Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MORGVWBLAÐIÐ
MiðviEudagur 16. ágúst 1961 1
Jóhann  Hannesson  pröfessor
Fréttir frá Noregi
I. UPtELDISMÁL
Það kann að virðast undarlegt
í augum íslendinga að uppeldis-
mál séu á hvers manns vörurn.
Þó hefir þetta verið þannig hér í
landi um nokkurð skeiði Tals-
verð breyting hefir orðið í skóla
löggjöf Norðmanna. Og menn
ræða sín á milli hvort hinn fyrir
Ihugaði samfelldi 9 ára skóli (En
hetsskolen) sé breyting til batn-
aðar eða 'ekki. Sérfræðingarnir
láta sér ekki nægja að ræða mál-
in, heldur gera margvíslegar
rannsóknir, skrifa nýjar bækur
halda námskeið og verja dokt-
©rsritgerðir varðandi uppeldis-
mál. í sumar hafa verið hald-
in miörg námskeið og hafa þau
verið vel sótt af kennurnum. Hér
kemiur líka eitt enn til greina:
Með aukinni menntun hækka
laun kennara. Þess vegna nota
margir kennarar sumartímann til
þess að sækja ákveðin námskeið,
sem ráðuneytið viðurkennir. Um
þær mundir, sem éitt af þessuim
námskeiðum var haldið í Staf-
angri, heimsótti ég þessa gömlu
menningarborg og fékk tækifæri
til að fylgjast með fyrirlestrum í
uppeldisheimspeki. Voru þar tek
in fyrir mörg veigamikil mál,
sem eru mjög á dagskrá nú á dög
um í menntaheiminum. Grunur
minn er sá að mörgum íslenzk-
ttm menntamönnum hefði þótt
efnið nokkuð þungt og hafði ég
ekki búizt við svo mikilli þekk-
ingu í heimspeki meðal kennara
sem þar kom fram. En norska
kennarastéttin er vel menntuð og
er sífellt að auka þekkingu sína.
Vilji norskir stúdentar taka kenn
arapróf, þá koma aðeins þeir til
greina, sem hafa fremur háar
einkunnir á stúdentsprófi og
verða þeir að stunda nám við
kennaraskóla í tvö ár, enda telja
xivenn að kennarastéttin sé ein
hin þýðingarmesta í þjóðfélag-
inu.
Fróðlegt er einnig að kynna sér
menntun djákna í Noregi, þvi
þeir eru mjög eftirsóttir menn
&g gegna þýðingarmiklum stöð-
um í þjóðfélaginu. Keppast félög,
söfnuðir og ríkisstofnanir mjög
vn að ráða djákna í þjónustu
aína. Mér var tjáð að norskír
djáknar séu dreif ðir um flest lönd
jarðarinnar (í hiniuim frjálsa
heimi), en þannig stendur á því
að þeir starfa bæði að kristni
boði og velferðarmálum sjó-
manna í fjarlægum löndum í
hafnarborgum, enda eru Norð-
menn meðal fremstu siglinga-
þjóða í heimi.
H. SKÓGURINN OÖ SKÓG-
RÆKTARMÁL
Þótt erindi mitt hér í Noregi sé
einkum að kynna mér nýjungar í
kennimannlegri guðfræði, þá gat
étg ekki látið hjá líða að renna
hýru auga til skóganna. Hér í
landi eru líka tveir íslandsvinir,
sem frægir eru fyrir aðstoð þá,
sem þeir hafa veitt oss í þess-
umi málum, þeir sr. Harald Hope
og hr. Braaten útgerðarmaður.
Sjálfur hef ég hlúð að trjágróðri
á tveim stöðum í veröldinni —
og vill svo einkennilega til að
Þjóðverjar eyddu skóginum, á
öðrum staðnum, en Japanir á
hinum, en það er á eyju við suð
urströnd Kína og þar unnum við
að endurreisn mannvirkja og
skógrækt eftir styrjöldina.
Þegar Islendingar öfunda Norð
menn af skóginum, þá ættu þeir
ekki að gleyma því að skógum
var útrýmt í Vestur-Noregi í stór
um stíl á 13. og 14. öld. Komu
Hansa-kaupmenn þar mjög við
sögu. Mikið af þeim barrskógum,
sem nú vaxa í Vestur-Noregi, er
gróðursettir af manna höndum á
síðustu áratugum. Sr. Harald
Hope tjáði mér að vöxturinn á
trjáplöntum í Haukadal væri
sambærilegur við vöxt á jafn-
gömlutm trjám í Noregi. Skóg-
fróður maður í Suður-Noregi
tjáði mér að nálega öll tré, sem
menn gróðursetja þar í fjallahlíð
um, séu barrtré. Sagði hann að
birkið dreifði sér sjálfkrafa. Ekki
taldi hann nauðsynlegt að girða
landið gegn sauðfé nema þar sem
skóglaust var með öllu. Þar þurfti
girðingar í nokkur ár.
Á 18. öld prédikuðu prestar hér
í landi um gagnsemi kartöf lurækt
ar og hlutu viðurnefni að Iaunum
og voru kallaðir kartöfluprestar.
En það varð þeim ekki til skamm
ar, því með auikinni kartöflurækt
breyttist ástandið smátt og smátt
á þá lund að menn hættu að
deyja úr hungri. Meðal alþýðu
gengu allskonar kviksögur um
þann skaða, sem kartofluátið
gæti gert; sögðu sumir aðmenn
gætu orðið holdsveikir af því að
borða kartöflur.
Hér í Noregi hafa auk hinna
gömlu presta, ýmsar stéttir
manna unnið að eflingu skógrækt
aráhugans. Standa þar kennarar
og rithöfundar framarlega í
flokki og á þessari öld sérfróðir
menn Og kennararnir við bænda-
skólana og við hina sérstöku
skógræktarskóla. Æðri menntun
í skógvísindum tekur 6 ár að
loknu stúdentsprófi; þar af er
tveggja ára verklegt núm. —
Skemmra nám tekur eitt ár fyrir
þá sem unníð hafa eitt ár í skógi
og hafa gagnfræðapróf eða hlið-
stæða menntun.
Rithöfundurinn Kr. Gjerlöff
hefir skrifað ágæta bók um skóg
inn og þjóðina (1923), en sú bók
er því miður ófáanleg. Eg kynnt
ist þessum mæta manni í Hong
Kong fyrir allmörgum árum.
Kom þá upp úr kafinu að hann
var góður kunningi Guðmundar
Hannessonar prófessors, sem ég
hafði, mér til mikillar ánæ,gju,
haft að kennara í læknisfræði
um stund.
in. MANNVIRKI
Norskir verkfræðingar hafa
fyrir langa löngu gert garðinn
frægan, einkum með byggingu
rafstöðva  og  vegalagningu  og
Slysið i Höfn
SVO sem skýrt var frá hér í
blaðinu í gær, lenti 74 ára
gömul kona úr Reykjavík,
Steiminn Sigurðardóttir, í
bílslysi í Kaupmanahöfn s.l.
sunnudag með þeim afleiðing
um, að hún lézt samstundis.
Hafði hún veriS í heimsókn
hjá dótturdóttur sinni í Sví-
þjóð, en brugðið sér til Hafn-
ar. Þegar slysið var, var hún
í bil með hjónunum Knúti
Björnssyni lækni í Kristine-
hamn  (Svíþj.)  og Önnu Þor-
láksd. — Varð slysið á þann
hátt, að Knútur, sem var vio'
stýrið, ók bíl sínum úr hliðar
götu út í umferðina, en þá bar
þar að danskan bíl. Skipti þaS
engum togum, að hann lenti
af miklu afli á framhliðina á
bíl Knúts, þar sem Steinunn
sat. Valt bifreið Knúts og eina
20 metra eftir götunni, á þak-
inu, áð'ur en hún stöðvaðist.
— Á myndinni sést bíllinn eft-
ir  áreksturinn.
járnbrautagerð. Nú hefir þó kom
ið til sögunnar eitt sérkennilegt
mannvirki til viðbótar, „gormur
inn" frægi í   Bragernessásnuim
hjá Drammen.  En sú borg áttl
150 ára afmæli 8.1. vor. Hafði þá
komið til orða að gera veg upp
Framhald á bls. 18.

• Pöddur og sniglar
Velvakandi ætlar í dag að
ræða um mataræði og íslend-
inga. Við fyrstu sýn virðist
honum íslendingar hafa verið
einhver sérvitrosta þjóð jarð
ar í þeim efnum, ef frá eru
skildir ýmsir frumskógaþjóð-
flokkar, syndandi í hjátrú og
göldrum upp fyrir herðablöð.
Orsakir þessarar sérvizku
eru Velvakanda ekki kunn-
ar, en nefnir í fljótu bragði
fordóma,      þekkingarleysi,
framtaksleysi eða allt í senn.
Frægar eru gamlar furðu-
sagnir íslenzkar af mataræði
Frakka og Kínverja. Frakkar
éta pöddur, snigla og gorkúlur
og Kínverjar eta hunda og
ketti alveg hikstalaust, sagði
fólk, og skéllti á lær.
Á sama tíma og fólk féll
úr hungri hérlendis, snertu
menn ekki skelfiskinn í fjör-
unni, og það gerir fólk ekki
ennþá. fslenzkur skelfiskur er
þó úrvalsvara og gefur er-
lendum skelfisk lítið eftir.
Hvort mönnum þótti skelfisk-
urinn ógeðslegur hér áður
íyrr, eða hvort það var bara
af framtaksleysi, að skelfisk-
inn rak út með næstu fjöru,
um það vill Velvakandi ekki
dæma. En framtaksleysið er
þó freystandi dómur, því að
Velvakandi man eftir barlóm
miklum í gömlum annál, þar
sem sagt er að hungur hafi
verið í landi, vegna þess að
ekki var hægt að veiða fisk
fyrir síld.
• Síld og lystarleysi
Og þá er síldarát eða öllu
heldur síldarfasta íslendinga
— kapítuli út af fyrir sig. Hér
er allt árið um kring á mark-
aðinum úrvalssíld, tiltölulega
mjög ódýr. Þrátt fyrir það
þrjóskast landslýður enn við
að neyta þessarar hollu og
góðu fæðu að einhverju ráði.
Velvakandi var staddur í
Finnlandi í vor. Var honum
þar boðin síld og þau orð látin
fylgja með, að þar eð hann
væri íslendingur hlyti hann
að vera mikil síldaræta, og
hún ekki ókresin. Gestgjaf-
arnir afsökuðu sig með því, að
því miður væri það bezta, ís-
landssíld, ekki fáanleg, en
hann yrði að gera sér finnska
síld að góðu. Þegar Velvak-
andi uppiýsti, að hann og
landar hans væru litlar síld-
arætur, og persónulega þætti
Velvakanda sjálfum síld vond,
þá voru Finnarnir á báðum
áttum, og það var sem þeir
segðu: Er maðurinn vitlaus
eða er hann að gera grin að
okkur.
• Rækjur og humar
Það var vízt heldur en ekki
uppi fótur og fit á ísafirði
hérna um árið, þegar það barst
út, að norskur maður þar væri
farinn að veiða rækjur, og
þótti fólki það undarlegt, að
hann ætlaði því að leggja sér
krabba til munns. Þessi tími
er nú liðinn og nú eru rækju-
og humarveiðar þriflegur at-
vinnuvegur hérlendis.
En einhverja sérvizku þurfti
landinn þó að leggja sér til
í sambandi við rækju og
humar. í útlöndum þykir það
hin mesta íþrótt að snæða
þessi dýr beint úr skelinni og
álitið hálfgert gabb að neita
fæðunnar úr dós eða frystr-
ar og pillaðrar. Hér er ekki
hægt  að  fá  ferskan  humar

FERDINANH
^r
eða rækju nema með ærinni
fyrirhöfn.
• Nokkur orð um
kjötsúpuna
Velvakanda hefur alltaf þðtt
landar sínir leggja litla rækt
við matargerð, hina eðlu list,
Er þar skemmst að minnast
soðningar og yfirleítt með»
höndlun fisks. Honum er bara
hent í pottinn og svo beðið,
Þetta er steinaldaraðferðin,
að henda hráefninu í vatn,
sjóða og eta.
Velvakandi bauð eitt sinn
grískum manni til snæðinga
hér í bæ. Hugðist hann gæða
honum á ósviknum íslenzkura
mat og lét bera honum kjötj
súpu. Eftir skamma stund
lýsti Grikkinn yfir ánægju
sinni með matinn og þótti sér
mikill sómi sýndur með því
að bera honum þjóðarrétt
frumstæðra bænda í Make-
dóníu, lambakjöt og rófur.
soðið í vatni. Hann fræddi gest
gjafa sinn á því, að þessir
frumstæðu bændur hefðu
beitt þessarri matarlagning-
araðferð frá ómunatíð og
væri hún svo fábrotin vegna
leti þeirra og fávizku.
Sem betur fer hafði Vel-
vakandi, þegar hér var komið
sögu, ekki upplýst, að hé'r
væri um þekktan og vinsæl-
an íslenzkan rétt að ræða, og
svo fór, að hann lét hjá líða
að láta þess getið.
• íslenzka hraustmetið
harða oss geri
Ekki er þó hægt að skilja
við þetta efni, án þess að geta
þess, að íslenzk matargerðar-
list hefur þó getið af sér fá-
gæt góðgæti, þar sem er harð-
fiskur, hákarl, reyktur rauð-
magi, súr hvalur. Þessa rétti
á að flytja út og selja dýrum
dómum. Það er enginn vafi
á því, að t. d. harðfiskur og
hákarl yrðu eftirsótt munað-
arvara erlendis, ef vel er hald-
ið á spöðunum.
Er hugsanlegt að íslenz.kur
hákarl verði einhverntíma
nefndur í sömu andránni og
rússneskur kavíar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20