Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 174. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Laugardagur 5. ágúst 1961
MORGVNBLAÐIÐ
Sigtif-jón  Bjornsson,  sálf ræðingur
Að ávaxta talentuna
TJNDARLEGIR eru vegir mann-
anna, mætti sá segja, sem nógu
guðlaus er til að hætta á orð-
taksbreytinguna. Undarlegir eru
þeir vegir og krókóttir og vandi
að vita hver leið er rétt. Þetta
hefur mér dottið í hug við dag-
blaða- og pésalestur síðustu mán
.*ða og vikna.
Menn fjargviðrast útaf hand-
ritum, verkföll geisa, ritstjóri ger
ist trúboði og prestur ver trú-
leysi sitt, siðvæðing heldur inn-
reið sína í landið o.í.frv. Eitt rek
ur sig á annars horn, eins og
stendur í vísunni.
Það er því kannski ekki að
undra þótt öll þessi umbrot í-
inenningarlífi höfuðborgarinnar,
fái leikmann til að staldra við
og velta vöngum yfir svo þvæld
um hugtökum serii kommúnismi
og lýðræði, kristin trú og guð-
leysi, þjóðernisstefna og alþjóSa-
hyggja. Og ekki að undra þótt
maður, sem ekki getur gert upp
við sig, hvaða stjórnmálaflokk
Ihann skuli kjósa á kjördegi leggi
kollhúfur í andanum.
Og eins og fer fyrir manni, sem
villist í moldviðri.á heiöum uppi,
tekur hann nú að svipast um
eftir kennileitum. Sé torsótt áð
rata kann jafnvel að fara svo
að hann hverfi til upphafsins og
freisti þess að rekja slóðina á-
fram, unz hann sér hvar hann
hefur borið úr leið.
Hinn andlegi vegvillingur get-
ur orðið svo langt leiddur, að
hann núi augun og spyrji með
Descartes: Er ég til? Líklega
kemst hann að sömu skoðun,
nefnilega að svo muni vera fyrst
hann er að basla við að hugsa. Sá
jþykist nú hróðugur, þegar hann
hefur höndum gripið cógitó-ið.
Þann kjörgrip hyggst hann aldrei
munu við sig skilja.Og í dásöm-
un sinni þykist hann þess full-
viss, að þar sé hinn öruggasti
hyrningarsteinn tilverunnar fund
inn, — leiðarhnoða, sem renni
á undan honum á leiðarenda.
Og sannarlega ætlar hann sér
ekki að glata cógitó-inu. Hann
brýtur heilann um hvernig hann
fái varðveitt það sem bezt.
Óhjákyæmilega lítur hann svo
á, að frelsi til að hugsa muni
vera eitthvert dýrmætasta skil-
yrði tilverunnar, því að sé hon-
um meinað að hugsa getur svo
farið að hann verði ekki lengur
til. En sé lengur haldið áfram
tekur málið að vandast, því að
nú spyr hann: Hvað getur hindr-
að mig í að hugsa? Ekki líkanv
iegt ofbeldi, ekki efnisleg frelsis-
ekerðing, heldur hugsanir ann-
©rra, tilbúin hugsunarkerfi sem
koma til hans, þrengja sér upp á
hugsun hans, éta sig inn í hana
eins og krabbamein og éta hana
loks út á gaddinn. Og þá er illa
farið, því að þá er oogítóið týnt,
en í stað þess komin grammofón-
plata, bók, Þjóðvilji eða Morgun-
folað — og hvar stendur hann
þá? Ekki tekur betra. við, ef
hann þrjózkast áfram í lógíl&
inni, því að nú er svo komið, að
hann lítur á öll hugsunarkerfi
ónnur en sín eigin sem fjendur
sína. Og hann hlýtur að sk.iða
hverskyns áróður sem skaðvæn-
legasta vopn þeirra.
Kominn á þessi vegamót fer
honum ekki að verða um sel. í
hvaða ógöngur er hann að fara?
Er hann ekki hvað óSast að fjar
lægjast mannabyggðir og sækja
é vit miskunnarlausra reginör-
aefa? Er cogitóið kannski eitt-
hvert falshnoða? Kannski eru
t>ær hugsanir annarra sem berast
honum utan frá langtum betri,
langtum skynsamlegri en hans
eigin vesæla hugarsmíð? Loks
éttar hann sig, hrekkur upp af
imókinu. Hvernig gat honum yiiir
sézt svo hrapallega? Auðvitað er
ekki hér um gildi hugsunarinnar
oð ræða — það er um að ræða
hið persónulega sjálfstæði og
frelsi til að ryðja eigin biaut.
Hugsun hefir einungis gildi sem
cogito: ég hugsa.
Ferðalangurinn lekur staf sinn
og heldur glaður áfram. Vissu-
lega var hann á réttri leið. Og
þannig líða stundir, dagar og ár.
En eitt sinn er hann lítur upp,
fyllist hann skelfingu. Hann er
einn, allir vinir horfnir, öll Morg
unblöð, um han* blása naprir
stormar — og framundan blasir
við endaalus auðn.
Skelfingin heltekur hann,
þegar hann er búinn að ná sér
hleypur hvað af tekur til byggða
og biður guð að hjálpa sér.
Kominn til mannabústaða, og
þegar hann er búirm að nú sér
eftir volkið, fer hann nú enn
á ný að hugsa ráð sitt. Cogitó-ið
dugar ekki. Og hvað á hann þá
að gera með frelsi. Bezt að haga
sér skynsamlega, maður kominn
á miðjan aldur. Hvernig væri að
gera velferðarprinsípið að leiðar-
steini. Hann sér að mörgum hef-
ur vegnað vel, sem því haf a beitt.
Þeir sem hugsa um tímanlega vel
ferð verða máttarstólpar þjóð-
félagsins, bústnir, státnir og á-
búðarmiklir. Svo að ekki sé tal-
að um, ef velferðarprinsípið er
látið ná út yfir gröf og dauða, —
þá er sællífi tryggt í Paradís um
alla eilífð.
Þannig hugsar hinn skynsami
ferðalangur. Reyndar finnst hom-
um full eigingj^rnt að hugsa að-
eins um eigin velferð, hví ekki
láta aðra njóta hennar með sér?
Og fyrst hann er nú á annað borð
snúinn við og þarf ekki lengur
á frelsi að halda og áróður er
ekki lengur vopn fjandmanna
hans, — hví þá ekki beinlínis ger
ast trúboði velferðar-stefnunnar?
Ekki furða þá að hann vilji að
flestir hagi sér skynsamlega. Og
þó — kannski er hann ekki al-
veg laus við ást sína á cogitó, þó
að hræðslan hafi borið hann ofur
liði. Kannski er honum ekki
beinlínis um það gefið, að aðrir
séu að fikta við hluti sem hann
gafst upp á. Maður veit aldrei
nema þeir kunni að reynast
kjarkmeiri ....
Æi-já, skelfing er mikill vandi
að vera maður. Skelfing er mikil
vandi að hugsa beint. Skelfing
er örðugt að rata um moldviðr-
isöræfi tuttugustu aldarinnar.
Sér í lagi, þar sem ljósberar eru
ekki á hverju strái. Getur maður
þá ekki ætlast til að honum fyrir
gefist, þó að honum verði það á
að krjúpa á kné og biðja guð að
hjálpa sér. Sennilega, væri ein-
hver tii að fyrirgefa annar en
sjálfs hans samvizka.
Kannski mesta spekin sé
fólgin í því, að við vesa-
lingar viðurkennum, að okk-
ur sé ofraun aS vera aðals-
menn í andanum? Að við sættum
okkur við þá staðreynd, aS það
er ekki á okkar færi að ávaxta
talentuna. Blaða- og pésalesning
sú, sem ég vitnaði til í upphafi, er
smám saman að færa mér heim
sanninn um, að þangað séum við
nú komnir á þroskabrautinni.
Sjötugur  í  dag:
Alexander Einarsson
frá  Dynjanda
ALEXANDER Einarsson bóndi
og sjómaður frá Dynjanda í
Jdkulfjörðum á í dag sjötugs-
afmæli. Hann á nú heimili að
Fjarðarstræti 21 á ísafirði.
Öll eru börn þeirra Alexanders
og Jónu mesta myndarfólk.
Á Dynjanda bjuggu þau hjón
í tvíbýli við Jóhannes bróður
Alexanders, og Rebekku konu
hans, en þau fluttu véstur að
Bæjum á Snæfjallaströnd.
Alexander á Dynjanda er hinn
mesti dugnaðar- og heiðursmað-
ur. Hann er starfsmaður mikill,
stefnufastur og einarður í skoS-
unum. Síðan hann fluttist til ísa-
fjarSar hefur hann aSallega stund
aS verkamannavinnu. Hefur hon
um orðið þar vel til vina eins og
í heimahögum sínum.
Ég óska þessum gamla sýsl-
unga mínum og fjölskyldu hans
allra heilla stjötugum.
S. Bj.
HLJÓMSVEIT „gömlu"- dans|
anna á Þórcaf é er leikur þiir |
á i'immtudags- og laugardags-
kvöldum   ásamt   söngvara)
hljómsveitarianar, Huldu Em-
ilsdóttur, sem er til miðju ál
myndinni. Aðrir talið frá ?.:
Xage  Möller,  píanó,  Ásgeir
Sverrisson,  harmonika,  Guð-
mundur  Finnbjörnsson,  Alto
sax, bassi (hljómsveitarstjóri)
Jdhannes Jóhannesson, harmo
iiku, Ole östergárd gítar og
Karl Karlsson trommur.
í stað Ole östergárd leikur
nú Haraldur Baldvinsson á
gítar í hljómsveitinni. Það er
mál manna að þetta sé ein
allra líflegasta hljómsveit
landsins eins og hún er nú
skipuð'.  .
Alexander er fæddur að Dynj
anda árið 1891. Þar ólst hann upp
hjá foreldrum sínum og hóf þar
síðar búskap. Stundaði hann bæði
sjósókn og landbúnað eins og
tíðkaSist í þá daga. Þótti hann
dugmikill  og  farsæll  sjómaður
Kona Alexanders er Jóna
Bjarnadóttir frá Snæfjöllum.
Áttu þau 9 börn og eru 8 þeirra
á lífi, Bjarni, sem búsettur er
á Flateyri, Kristín á ísafirði,
Bjarney Reykjavík, Einar Reykja
vík, Jóhanna Reykjavík, Einhild
ur Reykjavík, Benedikt Hjalt-
eyri  og  Gunnhildur Reykjavík.
IVIOLD
GRASFRÆ
*   ••
TUNÞOKUR
"ÉLSKORNAR
instanl
chicken soui
mix
DULFRANCE
Dulfrance 1»
siipur
Dulfrance súpurnar eru ljúf-
fengustu og beztu súpu-
kaupin.
—  eru ódýrustu súpur sem
fáanlegar eru.
—  eru þægilegar í ferðalög
ím.
—  eru þægilegar í notkun,
og kosta litl*> fyrirhöfn.
Vandlátir neytendur kaupa
því Dulfranoe súpur. Fást í
flestum matvöruverzlunum. —
Verð kr. 8,90.
Umboðsmaður
A^W+Vrtv'
Skrifar  um  KVIKMYNDIR
Hafnarbíð:
KVENHOLH SKIPSTJÓRINN
HAFNARBÍÓ sýndi fyrir nokkr-
um árum þessa ensku gaman-
mynd við mikla aSsókn, enda
myndin bráSskemmtileg og ágæt-
lega leikin. MeS aSalhlutverkiS
fer snillingurinn Alec Guiness, en
hann er aS allra dómi í fremstu
röð enskra leikara og frægur fyr-
ir þaS, meSal annars, hversu
snjall hann er í því aS velja sér
gerfi er hæfa persónum þeim er
hann leikur. — Myndin segir frá
enskum skipstjóra, Henry St.
James (Alec Guiness), en skip
hans heldur uppi áætlunarferS-
um milli Gíbraltar og Kalik í
Norður-Afríku. Á fyrri árum ein
setti hann sér að njóta lífsins í
sem ríkustum mæli og þeim
ásetningi var hann vissulega trúr
á sína visu þar til öðru vísi skip-
aðist á óvæntan og óþægilegan
hátt. Ástir kvenna voru honum
'lykill að hinni jarðnesku para-
dís og þann lykil hafði hann fund
ið og það tvo frekar en einn,
enda dugði ekkert minna slíkum
manni. Hann átti sem sé tvær
eiginkonur, aðra í Gíbraltar, hina
í Kalik og stundaði báðar af
mikilli kostgæfni, en með ólíkum
hætti: Hjá Maud sinni í Gíbraltar
var hann hinn hógláti heimilis-
faSir, sem færSi konu sinni jafn-
an eitthvaS nytsamt í búiS, svo
sem saumavél og ryksugu, og
drakk aldrei nema kók, en meS
Nítu í Kalik var hann hinn glað-
væri eiginmaður, sem var öll-
um stundum á skemmtiítöðum
með konu sinni og drakk helzt
sjússa eða kampavín. En oft skall
hurð nærri hælum í þessu tví-
klofna lífi hins heillandi skip-
stjóra, en verst var það þó, er
eiginkonurnar hittust og við lá
að þær kæmust að atferli eigin-
mannsins. Honum tókst með að-
stoð lögreglunnar og peningum,
að  afstýra  voSanum.  En  alltaf
kemur einhvern tíma aS akulda-
döguníim. Eiginkonurnar verSa
þreyttar á skipstióranum sínum,
önnur vegna hóglætis hans og of
mikilla dyggða, hin vegna
skemmtanafýsnar hans. Og þær
fara . báðar frá honum. En það
sem verra er, — hann er ákærð-
ur fyrir morð og við sjáum hann
síðast á aftökustaðnum í Kalik
fyrir framan sveit vopnaðra her-
manna. Fyrirliðinn hrópar: Skjót
ið — og skotin ríða af, en .  . .
Eins og áður segir er mynd
þessi bráðskemmtileg, vel gerð
og yfirleitt prýðilega leikin. Alec
Guiness er frábær í hlutverki
skipstjórans og aðrir leikendur
fara einnig mjög vel með hlut-
verk síru
Tripolíbó:
FAGRAR KONUR TIL SÖLU
ÞETTA er ný ensk „Lemmy"-
mynd og ein af þeim betri mynd
um, sem hér hafa sézt meS þess-
um skemtilega leikara. — í þetta
sinn er Lemmy ekki leynilög-
reglumaður heldur skikkanlegur
bílstjóri, sem lendir í klónum á
samvizkulausum bófa, sem hefur
það að atvinu að tæla ungar stúlk
ur frá meginlandinu til London
og reka þær síðan út í vændis-
lifnaS þar í borg. Nick Biaggi, en
svo heitir bófinn, hefur marga
menn i þjónustu sinni, sem allii
hlíta í blindni boSi hans og banni.
Og hann hefur á að skipa f jölda
stúlkna fyrir viðskiptavinina. —
Ný stúlka hefur bættzt í hópinn.
Hún er frá París og heitir Malou.
Hún þarf að fá enskan ríkis-
borgararétt til þess aS mega
dvelja í landinu og starfa þar.
Nick hafSi gert Lemmy, — eða
réttara Johnny, eins og hann heii
ir í myndinni greiSa og meS þvi
fær hann Johnny til aS kvænasi
stúlkunni „proforma" eins og
hann segir. Stúlkan og Johnny
eru gefin saman, en hvorugt
þeirra veit hvað undir býr. Hún
heldur aS hún eigi að fá góða
&tvinr»u hjá hefðarfrú og Johnny
heldur slíkt hið sama. Þau skilja
þegar eftir giftinguna, en brátt
kemst Johnny að hinu sanna
Hann hefur þegar orðið hrifinn
af þessari konu sinni og hann
ákveður að bjarga henni úr klóm
bófans. Leigubílstjórar borgar-
innar ganga í lið með honum.
Kemst nú allt í uppnám, átökin
milli Johnny og manna hans
annars vegar og Nick og bófa-
flokks hans hins vegar eru hörð
Og spennan mikil Að lokum tekst
Johnny og mönnum hans að yfir
buga bófanna og lætur Nick líf-
ið i þeirri viðureign. Góðan þátt
Framh. á bls. 17
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20