Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1961, Blaðsíða 1
24 siður 48. árgangur 187. tbl. — Þriðjudagur 22. ágúst 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsin* Johnson ánægður með Berlínarförina Bretar senda skrið- dreka til landamær- anna í Berlín Berlín, 21. ágúst. (Reuter) ^ JOHNSON, varaforseti Bandaríkjanna, fór í dag frá Berlín til Bandaríkjanna eft- ir mjög vel heppnaða heim- sókn í Vestur-Berlín. 'i í Berlín tók Johnson m.a. á móti 1500 bandarískum hermönnum, sem komið höfðu akandi gegnum Aust- ur-Þýzkaland frá Helmstedt og var ákaft fagnað við komuna. Segir Johnson að iVesturveldin hafi „aldrei átt betri né hraustari banda- íbúa Vestur- menn en Berlínar. Tekið er að bera á mann- eklu í verksmiðjum Austur- Þýzkalands og hafa vopnað- ar sveitir verkamanna við landamærin í Berlín verið kvaddar af verðinum, en lög- regla og her tekið við. Á mörkum brezka svæðis Vestur-Berlínar og Austur- Þýzkalands eru Austur- Þjóðverjar að koma upp frekari tálmunum og girðing um undir eftirliti herflokks, sem búinn er brynvörðum bifreiðum. Hafa Bretar sent skriðdreka til landamæranna, til að vera við öllu búnir. • Skriðdrekar Brezkir skriðdrekar voru í dag fluttir að iandamærum Vestur- Ber^ínar Og Austur-Þýzkalands, en handan við landamærin voru kommúnistar að koma fyrir enn frekari tálmunum og gaddavírs- girðingum. Talsmaður Breta í Bedlín segir að skriðdrekarnir hafi verið sendir vegna þess að brynvarðar bifreiðir hafi verið í fylgd með víggirðingamönnum Austur-Þjóðverja. Einnig hafi ætlunin verið að hughreysta íbúana í Vestur-Berlín ög sýna þeim að Bretar væru við öllu búnir. Skriðdrekarnir eiga að vera þarna á verði þar til Austur- Þjóðverjar hverfa á brott, sem ætlað er að verði einhverntíma á morgun. Auk skriðdrekanna er þarna á verði brezkur herflokkur en handan við landamærin fjórar brynvarðar bifreiðdr og fjöldi vopnaðra Austur-Þjóðverja. Framhald á bls. 23. Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, ávarpar Berlínarbúa fyrir framan ráðhús borg- arinnar. Bak bið Johnson stendur Willy Brandt, borgarstjóri. Mikoyan býður Japönum vernd Vill að samtok Sovjetríkjanna, Kína, Bandaríkjanna „og fleiri" tryggi varnir londsins Tókíó, 21. ágúst. (Reuter) ANASTAS Mikoyan, aðstoð- arforsætisráðherra Sovétríkj- anna, er nú að ljúka níu daga heimsókn sinni til Jap- an. t dag flutti hann ræðu á útifundi Sovétvinafélagsins í Japan, þar sem saman voru komnir um 8.000 vinstri- sinnar. Mikoyan aðvarðaði Vestur- veldin og sagði að eftir lok þessa árs þyrftu þau leyfi Austur-Þjóðverja til að fara yfir landsvæði þeirra til V- Harmleikur að gerast í A-Þýzkalandi — segir Johnson við heimkomuna Berlínar. Hann ítrekaði fyrri staðhæfingar um að Rússar ætli að gera sérstaka friðar- samninga við Austur-Þýzka- land á þessu ári og sagði það ekki nema „eðlilegt" að eft- ir þann tíma yrðu allir að fá ferðaleyfi yfir austur-þýzkt land. Tvöfeldni — Sumir Vestur-Þjóðverjar halda að þeir geti breytt landa- mærunum eingöngu vegna þess að engin lögleg landamæri hafa verið mörkuð, sagði Mikoyan. — En hinn vestræni heimur þarf ekki að óttast fyrirætlanir Sovétríkjanna í Þýzkalandi. Mikoyan ásakaði „suma banda- ríska stjórnmálamenn" um tvö- feldni í afstöðu þeirra varðandi Austur-Þýzkaland. — Þessir stjórnmálamenn, sagði Mikoy- an, — vilja ekki viðurkenna A- Þýzkaland vegna þess að þeir Washington, 21. ágúst. (NTB/Reuter) KENNEDY forseti var vænt- anlcgur til Washington frá Hyannis Port í kvöld til að heyra skýrslu Johnsons vara- forseta um ástandið í Vestur- Berlín. Lyndon Johnson fcom fyrr í dag til Washing- ton úr Berlínarför sinni. Við komuna til Washing- ton sagði Johnson að hin nánu tengsli milli Banda- ríkjanna, Vestur-Þýzkalands og Vestur-Berlínar væru enn nánari vegna Berlínarheim- sóknarinnar. Johnson kvaðst fagna á- byrgðaxtilfinningu vestur-þýzkra stjómmálakiðtoga, og sagði að móttökur þær er hann og banda- rísku hermennirnir hlutu hafi Framhald á bls. 23. IXIýfar orð- sendingar Washington, 21. ágúst (NTB- Reu .er). — 1 fregnum frá Was- hington í dag er sagt að Banda- ríkin, Bretland og Frakkland hafí að mestu leyti komizt að eamkomulagi um ákveðnar til- lögur til viðræðna við Sovétrík- in um Berlínar og Þýzkalands- málin. Búizt -r við að tillögurn- ar verði afhentar í Moskvu fljót- lega, sennilega í þessari viku. segja að þar sé ekki lýðræði. En, bætti hann við, líta Banda- ríkin á Suður-Kóreu ser.i lýð- ræðisríki? Mikoyan sagði, að Bandaríkin virtust telja Suður- Vietnam, Spán og Portúgal lýð- ræðisríki. Samtök um varair Japans Varðandi Vestur-Berlín sagði Mikoyan að Rússar eða Samein- uðu þjóðirnar gætu komið á fót samtökum til að tryggja frelsi borgarinnar eftir að hersetu þar væri lokið. Á ferðum sínum um Japan hefur Mikoyan sífellt verið að hvetja til þess að varnarsamn- ingur Japana og Bandaríkja- manna verði felldur úr gildi. — Þessa hvatningu endurtók hann í dag þrátt fy»r harðar ádeilur japanskra blaða um afskipti af innanríkismálum. — Mikoyan sagði að ef einhverjar öryggis- ráðstafanir væru nauðsynlegar gætu Rússar tekið þátt í sam- tökum fleiri þjóða um að vernda landið. Lagði hann til að í þeim samtökum væru Kína, Bandaríkin „og fleiri“. Erfiðleikar SAS Stokkhólmi, 21. ágúst Norðurlandaflugfélagið SAS til- kynnti í dag að það hefði ákveðið að segja upp 1250 starfsmönnum í sparnaðarskyni. Aðalfram- kvæmdastjóri félagsins sagði að búast mætti við því að rekstrar- halli þessa árs yrði 100 milljónir sænskra króna (um 835 millj. ísl. kr.). Allsherjarþingið ræðir Bizerta New York, 21. ágúst. (NTB/Reuter) ÞRJÁTÍU og tvö ríki skor- uðu í dag á Allsherjarþing SÞ að viðurkenna kröfu Túnis um að Frakkar kalli her sinn burt úr landinu. í áskoruninni er einnig hvatt til þess að deiluaðilar í Biz- erta, þ.e. Frakkar og Túnis- búar, hefji nú þegar viðræð- ur um brottflutning franska hersins. Þá er ennfremur skorað á Allsherjarþingið að staðfesta ályktun Öryggis- ráðsins um vopnahlé í Túnis og að herjum Frakklands og Túnis beri að draga sig til baka þangað sem þeir voru áður en til átakanna kom, 19. júlí sl., hafði 31 land I Afríku og Asíu og Júgó- slavía undirritað áskorunina. Allsherjarþingið kom sam- an til aukafundar í dag til að ræða ágreininginn í Biz- erta. Frakkar mæta ekki á fundinum. Hefur de Gaulle fyrirskipað frönsku fulltrú- unum að koma þar hvergi nærri til þess með því að sýna óánægju Frakka með „afskipti“ SÞ að deilunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.