Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 174. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Laugardagrur 5. ág'úst 1961
MORGVN^tLAÐÍÐ
Víðtæk vegaþjónusta
og  aðstoð við bifreiðaeigendur
UNDANFARIN ár hefur F.I.B.
heldið uppi víðtækri viðgerða-
þjónustu og aðstoð við bifreiða-
eigendur á vegum úti um Verzl-
unarmannahelgina.
Þessi þjónusta félagsins hefur
átt miklum vinsældum að fagna,
enda hafa margir notið hennar
foæði meðlirnir í félaginu og aðrir
ökumenn, — þótt svo sé að vísu
til ætlazt, að félagsmenn gangi
fyrir henni.
Umferð á vegum bæði sunnan-
lands og raunar um allt land,
fer sívaxandi með ári hverju, en
það gerir jafnframt aukna þjón-
ustu F.Í.B. nauðsynlega enda hef
ur félögum fjölgað mjög að und-
anförnu. Enda hefur félagið nú
bolmagn til þess að hafa fleiri
og betri aðstoðarbíla á vegunum,
en nokkru sinni áður. Einnig
verða nú fleiri verkstæði opin,
toetra samband við vegfarendur,
imeiri samvinna við ýmsar opin-
foerar stofnanir, aukin þjónusta
á ýmsan hátt.
Vegaþjónusta F.Í.B. starfar nú
Kiljans-
kvöld í
minum
Stykkishólmi, 25. júlí.
ÁGÆTIS veður í gær og í dag.
Sól og andvari.  Góður þurrkur
og margur hefur notað sér hann
Vel og náð upp miklum heyjum.
í gærkvöldi kom hingað til
Stykkishólms ágætur leikhópur.
Voru það þau Helga Valtýsdótt-
ir, Haraldur Björnsson, Rúrik
Haraldsson og Lárus Pálsson.
Réttara sagt Leikflokkur Lárus-
ar Pálssonar. Ósköp er langt
síðan svona ágætur leikhópur
hefur heimsótt Stykkishólm,
enda skemmtu menn sér kon-
unglega og dáðust að því hversu
vel, já snilldarlega vel þessi sýn
ing tókst. Leikurinn allur jafn
og vel fluttur — þannig að tím-
inn var liðinn áður «n fólk átt-
aði sig á því.
Sýndir voru ýmsir kaflar úr
verkum Halldórs K. Laxness. —
Ýmsir héldu áður en þeir sáu
sýninguna að hér væri aðeins
um upplestur að ræða. Að kalla
þetta Kiljanskvöld hefur ef til
vill ekki verið nógu skýrt til
orða tekið. Nei. Þarna voru á
ferðinni ágætir leikþættir og
allir vel valdir nema að mínum
dómi helzt einn kaflinn í Para-
dísarheimt. Mér fannst honum
hefði mátt sleppa og í hans stað
koma þátturinn þegar Steinar
kemur heim frá Kaupinhafn. —
Þar nær verkið hámarki sínu.
En hvað um það. Um þetta má
alltaf deila, en sýningin í heild
var ágæt og þeir sem sáu,
énægðir og þakklátir hinum
ágætu gestum fyrir heimsókn-
ina. —i
í lok sýningar ávarpaði pró-
fastur Sig. Ó. Lárusson leik-
flokkinn og færði honum þakk-
ir Hólmara fyrir ágæta og vand
aða skemmtun.
1 dag hélt leikflokkurinn
áfram ferð sinni og næsti áfanga
staður var Logaland í Reykholts
dal. —
•
Unnið er nú í Skógarstrandar-
vegi og er þegar kominn ágætur
vegur að Valshamarsá og vant-
ar nú ekki nema tæpa 7 km til
að vegurinn nái saman og skot-
vegur sé frá Stykkishóhmi inn í
Búðardal. Þessir 7 km sem eft-
ir eru eru líka afar leiðinlegur
og vondur kafli og sjálfsagt
tala margir eitthvað ekki fagurt
þegar þeir aka hann.
af fullum krafti um mestu um-
ferðahelgar ársins, eða s.l. helgi,
næstu helgi (verzlunarmanna-
helgina) og einnig um helgina
12.—13.  ágúst.
Á vegum F.f.B. eru 6 aðstoðar-
bifreiðar á vegunum sunnanlands
og vestan, 3 þeirra eru stórir
krana- og dráttarbílar, sem fyrir-
tækið Þungavinnuvélar h/f legg-
ur til. Þar að auki eru nokkrar
aðstoðarbifreiðar á leiðinni Borg-
arfjörður — Akureyri. Margir
þessara bíla hafa talstöðvar.
F.f.B. hefur samið við ýmis við-
gerðaverkstæði um þjónustu við
vegfarendur, og eru þau helstu
á Akureyri, Dalvík, Skagaströnd,
Blönduós, Hvammstanga, Lauga-
læk, við Miðfjarðará, Forna-
hvamm, Hreðavatn, Börgarnes,
Akranes, Hveragerði, Selfoss,
Hellu, Hvolsvöll og Vík í Mýr-
dtQ. ökumenn eru beðnir að snúa
sér til þeirra ef hægt er — frekar
en að tefja viðgerðabílana á veg-
unum.
Landssími fslands veitir mikils
verða þjónustu til að auðvelda
þetta starf, einkum hvað snertir
talstöðvaþjónustu. Stuttbylgju-
stöðin að Gufunesi aðstoðar
einnig við að halda uppi sam-
bandi milli hinna ýmsu stöðva, —
Útvarpið flytur öllum landsmönn
um tilkynningar um framkvæmd
þessarar þjónustu F.í.tí. og skýr-
ir vegfarendum frá því hvar bif-
reiðarnar eru staðsettar á hverj-
um tíma. Þá hefur lögreglan i
Reykjavík einnig tekið þátt í þess
um aðgerðum, og geta allir snúið
sér til hennar beint, eða bifreiða
hennar með hjálparbeiðnir.
Flugbjörgunarsveitin hefur lán
að ýmis tæki og hjúkrunargögn.
Um síðastliðna helgi var yfir 20
bifreiðum veitt ýmisskonar að-
stoð í nágrenni Reykjavíkur, og
má m. a. benda á atvik, sem kom
fyrir á Þingvallaveginum, er
fólksbifreið fór útaf og féll niður
af mannhæðarháum vegkanti.
Farþega sakaði ekki, en bifreiðin
skemmdist talsvert. Vegaþjónusta
F.f.B. frétti af þessu í gegnum
talstöðvarnar Og eftir 20 mín.
hafði bifreiðinni verið náð upp á
veginn — og gert við hana — svo
hún gat haldið áfram leiðar sinn-
ar.
Til þess að fljót og góð hjálp
getj borizt eru allir vegfarendur
beðnir um að veita aðstoð sína
við að koma skilaboðum áleiðis
til viðgerðabílanna frá þeim sem
hjálpar þarfnast.
ÞA», SEM þarf að athuga
þegar myndir eru teknar, er í
stuttu máli þetta:
Gæta verður þess að ljós
komist ekki inn á filmuna
þegar hún er sett í myndavél-
ina eða tekin úr henni. Þeg-
ar filman er tekin úr, verður
að vef ja rauða pappírnum vel
utan um hana og sjá um að
hún sé þétt vafin upp á keflið
og limil aftur.
Þegar filman festist í mynda
vél, sem er því miður mjög
algengt, er oftast búið að taka
á meiri hluta filmunnar. Þá er
réttast að taka filmuna úr vél-
inni, því annars er hætta á
að myndavélin brotni eða film
an rifni. Ef verið er úti við,
er bezt að breiða yfir sig eða
nota svefnpoka sem myrkra-
herbergi. Filman er síðan los-
uð, undin upp í höndunum og
Iímd aftur. Er þá oftast hægt
að bjarga myndunum.
Fjarlægð verður að vera
rétt stillt. Kassavélar taka
ekki skýrar myndir nær en
2  m.,  flestar  eru  stilltar  á
3 metra. Á þær er þvi hægt
að taka myndir frá 2—3 m
f jarlægð í óendanlegt.
Hraðastilling: Á kassavél-
um er hraðinn hægur 1/25 úr
sek., svo að gæta verður þess
að  vélin  sé  stöðug  þegar
hleypt er af, svo að myndin
verði ekki hreyfð. Á mynda-
vélum, sem hafa breytilegan
hraða, er hægt að nota 1/100
hluta úr sek. þegar myndir
eru teknar úti við og ljósop
F 11 í sól. Þegar birtan
minnkar á að opna ljósopið,
en ekki minnka hraðann. Hér
er svo til hliðsjónar tafla,sem
má nota þegar engin ljós-
mælir er við hendina. Klipp-
ið hana úr blaðinu og stingið
henni í lokið á myndavéla-
töskunni, þar sem auðvelt er
að ná til hennar.
Ljósop
Sól            11—16
Skýjað en bjart      8
Þungbúið          5,6
Dimmt veður    3,5—4
•  Umbúðirnar kopierast
á filmuna
Allar filmur eru stimplað-
ar með ðagsetningu, sem gef-
ur til kynna hvenær filman
er útrunnin. 1—2 árum eftir
þann tima hefur hún tapaö
það litlu af ljósnæmi sinni
að ekki ætti að saka. Þetta á
samt ekki við allar filmur,
sem hér hafa fengizt. Sumar
duga varla út þann tíma, sem
stimplaður er á kassann. —
Algengast er að með timanum
kopierist af pappírnum, sem
vafinn er utan um filmuna
og koma þá jafnvel tölustaf-
irnir af pappírnum fram á
filmuna. Ástæðan fyrir þessu
virðist helzt vera sú, að þess-
ar filmur þoli illa hita og
ætti því að varast að skilja
myndavélina eftir í sól lang-
an tíma, eða geyma hana í
mælaborðinu í bílnum.
UPPLÝSINGAR   þessar
fengum við í Fotofix í
Vesturveri.
Nýtt samkomu- og
veitingahús opnao
á Egilsstöoum
UM næstu helgi verður tek-
ið í notkun riýtt samkomu-
og veitingahús í Egilsstaða-
kauptúni á Héraði. Heitir
það Ásbíó, og stendur að því
20 manna hlutafélag. Húsið
er  um  220  fermetrar  að
stærð, tveir samliggjandi sal-
ir, annar fyrir veitingar en
hinn ætlaður til kvikmynda-
sýninga og dansleika.
Bætt úr þörf.
Fyrir um það bil 5 árum tóku
fimm menn í Egilsstaðakauptúni
Síldarbáturinn Arnkell frá
Rifi var aldeilis drekk-
hlaðinn af „silfri hafsins",
er hann kom inn til Norð-
fjarðar í fyrri viku, eins
og  sést  á  meðfylgjandi
mynd. Enda tolldi síldin
ekki á sinum stað, heldur
sprengdi skilrúmið inn í
lúkarinn og flæddi þar
inn. NáSi sildin upp að
efri kojum. Sem betur fór
var enginn skipverja þar
inni, og kokkhúsið á bátn-
um er aftur í. Þessvegna
sakaði engan, en verkun-
in á lúkarnum var víst
ekki sem geðslegust, þeg-
ar búið var að losa hann.
sig saman og hófu kvikmynda-
sýningar þar á staðnum. Voru
það þeir Árni Björnsson, Einar
Stefánsson, Garðar Stefánsson,
Sverrir Ólafsson og Einar Ólafs-
son. Ráku þeir kvikmyndahús
um nokkurt skeið, en fyrir 2 ár-
um skemmdust vélar og hús aí
eldi og lagðist þessi starfsemi þá
niður. A síðastliðnu vori er kunn-
ugt varð að gistihús Sveins bónda
Jónssoanr á Egilsstöðum, sem
hann hefur rekið áratugum sam-
an af mikilli prýði yrði ekki leng
U.T starfrækt, hófust eigendur As-
bíós handa og stofnuðu hlutafé-
lag. Var gamla bíóhúsið stækkað
um helming og er smíðinni nýlok
ið. Yfirsmiður var Hjalti Guðna-
Rekstur hússins.
í þessu nýja húsi eru veitingar
á boðstólnum allan daginn. Er
sjálfsafgreiðsla, beini seldur
vægu verði og öllu fyrirkomið á
hinn haganlegasta hátt. Auk þess
yerða haldnir í húsinu dansleik-
ir um helgar eins og áður segir.
Kaffidrykkja fréttamanna.
í fyrrakvöld var fréttamönnum
boðið til kaffidrykkju í húsinu
og skýrðu þeir Þórður Benedikts-
son og Ari Björnsson þá frá að-
draganda þessara framkvæmda
og fyrirhuguðum rekstri hú sins.
í stjórn Ásbíós hf. eru. Þórður
Benediktsson, formaður, Ari
Björnsson og Guðmundur Bene-
diktsson, en frú Erna Elíasdóttii-
sér um veitingar. —         J
Dragnótatrill-
urnar einar f iska
AKRANESI, 3. ágúst. — Sjö
dragnótatrillur voru á sjó í gær,
Aflahæstur var Hafþór með 2
lestir, helmingur koli, hitt
þorskur. Happasæll fékk 1300
kg. Sigursæll 1100, Flosi 1000,
Björg 900 og Sæbjörg 800. —
Enginn fiskur fæst á handfæri
og lítið sem ekkert á ýsulóð. í
fyrradag fiska5i ein trillan tvær
stórlúður. — Oddur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20