Morgunblaðið - 05.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1963, Blaðsíða 1
24 s'föur 50 árgangur 29. tbl. — Þriðjudagur 5. febrúar 1963 Þrentsmiðja iviorgunblaðsins Varnarmálaráðherra Kanada segir af sér vegna deilunnar um kjarnorkuvopn Ottawa, Kanada, 4 febrúar. — (AP-NTB) — VARNARMÁLARÁÐ- H E R R A Kanada, Douglas Harkness, tilkynnti í dag að hann hefði beðizt lausnar frá embætti vegna ágreinings varðandi kjarnorkuvarnir SIÐUSTU FRETTIR Lester Pearson, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lagði í kvöld fyrir Kanadaþing van- traustsyfirlýsingu á stjóm- ina. Byggir hann vantraustið á „skorti á forystu, klofningi innan stjórnarinnar og ringul- reið og hiki í meðferð alþjóða og innanríkismála". Flutti Pearson vantrausts- tillögu sína að lokinni nærri tveggja stunda ræðu, þar sem. hann sakaði stjórnina um stórfellda óstjóm mála, er varða almenning í landinu. Sagði hann að gefa bæri kjós- endum kost á því að kjósa sér betri forystu án tafar. milli Kanadastjórnar og Bandaríkjanna. Ritaði hann Diefenbaker forsætisráðherra bréf varðandi ágreining þenn an, og gaf jafnframt frétta- mönnum heimild að birta efni bréfsins. Að öðru leyti kvaðst Harkness gera nánari grein fyrir afstöðu sinni í Neðri deild Kanadaþings í kvöld. í bréfi sínu til Diefenbakers segir Harkness m.a.: „f rúm tvö ár hefur yður ver- ið kunnugt að ég álít að búa eigi þær greinar varnarkerfis okkar kjarnorkusprengjum, sem gerð- ar eru i fyrir þessháttar vopn. Allan þennan tíma hef ég búizt við að kjarnorkuvopn yrðu feng- in þegar aðstæður leyfðu. Und- anfarnar tvær vikur hef ég sér- staklega tekið skýrt fram hvaða lágmarksskilyrði ég get fallizt á, og margítrekað tilboð um að segja af mér embætti, ef þau verða ekki samþykkt.“ „Það hefur komið skýrt í Ijós undanfarna daga að skoðanir yðar og mínar varðandi kjam- orkuvopn eru ekki samrýman- legar. Mér þykir því mjög leitt að ég vérð nú að biðjast lausn- ar frá embætti varnarmálaráð- herra.“ Lester B. Pearson, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sem er í stjórnarandstöðu, sagði í þinginu í dag að Harkness hefði tekið það eina spor, sem heiður hans leyfði. Sjálfur hafði Pearson leitt þessar deilur fram í dags- ljósið með ræðu, er hann flutti 12. janúar sl. Hann er andvígur kjarnorkuvopnum, en vill að Kanada standi við varnarskuld- bindingar sínar bæði að því er varðar Norður-Ameríku og At- lantshafsbandalagið. Douglas Harkness er 59 ára, og hefur átt sæti á þingi frá 1949. Hann var landbúnaðarráð- herra 1957, þar til í október 1960 að hann tók við embætti varnar- málaráðherra. Stjórnmálamenn í Ottawa Stdrhríð og frost um alla Evrópu töldu sennilegt að stjórnarand- staðan legði í kvöld fram tillögu um vantraust á stjórnina. Er tal- ið að afsögn varnarmálaráðherr- ans geti valdið því að vantraust- ið verði samþykkt við atkvæða- greiðsluna, sem sennilega fer fram á þriðjudag. íhaldsflokkur Diefenbakers hefur ekki meirihluta á þingi, en nýtur stuðnings Sósíalkredit- flokksins. Verði vantraustið sam þykkt má gera ráð fyrir nýjum þingkosningum í Kanada á næst- unni. Togarasölur TOGARINN Fylkir seldi á sunnu dag í Grimsby 169 Vi lest fyrir 9.900 sterlingspund. Úranus tek- ur síld til útflutnings í Eyjum og Skúli Magnússon sigldi það- an á sunnudag með 250 lestir af síld. Ijós fyrr en nú, segir herra Ulbricht. Hann heldur því nú fram, sem enginn hefur hing- að til talið hugsanlegt: Herra Ulbricht hefur ætíð verið sannfærður and-Stalínisti. Hann var ofsóttur af Stalín, hann barðist jafnvel gegn Stalín. Þetta er að minnsta kosti það, sem herra Ulbricht reyndi að telja félögum sín- um trú um á ný-afstöðnu þingi kommúnistaflokks Aust- ur Þýzkalands. Ef til vill var til þess ætlazt að áheyrendur yngdu upp- gerðartárin í augum hans þegar hann flutti þessa játn- ingu. Vesalings Ulbricht, hvað hann hlýtur að hafa þjáðst öll þessi ár, þegar hann var Félagi tréhaus" Eftirfarandi grein hefur birtzt í v.-þýzka blaðinu Dei Welt. í ÖLL þau ár, sem Walter Ulbricht hefur verið leiðtogi kommúnistaflokks sameinaðs Þýzkaiands og síðar Austur- Þýzkalands, hefur hann verið misskilinn, og hin rétta sann- færing hans ekki verið lýðum gagnrýndur sem yfirlýstur Stalínisti. Nú virðist hann vilja telja okkur trú um að það hafi ekki veriö satt, sem sagt var á árunum milli 1920 og 1930, að hann hefði unnið sérstaka hylli Stalíns þegar hann á Framh. á bls. 23 Erhard vill taka við at Adenauer Bonn, 5. febrúar — (AP-NTB) DAGBLADIÐ Súddeutsehe Zeit- ung í Múnchen, birtir í dag, þriðjudag, viðtal við dr. Ludwig Erhard aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra Vestur- Þýzkalands. Segir Erhard í við- talinu að hann sé reiðubúinn að taka við kanzlaraembætti af Konrad Adenauer, ef Kristilegi demókrataflokkurinn og Sam- bandsþingið óskar þess. Erhard segir að hann sé fylgj- andi sem nánustum tengslum Vestur-Þýzkalands við Atlants- hafsbandalagið, sérstaklega við Bandaríkin, og að hann sé and- vígur því að skipta Evrópu nið- ur í smærri ríkjasamtök. Að- spurður hvort hann muni halda fast við þessa stefnu sína jafnvel þótt hún leiddi til aukins ágrein- ings milli hans og Adenauers, svaraði Erhard: — Já, sannar- lega. Ég er sannfærður um að Framh. á bls. 23. London, 4. febr. (AP). EKKERT lát er á vetrarhörk- unum í Evrópu, og er tala lát- inna vegna kuldanna nú komin npp í 541. Blindbylur gekk yfir fjallahéröðin á Spáni í dag og yfir norðurhluta Portúgal. Víða eru sveltandi húsdýrahjarðir, en úlfar og önnur viílidýr koma í hópum til byggða í matarleit. Sumsstaðar í Portúgal snjóaði í dag í fyrsta skipti á þessari öld, og víða þutu íbúarnir út úr húsum sínum til að skoða þessi undur. Á Ítalíu hefur orðið mikið uppskerutjón af völdum frost- anna. Segja talsmenn landbún- aðarins að það taki ávaxtarækt- unina 20 ár að ná sér eftir tjónið sem metið er á hundruð milljóna króna. Mikil snjókoma og rok var í Svíþjóð og Finnlandi, og þurfti fjöldi skipa að leita vars. í Stokkhólmi unnu um 1200 manns að snjómokstri með 550 snjóplóga og bifreiðir. Óvenju mikil snjókoma hefur verið þar í vetur og snj ómokstur kostað borgina tæplega 100 milljónir króna. Er búizt við að kostnað- ur við snjómokstur slái öll fyrri met, en mestur var hann áður veturinn 1955—56 kr. 126 millj. í Austurríki mældist í dag mesta snjókoma s.l. tíu ár, og um mest allt Frakkland snjóaði í dag. Miklar umferðartruflan- ir hafa orðið um alla Evrópu. Blaðamenn fangelsaðir fyrir að leyna heimildum London, 4. febrúar (AP-NTB) TVEIR brezkir blaðamenn voru í dag dæmdir í sex og þriggja mánaða fangelsi fyrir að neita að gefa upp heimild- ir fyrir rétti í rannsókn Vass- al-málsins svonefnda. Blaða- mennirnir eru Brendan Mul- holland við Daiy Mail og Reginald Foster við Daily Sketch. Mulholland, sem er 29 ára, leysi í flotamálaráðuneytinu sé um að kenna, að William Joihn Vassall, skrifstofumaður í ráðu- neytinu, gat óáreittur stundað þar njósnir í sex ár áður en hann var tekinn. Vassall er nú að af- kom fyrir rétt í síðustu viku I plána 18 ára fangelsisdóm fyrir til að bera vitni í rannsókn hins njósnir á vegum Rússa. opinbeira á því hvort eftirlits-1 Framh. á bls. 23 Tízkuhús Diors í París hélt 1 sýningu á vorklæðnaði nú um mánaðamótin, sem og önnur tízkuhús borgarinnar. Marc Bohan, stjórnandi Dior-tízku- hússins ,lagði höfuðáherzlu á grennandi föt, sem bylgjuð- ust í straumlínu frá hálsmáli niður í pilsfald, og telja kunn- ugir þetta eina af beztu sýn- ingum Bohans. Á meðfylgj- andi mynd sjást tvær af sýn- ingarstúlkum hans óska hon- um til hamingju með sigur- inn. — Frásagnir af nokkrum helztu tízkusýningunum. í Par- ís eru á bls. 10. ' I ->

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.