Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 20
20 vortcrnvnr 4Ð1Ð Sunnudagur 21. október 199J ---HOWARD ' SPRING:^ _ 62 RAKEl ROSING Hún velti fyrir sér í huganum því seni Maurice hafði sagt. í»au voru hjón. Þetta blindskot, sem hún hafði hleypt að Julian Heath til þess að vinna samúð hans, hafði geigað. En það var engin ástaeða til að Julian fengi að vita allan sannleikann í málinu — ekki fyrst um sinn, að minnsta kosti. Hún reikaði um stofuna ókyrr. Ef Julian væri bara í borginni og þau gætu farið eitt- hvað saman —gert eitthvað. Á borðinu hennar lá bréf, sem hún hafði ekki tekið eftir, þegar hún kom frá Markhams. Það var frá ljósmyndara í Bond Street, sem tjáði, að sér mundi verða það ánægja að taka mynd af henni — ókeypis. Eitt eintak yrði sent henni sjálfri — líka ókeypis. Þetta kitlaði hégómagirnd henn- ar. Ljósmyndarar gerðu ekki svona tilboð öðrum en þeim, sem frægir voru. Hún 'hringdi og fékk að vita, að myndina væri íhægt að taka klukkan hálffjögur, og svo lagði hún af stað til ljós- myndastofunnar. Það var að minnsta kosti að hafa eitthvað fyrir stafni, og auk þess hefði 'hún ánægju af því. Sýningar- kassarnir þarna úti fyrir voru fullir af myndum. Þar þekkti hún andilitin á ýmsum frægum leikkonum og athugaði þær gaum gæfilega. Þær gerðu hana ekkert órólega, eftir að hún hafði litið á þær. Svo tók hún spegilinn og athugaði vandlega sitt eigið and- lit. Hún var ánægð með það, sem hún sá. Hún brosti með sjálfri sér á leiðinni upp í ljósmynda- stofuna. En brosið var farið af andlit- inu þegar hún kom augliti til auglitis við ljósmyndarann. Þá var hún köld og þóttaleg eins og drottning. Ljósmyndarinn kunni handverk sftt og reyndi ekki að fá hana til að brosa. Hann hafði séð svo mörg fræg andlit um dagana, að hann vissi, hvernig með þau skyldi fara. Hann sá vel, að þessi kaldi drottningar- svipur var höfuðeiginleiki þessa andlits. Þessarar tilvonandi leik- konu. Háu, slavnesku kinnbein- in og slétt fílabeinsguít hörundið á þeim, svörtu augun, sem voru svo sérkennileg og leyndaydóms- full undir plokkuðum augnabrún- unum og svo hárið, blásvart eins Og hrafnsvængur, rauða strikið, sem var varirnar, ekki þykkar en þó lostafullar: allt þetta naut sín bezt undir þessum fjarræna virðu leikasvip, sem fór andlitinu betur en nokkur aðalskóróna hefði gert. Já, guð skal vita, að hún er falleg! hugsaði hann með sjálfum sér. Það var langt síðan hann hafði haft svona andlit til með- ferðar. Það var bara eitt, sem honum fannst að. Eitt ofurlítið djásn, sem mundi fullkomna myndina, sem hann langaði að fá. Hann leyfði sér því að segja andvarpandi: Ef þér bara hefðuð háan kamb í hárinu, ungfrú Rosing.. Ég hef hann í töskunni minni, sagði Rakel. Ég veit, að hann fer mér vel. Hann neri saman höndunum. Ég sé, að þér skiljið þetta allt. Já. það geri ég, sagði hún blátt áfram. Og enda þótt hún hefði aldrei verið áður mynduð hjá neinum ljósmyndara, sem nokkuð kvað að, þá var þetta ekki nema satt, að hún hafði vit á þessum hlut- um. Hafið þér nokkurntíma heyrt nefndaii mann, að nafni August- us John? spurði ljósmyndarinn. Nei. Jæja, ég vona, að hann heyri yðar einhverntíma getið. Þá fengjum við að sjá mynd, sem eitthvað kvæði að. Rakel fékk sér te í einrúmi í veitingaihúsi þarna í götunni, en þegar hún fór þaðan aftur og labbaði heim á leið, fór hún framlhjá glugga, þar sem voru nokkrar olíumyndir. Hún fór að skoða þær og sá, að þær voru eftir einhvern Augustus John. Guð minn góður, hugsaði hún. Þetta eru dásamlegar myndir. En hún var viss um, að mynd- irnar frá Ijósmyndaranum henn- ar yrðu miklu betri. Meðan Rakel var hjá ljósmynd aranum, var Maurice önnum kaf- inn hjá beinalækninum sínum. Hann var ánægður með batann. Ég þarf ekki að hitta yður oftar, hr. Bannermann og ég býst ekki við að þér kærið yður um að hittá mig. Nei, það geri ég ekki, sagði Maurice af_ fullri hreinskilni. Jæja þá. Nú er ekki annað eftir en full varúð og þá verðið þér orðinn alveg jafngóður áður en sumarið er á enda. En lítið 'þér nú eftir honum, hr. Hartigan. Héðan af get ég ekkert gert, sem þér ekki getið sjálfur. Þegar Maurice var orðinn einn, sat hann um stund og hugsaði, en síðan kallaði hann á Mike, Bright og Oxtoby. Hafið þér nokkurntíma komið til Ohichester, Oxtoby? Nei, herra. Jæja, þá fáið þér að fara þanig- að eftir klukkutíma. Hafið þér bílinn tilbúinn og takið saman það sem þér þurfið að hafa með yður. Þér verðið þar í sumar. Þér farið þangað með Bright og Hartigan í kvöld, en á morgun komið þér aftur eftir mér. Verið þér svo tilbúinn eftir klukku- tima, Bright. Og þú líka, Mike. En fyrst þarftu að hrinigja til Chichester og segja þeim þar, að þú sért að koma. Og svo sjáið þið Bright um, að allt sé í lagi þar, áður en ég kem. Mike Hartigan ýfði á sér hrokkna hárið og þaut út, en Bright fylgdi á eftir honum með öllu meiri virðuleik. Guði sé lof! sagði Mike, þegar þeir voru komnir út. Napóleon er kominn til heilsu aftur! Skipar nú her- sveitunum fyrir. Þetta verður eins og í gamla daga, Bright! Heldurðu, að frú Bannermann komi líka? spurði Bright. Æ, vertu nú ekki að eyðileggja þetta aUt fyrir mér, sagði Mike. Hann greip síðan köttinn Omar, bar hann fram í eldhús og skellti honum þar í stóra ferðatösku, sem þar var. Gerðu svo vel, kall minn, sagði hann. Bíddu þarna eftir honum Mike frænda. Þú færð eitthvað betra að elta í Chichester en þessa horuðu spör- fugla. Þegar Rakel kom heim voru þeir allir farnir, Oxtoby, Bright, Mike og Omar. Við kvöldverðinn sagði Maurice henni, að sjálfur mundi hann fara á morgun. Hann veik álls ekki að samtali þeirra við hádegisverðinn, en spurði að- eins: Fannstu þér eitthvað til — Mamma! Baunasúpan þín hefur sigrað ilmvatniS mitt. skemmtunar í eftirmiðdag, elsk- an mín? Já, það er búið að taka mynd af mér. Það var voða gaman, ekki sízt vegna þess, að það kostaði ekki neitt. Nú, já! Það þýðir sama sem, að þú ert orðin fræg. Maðurinn sagði mér, að ég ætti að láta einhvern, sem hann kallaði Augustus John, mála mynd af mér. Maurice brosti og kinkaði kolli. Það kostar nú ekkert smá- ræði, en það gæti verið athug- andi samt. Hann skoðaði andlitið á henni gaumgæfilega. Já. John mundi geta gert eitthvað úr þér. Ég sá nokkrar andlitsmyndir eftir hann í glugga í ferðinni. Mér fannst þær alveg hræðileg- ar. Ég ætla nú að hugsa um þetta Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov 19 Brackett gerði uppkast að morðsögu, þar sem hann lýsir kvenhetjunni sem „fallegri ungri stúlku með skær augu og ró- semdarsvip þeirrar, sem kærir sig kollóttan um allt siðferði" Brackett og samverkamaðuir hans, Harthaway, voru sannfærð- ir um að þeir gætu fengið Mari- lyn til að sýna áhrifamikinn leik, ef þeir aðeins gætu fengið hana til að vera örugga um sjálfa sig. Þessvegna hittu þeir hana oft, áður en vinnan hófst og ræddu við hana ýms vandamál viðvíkj- andi handritinu og hlutverkaskip uninni. Þeir höfðu stungið upp á laglegum ungum leikara til að leika á móti henni, og hann var prófaður ásamt henni. Morg-un- inn eftir hringdi hún í Brackett. ,,Ég held hann geti ekki leikið þetta hlutverk" sagði hún. „Hversvegna?“ Það var eins og hún kæmist í hálfgexð vandræði. -,,Ja-a“ svar- aði hún loksfns, „ég held bara að 'hann geti alls ekki leikið. ástar- atriðin almennilega“. „Mér fannst hann nú samt nokkuð góður, þegar við reynd- um hann“. „Hann er ekki nógu karlmann- legur“. „Hvað áttu við?“ „Ég á við. . jæja. .ég á við, að hann er hinsegin". Brackett fullyrti, að henni skjátlaðist. En þegar hann hafði spurzt fyrir um þetta í tiltekn- um hópum manna, komst hann að því að þessi grunur hjá Mari- lyn átti við rök að styðjast „Það er alveg greinilegt, að hennar eig in kirtlastarfsemi er í fullkomnu lagi“, sagði Brackett. Brackett lofaði, að Natasha Lyttess skyldi hafa frjálsan að- gang að allri upptökunni, og að Marilyn skyldi fá eins margar emdurtekningar og hún vildi. Hann samþykkti meira að segja, að hafa hana með í ráðum um rnotkun hinna daglegu sýnis- hornamynda. Auðvitað átti hún ekki að hafa neitt úrslitaatkvæði um það, hvaða myndir yrðu not- aðar að lokum — því ræður leik- stjórinn. En útkoman varð sú, að Marilyn samþykkti allar á- kvarðanir þeirra félaga. En svo kom Zanuck og heimtaði að feilla burt nokkur af helztu atriðunum, og það telur Brackett, að hafi verið gert. Þeir Brackett og Zanuck rifust heiftarlega út af myndinni, en auðvitað varð Zanuck par' yfirsterkari. Marilyn flaug til New York, til að hitta _>i Maggio. Hann fór með hana út og kynnti hana vin- um sínum og viðskiptamönnum. Síðan flaug hún til Buffalo. Marilyn lék unga konu, sem er gift geðbiluðum uppgjafaher- manni. Konan er sjálf ekki laus við geðbilun. En fyrstu atriðin gefa til kynna, að Joseph Cotton — sem lék eiginmanninn — hafi konuna grunaða um ótrú- mennsku og hafi uppi ráðagerðir um að myrða hana. En raunveru- lega á Marilyn sér ástmann, sem situr um líf eiginmannsins. Spenningin í leiknum byggist á áformum þessara tveggja manna, sem báðir hafa morð í huga, og hvor um sig vill myrða hinn áð- ur en hann verði myrtur sjálfur. Þegar hér var komið sögu, var Marilyn ekki orðin nein Bette Davis, auk heldur Greta Garbo. En þar fyrir varð leikur hennar talsvert sannfærandi í Niagara. Röddin hafði öðlazt nokkurn myndugleik Ljósmyndunin tókst afarvel, hvort sem um var að ræða fegurð Marilynar með foss- ana sem baksvið, eða skjanna- lega upplýst bílahótel og knæpur samt, sagði Maurice. En svo veif- aði hann hendi, eins og hann vildi með því afgreiða allt þetta umtalsefni. Þetta getur annars allt saman beðið — allar þessar myndatökur. Þegar „Veikur ís“ er kominn á fjalirnar í septem- ber, skaltu vera viss um, að allt slíkt verður sæmilega mikil plága á þér. Þá færðu nóg að gera, en þangað til verðurðu að hvíla þig. Ég vildi helzt, að þú værir ekki í London yfir sumar- ið. Það er ekki gott fyrir þig. Of heitt og loftþungt. Þú ert enn ekki farin að sjá húsið mitt í Chichester. Þar geturðu dregið andann. Þar færðu nóg loft. Og þaðan geturðu svo komið vel upplögð undir leikstarfsemina. og sölubúðir, og eltingaatriðin UPP og niður stiga í klettunum, voru stórkostleg. Undir stjórn Hathaways náði myndavélin feg- urð Marilynar betur en nokkru sinni hafði áður verið gert. Hún hafði ávallt verið fögur í kvik- myndum, en þarna var hún eng- ilfögur. Byrj unaratriðin gefur til kynna stemninguna, sem er yfir aldri myndinni — fjarsýnimyndir af fossunum, en þá kemur Cotten framsviðs — einmanalegur, geð- veikur maður, sem horfir á foss- ana af svölum bílahótelsins. En svo hverfur þessi útimynd og leikurinn færist inn í skuggalegt svefnherbergi, þar sem Cotten er að raka sig í baðherberginu. Hver einasta hreyfing hans er óhugnanleg og svipurinn er skuggalegur. í rúminu er Marilyn og sefur — eða þykist sofa. Myndavélin nær vel hinni villtu fegurð hennar og úfnu hárinu og rúmfötunum, sem eru öll í ó- reiðu. Munurinn er opinn og ber- ar axlirnar gefa til kynna, að hún sé nakin í rúminu — sem hún líka raunverulega var. Hún sagði Hathaway, að hún gæti ekki leikið þetta af neinni sann- færingu öðruvísi. Það var í þessari mynd, sem Hathaway lét taka mynd af lengstu göngu, sem leikkona hef- ur nokkurntíma gengið í sögu kvikmyndanna. Hún var tekin aftan frá. Bakhlutinn á Marilyn, íklæddur þröngu satíni, var alls- ráðandi á sviðinu, þar sem hún labbaði niður eftir steinlögðum stígnum að járnbrú, þaðan sem útsýni var yfir Niagara-ána. Myndin var 116 fet á lengd og tók 16 sekúndur að sýna. Einhver lét einhverntíma svo um mælt, að glæsilegasta inn- ganga hennar væri útgangan. Harmon Jones, sem stjórnaði „Young as You Feel“, lét svo um mælt: „Hún getur fengið meiri meiningu út úr fáeinum skrefum, en flestar leikkonur út úr sex blaðsíðum af leikriti". Marilyn hefur verið kölluð leikkonan með lárétta göngulagið. Hún lætur sem hún skilji þetta ekki. „Ég veit ekki, hvað menn eiga við með láréttu göhgulagi. Vitanlega veit ég, hvað göngulag er, því að það vita al'lir. Og lárétt er sama sem ekki lóðrétt. Og hvað svo. Hún sagði við Fete Martin: ,,Ég hef aldrei gert neitt vísvit- andi til að breyta göng-ulaginu mínu. Fólk er að segja, að ég sé með vagg og rykki, en ég skil bara ekki, hvað það á við með því. Ég hef aldrei vaggað vilj- andi á ævi minni, en rifizt alla ævi við fólk, sem segir, að ég geri það. í gagnfræðaskólanum sögðu stelpurnar við mig: „Hvers vegna gengurðu svona eftir gang inum?“. Líklega hafa strákarnir verið að horfa á mig og þær orðið afbrýðisamar, en ég sagði bara: „Ég lærði að ganiga, þegar ég var tíu mánaða gömul, og hef aldrei síðan gengið öðruvísi en svona“. Samt var það svo, árið lífol, að hún trúði einhverjum auglýs- ingamanni, sem átti að skrifa um mynd, sem hún var að leika í fyrir því. að hún veitti göngu- lagi leikkvénna athygli og fynd- ist franskar leikkonur hafa falleg ast göngolag. „Þær stika ekki eftir götunni eins og hross held- ur vagga þær sér, kippast, óg ganga í bylgjum, líða og svífa — og eru lifandi". Þegar Marilyn er ein, getur hún vel gengið án þess að svífa í bylgjum. Kvik- myndagöngulagið er utanbókar- lærdómur Og því einn þáttur í leik hennar, enda þótt hún vilji ekki við það kannast. En með því að neita þessu. gerir hún það ennþá dularfyllra. Annars ganga allar mögulegar skýringar á þessu einkennilega göngulagi hennar í Hollywood. Mér hefur verið sagt, að það stafi af slysi, sem hún varð fyrir á sundi, Emaline Snively sagði mér, að bún væri með gallaða hnjáliði, og þegar hún gengi, kæmu hnén saman, svo að hún gæti ekki slappað þau og þessvegna sýnd- ust mjaðmirnar á henni vagga, þegar hún kemur ii.n.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.