Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 12
12 r MORCVTSfílAÐIÐ Fimmludagtjr 7. Jflní 1962 | Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónssr Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVAÐ SEGJA BÆNDUR? k ratugum saman hefur Framsóknarflobkurinn borið Sjálfstæðismönnum það á brýn, að stefna þeirra væri að draga fóik, fram- kvæmdir og fjármagn til Reykjavíkur. Þessi staðhæf- ing hefur átt að sanna bænd um að Sjálfstæðismenn væru óvinir þeirra og sveitanna. Reynt hefur verið að koma þeirri skoðun inn, að Sjálf- stæðismenn hefðu aðeins á- huga á að bæta aðstöðu fólksins í höfuðborginni, ausa fjármagni í hvers konar framkvæmdir í Reykjavík en láta sveitimar og byggðar- lögin úti á landi yfirleitt sitja á hakanum. Þetta er sú hliðin á áróðri Framsóknarmanna, sem snýr að fólkinu úti á landi., En nú er svo komið, að Framsókn- armenn hafa mikinn áhuga á að auka fylgi sitt í Reykja- vík. Þá bregður svo við, að Tíminn er látinn halda því fram að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi svikizt um að gera ailt sem gera þurfti í höfuð- borginni. Hér vanti fullkomn ar götur, skóla, sjúkrahús og aðrar menningar- og mann- úðarstofnanir. Allt of litlu fjármagni hefur að áliti Tím- ans verið varið til þessara framkvæmda. Reykvíkingar verði að kjósa Framsóknar- flokkinn til þess að tryggja aukið fjármagn til gatnagerð ar, skólabygginga, sjúkra- húsa o. s. frv. Hvað segja bændur um þessa hlið á áróðri Fram- sóknarmanna? Hvað segja þeir um samræmið í áróðri Tímans? ★ Sannleikurinn er sá, að Framsóknarflokkurinn er orð inn að hreinu viðundri. All- ur málflutningur hans mót- ast af algerri hentistefnu.— Hann segir eitt í dag og ann- að á morgun, allt eftir því við hverja hann er að tala. Hann segir bændum og öðru fólki úti á landi, að Sjálf- stæðisflokkurinn vilji draga aJlt fjármagn til Reykjavík- ur og hugsi um það eitt að hrúga fé í alls konar fram- kvæmdir hér. Hann segir ReykVíkingum ,að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi vanrækt að gera allt sem gera þurfi í borginni og að alltof litlu fjármagni sé varið þar til nauðsynlegra framkvæmda! í utanríkismálum þykist flokkurinn einn daginn vera með samstarfi vestrænna lýð ræðisþjóða og nauðsynlegum öryggisráðstöfunum til vam- ar sjálfstæði íslands og þjóð- ar þess. Hinn dagirtn hlaupa Framsóknarmenn yfir á snæri kommúnista, sam- þykkja að varnarsamningn- um skuli sagt upp og landið dregið í dilk með leppríkjum Rússa. Stjórnmálaflokkur, sem þannig hagar málflutningi sínum getur ekki til lengdar notið trausts stórs hluta þjóð arinnar. Framsóknarflokkur- inn getur í bili blekkt nokk- um hóp íslendinga til fylgis við hentistefnu sína. En til lengdar getur hann það ekki. Tvöfeldnin og yfirborðshátt- urinn hlýtur að verða öllum augljós. VIÐREISN EÐA ÞJÖÐFYLKING \ næsta sumri eiga að fara fram almennar alþingis- kosningar. Þá gefst íslenzk- um kjósendum tækifæri til þess að láta í ljós í einrúmij kjörklefans skoðun sína á því, hvort halda skuli áfram efnahagslegri viðreisn og uppbyggingu hins íslenzka þjóðfélags undir forystu styrkrar stjórnar þeirra tvéggja lýðræðisflokka sem nú stjóma landinu eða hvort þjóðfylking kommúnista og Framsóknarmanna eigi að taka við völdum. — Áform kommúnista um myndun slíkrar ríkisstjórnar eru al- þjóð kunn. í samtali, sem birtist í Tímanum í gær við formann Framsóknarflokks- ins, verður það einnig ljóst, svo að eigi verður urn villzt, að Framsóknarflokkurinn er þess alráðinn að ganga til stjómarsamstarfs með komm únistum. Eysteinn Jónsson lýsir því hiklaust yfir ífyrr- greindu samtali, að hnekkja þurfi meirihluta núverandi stjómarflokka og brjóta á bak aftur þá viðreisnar- stefnu, sem núverandi ríkis- stjórn hefur markað. íslendingar vita það þvínú þegar um hvað þeir kjósa í stórum dráttum í næstu kosn ingum. Er það vissulega mjög mikils virði. Kjósend- urnir þurfa á hverjum tíma að kunna sem gleggst skil á því hvaða kostir eru fyrir hendi í stjórnmálum þeirra. AUÐVELT VAL TVTúverandi ríkisstjóm tók -*•' við efnahagslífi þjóðar- UTAN UR HEIMI Deyjandi laufblað. Myndin til vinstri sýnir útgeislunina rétt eftir að laufið var slitið af jurt- inni, næsta mynd er tekin tíu klukkustundum síðar og myndin til hægri 20 tímum eftir að laufið var slitið. Merkaí rannsókn- ir á útgeislun í TÍMARITINU Soviet Uni- on, 145. hefti, 1962, sem Mbl. barst fyrir skömmu, er at- athygliverð grein eftir I. Leonidov um rannsóknir, er hjónin Semyon og Valentina Kirlian hafa unnið að undan- farið. Semyon Kirlian er raffræð- ingur í borginni Krasnodar í Kákasus. Hann hafði .um margra ára skeið unnið að viðgerðum, og endurbótum á rafvélum og tækjum. Svo tók hann eftir því dag nokkturn að ef hátíðnistraum ur lék um fingur hans og hann snerti ljósmyndapappír, mynd- uðust á pappírnum óljós merki og blykkjóttar línur. Þetta var að vísu ekki ný uppgötvun, því áður hafði verið tekið eftir þess um áhrifum hátíðnistraumsins, en enginn hafði gefið þeim nón- ari gaum. Kirlian datt í hug að rétt væri að kanna þetta mál betur. Fékk hann konu sína í lið með sér, en hún var kennari og blaðamaður. Ný Ijósmyndatækni Vitað var að andrúmsloftið umhverfis jörðina er hlaðið raf- magni. — En lítið er vitað um dreifingu rafmagnsins og áhrif á hluti á jörðinni og vakna í því sambandi ýmsar spurning- ar. Til að svara þesum spurn- ingum varð að finna leið til að ljósmynda þetta „rafmagnslíf" náttúrunnar. Þær ljósmyndunar aðferðir, sem þekktar voru, báru engan árangur. Eftir lang- varandi tilraunir tókst Kirlian hjónunum að skapa nýja mynda vél og leiddu þessar rannsóknir m. a. til þess að fjórtón ný einkaleyfi fengust. Kirlian hjónin voru heilluð af fyrstu myndunum, sem fengust með nýju ljósmyndunaraðferð- inni. En þau héldu rannsóknun- um áfram. Myndirnar gáfu að- eins kyrrstöðumyndir af því, sem um var að vera, og út- bjuggu smásjá á sérstakan hátt til að fylgjast með því sem ger- ist þegar hátiðnistraumurinn leikur um lifandi og dauða hluti. Og nú laukst upp fyrir hjónunum nýr heimur. f dö(kk- um bakgrunni glömpuðu bláir, fjóluhláir, gulir og gullnir neist- ar. Sumir leiftruðu aðrir lýstu stöðugt og enn aðrir leiftruðu öðru hverju. Hluti neistans var hreyfingarlaus, aðrir voru ið- andi í Ijóshafi. Og yfir þessum furðulegu neistum voru eins og bjartir, marglitir logar og dimm Breytileg útgelslun Kirlian hjónin gripu hvað, sem hendi var næst, til að skoða undir smásjánni — leðurbúta og viðarkubba, laufiblöð og pappír, málmþynnur og gúmmí. Sáu þau að útgeislunin var mjög breyti- leg eftir því hvað skoðað var og að ljósmyndir af lifandi hlutum sýndu allt öðruvísi útgeislun en frá dauðum hlutum og einnig einkennilega byggingu. Upplýsingarnar söfnuðust óð- um saman og vöktu furðu hjón- anna og þeirra vísindamanna, sem kynntu sér málið. Sérfræð- ingar gátu enga skýringu gefið. Enginn efaðist um að tilraurur Iþessar leiddu mjög eftirtektar- verð fyrirbæri fram í dagsljós- ið, en enginn gat gefið skýringu á fyrirbærunum. Dauði laufslns Laufblað, nýslitið af jurtinni, var sett undir smásjána og há« tíðnistraumnum hleypt á það. Ljósfyrirbærin komu frarn að vanda. En eftir nokkrar klukku stundir tóku ljósin að dofna eins og í borg, sem býr sig undir svefninn. Logarnir marglitu dofnuðu og neistarnir og skýin hættu að hreyfast. Laufiblaðið dó og dauði þess speglaðist i lj ósbrey tingum. í sýktri plöntu breyttist út- Framhald á bls. 14. Jt ský. Útgeislun frá fingri í hátíðnisviðL innar í rústum eftir uppgjöf vinstri stjómarinnar. Sjálfir leiðtogar hennar lýstu því yfir, þegar þeir gáfust upp við að stjóma landinu á miðju kjörtímabili, að þjóð- argjaldþrot vofði yfir. Þess vegna sögðu þeir af sér. Síð- an hafa kommúnistar og Framsóknarmenn gert allt, sem í þeirra valdi hefur stað ið til þess að torvelda þeim, sem við tóku uppbyggingar- starfið. Núverandi ríkisstjóm hefur hins vegar gengið hik- laust til verks. Hún hefur sagt þjóðinni sannleikann um ástand efnahagsmála hennar og gert þær ráðstafanir, sem lífsnauðsynlegar vom til þess að bægja hruninu frá. Hún hefur jafnframt hafizt handa um stórmerka fram- kvæmdaáætlun, sem leggja mim gmndvöll að fjölþætt- um umbótum í landinu. — í skjóli þeirra geta lífskjör þjóðarinnar haldið áfram að batna, afkomuöryggi hennar að aukast og efnahagsgrund- völlurinn að treystast. Þetta er hin jákvæða upp- byggingar- og viðreisnar- stefna, sem núverandi ríkis- stjórn hefur markað. Á hinu leytinu bjóða svo Framsóknarmenn og komm- únistar íslendingum þjóð- fylkingu sína. í slíkri stjóm arsamsteypu yrðu kommún- ista sterkasta aflið. En ekk- ert liggur fyrir um það, hvernig þessir tveir flokkar gætu starfað að lausn hinna þýðingarmestu mála. í vlnstrl stjóminni brast þá alla getu til þess að leysa nokkurt vandamál á raunhæfan hátt. Undir forystu þeirra hélt verðbólgan stöðugt áfram að aukast, gengi krónunnar að falla og lánstraust þjóðar- innar út á við að þverra. Er það þessi þróun, sem íslenzka þjóðin vill að end- urtaki sig að loknum næstu kosningum? Áreiðanlega ekki. Enginn ábyrgur og þjóðhollur ís- lendingur óskar þess að leiða slíkt böl yfir þjóð sína. Þess vegna verður valið í næstu alþingiskosningum auðvelt. Þjóðfylking kommúnista og Framsóknarmanna er fyrir- fram dauðadæmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.