Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.1962, Blaðsíða 13
Tr Föstudagur 27. apríl 1962 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Hákon Bjarnason Það vorar Hæstu trén í bænum S T Ó R og viðamikii tré haf a einkennileg áhrjf á flest fólik. — Menn finna tal smæðar sinnar og takmarkana þegar þeir líta margra alda stórviðu, sem hafa staðið af sér stórviðri og hregg ótal ára og eru enn BÍfróir. ’> Því er miður að í Reykjavik ekortir slíkt enn sakir þess, að hér mim ekkert tré til, sem er meira en um 80 ára. Og ekkert hinna elztu skarar fram úr að stærð eða hæð. 1 Um mörg ár voru björk og reynir í garði Bjarna Sæmunds , sonar við Þingholtsstræti 14 tal in hæ-stu tré bæjarins. Þvi mið- ur fórust þau bæði við hús- bruna á Amtmannsstíg fyrir ein , um tug ára eða svo. Var mikil ! eftirsjá að björkinni, því að hún i var með fallegustu trjánum í ( fcænum og fast að 10 metrum , á hæð. I Fyrir þrem árum bað Valtýr Stefánsson ritstjóri mig að leita að hæstu trjám bæjarins. >á , mældi ég tré í ýmsum görðum en lét undir höfuð leggjast að skýra frá þeim mælingum á prenti. Enda var ég ekki viss I um það þá frekar en nú, að ég hafi fundið þau stærstu. Ef ein- ; hver garðeigandi telur að hann eigi hærri tré en hér er frá skýrt, væri mér kærkomið að fá að vita um það og mæla þau. I Elztu trén í bænum, sem mér er kunnugt um, eru álmur og hlynur sunnan við húsið á Lauf ásvegi 5. Fúllyrt er að Þorvald- ur Thoroddsen hafi látið gróður setja þau, en hann mun hafa byggt húsið. Trén muríu hafa verið gróðursett þarna annað hvort 1878 eða 1888. Þau eru bæði vafalaust flutt hingað frá Danmörku. Árið 1914 mældi Einar Helgason þau, og var þá álmurinn 4,70 m á hæð en hlyn urinn 5,00 m. Nú í vor er álm- urinn 9,20 m og hlynurinn 9,30 m á hæð. Þetta er ekki mikill vöxtur á tæpum 50 árum. En trén standa alltof nærri hús- veggnum, svo að það hefur háð vexti þeirra mjög. Að auki eru trén klæklótt af því að ekki hef ur verið um þau hirt á fyrstu árunum. Við Túngötu 2, þar sem Elec- tric er nú til húsa, er mikill élmviður. Sú saga kom upp í fyrra, að hann mundi vera elzta tréð í bænum, en við athugun kom í ljós, að hann er varla meir en 60—70 ára. Tréð er nú 8,70 m á hæð. Það greinist í tvo Btofna í meters hæð frá jörðu. Þvermál stofns neðan við greina klofann er 40 cm, en þvermál hvorrar greinar er 26 cm. Sunnan við húsið í gömlu gróðrarstöðinni var gróðursett- ur 3ja ára álmur árið 1902. — Hann var kominn hingað frá Danmörku. Álmurinn er 8,00 m é hæð, en þvermálið er 33 cm. (Þvermál trjáa er ávallt mælt í 1,3 m hæð frá jörðu, ef ann- ars er ekki getið). Jarðvegi hef- Ur verið ekið að trénu fyrir pokkrum árum, svo að það hefði mselzt um hálfum metra hærra, ©f ekki hefði verið að gert. Til samanburðar við þessa élma, sem allir munu vera flutt ir inn frá Danmörku, má nefna aðra þrjá, sem komu hingað til lands á árunum 1936—1938 frá Norður-Noregi. Þeir munu af- sprengi nyrztu álmviða í heimi, sem vaxa skammt vestan við Bodö. Við Laufásveg 37, f garði Helgu Jónasdóttur, stendur 10,40 m hár áLmur, sem er 18 om í þvermál. Þetta er ljómandi fall- egt tré, og væri það mikill skaði ef hann væri felldur þegar byggt verður á lóðinni. Við Karlagötu 20, hjá Guð- laugu Bergsdóttur. er annar álmur álíka faliegiur. Hann er 9,45 m á hæð og 18 cm í þver- mál. Við Grettisgötu 20B, að húsabaki, er einnig álmur, 8,50 m á hæð, og í fjölda garða eru álmar af sama uppruna, sumir mjög fallegir en aðrir greinótt- ir um of, allt eftir því hvaða hirðu trén hafa fengið eða hvaða vaxtarskilyrða þau hafa notið. HLYNUR Til eru margir hlynir víðs- vegar um bæinn, flestir af teg- undinni Acer pseudoplatanus. Þeir vaxa allhratt eftir að þeir eru komnir á legg, og margir þeirra hafa borið fræ. í sumum görðum má finna sjálfsána hlyni. Hæsta tréð í Reykjavítk, sem mælt hefur verið, er hlynur í garði Osvalds Eyvindssonar við Laufásveg 52. Hann er 11,00 m á hæð, en því miður er tréð tví Stofna frá rót. Stofnamir eru 24.7 og 23,3 cm að þvermáli. — Tréð er gróðursett um 1930. Við Hellusund 3 er annar hlynur gróðursettur 1931. Hæð- in er 8,90 m, en þvermál 26 cm. Tréð er einstofna upp í tveggja metra hæð. Tréð hefur otft bor- ið þroskað fræ og afkvæmiþess eru dreifð víða. REYNIR Reynirinn er enn algengasta garðtré, bæði í Reykjavík og annars staðar. En hann er lág- vaxin trjátegund og ekki lang- líf. Ævi hans fylgir oft manns- ævinni. Hann er afar fallegt garðtré en ákaflega kröfuharður til jarðvegs. Hæsti reynir, sem mældur var, er við húsið á Bárugötu 6, í garði Þorsteins Jónssonar. — Hann er 10,40 m á hæð og 16,5 cm að þvermáli. ASKUR Askur er mjög sjaldgæft tré hér á landi. >ó er hann til í einstöku görðum, og honum mun sennilega fjölga þegartekst að ná í góða stofna af honum. Við Laufásveg 43 er 10,20 m hár askur, 25 cm að þvermóli. Vigfús Guðmundsson gróður- setti hann árið 1928, og mun hafa fengið hann hjá Ragnari Ásgeirssyni. GRÁÖSP Gráösp er nokkuð víða til, en yfirleitt er hún ekki falleg. Öll gráöspin er flutt inn frá Dan- mörku. Eitt hæsta gráaspartréð við Bergstaðastíg 34 og er það 9,50 m á hæð. GRÁREYNIR Gráreynir og silfurreynir eru mjög algeng tré í görðum. — Hvort tveggja tegundin vex miklu hægar en reynirinn, en þau ná hærri aldri. í gamlal>æj arfógetagarðinum er gráreynir, sennilega frá tíð Schierbecks landlæknis. Hann er samt ekki nema 8,60 m á hæð. Þvermálið er 47 cm. — í garðinum við Laugaveg 66, hjá frú Ólafiu Pétursdóttur, er silfurreynir, gróðursettur 1923 eða 1924. Hann er 8,80 m á hæð og 29 cm í þvermál. Hann er bein- stofna upp í nærri tveggja og hálfs meters hæð og er mjög fallegt tré. Við Kvennaskólann er einnig stór silfurreynir, 9,2 m á hæð og 27 cm í þvermál. Þetta tré er gróðursett 1932. ELRI Rauðelri er mjög sjaldgæft í görðum hér á landi enn sem kpmið er. Við Ásvallagötu 7, í garði Önnu Thorlacius, er 7,50 m hátt elri, sem er 19 cm þvermál. Tréð er mjög fallegt, Það mun gróðursett um 1930. SITKAGRENI Barrtré eru hvergi gömul í görðum í Reykjavík. Þau elztu munu vera frá 1928 eða þar um bil. Flest eru þó gróðursett löngu siðar. Sitkagrenið er aðal barrtréð þó að víða megí sjá blágreni, hvítgreni og furu. Hæsta sitkagrenið er í garði Osvalds Eyvindissonar og er 10,20 m á hæð. Þvermál þess er 27,8 cm. Tréð er gróðursett um 1930 og er ókunnugt um uppruna þess. Líklegt er þó að það sé af sama stofni og sitka- greni í garði Valgeirs Björns- sonar við Laufásveg 67. Það er 9,50 m á hæð og 24,5 cm í þver mál.. Þetta tré kom hingað fré Syfteland í Noregi árið 1928. Um nokkur ár fór því ekkert fram en var svo flutt síðar þang að, sem það nú stendur. Tréð hefur orðið fyrir áfalli af sitka lús í hitteðfyrra og hefur dreg- ið úr vexti þess af þeim sök- um. — 1 garði Sveinbjarnar Jónsson- ar við Artún er sitkagreni gróð ursett 1937. Það hæsta er 9,10 m og 24 cm í þvermál. * Við Vífilsgötu 6 er sitkagreni gróðursett 1943, sem er 7,70 m á hæð og 18,5 cm í þvermál. Þess má geta, að hæsta sitka- tré landsins er nú 11,0 m á hæð. Það var gróðursett 1937 í Múlakoti í Fljótshlíð. Af því, sem nú hefur verið sagt um hæð nokkurra trjáa í Reykjavik, er augljóst, að elzitu trén hafa vaxið hægt og seint. Þau sem komið hafa síðar, upp úr 1930, hafa vaxið miklu örar. Ástæðan er sú, að fyrir þann tíma komu flest eða nærri öll tré hingað frá Danmörku nema reynir og björk. Alaskaöspin hef ur ekki verið tekin með í þess- ar mælingar, enda er hún svo seint til komin, að það er ekki fyrr en eftir 1950 að menn fara að planta henni. Tré, sem sett var 1952, hefur náð 7,40 m hæð á 10 árum. Reykjavík væri tómlegur l>ær ef ekki nyti trjánna 1 görðum manna. En betur má ef duga skal. Til eru ótal lóðir um all- an bæ, sem eru illa hirtar en þyrfti að breyta til hins betra. En meir um það síðar, ef timi vinnst til. Útflutningur a frystum fiski og Gudmundur Garðarsson ÞANN 4. þ.m. birti Morgumblað- ið grein eftir Guðmund H. Garð- arsson, viðskiptafræðing, uim fyr- irkomulag á útflutningi á fryst- um fiski. Greinin er að mestu leyti lofsöngur og þakkargjðrð um starfsemi Jóns Gunnarsson- ar, sölustjóra SH og óska ég Guðmundi H. Garðarssyni til hamingju með þetta nýja hlut- verk hans! Jafnframt mun grein- in eiga að vera svar við grein minni, sem birtist í Morgunblað- inu þann 13. f.m. Grein Guðmundar H. Garðars- sonar er skrifuð af fullkomnu þekkingarleysi á eðli markaða fyrir frystan fisk almennt og al- gerðum ókunnugleik á einstök- um atriðum í þróun þessara mála. Ennfremur gætir óná- kvæmni í meðferð talna óg til- vitnana. Af þessum ástæðum ætla ég ekki að fara að rökræða við Guðmund H. Garðarsson um markaðsmál, hvorki aimennt né um einstaka þætti þeirra. Guð- mundur H. Garðarsson verður að sætta sig við að verða ekki tekinn alvarlega, þegar hamn fjallar um íslenzk markaðsmáil á þennan hátt. Þá ætla ég heldur ekki að svara aðdróttunum Guðmundar um „spákaupmennsku“, „augna- bliksgróða" og „hentistefnu- sjónarmið“. Eg mun hér svara aðeins þeim atriðum, sem Guðmundur H. Garðarsson beimir til mín per- sónulega. Greinarhöfundur vitnar í noikkur ummæli mín á aðal- fundum SH frá 1952, 1954 og 1955 og ber þau saman við nefnda grein mína í Morgunblaðinu. Tilvitnanir eru víða slitnar út úr samhengi og gefa því nokk- uð ranga mynd. 1. Frá aðalfundi SH 1952. Til umræðu var tillaga stjórn- ar SH um að skora á þáverandi atvinnumálaráðherra um „ . . . að aðeins tveimur aðilum verði hér eftir leyft að flytja út fryst- an fisk til sölu á erlendum mörk- uðum, þ.e. SH og SÍS“. Mun þessu hafa verið stefnt fyrst og fremst gegn Fiskiðjuveri ríkis- ins og Ingólfi Espólín, en þessir aðilar fluttu þá báðir út sjáilf- ir, auk SH og SÍS. í þessu sam- bandi var rætt um það, bvort heppilegt væri að SH reyndi að fá einokunaraðstöðu til útflutn- ings og þá að reyna að fá SÍS útilokað líka. Ástæðan fyrir því að samþykkt var ekki gerð um að skora á ríkisstjórnina að úti- loka líka SÍS frá útflutningi frysts fisks, virðist hafa eink- um verið sú, að stjórn SH taldi vonlaus að ríkisstjórnin mundi veita SH slíka einokunaraðstöðu. í þessu sambandi sagði forrnað- ur stjórnar SH, Elías Þorsteins- son: „Eg álít, að það væri illa farið, ef við færum að biðja um einkasöluaðstöðu, fyrst og fremst af því, að það er fyrirsjáanlegt, að við fengjum hana ekki“. (Sbr. skýrslu um aðalfund SH, hald- inn 1952). Á þessum tíma vann ég að sölum í clearing- og vöruskipta- löndum, þar sem ég var að leit- ast við að vinna nýja markaði fyrir frysta fiskinn, en frystur fiskur var þá víðast lítið eða ekfcert þekkt vara á þeirn slóð- um. í fyrstu þurfti þá oftast jafnframt að semja um vöru- kaup, sem greiðslu á frysta fisk- inum, t.d. í Austur-Þýzkalandi, Ungverjalandi, Austurríki og ísrael. Við slík vöruskipti við svo erfið markaðsskilyrði sem þá voru ríkjandi í þessum lönd- um, var auðvitað, a.m.k. til að byrja með, heppilegt, að sala fisksins vœri á einni hendi, ekki sizt með tilliti til þess, að víðast var aðeins einn kaupandi í hverju landi. Enda var það oft- ast svo í framkvæmd, að SÍS og Fiskiðjuver ríkisins fengu hlut- deild í þeim sölurn, sem ég gerði í nafni SH. Þetta ástand á lítið sameiginlegt með viðskiptum á frjálsum mörkuðum árið 1962! Og raunar gegnir líka nokkuð öðru máli í viðskiptum í clear- ing en í beinum vöruskiptum. 2. Frá aðalfundi SH 1954. Hér benti ég á að með vax- andi samikeppni á fiskmörkuð- um Evrópu væri hætta á að fiskverð . lækkaði. Jafnframt tók ég frarn, að sem stæði teldi ég þó ekki hættu á verðlæfckunum. Hér er auðvitað átt við sam- keppni milli hinna ýmsu landa um markaðina. _ Eg hafði ennfremur minnzt á, að danskir framleiðendur kepptu hver við annan inni á vöruskipta- mörkuðunum. Skýring á þessum ummælum felst í svari mánu hér að ofan undir líð 1. 3. Frá aðalfundi SH 1955. Guðmundur H. Garðarsson vísar hér í tillögur minar um þær ráðstafanir, sem ég taldi rétt að SH gerði, til að reyna að tryggja aðstöðu sína á markaðn- um í Vestur-Þýzkalandi. Þessar tillögur fólu í sér m.a., að SH skyldi styðja að uppbyggingu dreifingarkerfis í Þýzkalandi, jafnvel með því að koma upp nokkrum frystikistum í smá- sölubúðum. Af þessu leiðir svo Guðmundur H. Garðarsson, að það hafi þá ekki síður verið rétt af SH að kaupa „fisksjoppur" sínar í London enda hafi þær einmitt verið keyptar rétt eftir að ég kom fram með tillögur mínar um þýzka markaðinn, en ég hafði í áðurnefndri grein mimni í Morgunblaðinu talið kaup og rekstur fiskbúðanna í London vafasama ráðstöifun. Hér kemur enn fram alger ókunnugleiki Guðmundar M. Garðarssonar á því, sem hann er að ræða um. f Þýzkalandi var um að ræða að styðja uppbygg- ingu á dreifingarkerfi fyrir frystan fisk. Slíkt dreifingar- kerfi er frumskilyrði fyrir söl- um og þetta kerfi var þá ekki enn fyrir hendi en var í upp- byggingu. í Englandi hinsvegar var þá þegar dreifingarkerfi og því þurfti ekki að stuðla að upp- byggingu þess, enda var slíkt heldur ekki tilgangur SH með því að kaupa fiskbúðirnar í London. Sjá nú allir, hversu rök- semdafærsla Guðmundar einn- ig hér ér fráleit. Að lokum þetta: Mér er Ijútft að viðurkenna, að ég tel mig hafa lært nokkuð af þeirri reynslu, sem ég hef fengið í starfi mínu við markaðsmál undanfarin 17 ár. Vafalaust hefði Guðmundur H. Garðansson einnig lært af sinni reynslu, etf hann hefði unnið eitthvað að sölumálum. Allar aðstæður eru gjörbreyttai nú miðað við það ástand, sem ríkti fyrstu árin etft- ir stríð. Og það er einmitt nauð- synlegt að haga sér eftir breytt- um aðstæðum en staðna ekki í sömu sporunum, ekki að ríg- haida í sömu hugmyndirnar og sama fyrirkomulagið, ef annað reynist réttara eða henta betur breyttum aðstæðum. Það má ekki láta þróunina þjóta fram hjá sér. Það sem á við á ákveðn- um stað eða á ákveðnu timabili, getur verið alveg ónothæft eða jafnvel skaðlegt á öðrum stað eða á 'öðru tímabili. En þróun markaðsmálanna á sviði frysta fisksins hefur einmitt verið mjög ör undanfarin ár og svo mun enn verða í náinni framtíð. Magnús Z. Shrurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.