Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MiðviKudagur 16. ágúst 1961
VORGUNBLAÐIÐ
*
— ÉG ÁLÍT, eíns og ég
hefi raunar alltaf álitiö, að
Grænland sé Paradís sport
mannsins, og með fullri
virðingu fyrir Rivierunni,
þá mundi ég taka Græn-
land fram yfir, hvenær
sem er. Þessi túr okkar til
Grænlands nú verður alls
ekki metinn til peninga,
sagði Jóhannes Snorrason,
yfirflugstjóri, er Morgun-
blaðið ræddi við hann í
gær   um   Grænlandsferð
Hér er „Katan" í f jöruborðinu í Gleraugnavötnum. — Myndirnar tók Birgir Þórhallsson.
Sextugsafmæli í
Moskusuxaf iröi
Öll fjöll stóou á hous í Gleraugna -
vötnum - frá veiðiferð til Grænlands
ýmissa framámanna í flug
málum. Var farið á Kata-
línaflugvél Flugfélags ís-
lands, en fyrir dyrum
stendur niðurrif vélarinn-
ar, og gæti þetta því hafa
verið hemiar síðasta ferð.
Hins vegar hefur nú verið
-stofnaður klúbbur, sem
gengur undir nafninu
Kötuklúbbur, og hyggst
klúbburinn reyna að fá
því framgengt að „Katan"
verði ekki rifin, heldur
notuð til sportferða til
Grænlands.
Það vorum við Brandur
Tómasson, yfirflugvirki, sem
áttum hugmyndina að þessum
túr, sagði Jóhannes Snorra-
son. — Brandur er mikill veiði
og sportmaður og til í allt, og
við ákváðum að gera allt, sem
í okkar valdi stæði til þess að
fara eina góða ferð áður en
Kata yrði rifin.
Vg   Gamlir starfsmenn
Að fengnu leyfi Flugfé-
lags íslands, þá reyndum við
að láta eldri starfsmenn Flug-
félagsins, sérstaklega gömlu
sjóflugmennina, ganga fyrir.
Þá var Agnar Kofoed-Hansen
flugmálastjóri með í förinni,
en Sigurður Jónsson gat því
miður ekki farið með. Björn
Eiríksson, handhafi loftferða-
skírteinis nr. 2 var hinsvegar
með. Örn Johnson gat því mið
ur ekki farið með, en hann
verður vafalaust með í næstu
veiðiferð.
Einnig voru með í ferðinni
Gunnar Jónasson, forstjóri, en
hann var vélamaður hjá gamla
Flugfélagi fslands, og flaug þá
bæði á Súlunni og Veiðibjóll-
unni, og Bergur G. Gíslason,
flugráðsmaður og í stjórn F.Í.,
en Bergur hefur sem kunnugt
er verið mikill áhugamaður
um flugmál frá upphafi og
starfað mikið að þeim. Einn-
ig var ákyeðið að gefa einum
veiðimanni og ferðagarpi kost
á að taka þátt í leiðangrinum,
og varð Guðmundur Einarsson
frá Miðdal fyrir valinu, m. a.
vegna þess, að hann er mikill
ináttúruskoðari, og fengum við
hjá honum hina beztu kennslu
í greiningu bergtegunda og
jurta.
Aðrir þátttakendur voru nú-
verandi starfsmenn F.Í., en
alls vorum við 14 í ferðinni.
«-«  Litið á veðrið
Við ætluðum upphaflega
að leggja af stað klukkan sjö
á föstudagsmorguninn, en við
Björn Eiríksson — sextugur
í Moskuauxafirði
\
töfðumst vegna þoku yfir
Grænlandi. Var samt ákveðið
að fara og líta á þetta, því að
við gátum ekki beðið margra
hluta vegna. Við fórum í loft-
ið á milli klukkan átta og níu
um morguninn, og f lugum sem
leið liggur réttvísandi í hánorð
ur. Sáum við síðast iand gegn-
um glufu þegar við flugum yf-
ir Hornstrandir, en síðan var
flogið í skýjum út yfir mitt
Grænlandshaf.
v*jj  Húrrahróp
Um 100 mílum fyrir sunn-
an mynni Scoresbysunds sáum
við fjöllin á austurströnd
Grænlands, og hýrnaði þá mik
ið yfir mannskapnum.
Þegar við komum upp að
ströndinni sáum við að þoku-
laust  var  innst  í  Scoresby-
Brandur Tómasson með væna
bleikju í Moskusuxafirði.
sundi,, og með það að bak-
hjarli héldum við áfram norð-
ur. Yfir flugvöllinn í Meistara
vík komum við í átta þúsund
fetum, en hann var lokaður.
Síðan sáum við ekkert að
heita nema fjallatinda upp úr
þokunni, en stundum grillti í
firðina. Sáum við að þar var
hægvirði en dálítið íshröngl.
Síðan var geysilegur spenn-
ingur um borð hvort Moskus-
uxafjörður væri íslaus, en
þangað var ferðinni heitið.
Eftir rúma fimm tíma vorum
við yfir firðinum, og þá var
hrópað húrra um borð, og
menn kættust mjög.
*-»i  Vaðið i land
Við renndum okkur síðan
þarna niður og lentum innst
í firðinum. Þar var íslaust,
fallegar silungsár, sauðnaut í
hlíðum, og lómar og selir
svömluðu um. Var þarna mjög
fagurt. Lítið er þó um gróður
í Moskusuxafirði, en þó nokk
uð af eyrarrósum Og öðrum
smáblómum. Hinsvegar veitt-
um við því athygli að þarna
var mikið af læmingjaholum,
og Guðmundur frá Miðdal sá
einn læmingja skjótast á milli
hola.
Við ókum vélinni beint
upp í malarkamb rétt við
stærsta árósinn. Var síðan
vaðið í land. Ég á gúmmíbát,
sem ég keypti hjá Gunnari Ás-
geirssyni, og kom hann sér í
góðar þarfir við að koma vél-
inni fyrir. Það er lítill utan-
borðsmótor á bátnum, og síð-
ast þegar ég var í Narsassuak,
sá hótelstjórinn bátinn hjá
mér, og í fyrramálið fer ég aft
ur til Grænlands og með bát
og mótor handa hótelstjóran-
«-*  Bleikja í öllum ám
Þarna í firðinum var sleg
ið upp tjöldum og menn fóru
að hita sér kaffi og mat. Höfð-
um við það ákaflega notalegt.
Síðan voru settar saman steng
ur, og kom strax í ljós að
þarna var bleikja að ganga
upp í allar ár, og þegar menn
höfðu veitt dálítið af silungi,
var farið í gönguferðir. Tak-
markað var hvað mátti veiða
af silungi vegna þyngdar flug-
vélarinnar, en við höfðum að
sjálfsögðu mikinn útbúnaS
með okkur. Ferðin var heldur
ekki farin til þess að skófla
upp silungi, heldur til að kynn
ast landinu og njóta náttúr-
unnar.
Við sáum þarna mikið af
grágæsum Og einn hvítan
Grænlandsfálka. Öll veiði var
bönnuð nema silungsveiðin,
enda ekkert skötið.
Bleikjan, sem við veiddum
þarna, var spikfeit, glitrandi
sjóbleikja. Við suðum nokkrar
strax, og snæddum, og þetta
var auðvitað herramannsmat-
ur.
«-g  Sextugsafmœli
Á laugardaginn átti Björn
Eiríksson sextugsafmæli, og
þá var náttúrlega hitað kaffi,
Og Agnar Kofoed-Hansen
færði Birni gjöf. Við það tæki
færi flutti Agnar ávarp, og
þakkaði Birni þátt hans í upp-
byggingu flugsamgangna á fs-
landi, en Björn er annar elzti
flugmaðurinn, og flaug hjá
gamla flugfélaginu á sínum
tíma. Hann hætti störfum hjá
Flugfélagi fslands þegar ég
kom heim frá Kanada 1943.
Þennan dag lagðist þoka yf-
ir, og gátum við því ekki
flutt -okkur til, en annars var
ætlunin að fara á einhvern
annan stað. Þetta veður hélzt
fram á sunnudag, en þá hófum
við okkur á loft og tókum
stefnu til suðurs.
Allir firðir voru þá meira
eða minna fullir af þoku, en
þó bjartviðri í fjarðarbotn-
um. Þótti mönnum þá mikið
koma til fegurðar fjallanna.
Víða mátti einnig sjá hrika-
lega borgarísjaka í fjöllunum.
Þegar við komum yfir Kong
Oscarsfjörð, sáum við að byrj
að var að létta til yfir Meist-
Framhald á bls. 19.
STAKSTEINAR
Úrtölur Jóns Helgasonar
Mbl. barst nýlega svohljóðaniH
bréf, sem það telur rétt að koml
fyrir almenningssjónir:
„Samtal það, sem Magnús
Kjartair.sson ritstjóri, átti við Jón
prófessor Helgason um handrita-
málið í Þjóðviljanum 30. júlí s. 1.
hefur orðið mörgum að umræðu-
efni undanfarið. En væri ekki
ráð að velta því fyrir sér, hvort
hér sé nokkuð nýtt á- ferðinní.
Jón á augsjáanlega sem gamall
danskur embættismaður og leirgi
búsettur í Danmörku erfitt með
að hugsa sér að handritin verði
flutt til þeirra heimastöðva, þar
sem þau voru skráð. Danir vinni
svo vel að rannsóknum á þeim
að ótrúlegt sé að íslendingar
komist þar til jafns við, hvað
þá geri betur. Líka muni kostn-
aður fslendinga af heimflutningn
um verða þungbær, samanber
það sem orðrétt er sagt í við-
talinu: „Þá má ekki gleyma
stofnkostnaði, borðum, lömpum,
ritvélum, ljósmyndaáhöldum 9.
s. frv., það kostar skilding."
Já, það er margt að athuga og
ekki veldur sá er varir. En þaff
er eins og íslendingar vilji aldrei
láta sér segjast. Hversu oft hafa
þó ekki áður hljómað í eyrum
okkar áþekkar raddir úr þessari
átt (Landssuðri)? Og hví í skoll-
anum hafa íslenrdingar gert sig
svo digra að sinna þeim ekki."
„Sjálfstæðisstagl" Jóns
Sigurðssonar
Bréfritarinn heldur síðan
áfram og kemst að orði á þessa
leið:
„Var ekki forðum margsinnis
bent á, hversu dýrt íslendingum
mundi verða að annast sjálfir
verzlun sína í stað þess að láta
kónginn gera það með tapi?
Mundi ekki kostnaðurinn okkar
af landhelgisgæzlunni, svo eitt-
hvað sé nefnt, vera minni, ef
Danir hefðu hana enn í sinum
höndum. Að maðui tali nú ekki
um sjálft fullveldið. Er ekki von
að menn séu orðnir þreyttir á
„handritastaglinu". Það er ekki
hóti betra en
sjálfstæðisstagl
Jóns Sigurðsson-
ar á öldinni,
sem leið, ©g
þeirra Bjarna
frá Vogi og
Benedikts Sveins
sonar á ungdóms
árum Jóns Helga
sonax. Nei, við
skulum bara spara okkur skild-
inga og láta Dani vinna fyrir
okkur úr handritunum, bæði
orðabækur og annað. Reynsla
frá fyrri tímum hefur líka kenrrt
okkur að það getur verið hæp-
in ráðstöfun að kasta fé í orða-
bókahöfunda. Það kann sem sé
að vera að þeir dragi sér fé til
annarra nota en til var ætlazt."
Hið óeðlilega ástand  '
Þjóðviljinn skýrir í gær á for-
síðu frá þeirri ráðstöfun lepp-
stjórnar Rússa í Austur-Þýzka-
landi að loka landamærunum
milli Austur- og Vestur-Berlínar,
m. a. með þessum orðum:
„Þessar ráðstafanir komu ekki
á óvart, því að við því hafði
verið búizt síðustu daga að aust-
urþýzk stjórnarvöld myndu láta
til skarar skríða, til að binda
endi á hií óeðlilega ástand, sem
ríkt hefur í samskiptum Vestur-
Berlínar við umheiminn."
Hvert er „hið óeðlilega ástand",
sem kommúnistablaðið talar um
að ríkt hafi í Berlín? Það er fyrst
og fremst í þvi fólgið, að þúsund-
ir Austur-Þjóðverja hafa flúið
ógnarstjórn kommúnista inn í
Vestur-Berlín. Fólkið i Austur-
Þýzkalandi hefur þúsundum sam-
an yfirgefið heimili sín, eignir
sínar og ástvini til þess að kom-
ast út úr þrælakistunni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20