Morgunblaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 14
14 M O R C TJ N Jt T. 4 Ð IV ^ Laugardagur 23. júni 1962 Gunnar Halldórsson skrist.stj. minning Hann andaðist skyndilega að heimili sínu, Hávallagötu 49, mánudaginn 2. júní s.l. og fór útför hans fram frá Fossvogs- kapellu viku síðar. Fyrir nokkrum árum kenndi hann þess meins, er varð honum að aldurtila, svo ástvinum hans og vinum kom andlát hans ekki algjörlega á óvart. Gunnar var fæddur í Reykja- vík 24. október 1894. Foreldrar hans voru sæmdar hjónin Hall- dór Jónsson, cand. theol. bankg- gjaldkeri og Kristjana Péturs- dóttir organleikara Guðjohnsen. Hann ólst upp í hópi glæsi- legar systkina á fyrirmyndar heimili, þar sem menningarbrag ur setti sinn svip á allt heimilis lífið og fögur hljómlist var í há vegum höfð. Systkini Gunnrs heitins, sem eru þjóðkunn, voru Pétur heitinn borgarstjóri í Reykjavík, Jón fyrrverandi rík- isféhirðir og skrifstofustjóri Landsbankans, Hólmfríður eigin kona séra Jósefs Jónssonar próf asts og Halldór heitinn, útrbús- stjóri Landsbanka íslands á ísa firði. Á yngri árum stundaði Gunn ar iþróttir af kappi, var ágætur knattspyrnumaður, sprettlharður leikinn og lipur. Keppti hann í úrvalsliði Knattspyrnufélagsins Fram á þeim árum er þeir voru sigursælastir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, en hvarf frá frekara námi og réð ist til skrifstofustrfa hjá firm anu Th. Thorsteinsson, sem í þá tíð rak umfangsmikla útgarð arstarsemi ásamt verzluninni Liverpool. Um nokkur ár var ■hann meðeigandi í verzluninni Brynju, en seldi eignarhlut sinn í fyrirtækinu og réðst til starfa hjá Reykjavíkurbæ. Hafði hanr. þar á hendi bókhald yfir nýbygg ingar bæjarins sem var umfangs mikið og vandasamt starf. Síð ■ ustu árin var hann skrifstofu- stjóri hjá hlutafélaginu Pétur Snæland. Hinn 1. april 1930, giftist Gunn ar heitinn eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Björnsdóttir, syst ir þeirra Arnarbræðra og Rann veigar Kjaran, hinni ágætustu konu, er bjó manni sínum fagurt og friðsælt heimili, sem þær kon ur einar geta er búnar eru traust um kvenkostum og myndarskap Fyrir heimili sitt og ástvini lifði Gunnar og starfaði Þar var hann allur og óskiptur. Þau eignuðust þrjú mannvænleg og myndarltg börn: Orra, skrifstofumann hjá 'h.f. Hörpu, giftan Margréti Ólafs 1 dóttur, systur skákmeistarans Friðriks Ólafssonar, Gyðu Irmer i og Nönnu Kristensen, en þær | eru báðar giftar ágætismönnum í Danmörku og búsettar þar. I Hjónaband þeirra Gunnrs og : HANDKLÆÐASKÁPAR Tálcn hins fnllkomna hreinlætis Getum nú boðið fyrirtækjum og stofnunum nýja og fullkomna þjónustu hinna heimsþekktu sjálfvirku handklæðaskápa. Ómissandi a Skrifstofum, Veitingahúsum, Rannsóknarstofum, Frystihúsum, og alls staðar þar sem fyllsta hrein- lætis er krafist. Hver nofasidi fær hrelnft handklaeði hverju sinnl . Ný @óð þjónnsfix BORGARÞVOTTAHÚSIÐ H.F. Borgartúni 3, símar 11260, 11261 og 18350. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför OLAFÍU ólafsdóttur Vandamenn Hjartkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir MARGRÉT ItRlSTÍN SIGURJÓNSDÓTTIR Lækjargötu 10, Hafnarfirði andaðist að St. Jósefsspítala 21. júní. Hilmar Þorbjórnsson, Ágúst Hilmarsson, Kristm og Lie Natier Eginmaður minn KONRÁB VILHJÁLMSSON, fræðimaður frá Hafralæk andaðist að heimili okkar Hamarsstig 33, Akureyri þann 20. þ.m. — Útförin fer fram frá Ahureyrarkirkju mánu- daginn 25. júní kl. 2 e.h Þórhalla Jónsdóttir Mínar innilegustu hjartans þakkir sendi ég öllum vinum mínum nær og fjær. Sérslaklega þakka ég fólkinu á Lindar- götu 60, sem glöddu mig með veizlugjöfum og heillaskeyt- um á 75 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Þorvarður Árnason. Hjartanlega þakka ég óllum þeim, að meðtöldum mínum ágætu Iðunnarfélögum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 85 ára afmæli mínu. Sé á heiði sólin blíð sifellt eyðis tregi. Ykkur leiði lukkan frið lífs ógreiða vegi. Sigurveig Björnsdóttir, Víðimel 45. Kristínar var ástcíkt og samhent Reyndizt hún manni sínum traustur lífsförunautur, og þá hvað bezt er mest á reyndi, er heilsu hans tók að hnigna. Gunnr heitinn Halldórsson var gjörfulegur og glæsilegur mað- ur, sam bjó yfir traustri skap- gerð og einbeittum vilja. Að eðl isfari dulur og fáskiptinn, hisp uslaus, skoðanafastur og enginn veifiskati Drenglyndur og trygg ur vinur vina sinna. Hýr og hlýr á heimili sínu, þar sem við vinir þeirra hjóna áttum margar á- nægjustundir. Það er tóm og harmur í huga hjá vinum Gunnars við hið skyndilega fráfall hans. En hug ljúfar endurminningar varpa birtu yfir minninguna um góðan dreng, sem í engu mátti vamm sitt vita og var heill í huga og starfi. M. J. Br. Vf 4LFLUTNIN GSSTOF R Aðalslræti 6. III hæð. Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Trúloíunarhnng ar afgreiddir samdægurs HALLDÓR Skolavörðustjg 2 Þingeyingar bjóoa V-ls!endingi heim FYRIR nokkru var aðalfundur Félags Þingeyinga í Reykjavík haldinn í Breiðfirðingabúð. For- maður félagsins, Stefán Pálsson, flutti skýrslu stjórnarinnar. Nokk ur spilakvöld voru í vetur og árshátíð, sem var fjölmenn að vanda. Síðastliðið vor gekkst fé- lagið fyrir kynningar- og skemmtiferð eldri Þingeyinga um land félagsins í Heiðmörk. Þátttaka var góð og um kvöldið var drukkið kaffi að Jaðri i boði Gunnars Áinasonar. Farnar voru 4 gróðursetningarferðir í Heið- mörk og gróðursettar 1500 plönt- ur. Sögunefnd félagsins starfaði nokkuð á árinu og undirbjó vænt anlega útgáfu á Kynþáttatali eftir Indriða Indriðason. Er það unnið upp úr ættfræðum föður hans, Indriða Þorkelssonar á Fjalli. Formaður félagsins, Stefán Pálsson, baðst undan endurkosn- ingu. í hans stað var kosinn Páll H. Jónsson. Tryggvi Friðlaugsson baðst einnig undan endurkosn- ingu. í hans stað var kosinn Guð mundur Hofdal. Stjórnina skipa því nú: Páll H. Jónsson ,for- maður, Sigurður Jóelsson, ritari, Gunnar Árnason, gjaldkeri, Jako bína Guðmundsdóttir og Guð- mundur Hofdal. Á aðalfundi félagsins var ákveðið að bjóða heim til ís- lands einum Vestur-íslendingi af þingeyskum ættum. Varð fyrir valinu Heimir Thorgrímsson, Winnipeg. Hefur hann þegið boðið og er væntanlegur til landa ins 13. júní. í för með honum, í heimsQkn til frænda og vina. er bróðir hans Freyr Thórgríms- son. Þeir bræður eru synir séra Adams Þorgrímssonar frá Nesi í Aðaldal og Sigrúnar Jóns- dóttur frá Mýri. Þeir dveljast hér á landi til 3. júlí. VéSbátur Til sölu er nýr 12 rúmlesta vélbátur með 48—60 ha. Marna dieselvél með skiftiskrúfu. í bátnum er dýptar- mælir og línuspil. 4ra manna lúkar. Báturinn verður til afhendingar um n.k. mánaðarmót. Uppl. eftir hádegi í dag í síma 51393 Sænsktskip brennur STOKKHÓLMI, 21. júní (NTB) — Tveir menn fórust og eins er saknað, eftir stórbruna um borð í sænska flutningaskipinu „AgneH á Eystrasalti í nótt. Öðrum af 31 manns áhöfn skipsins var bjargað uim borð í skip, sem komu á vettvang til hjálpar. Snemma í dag voru svo ellefu menn komnir um borð í skip. sem komu á vettvang til hjálpar. Snemma í dag voru svo ellefu menn komnir um borð í skipið aftur og hafði tekizt að hemja eldinn. Frekari hætta steðjar því ekki að skipinu í svipinn og dráttarbátar liggja nú við hlið þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.