Morgunblaðið - 07.12.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1961, Blaðsíða 24
1 "7 DACAR % i ií ríl itr itnr f oörSS’it M «7 DACAR 1 f TIL JÓLA f f fJjQy § TIL JÓLA 278. tbl. — Fimmtudagur 7. desember 1961 Valtýr og séra Friðrik í Vatnaskógi 1948 Vart fært um Norðurland vegna snjóa Heiðarnar fyrír sunnan lokast ef hvessir MIKIÐ hefur snjóað um nær allt land að undanförnu. Vegir á Suðvesturlandi voru þó yfirleitt færir í gær, en eftir að komið er norður í Húnavatnssýslu er orðið nær ófært. Er þó reynt að brjót- ast norður á Akureyri og þangað með mjólk úr Fnjóskadalnum á trukkum. Á Norðausturlandinu eru vegir alveg lokaðir. í gær leitaði blaðið frétta af færðinni hjá Kristjáni Guð- mundssyni, birgðaverði hjá Vega málastjórninni. Hann sagði, að fennt hefði á Hellisheiðina í gær, en þar sem logn var og ekki skóf neitt var heiðin enn fær. Aftur á móti gæti hún lokast fljótlega, ef hvessti. Sama var að segja um veginn í Hvalfirði og upp um Borgarfjörð. Þar var enn fært. gærmorgun. I>á kom áætlunar- bíllinn á Strandir ofan í Forna- hvamm og hafði verið hjálpað yfir heiðina. Hrútafjörður mikið til ófær Síðan versnar ástandið á veg- unum, þegar kemur í Húna- vatnssýsluna. Hrútafjörðurinn er mikið til ófær. Þar fór áætlunar- bíll í fyrradag, en tafðist geysi- lega og kom ekki á Blönduós fyrr en seint um kvöldið. Var ætlunin að halda þaðan áfram I Skagafjörðinn. í bílalestinni voru og stórir vörubílar, sem ætluðu áfram lengra norður og voru þeir seinni hluta dags í gær komnir að Löngumýri. Hafa víða Verið vegagerðarbílar til hjálpar á vegunum, t. d. er bíll með snjótönn á Svínvetninga- braut. í Skagafirði er talsverður snjór, en þar hefur verið gott veður í tvo daga, og því búið að hreinsa að miklu leyti aðal- leiðina. Var í gær farið alla leið til Haganesvíkur. Framhald á bls. 23. Böðvar strandaði út af Jökli Séra Friðrík segir frá Samtalsþættir efiir Valiý Stefdnsson EINS og lesendum Morgunblaðs- ins er kunnugt ræddi Valtýr Stefánsson, ritstjóri, oft við séra Friðrik Friðriksson. Nú eru þessir samtalsþættir komnir út í sérstakri bók, er nefnist Séra Friðrik segir frá. Útgefandi er Bókfellsútgáfan. Samtalsþættirnir í bókinni eru alls átta og bera heitin: Þegar jólin komu inn í göngin í Garðs horni. Fyrstu unglingafélög séra Friðriks, Það var enginn leikur, Á sjötugsafmæli séra Friðriks, Þegar séra Friðrik kom heim, Lindarrjóður í Vaglaskógi, Hálfníræður kunni hann ekki að ihvila sig og „Hvað er langlííi? Lífsnautnin frjóa....“. í upphafi bókarinnar er grein eftir séra Bjarna Jónsson, er nefnist Minning leiðtogans iifir, en í lok hennar segir Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra frá kynnum sínum af séra Frið- rik. Séra Bjarni Jónsson kemst m. a. svo að orði: „Öll þjóðin kannast við starf hins sívakandi æskuleiðtoga. En nánir vinir hans muna samverustundirnar, er þeir voru vottar að fræðslu hans og iðandi lífsfjöri, er ó- gleymanlegar sögur voru sagðar og lilegið var dátt, er leiftrandi augu hans sögðu frá fjársjóði hjartans, og gamansemin var í fylgd með alvöru hins fróða vinar. Menn hlökkuðu til slíkra samfunjia og fóru fagnandi hei'm. — Um þetta má lesa í köflum þeim, sem hér á eftir fara. Þar má heyra óminn af einkasamtali Friðriks við nána vini. Þegar ég les þessa kafla, er sem ég heyri málróminn. sjái brosið og heyri hláturinn, og ég hugsa: Þarna er honum réttilega lýst. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur já, þykir gaman að því að koma vinum sínum á óvart með ýmsum sérkennilegum skoðunum." Bókin er um 100 bls. að stærð, fallega gefin út, og hana prýða fjölmargar myndir. Holtavörðuheiðin þun fær Á Snæfellsnesi fennti, en var hægviðri, svo allar áðalleiðir á nesinu voru enn færar í gær, og fóru bílar yfir Fróðárheiði, Kerlingaskarð *g víðar. í Bröttu brekkuveginn fennti nokkuð, en hann var farinn í gærmorgun og telst fær. Ef hvessir teppist hann fljótt. í gær fór bíll frá Hellissandi til Akraness. Var hált og slæmt veður og tók það hann allan dag- inn og þar til sein,t í gærkvöldi að fara þessa leið. Holtavörðuheiðin var í gær orðin þungfær, en var farin í Taía bæjarstarís- manna óbreytt í 4 ár þótt íbuum bæjarins hafi fjölgað um 7 þus Keflnvík - Bingö SJÁIFSTÆÐI SFÉLÖGIN i Keflavík efna til Bingó-kvölds í Aðalveri í kvöid kl. 9. Aðalvinn ingurinn í kvöld verður flugfar fyrir tvo til Kaupmannahafnar og heim aftur. Margir aðrir glæsilegir vinningar 'verða veitt- ir. Aðgangur er ókeypis. GEIR Hallgrímsson borgar- stjóri flutti framsöguræðu á fundi Landsmálafélagsins Varðar í gærkvöldi um fjár- mál og framkvæmdir Reykja víkurbæjar. Skýrði hann þar m.a. frá því, að á sl. 4 árum hefði starfsmönnum á skrif- stofum bæjarins aðeins fjölg- að um 2 þrátt fyrir það, að bæjarbúum hefði á sama tímabili fjölgað um 7 þús- und. Taldi borgarstjóri, að þetta bæri órækt vitni um sparnaðarviðleitni bæjaryfir- valdanna og yrði naumast betur gert. Þá kom borgarstjóri einnig nokkuð inn á áætlunina Um, að hitaveita verði lögð í öll bæjar- hverfi innan 4 ára og benti á í því sambandi, að í þessu tíma- bili mundi þurfa 245 millj. kr. til framkvæmdanna. Þessa fjár þyrfti að afla með 70 millj. kr. framlagi hitaveitunnar sjálfrar, 94 millj. kr. lánum innanlands og 81 millj. kr. láni erlendis. Skýrði hann frá því, að í næstu viku mundu fulltrúar Reykjavík urbæjar fara utan til viðræðna við fulltrúa Alþjóðabankans um þessa lánveitingu. Meðal annarra atriða, sem fram komu í ræðu Geirs Hall- grímssonar borgarstjóra má nefna þessi: Flatarmál mal’bikaðra og stein Framhaid á bls. 23. SkHpverjum bjargað yfir í Harald UM kl. 8.30 í gærkvöldi strandaði Böðvar AK syðst á Beruvíkinni. Haraldur AK kom á vettvang og fór áhöfn in á Böðvari, 11 menn, yfir í Harald, sem ætlaði að sigla heim til Akraness í nótt. — Eigandi beggja bátanna er Haraldur Böðvarsson & Co. Kaupgjalds- og verðla^smál FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ Verka- Iýðsráðs og Óðins um atvinnu- og verkalýðsmál verður haldið áfram í Valhöll í kvöld kl. 8,30. Ólafur Björns- son prófessor flytur fyrirlest- ur' um kaup- gjalds- og verð- lagsmál. Á eftir fyrirlestrinum verður málfund- ur. Framsögu- menn verða Magnús L. Sveins- son og Haraldur Sumarliðason. Ein stoínun innheimti persðnuskatta (Jtsvör, þinggjöld og sjukra- samlagsgjald á einum staö Blaðið náði í gærkvöldi tali af Ingimundi Ingimundarsyni, skipstjóra á Haraldi. Hann sagði að á staðnum væri norðankaldi, en hefði verið á véstan, þegar báturinn strandaði. Um orsök þess vissi hann ekki. Böðvar sat fastur á skeri, og var lítill leki kominn að honum, er mennimir yfirgáfu hann skömmu eftir strandið. Útfall var og taldi Ingimundur ekki hætta á að hann brotnaði meðan það væri. Áhöfnin á Böðvari fór I gúmmíbjörgunarbáti yfir í Har- ald og gekk það vel, enginn svo mikið sem vöknaði. Komu þeir í tveimur ferðum og var hafður strengur á bátnum. — Skipstjóri á Böðvari er Valde- mar Ágústsson. I gærkvöldi heyrðust tveir bátar tala saman í talstöð. —. Kvaðst annar hafa reynt að koma vírum á Böðvar en þeir slitnuðu. Böðvar er 84 lesta eikarbátur, byggður í Svíþjóð 1947. Sara í Sokkabúð- inni látin SARA Þorsteinsdóttir, kaup- kona í Sokkabúðdnni lézt í gær- morgun úr hjartaslagi á heimitt sínu Mímisveg 4, en hún var bú- in að eiga við vanheilsu að stríða s.l. hálft annað ár. Sara var em þekktasta kaupkona þessa bæj- ar, búin að vera við afgreiðslu síðan 1907, en hún byrjaði i Tomsens magasin. Árið 1924 setti hún á stofn Sokkabúðina, sem hún rak ásamt manni sín- um, Sigurði Z. Guðmundssyni, þar til hann lézt fyrir 2 árum, og síðan með syni sínum. í FYRRADAG voru lögð fyrir bæjarráð drög að samkomulagi um að sameina í eina stofnun á vegum bæjarins alla persónu- skatta, þ. e. þinggjöld, útsvar og sjúkrasamlagsgjöld. Nú ann- ast hver stofnun fyrir sig inn- heimtu á sínum gjöldum, toll- stjóri innheimtir þinggjöld, bær inn útsvarið og sjúkrasamlagið sín gjöld, en öll eru þau greidd af sama fólkinu. Mundi því verða mikill sparnaður að því að sameina alla þessa inn- heimtu, en stofnunin sem það annast verður hluti af bæjar- skrifstofunum. Mál þetta hefur verið í und- irbúningi nokkurn tíma á veg- um hagsýsluskrifstofu bæjarins, hjá aðalendurskoðanda ríkisins, sjúkrasamlaginu og fleiri aðil- um, og stendur nú í samning- um. Málið verður endanlega lagt fyrir bæjarstjórn innan skamms og kemur væntanlega til framkvæmda á næsta ári. Hafnarfjörður f VETUR hefir á vegum Stefnis, fél. ungra Sjálfstæð- ismanna, verið spilað bingó og nokkur verðlaun veitt hverju sinni. Hefir aðsókn verið frem ur góð. — Nú í kvöld verður spilað og er það í síðasta sinn fyrir jól. Eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.