Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 174. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍÞROTTISl
Sjá bls. 18.
174. tbl. — Laugardagur 5. agúst 1961
Umferdarssða
Sjá bls. 8.
Bátar bíða með mikla
síld á Austfjarðahöfnum
Síld veiddist í gærkvdldi, en veður versrio-*
VEÐUR fer nú versnandi á
miðunum fyrir austan. Skip-
in voru þó að fá síld á
Reyðarfjarðardjúpi í gær-
kvöldi. Fjöldi skipa bíða nú
löndunar á Seyðisfirði og í
Deila fyrir
Félagsdómi
Vinnuveitendasamband fs-
lands hefur fyrír hönd Sem-
entsverksmiðju ríkisins leitað
úrskurðar Félagsdóms um það,
hvort yfirverkfræðingur verk
smiðjunnar hafi rétt til verk-
falls. Vitnaleiðslur í málinu
fóru fram í gærmorgun, en
málflutningur í gærdag. Sig-
urður Reynir Pétursson hrl.
flutti málið fyrir hönd VVSÍ,
en Sveinbjörn Jónsson hrl. fyr
ir hönd Stéttarfélags verk-
fræðinga. Úrskurður mun
væntanlegur fljótt eftir helg-
ina.
f þeim samningi vinnuveít
enda og verkfræðinga, sem
sagt hefur verið upp, er
ákvæði á þá Ieið, að yfirverk-
fræðingar hafi ekki verkfalls
heimild. Telja verkfræðingar,
að þeirri grein hafi verið^
sagt upp með öðrum ákvæð-
um samningsins, og sé úr gildi
fallin. Vinnuveitendur telja
hins vegar, að slíkt ákvæði
væri gagnslaust í samningi,
ef það félli úr gildi um Ieið
og samningnum er sagt upp
að öðru leyti.
Neskaupstað. Lítið var um
að vera á Raufarhöfn og fyr-
ir norðan.
Siglufjörður: Þar er brætt í
verksmiðjunum dag og nótt, en
lítið eftir í þrónum. Von er á
síld í bræðslu að austan. Flest-
ir aðkomumenn eru farnir og
baejarbragurinn að falla í
venjulegan farveg.
Friðrik og
Uhlmann
efstir
PRAG í gærkvöldi: — 1 fjórðu
umferð skákmótsins í Marianske
Lazne vann Friðrik Ólafsson
Gregger, Uhlmann vann Niemela,
Filip vann Szabo, Ghitescu vann
Bobozov og Blom vann Milic.
Jafntefli varð hjá Ciric og Bar-
endregt, Sliwa og Perez og Lund
quist og Johannessen.
Blom vann Bobozov í biðskák
úr 2. umferð. Biðskákir úr 3.
umferð fóru svo, að Barendregt
vann Blom, en jafntefli varð hjá
Uhlmann og Milic, Szabo og
Ghitescu og Bobozov og Ciric.
Staðan eftir fjórðu umferð er
þessi: 1.—2. Friðrik og Uhlmann
ZV2 v., 3. Filip 3 v., 4. Sliwa 2Vi,
5.—11. Szabo, Johannessen, Bar-
endregt, Blom, Ciric, Ghitescu og
Milic 2 hver, 13.—13. Bobozov
og Perez VA v. hvor, 14.—15.
Gragger og Niemela 1 v. hvor og
16. Lundquist Vvt vinning.
Sumarferð Óöins
MÁLFUNDAFÉLAGIB Óðinn
efnir til ferðar í Þjórsárdal dag
ana 12.—13. ágúst n.k. Lagt verð
ur af stað úr bænum eftir há-
degi laugardaginn 12. ágúst og
ekið sem leið ligur um Mosfells
heiði, Grafning, Selfoss, Stokks
eyri, Gaulverjarbæ, Skeið, um
Hreppa, í Þjórsárdal. Tjaldað
verður í Asólfsstaðaskógi og
höfð þar viðlega um nóttina.
Á sunnudaginn verða svo gkoð
aðir merkustu staðir í Þjórsár-
dal. Úr Þjórsárdal verðursíðan
h&ldið upp Hreppa, um Brúar-
hlöð aS Gullfossi og Geysi, það
aa að Skálholti og staðurinn
skoðaður. Frá Skálholti  verður
//
w/
ru
síðan ekið um Grímsneg, ölfus
og Hellisheiði til Reykjavíkur.
Farmiðar verða seldir á skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins n.k.
miðvikudag, fimmtudag og föstu
dag. Þátttakendur þurfa að hafa
tjöld og annan viðleguútbúnað.
Raufarhöfn: Þar vinnur verk-
smiðjan allan sólarhringinn og
þrær fullar. Ekki verður hægt
að landa í þær fyrr en annað
kvöld. Ekkert saltað.
Seyðisfjörður: Kl. 17.20 í
gær lágu þar inni 40 skíp með
samtals 22.200 mál. Von var á
flutningaskipum til þess að
flytja síldina til verksmiðjanna
á Siglufirði og við Eyjafjörð.
Hér er saltað dag og nótt.
Neskaupstaður: Þar höfðu í
gærkvöldi landað 15 bátar í
bræðslu samtals 9330 málum. —
Eldborgin landaði 3—400 tunn-
um hjá söltunarstöðinni Sæsilf-
ur. Söltunarstöðin Drífa er
tunnulaus eins og stendur. — í
höfninni í Neskaupstað bíða nú
skip með samtals 11.000 mál og
má reikna með áð löndunar-
stopp verði par í 3—4 sólar-
hringa.
Mesta saltsíld
nyrðra í 22 ár
í gær komu hingað á blaðið
tveir ungir minkabatiar með
feng sinn. Þeir heita Jón Há-
konarson, 10 ára, og Jakob
Ragnarsson, 12 ára. Þeir dvelja
í sumar í sumarbústað við
Elliðavatn og þar við stífluna
í vatninu rákust þeir félagar
á minkinn. Þeir hófu þegar
mikla grjóthríð að meinvætt-
inni og fór svo að lokum. að
þeir gengu af sk«pnunni
dauðri.
SIGLUFIRÐI, 4. ágúst. Sildar-
söltun hér norðanlands hefur
ekki í annan tíma verið meiri s.l.
Hvalfell með 270
tonn
í GÆRMOEGUN kom Hvalfell,
togari Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunnar, með fullfermi af
karfa til Reykjavíkur, 270 tonn.
Fékk togarinn þennan afla við
V-Grænland. Hófst uppskipun
þegar í gærmorgun, og mun
ljúka í dag.
22 ár. Er magn saltsíldar reynd-
ar öllu meira nú, en síldarsumar-
ið 193S. Þá voru saltaðar 338.641
tunna Norðurlandssíldar, en sölt-
unin nemur nú 338.990 tunnum.
Til samanburðar má geta þess,
að síldarsöltun norðanlands s.l.
sumar var 127.604 tunnur.
Á Siglufirði hafa nú verið salt
aðar tæpar 140.000 tunnur, en s.l.
sumar var aðeins saltað í rúmar
48.000 tunnur.
Sílarverksmiðjur ríkisins á
Siglufirði hafa fengið alls um
240.000 mál síldar, en fengu alls
s.l. sumar 180.000 mál. Rauðka
hefur fengið um 92.000 mál, en
fékk í fyrra aðeins 40.000 mál.
— Stefán.
„Hnefahöggiö" hans Eysteins
Loftb
til Eyja
. GÆR var sannkölluð Loftbrú
til Vestmannaeyja. Flugfélagsvél-
ar flugu þangað á klukkustundar
fresti, fóru samtals 15 ferðir, 13
ferðir frá Reykjavík, eina frá
Skógasandi Og aðra frá Hellu. I
fyrradag voru farnar 12 ferðir til
Eyja — og fluttu Flugfélagsvélar
því samt. um 750 farþega á þjóð-
hátíðina þessa tvo daga. Áður
höfðu mörg hundruð manns farið
flugleiðis og með Herjólfi fara
einnig nokkur hundruð manns.
í GÆR birti Tíminn á for-
síðu viðtal við Eystein Jóns-
son, sem nefndist, „Gengis-
lækkunin er hnefahögg í and
lit þjóðarinnar", og hefur
þau orð eftir foringjanum.
Nú vill svo til að það var
Eysteinn Jónsson, sem per-
sónulega samdi við forustu
kommúnista í upphafi vinnu-
deilnanna um það að láta
SÍS svíkja hagsmuni þjóðar-
heildarinnar á örlagastund
og semja um kauphækkun,
sem örugglega myndi ekki
leiða til kjarabóta, en mið-
aði að því að kollvarpa efna-
hag landsins.
Með þessum aðgerðum
felldu framsóknarforingjarnir
og kommúnistar gengi hinn-
ar íslenzku krónu. Þeir sýndu
vissulega bæði hnefann og
líka  fláttskapinn  í  vinnu-
deilunum. Og þó að Eysteinn
Jónsson hafi ekki persónu-
Iega skrifað undir svika-
samningana, sem felldu geng
ið, heldur látið þá Erlend
Einarsson og Il.jört Hjartar
annast það, þá var það hann,
sem skipaði fyrir um gerð
þeirra.
Því er heldur ekki til að
dreifa, að Eysteinn Jónsson
hafi aldrei framkvæmt geng-
isfellingu. Þvert á móti hefur
hann staðið að þeim flestum,
og verður hann auðvitað
ekki ásakaður fyrir það að
viðurkenna orðna hluti. En
það kemur vissulega úr hörð-
ustu átt, þegar þeir menn
tala um þjóðsvik, í sam-
bandi við gengisbreytinguna,
sem á tímum vinstri stjórn-
arinnar felldu gengið tvisv-
ar,  bæði  1956  og  1958,  án
þess þó a» þær gengisbreyt-
ingar yrðu til nokkurs gagns,
vegna þess að manndóm
skorti til að gera nauðsyn-
legar hliðarráðstafanir. Ey-
steinn Jónsson lýsir því yfir
í viðtalinu, að hann hafi
ekki ætlað að láta við það
sitja að verða frumkvöðull
að þeim aðgerðum, sem
felldu gengi krónunnar. Til
viðbótar segir hann, að
Iækka hefði átt vextí og
auka peningaþenslu í þjóðfé-
laginu með útgáfu fleiri
seola. — Barnaskólabörnum
gæti dottið í hug að spyrja
að því, hvers vegna ekki
væri hægt að láta alla hafa
peninga — af hverju ekki
væri prentað meira af þeim.
Fyrrverandi f jármálaráðherra
er hins vegar ekki hægt að
ætla svo takmarkalausa f.jár-
Góð humarveií'
á Akranesi
AKRANESI, . ágúst. Tveir hum
arbátar lönduðu hér í dag. Ás--
björn með 9,5 tn. og Sólfaxi með
8,5 tn.
Hér liggur nú þýzkt flutninga
skip og lestar 5000 tn. af hval-
kjöti. Aflahæstir dragnótabáta
í gær voru Hafþór með 2 tn. og
Flosi með  tæp 2  tn.
— Oddur.
fávizku, að hann geri sér
ekki grein fyrir því, að auk-
in peningavclta og lækkaðir
vextir í kjölfar stórfelldra
kauphækkana hlytu að leiða
til þess, að krónan yrði von
bráðar lítils eða einskis virði.
Aukin peníngavelta kallar
líka að sjálfsögðu á meiri
eftirspurn eftir gjaldeyri og
girðir þannig fyrir að við
getum náð fjárhagslegu sjálf-
stæði út á við.
Þeir tilburðir, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur haft
á þessu kjörtímabili, við að
túika einhverja stefnu í fjár-
málum og efnahagsmálum,
hafa naumast verið svara-
verðir. En begar fyrrverandi
fjármálaráðherra leggur op-
inberlega nafn sitt við þau
forheimskunnarskrif, þá verð
ur ekki hjá því komizt a»
vekja á þeim athygli. Og gott
er að fá það staðfest, sem
menn grunaði fyrir, að það
er Eysteinn Jdnsson sjálfur,
sem stendur fyrir hringavit-
leysunni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20