Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 27. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 2. febrúar 1963

IÞROTTAFRETTIR MOBGDMBlAflSIIIIS-
Skólarnir eiga sk
¦¦
lornunum en
Tekin upp skíðakennsla í Skíða-
skálanum fyrir alla er vilja
Á VEGUM skíðaskálans í Hvera- skýrði  Óli  Ólason  gestgjafi
dölum hefur. nú sem undanfarin
ár verið hafin skíðakennsla fyrir
byrjendur og lengra komna. Gild
ir hún jafnt fyrir konur sem
karla, unga sem gamla. Á 8.1.
ári stóð kennsla í 10 vikur og
kenndi hinn vel þekkti skíða-
kappi Steinþór Jakobsson sem
nú er skíðakennari við skíða-
skóla Olympíukappans Stein
Eriksen í Bandaríkjunum. Nú er
kennari Árni Sigurðsson frá ísa-
firði, einn af beztu svigmönnum
landsins, sem fengið hefur
reynslu bæði innanlands og af
langdvölum erlendis. Frá þessu
Þorri og skíði
fara saman
A. MIB-VIKUDAGKVÖLDIÐ
3.1. var hópur manna ,við
Þorrablót í skíðaskálanum.
Einnig sáust nokkrir' úti við
brekkur til að kanna aðstæð-
ur til  skíðaiðkana.
— Þorri og skíði fara sani-
an. Ef skíðafæri kemur á
annað borð, þá hefst það fyrirl
alvöru með Þorra, sagði Óli
Ólason gestgjafi í skíðaskál-
anum, og hann bætti við:
„Það fer sífellt í vöxt að
starfshópar eða aðrir komi
hingað til Þorrablóts og það
er einnig ánægjulegt að hve-
nær sem færi gefur þá koma
hingað hópar fólks til að iðka
skíðaíþróttir. Við höfum að-
eins eina brekku upplýsta.
Hún er öf snjólítil þessa dag-
ana til skíðaiðkana, en hér
er nóg af brekkum í kring
sem nota má við dagsljós.
Það geta því allir fundið eitt-
hvað við sitt hæfi, skíðaiðk-

un eða Þorrablót, dvalargest-
ir geta fundið frið og fengið
1 gufubað  og  við  reynum  að 1
• hugsa vel um gesti okkar á \
arfjarð;
„Óskabörn Hafn-
íar" halda
hlutaveltu
EIMLEIKAFÉLAG Hafnarfjarð-
ar sem m. a. telur alla hina góð-
kunnu handknattleiksmenn sem
á undanförnum áruim hafa gert
Hafnarfjörð frægan — og reynd-
ar landið í heild, efna til hluta-
veltu á morgun, sunnudag kl.
2,30 síðdegis í Sjálfstæðishúsinu
í Hafnarfirði.
Til þessarar hlutaveltu efnir
félagið aðallega til að afla fjár
í sambandi við keppnisför
hinna fræknu handkhattleiks-
manna til Esslingen í Þýzka-
landi síðast í þessum mánuði.
Hefur félagið fengið fjölda
góðra muna til hlutaveltunnar.
Ekki er að efa að Hafnfirð-
ingar — og kannski fleiri vilja
létta undir með þessum óska-
börnum Hafnfirðinga sem hand-
knattleiksmennirnir hafa verið
með þvi að heimsækja hluta-
veltuna, draga og e. t v. hagn-
ast vel.
í  Skíðaskálanum  er  blaðamenn
hittu hann að máli í fyrrakvöld.
— Það er alltaf erfitt að fá
fólk hingað upp í Skíðaskála á
skíði, þegar ekki er snjóföl í bæn-
um, sagði Óli. Þá er eins og fólk
haldi að hvergi sé snjór. Yfirleitt
er þetta misskilningur og allt má
finná brekkur sem eru við allra
hæfi.
Við höfum í vetur staðið fyrir
þremur námskeiðum, Fyrst milli
jóla og nýárs, síðan stökknám-
skeiði sem einkum var ætlað
þeim yngri og nú í 2 vikur hefur
Árni Sigurðsson kennt hér og
hann verður öllum til tilsagnar
og leiðbeiningar sem hingað
sækja svo lengi sem snjór verð-
ur.
Kennsla er frí fyrir dvalar-
gesti í skálanum en af hinum er
tekið mjög vségt gjald. Það er
sama hvenær menn koma og hve
lengi þeir eru, allir geta fengið
rétta tilsögn. Verði fyrir dvalar-
gesti skálans er mjög stillt í hóf
og er samsvarandi við saman-
lagt verð einstakra máltíða. Dvöl
í tveggja manna herbergi með
fullkomnu fæði kostar t. d. 160
kr. og vikudvöl 875 krónur. Þetta
gildir til 1. maí að undanskildu
páskaviku.
Ég vil leggja sérstaka áherzlu
á það, sagði Óli gestgjafii, að
starfshópar ættu að'nota sér vet-
urinn til skíðaferða, útivistar,
fara á sleða eða eitthvað úti við
til f jalla, ekki síður en menn fara
til berja eða í skemmtiferðir á
sumri. Slíkt er ekki síður nauð-
synlegt að vetri til.
Við skíðaskálann er starfrækt
dráttarbraut, sú elzta hér á landi.
Hún er dýr í rekstri en er höfð (
koma þó flestir ungUngar. Hér
taka flestir fyrstu skíðaspor
sín hér sunnan lands en hverfa
síðan til félaganna.
En það eru einnig allt of
margir sem alveg hætta.
Skólaunglingum er gefið
kannski 1 tækifæri á vetri til
að kynnast skíðaíþrótt en slíkt
er til næsta lítils utan útiveru.
Skólarnir eiga tugi eða hundr-
uð skíða en þau eru ákaflega
sjaldan notuð. Áhugi fyrir
skíðafexðum er næsta lítill hjá
skólastjórum og kennurum.
Þeir hafa oftast þann skiln-
ing á skíðaferðum að þær sé
ekki hægt að fara nema helzt
sé allt ófært innanbæjar í
Reykjavík. Slíkt er reginfirra.
Það eru brekkur hér sem eru
himneskar þó snjólaust sé í
Reykjavík. Skíðaskálinn er til
f jalla. Við höí'um kennara, við
getum veitt alla þjónustu og
við viljum gjarna greiða fyrir
aukinni skíðaíþrótt, sagði Óli
og kona hans að lokum.
Gunnlaugur Hjálmarsson, sem skoraði 18 mörk fyrir ÍR, sést
hér að verki.
Tvöföld umferð meistara-
flokks í körfuknattleik
Aldursflokkaskiptingu breytf
UM næstu helgi hefst Körfuknatt
leiksmót íslands 1963. Verður þá
upptekin sú nýbreytni sem aldrei
hefur gilt fyrr að tvöföld um-
ferð verður í meistaraflokki
karla. Jafnframt gengur í gildi
samþykkt frát síðasta ársþingi
KKÍ um að aldurskipting milli
flokka skuli nr.iða við árstíma-
bil er hefst 1. sept, en lýkur 31.
ágúst í stað almanaksárs áður,
í gangi ef 5 eru í bekkunni og' því í ljós hefur komið að skipt
Körfrtknattleilksmenn    hafa
einnig tekið upp þá nýung að
krefjast keppnisskírteinis af kepp
endum og er ætlunin að fylgja
fast eftiir að þau séu sýnd. Keppn
isskírteini miða að því m.a. að
keppandinm hiafi fyrirfram feng-
ið öll leyfi sem krafizt eæ til
keppninnar m.a. læknisskoðim.
Einnig er hægt að fylgjast með
því hve margiir eru starfandi
körfuknattleiksmenn auk margs
annars.
Ársþing körfulknattleikssaim-
bandsins var haldið síðast í nóv.
Stjórn vaæ kasin Bogi Þorsteins
son (einróma endurkjörinn) og
með honum í stjórn Ásgeir Guð-
mundsson, Einar Ólafsson, Magn
ús Björnsson, Gunnar Petersen,
Halldór Sigurðsson form. úit
breiðslunefndar og Einar Bolla-
son form. Laganefndar.
nota hana 1 senn.
ing milli flokka á miðju keppnis
— Skiðaferðir unglinga era'tímabili veldur miklu og slæmu
allt of fáar, sagði Óli. Hingað; raski.
Líf færist í íþrótt-
irnar í Háskólanum
Hjalti Einarsson markvörður FH var bezti maður liðs síns og
varði oft snilldarlega. Hér sést hann að markvörzlu — og ver
eftir að Kristján Stefánsson hefur misst sóknarleikmann fram
bjá sér. — Myndir Sveinn Þormóðsson.
Á ÁRUNUM, þegar íþróttaskyld-
an var enn við líði í Háskólan-
um, var þar mikið lif og deildirn
ar börðust harðlega um meist-
aratitil skólans í hiiium ýmsu
greinum, körfuknattleik, hand-
knattleik, knattspyrnu, frjálsum
íþróttum og jafnvel leikfimi. Síð-
an 1954 um vorið, er hætt var
að framfylgja skyldunni, eftir
að hún var orðin mikið hita-
og deilumál innan skó^ans, hafa
þessar deildarkeppnir lagzt nið-
ur og sannast sagna verið dauft
yfir íþróttakeppnum, nema hvað
nokkrir stúdentar hafa haldið við
líði körfuboltaliði. Að sjálf-
sögðu hafa þá ýmsir stúdentar
notað aðstöðuna í íþróttahúsi
Háskólans á þessum árum.
Á síðustu árum hafa heyrzt
raddir að þessar képpnir verði
vaktar til lífsins aftur og síðast-
liðið miðvikudagskvöld hófst
deildakeppni í körfuknattleik
með þátttöku fimm deilda skól-
ans.
Talsvert hefur verið rætt um
sigurmöguleika liðanna og hin-
um ýmsu deildum spáð öruggum
sigri, en báðir leikirnir þetta
fyrsta leikkvöld fóru á annan
veg en flestir höfðu búizt við.
Heimspekideild vann Viðskipta
deild með 10 stiga mun, 37:27,
en þess ber að geta, að viðskipta
fræðingar lékú aðeins með fjór-
um leikmönnum. Lagadeild vann
síðan læknadeild með eins stiga
mun, 22:21, eftir hnífjafnan
leik, þar sem liðin skiptust á
um forystu.
Að vonum hafa ekki allir kepp
endur lagt stund á körfuknatt-
leik, en meðal keppenda þetta
fyrsta kvöld má nefna íþrótta-
manninn Bjijrgvin Hólm, knatt-
spyrnumanninn Ellert Schram og
handknattleiksmennina Þórð Ás-
geirsson og Pál Eiríksson. Stiga-
taian er lág, enda ekki fullur
leiktími, né heldur að baki
leikmannanna langur æfingar-
tími í körfuskotum, en hins veg-
ar ærinn vilji til að hleypa and-
stæðinguhum ekki of nálægt
körfunni.
Eftir helgina hefst deilda*
keppni í handknattleik og í vor
keppni í frjálsum íþróttum og
jafnvel knattspyrnu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24