem
afstýrt var, einkum með
hjálp  lifandi  bókmennta  og
ættjarðarást sannara föður-
landsvina.
Þessi harða barátta fslend
inga fyrir þjóðerni sínu og
sjálfstæði hefur sett mörk sín
á íslendinga og viðhorf þeirra
gagnvart útlendum mönnum
og málefnum. Enn í dag er
hér á landi fjöldi manna,
sem berst harðri baráttu til
þess að losa landið úr klóm
Dana. Fólk, sem hefur erft
hið þrönga þjóðernissjónar-
mið úr gömlum bókum og
virðist ekki gera sér grein fyr
ir framvindu tímanna.
Við fslendingar erum sjálf
stæð fullvalda þjóð í dag. —
Menning okkar og tunga hafa
þegar skotið svo djúpum rót-
FERDINAIMP

,|  |         ~~    ¦ ©PIB
V  I  . I  I    .                            rQPEHHAGEH


um, að ekkj verður talið, að
heilbrigð erlend áhrif geti
annað en lífgað hana og eflt.
Ef við ætlum að einangra bkk
ur, hafna öllum útlendum
framlögum til menningar
okkar og tungu, aðeins vegna
þessa öfgafulla varðveizlu-
sjónarmiðs, hafna sjálfsagðri
og nauðsynlegri samvinnu
við frænd- og nágrannaþjóð-
ir okkar, þá fyrst er menn-
ingu okkar hætta búin. Þá
mun hana daga uppi og verða
steingerfingur, sem einn góð
an veðurdag verður afneitað
og útlægur ger.
? Sameiginlegt
brauðstrit
En það er ekki eingöngu í
menningarmálum, sem heil-
brigð samvinna við aðrar þjóð
ir er eina von smáþjóðanna,
en einangrunin dauðadómur.
Samvinna um tækni og efna-
hagsmál er ekki síður nauð-
synleg. Þeir menn, sem af mis
s'kilinni umhyggju fyrir landi
og þjóð berjast gegn slíkri
samvinnu við nágrannaþjóðir
okkar, eru því miður að berj
ast gegn þeirri velferð, sem
þeir halda að þeir berjist fyr
ir. fhaldsemi »f þessu tagi ef
ágæt með, en má aldrei vera
takmark í sjálfu sér.
Og svo eru þeir, sem berj-
ast gegn þessari nauðsynlegu
samvinnu gegn betri vitund.
af því að þeir vilja af stjórn.
málalegum ástæðum leita
langt yfir skammt og hafa nán
asta samvinnu við fjarlægar
þjóðir, sem efeki eiga neina
samleið með okkur í menning
ar- eða efnahaesmálum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20