Morgunblaðið - 14.09.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 14. sept. 1962 MOnCVTSBI 4 ÐIÐ 15 *• - «rT^’rr'' " " ' *. f . ■ . . ■ •••—:•;* Rangá kemur í heimahöfn RANGÁ, hið nýja skip Haf- nokkrum orðum. Fjöldi Bolvík og voru með skipinu, þegax skip h.f., kom í fyrsta skipti til ísafjarðar 19. ágúst s.l. og var fréttamönnum og nokkr- um öðrum gestum boðið að skoða skipið. Rangá sigldi síð an til Bolungarvíkur, sem er heimahöfn skipsins. Fór þar fram móttökuhátíð. Jónatan Einarsson, oddviti Hólshrepps, flutti ræðu við það tækifæri og afhenti skipstjóranum að gjöf litaða ljósmynd af Bol- ungarvík, en stjórnarformaður Hafskip h.f., Gísli Gíslason, stórkaupmaður, þakkaði með >i»a . ■ i« inga var samankominn á Brim brjótnum, til þess að fagna komu skipsins til heimahafn- ar og var Bolvíkingum gefinn kostur á að skoða skipið og þiggja veitirigar um borð. Auk stjórnarformanns Haf- skip h.f., Gísla Gíslason, komu þeir Sigurður Njálsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, Ólaf- ur Jónsson frá Sandgerði, varaformaður stjórnarinnar og Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri Verzlunarsam- bandsins, flugleiðis frá Rvlk það sigldi til Bolungarvíkur. Rangá er byggð í skipa- smíðastöð Kremer & Sohn í Emshorn í V-Þýzkalandi, og var Kremer yngri með því í þessari fyrstu ferð þess. Haf- skip h.f. hefur nú samið um smíði á nýju skipi, og er það þriðja skipið, sem félagið læt- ur byggja í þessari skipasmíða stöð. Skipstjóri á Rangá er Stein ar Kristjánsson frá Flateyri, en fyrsti vélstjóri Þórir Kon- ráðsson. (Frá fréttaritara) Heimæðagföld stórra húsa hlutfallslega lægri en Istilla Cjaldskrá hitaveitunnar endurskoðuS: fyrir stór Á FUNDI borgarstjórnar Reykja víkur hinn 6. sept. sl. var til fyrri umræðu tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir Hitaveitu Reykja víkur. Ekki felast í hinni nýju tillögu stórvægilegar breytingar frá núgildandi gjaldskrá. Einna þýðingarnlest mun vera breyt- ingin á útreikningi heimæða- gjalda, sem nú er gert ráð fyrir, að verði miðuð við rúinmál húsa. Gunnlaugur Pétursson borgar- ritari, er gegnir störfum horgar- stjóra í fjarveru Geirs Hall- grímssonar, skýrði frá því á fund inurn, að þessi breyting væri eink um gerð til þess að þeir, sem í fjöibýlishúsum búa þurfi ekki að greiða hlutfallslega hærri gjöld en þeir, sem búa í einbýlishús um, eins og verið hefur. í greinargerð Jóhannesar Zoega hitaveitustjóra, er fylgir gjald- skrártillögunni, eru færð svo- hljóðandi rök fyrir þessari breyt ingu: „Kostnaður við lögn og við- hald heimæða er að jafnaði því minni, miðað við rúrrumál og varmaþörf, sem húsin eru stærri. Stór hús hafa möguleika á notk- un ódýrari olíu til hitunar. Hagn aður þeirra af hitaveitu er því minni en smærri húsanna. Þau þurfa og öðrum húsum frekar að bera aukakostnað af millihit- urum eða dælum vegna hæðar húsanna. Mælir því sanngirni með því, að heimæðagjöld séu Aðalfundur Sambands ísl. byggingafél. hefst kl. 3 e.h. laugardaginn 15. þ.m. í Glaumbæ. Kennsla Les. með skólafólki tungumál, reikning, stærð- fræði og fl. Og bý undir lands-, og stúdentspróf. Les m. a. þýzku og rúmfræði með þeim, sem búa sig undir 3. bekk Menntaskóla. — Dr. Ottó Arnaldur Magnússon (áður Weg), Grettisgötu 44 A. Sími 15082. hlutfallslega lægri hús en lítil." í hinni nýju gjaldskrártillögu er einnig gert ráð fyrir því, að mælaleiga hækki nokkuð, en hún hefur að sögn borgarritara og hitaveitustjóra ekki staðið undir kostnaði við mælana til þessa. Þessi breyting er því nauð synleg til þess að mælaleigan geti staðið undir stofn- og við- haldskostnaði mælanna. Er mið- að við, að leigan fyrir hvern mæli skuli vera sem hér segir á mánuði: a. Fyrir mæla allt að %” ............ kr. 30.00 b. Fyrir mæla allt að 1—2” ............ kr. 75.00 c. Fyrir mæla allt að 3” ............ kr. 270.00 Guðmundur Vigfússon borgar* fulltrúi kommúnista, tók undir það með borgarritara, að breyt- ingin á útreikningi heimæða- gjaldanna muni vera til bóta. En hækkunina á mælaleigunni taldi hann óeðlilega mikla, og bar fram breytingartillögu við þann lið gjaldskrártillögunnar. Ennfremur tóku til máls þeir Björn Guðmundsson (F), Óskar Hallgrimsson (A) og Gunnlaug- ur Pétursson borgarritari tvíveg- is. Að loknum þessum umræð- um var tillögunni ásamt breyt- ingartillögum við hana vísað til 2. umræðu. Röskir menn óskast í byggingarvinnu. — Upplýsingar í dag að Laugavegi 10. Sími 22296 milli kl. 4—6. Léttið húsmcðurinni heimilisstörfin Meira en 30 ára reynsla í framleiðslu þvottavéla er hagnýtt til fullnustu hjá Servis verk- smiðjunum. Það er þessi hagnýta reynsla sem kemur yður til góða þegar þér kaupið SERVIS ÞVOTTAVÉLINA Nafnið Servis merkir fyrsta flokks gæði, útlit og hagstætt verð. Þér getið treyst Servis, sem er ávallt í fararbroddi að útliti og nýjungum. Er þér kaupið Servis, þá kaupið þér fallega og vandaða þvottavél, því að engin önnur þvottavél er búin öðrum eins kostum. ' J íSv L Höfum nú fyrirliggjandi 4 mismun- andi gerðir af Servis þvottavélum i:SSS8sS|lB 1: 1 ■wmk\ i# ■ SERVIS ÞVOTTAVÉLIN s. . 'fsS ■ • ilpséSíííí-ii, h e n t a r hve rri fjölskyldu Mmm Varahluta- og viðgerðarþjónusta að Laugavegi 170 Kynnist Servis — og þér kaupið Servis. Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687. Afborgunarskilmála-4 Sendum gegn póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.