Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MiSvikudagur 4. okt. 1961
MORGVTSBLÁÐIÐ
15
Syngur
CALLAS-MÆÐGUNUM hef-
ur aldrei komið vel saman,
eftir að María varð fræg fyrir
söng sinn. Kunn er sú saga,
þegar Evangelia skrifaði dótt-
ir sinni bréf, og sagði: „Þar*
sem farið er að létta af rnestu
neyðinni, bið ég þig um 100
dollara". Og María lét einka-
ritara sinn rita svohljóðandi
bréf. „Vertu ekki að íþyngja
mér með áhyggjum þínum. Ef
þér tekst ekki að vinna fyrir
svo miklu, að þú getir lifað,
skaltu stökkva út um glugga
eða hengja þig." Evangelia
Callas reyndi að fremja sjálfs
morð, en var bjargað. Síðan
hefur alltaf verið kalt milli
þeirra mæðgna.
•
Evangelia Callas hefur í
nærri  tvö  ár starfað  í  gim- _
steinabúð í New York, se*i Evan*eha Callas, 73 ara gomul (tv.) syngur í htlu leikhusi
móðir Gabor-systranna rekur. * New York» °S hermir vel eftir svipbrigðum og hreyfingum
En ekki fyrir alls löngu gekk dóttur sinnar, Maríu Callas (t.h.)
eins og dóttirin
hún á fund Marxbræðranna í
New York og bað um hlut-
verk  í  gamansöngleik.  „Þið
megið trúa mér," sagði hún,
„ég hef jafnfallega rödd og
i
naWMWAM*^ »»'»m-»w»m'|h»*»»«
dóttir mín."             •
Þeir trúðu henni ekki en
réðu þó hina 73ja ára gömlu
frú til að syngja í litlu leik-
húsi í New York, sem rúmar
aðeins 40 áhorfendur. Hún
hlaut góða dóma gagnrýn-
enda, sem sögðu að hún
hermdi vel eftir svipbrigðum
og hreyfingum dóttur sinnar.
Og áhorfendur skemmtu sér
konunglega. Á sinn hátt er
Evangelia Callas mikill lista-
maður.
i
i m»j»»»*»*»h»<»^—w*****"**'**^*^^
TíS eftirbreytni
FYRIR fáum dögum kom til mín'
Guðmundur  bóndi  Björnsson  á
Arkarlæk í Skilmannahreppi og
afhenti mér átta þúsund krónur, I
með þeim ummælum, að helm-
ingur  upphæðarinnar  ætti  að
renna  til  pípuorgels  Akranes-
kirkju, til minningar um foreldra
sína og konu, er var lengi á heim-
ili þeirra og gætti barna þeirra í
bernsku, — og hinn helmingur-
ihn  í  minnismerki  sjómanna  á
Akranesi, til minningar um bræð-!
ur sína fjóra, er allir drukknuðu
í   blóma   lífsins.   Upphæðinni
íylgdi  skrifuð  greinargerð  frá
Guðmundi. Foreldrar Guðmund-
ar og þeirra systkina voru hjónin
Sesselja  Ólafsdóttir. 'f.  1855,  d.
1923  og  Björn  Jóhannsson,  f.
1850, d. 1931. er bjuggu í Innsta-
Vogi í Innri-Akraneshreppi í 37
ár, frá 1883 til 1920 og ólu þar^
upp átta börn sín og tvö fóstur-
börn.  Konan.  sem  umgetur  og
hluti  minningargjafarinnar   er j
tengdur, hét Guðrún Stefánsdótt
ir, og var hjá Innsta-Vogshjónun-,
um í samfleytt 30 ár, frábærlega I
dygg og trú, en svo lýsir Guð-
mundur henni í bréfi sínu. Bræð-
urnir   frá   Innsta-Vogi,   sem
drukknuðu, voru Jóhann, Björn
Ágúst, Ingvar og Valdimar.
Drukknuðu þrír þeirra sama
daginn, 16. sept. 1905, Jóhann,!
tæpra 25 ára, Björn, tvítugur og;
Ingvar tæpra 17 ára. Höfðu allir
verið á sömu skútu frá því í
febrúarmánuði og voru á heim-
leið eftir úthaldið frá Reykjavík.
Voru þeir á opnu skipi ásamt öðr-
um ungum mönnum af Akranesi,
sem einnig voru á leið heim eftir
langa útivist á skútum. Alls voru
á skipinu 11 manns, þar af tvær
ungar stúlkur, einnig á heimleið
—- úr kaupavinnu í Gufunesi.
Bkipið var hlaðið farangri sjó-
inannanna handfærum þeirra,
'koffortum o. fl. Hreppti það suð-
vestan áhlaupaveður með jelja-
gangi og lenti á Suðurflös Skag-
ans. Þegar að var komið, var
enginn lífs og langflestir horfnir
í hafið. Þarna drukknuðu fjórir
bræður ftá Kringlu á Akranesi
og systir þeirra. Er þetta einn
ihinn átakanlegasti atburður í
sögu Akraness. Valdimar var
meðal yngstu Innsta-Vogs systk-
inanna. Hann drukknaði 7. apríl
1918, 25 ára gamall. Hann réri
ár heimavör árla þess dags, á-
samt  Guðjóni  Magnússyni,  ná-
granna sínum frá Miðvogi, er var
lítið eitt eldri, á litlu fjögurra
manna fari. Upp úr hádegi skall
snögglega yfir suð-austan rok
með kafals byl. Báturinn fannst
mannlaus og brotinn vestur við
Álftanes á Mýrum. Gjöf Guð-
mundar á Arkarlæk lýsir vel hug
hans og rækt við minninguna um
horfna ástvini sína, er hann fellir
inn í stuðning við málefni, er
vita að því er til menningar horf-
ir í byggð hans. Akraneskirkja,
sem á og nýtur hins nýja og
hljómmikla pípuorgels, sem hluti
gjafar Guðmundar fellur til var
sóknarkirkja Innsta-Vogsíjol-
skyldunnar. Má vel segja að tón-
arnir frá hinu góða og fallega
hljóðfæri og þau áhrif, er þeir
gefa, túlki á sinn hátt það. sem
hann á og geyrnir um ástkæra
foreldra sína og dyggu konuna,
sem þjónaði þeim um áratuga
skeið og gætti barnanna þeirra.
Minnismerki sjómanna á Akra
nesi er ætlað að túlka á máli
formsins þátt sjómannsins, fyrr
og síðar, í þróun og uppbyggingu
byggðarinnar og varðveita minn-
inguna um alla þá sjómenn frá
Akranesi, er féllu í valinn í bar-
áttunni fyrir byggð sina. f lítilh
minningakapellu í merkinu verða
nöfn þeirra varðveitt. — Ég
þakka Guðmundi á Arkarlæk
persónulega og fyrir hönd sókn-
arnefndar og safnaðar Akranes-
kirkju, ennfremur í nafni fram-
kvæmdarnefndar minnismerkis
sjómanna, kærlega fyrir hug hans
og gjafir.
Að undanförnu hafa nokkrir
munað eftir kirkju sinni og minn-
ismerki sjómanna með sama hug
og Guðmundur. Þess skal getið,
að skipstjóri á Akranesi kom með
peningagjöf til pípuorgelsins, og
var hún áheit frá honum. að
lokinni vetrarvertíð. Og annar
ónefndur  afhenti  minningargjöf
í orgelsjóðinn á afmælisdegi
konu sinnar. Og enn einn, er ekki
lét nafn síns getið. Ef til vill eru
þeir aðeins ókomnir. sem öfluðu
vel á síldinni í sumar, með áheit
sitt? Ég er að vona það.
Akranesi, 13. sept 1961.
Jón M. Guðjónsson.
Tvœr stúlkur
vantar að heimavistinni að Hvanneyri.
Skólastjóri
SnæfeBlingar — Hnappdælir
Mætið vel og stundvíslega á fyrsta skemmtifundi
félagsins í Tjarnarcafé föstudaginn 6. okt.
Félagsvist og dar>s.
Skemmtinefndin
Tilkynning
frá Barnamúsikskólanum
Allir nemendur, sem innritazt hafa í 1. bekk og
efri bekki Barnamúsikskólans, komi til viðtals í
skólanum fimmtudag 5. eða föstudag 6. okt. kl.
3—7 e.h. og hafi með sér afrit af stundarskrá sinni.
Nemendur FORSKÓLADEILDAR mæti við skóla-
setningu miðvikudag 11. okt. kl. 3 e.h.
Skólastjórinn
Sendisveinn
óskast strax.
Heildverzlunm  HEKLA  H.F.
Hverfisgötu 103 — Sími 11275
Fiölukennsla
Planókennsla
KATRÍN DALHOFF
Fjölnisvegi 1. — Sími 17524.
Tómatsúpa
-  /í/ð  hreina  bragó  af  sólþrosku&um  tómötum!
Bla Bánd Tómatsúpa er holl og hreinasti
veizluréttur, og þér fáið hinn hreina keim
af nýjum tómötum alveg án sterks
krydds. Þér getið þannig bragðbætt eftir
smekk, Blá Bánd Tómatsúpa gefur því
marga tilbreytilega möguleika.
BLA BÍXND
Reynið einnig: Blá Bánd Hænsnakjöts-
súpu með grænmeti, Juliennesúpu, Aspar
gussúpu, Blómkálssúpu og Kaliforníska
ávaxtasúpu. Allar Blá Bánd súpur halda
sér næstum ótakmarkað, meðan pokinn
er óupptekinn, og er dásamlegur matur
að eiga til á heimilinu.
Bla Bánd er góður niatur
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24