Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Miðvikudagur 16. ágíist 1961
MORGVNBLAÐIÐ
19
—  Sextugsafmæli
^Í^Cb^CP^Q^G^íirfCP^C^CP^Cfcííí^Qs.
Frh. af bls. 3.
aravík, og var ákveðið að
lenda þar vegna þess að marg-
ir höfðu aldrei fyrr komið
jþangað.
Skömmu eftir að við
lentum í Meistaravík gerði sól-
J skin og logn, og þá ókum við
í bíl niður að höfn námufé-
lagsins, og skoðuðum þar sauð
I nautskálf, sem er þarna eins
og  heimalningur.  Frú  Ny-
I holm, kona eins yfirmanna
staðarins, hefur tamið kálfinn,
og hann hagar sér þarna eins
og gæfasti heimalningur uppi
á íslandi. — Á meðan við vor
' um að skoða sauðnautið kom
i fjallarefur labbandi hinn ró-
legasti. Virtist hann ekkert
hræddur, og við tókum af hon
um myndir á tiltölulega stuttu
færi, en síðan skundaði hann
upp í fjall.
i     Okkur  var  kunnugt  um
tvö fjallavötn innarlega í
Scoresbysundi, en þessi vötn
i heita Holger Danskes Briller,
Og  kölluðum  við  þau okkar
/ é milli Gleraugnavötn. Þarna
er ákaflega skjólgott og þægi
legt að athafna sig með flug-
( vélina. Þaðan héldum við frá
Meistaravík, og komum yfir
annað vatnið í logni og heið-
! ríkju. Vatníð glitraði eins Og
1 perla fyrir neðan okkur, og
öll fjöll stóðu á haus í því.
Þarna sáum við sauðnaut í
hlíðunum, og var útsýni með
eindæmum fagurt
*      Svo renndum við okk-
ur niður á spegilsléttan flöt-
irnn, og óðum upp að norður-
ströndinni. Þar drógum við
vélina afturábak upp í fjðr-
una svo við gátum næstum
gengið þurrum fótum á land.
Þar var slegið upp tjöldum
í ilmandi lyngbrekku, og
vakti það strax athygli manna
að þarna var töluvert af full-
þroskuðum bláberjum. Síðan
fóru menn í gönguferðir umí
nágrennið, og fundum við
þarna m. a. á, sem var bókstaf
¦ lega  full  af fiski,  og  mátti
i auðveldlega tína hann upp
með höndunum. Við höfðum
ekki veiðileyfi fyrir sunnan
72 breiddargráðu, en okkur
fannst þó að við mættum fá
okkur í soðið, enda virtist okk
! ur sem grænlenzkir fiskimenn
hefðu allan þann fisk, sem
þeir þyrftu, þrátt fyrir það.
Vonum við að Danir misvirði
það ekki við okkur þótt við
fengjum okkur þarna í soðið.
Morguninn eftir komu tvö
sauðnaut í átt að tjöldununv
! og komust nokkrir í gott ljós-
imyndafæri við aninað naut-
ið,  sem  var  stórt  og  mjög
! ferlegt.  I>að  gekk  til  okkar
I af einskærri forvitni, en þeg-
ar við nálguðumst, tók það á
rás, og sáu menn þá, að naut
in eru frá á fæ»ti, og lítið
hefði þýtt að taka til fótanna
ef þetta hefði snúizt á hinn
veginn. Voru allir samimála
um að það mundi lítið sport
að ráðast á þessi dýr norðurs-
ins.
} TJm fimmleyti tókum við
niður tjöldin og hófum okk-
ur til flugs. Við flugum enm
yfir Scoresbysund, en í botni
sundsins var aragrúi af risa-
stórum borgarísjökum, og þá
voru allar myndavélar á lofti.
Til Reykjavíkur komum við
Etcl. hálf níu.
i Enn fremur voru allir sam-
ínála um að synd væri að
farga svo góðri flugvél, sem
Katalínan er, og varð það að
eamkomulagi aðstofna „Kötu-
Iklúbb" og reyna" aS koma mál
um svo fyrir, að vélin verði
ekki rifin, heldur reynt að
Ihalda henni við eimgöngu til
sportflugs til Grænlands.
Hvort þetta tekst veltur á
tforstjóra og stjórn Flugfélags
' íslands, sagði, Jóhannes
Snorrasou að lokum.  —hh
EINS og áður hefur verið
skýrt frá hér í blaðlnu, er
kanadísk flotadeild væntan-
leg hingað í vináttu- og kur-
teisisheimsókn á fimmtudag-
inn. Þetta er í fyrsta skipti,
sem íslendingar fá slika heim-
sókn til landsins, en sam-
skipti Kanada og fslands hafa
ávallt verið mikil og góð. Á
síðari árum hafa þau aukizt
ntjög á sviði ýmiss konar al-
þjóðlegs samstarfs, svo sem í
Atlantshafsbandalaginu.
Fort Erie
Flotadeildin kemur á ytri
höfnina í Reykjavík kl. 8 á
fimmtudagsmorgni og verður
þar til kl. hálfníu á þriðju-
dagsmorgni. I deildinni eru
fjórar freigátur, allar smíðað-
ar seint í seinustu heimsstyrj
öld.
HMCS Fort Erie var hleypt
af stokkunum 1944. Það fylgdi
skipalestum á Atlantshafi
fram til 1945 og stundaði kaf
bátaveiðar. 1945 stóð til að
senda það til Kyrrahafs, til
þess að taka þátt í styrjöld-
inni gegn Japönum, og var
skipinu breytt með tilliti til
þess. Stríðinu lauk, áður en
Port Erie færi til Kyrrahafs-
ins. Síðar var skipið endur-
byggt og hefur nú bækistöð í
Halifax.
Skipherra á Fort Erie er
Latham B. Jenson, CD., RCN,
fertugur að aldri og er hann
yfirmaður flotadeildarinnar.
Hann hefur verið í hinum
konunglega kanadíska sjóher
síðan 1938. Þegar heimsstyrj-
öldin hófst, var hann á her-
Kanadísku freigáturnar. —
Efst Fort Erie, þá Outre-
mont, Lanark og Inch Arr-
an. —
skipinu Renown, sem tók þátt
í orrustunni um Narvik. Síð-
ar. sigldi hann á tundurspill-
um á Atlantshafi og bjargað-
Kanadiska flofadeildin kemur á fimmfudag
Fjórar f reigátur og 700 menn
ist, er einum þeirra var sökkt.
Um tíma var hann á hinu
fræga orrustuskipi Hood. —
Rúmt ár var hann yfirmaður
á tundurspillinum Algonquin,
sem fylgdi skipalestum, er
þær fluttu vopn og vistir frá
Bandaríkjunum til íshafs-
hafna Rússa. Hann tók þátt
í strandhöggum í Noregi og
innrásinni í Normandí. Eft-
ir styrjöldina hefur hann
stjórnað ýmsum skipum, en
á árunum 1957 til 1958 starf-
aði hann í bækistöðvum At-
lantshafsbandalagsins í París.
Jenson tók við Fort Erie í
ágúst 1960.
Outremont
HMCS Outremont var
hleypt af stokkunum 1943. A
stríðsárunum gætti það skipa
lesta á leið til Murmansk og
fékkst við kafbátaveiðar á At
lantshafi og í Ermasundi. —
Skömmu eftir ófriðarlok
bjargaði það áhöfn skips, sem
lent hafði í árekstri við flug-
vélamóðurskip úti á rúmsjó.
Aður hafði það bjargað 46
Þjóðverjum úr kafbáti, sem
Kanadamenn sökktu í Norð-
ursjó. 1951 var skipið endur-
byggt og' er nú einkum ætl-
að til kafbátaveiða.
Skipstjóri þess er J. And-
rew Fulton, CD, RCN, 34 ára.
Hann gekk ungur í þjónustu
flotans og barðist í Kóreu-
styrjöldinni. Sérgrein hans,
sem hann hefur hlotið sér-
staka menntun og þjálfun í,
er stórskotalist.
Lanark
HMCS Lanark var fullsmíð
að 1944. í styrjöldinni fylgdi
það skipum yfir Atlantshaf á
leiðinni frá St. John's í Ný-
fundnalandi til Londonderry í
Irlandi. Skipið var endur-
byggt 1951. Skipstjóri þess er
Colin H. P. Shaw, CD, RCN,
fæddur í Englandi 1925, en
gekk í kanadíska flotann
1944. Hann hefur starfað við
sjóflugherinn, kennt í her-
skólum, unnið við aðalbæki-
stöðvar kanadíska flotans og
verið skipherra síðan í fyrra.
Inch Arran
Inch Arran var fyrst
S]0-
sett 1944 og tók þátt í gæzlu-
og verndarstarfi í skipalestun-
um í stríðinu; lenti m. a. í því
að fylgja þýzkum kafbáti, sem
gefizt hafði upp, til hafnar í
Nýfundnalandi. Inch Arran
var endurbyggt 1951. Skip-
stjóri þess er Philip Chesshire
Hamel Cooke, CD RCN, fædd-
ur í Englandi 1919. Hann gekk
i kanadíska sjóherinn 1940 og
barðist með honum í heims-
styrjöldinni. Við Inch Arran
tók hann 1959.
Dagskráin
Á skipunum erualls um 700
manns, þar af 112 sjáliðsfor-
ingjaefni (kadettar).
Á fimmtudagsmorgun munu
skipherrarnir ganga á fund
forseta íslands, utanríkisráð-
herra, borgarstjóra Reykjavík
ur, lögreglustjóra, hafnar-
stjóra, forstjóra landhelgis-
gæzlunnar o. fl. aðila. Síðar
sama dag munu ýmsir þessara
aðila endurgjalda heimsókn-
ina með gagnheimsókn um
borð . Kl. 18 er 120 manns boð
ið til veizlu um borð.
Á föstudag fer Jenson flota-
foringi í heimsókn suður til
Keflavíkurflugvallar til aðmír
álsins þar, en áður býður ut-
anríkisráðherra til hádegis-
verðar.
Þá mun ríkisstjórnin bjóða
175 sjóliðum í ferðalag til
Þingvalla og Hveragerðis, en á
laugardag býður Reykjavíkur-
bær öðrum 175 í sams konar
ferðalag.
Á  iaugardag  og sunnudag
verða skipin almenningí til
sýnis milli kl. Z og i. Vng-
lingar undir 12 ára aldri fá þó
ekki að skoða skipin, nema
í fylgd með fullorðnum.
Á laugardag býður aðalræð-
ismaður Kanada á íslandi,
Hallgrimur Hallgrímsson for-
stjóri, yfirmönnum og öðrum
til síðdegisdrykkju. Þann dag
fer fram skotkeppni sjóliða og
nokkurra félaga úr Skotfélagi
Reykjavíkur.
Á sunnudagsmorgun ganga
sjóliðarnir í fullum skrúða
fylktu liði undir fánum og
vopnum frá höfninni og suður
í Fossvog, þar sem þeir leggja
blómsveig með viðhöfn á minn
isvarða um fallna hermenn í
brezka samveldinu.
Síðari hluta sunnudags
keppa Kanadamennirnir við
íslendinga í íþróttum. Kl. 2
verður golfkeppni og kL 4
knattspyrna á Melavellinum,
en kl. hálfníu um kvölditt
körfuknattleikur á Háloga-
landi.
Á mánudag mun forseti ís-
lands þiggja hádegisverðarboð
Jensons flotaforingja um borð
í skipi^hans, Fort Erie.
Heimsókninni lýkur þann
dag, og á þriðjudagsmorgun
siglir flotadeildin aftur héð-
an.
n
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20