Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 1
24 síður Edinborg einangruð vegnn snjóolago Mikið fannfergi í Bretlandi og horfur á flóðum London, 6. febrúar —• (NTB) M I K IL snjókoma var á Bretlandseyjum aðfara- nótt miðvikudagsins og á ýmsum stöðum var snjór- inn 5 til 6 metra djúpur í morgun og samgöngur hafa víða teppzt. Talsvert hvasst var í Bretlandi í dag og þess vegna var ekki hægt að nota þyrlur til þess að flytja vistir til ein- angraðra staða. Edinborg í Skotlandi var alveg ein- angruð í dag, því að allir vegir, sem liggja til borg- arinnar voru ófærir vegna fannkomu. Blaðið snerl sér til Jóns Eyþórssonar, veðurfræðings, og spurði nánari frétta af veðrinu í dag, miðvikudag, og veðurhorfum. Jón sagði, að lægðin, sem fór yfir Island sl. sunnudag og olli hér norðan hvassviðri og kulda, hafi staðnæmzt við strendur trlands og verið þar kyrr síðan. Hafi lægðin valdið stöðugri sunnan og suðaustan átt um Bretlandseyjar og þó nokkuð hafi hiýnað í veðrl þar, væri hitinn víðast um eða fyrir neðan frostmark. í Suð- ur-frlandi og í Cornwall var hitinn sjö stig um hádegið í dag, en í London var eins stigs frost og taisverð snjó- koma og suðaustan hvass- viðri. Jón Eyþórsson sagði, að Franoh. á bls. 2 Skip fá ekki að flytja vörur fyrir stjórn U.S.A. ef þau sigla til flutt naer helming allra vara á vegum stjórnarinnar. Bandarikjastjórn hafði til- kynnt öllum ríkisstjórnum, sem hlut eiga að máli um ákvörðun sína áður en hin opinbera til- kynning var gefin út. Washington, 6. febrúar — (NTB-AP) I D A G var eftirfarandi tilkynning gefin út í Hvíta hús- mu í Washington: „Bandaríkjastjórn hefur nú tekið ákvörð- un um að tryggja að erlend skip, sem flytja varning til Kúbu, flytji ekki varning á vegum Bandaríkjastjórnar. Þau ráðuneyti og stjórnarskrifstofur, sem um þessi mál fjalla, hafa fengið fyrirmæli um að banna að skip, sem flutt hafa vörur til Kúbu frá 1. janúar sl. flytji vörur fyrir Bandaríkja- stjórn, nema að eigendur skipanna leggi fram fullnægjandi tryggingu fyrir því, að skipin flytji ekki vörur til Kúbu í framtíðinni.“ Með flutningsbanninu vill Bandaríkjastjórn hvetja skipa- eigendur Vesturlanda til þess að hætta siglingum til Kúbu. Bann- ið nær eins og segir í tilkynning- unni aðeins til varnings, sem fluttur er á kostnað Bandaríkja- stjórnar og er það ekki eins strangt og gert var ráð fyrir. - Bandarísk skip hafa til þessa Ferðum til Kúhu hefur fækkað ört Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Bandaríkjunum, að byrjað hafi að draga úr ferðum skipa frá Vesturlöndum til Kúbu 1959. í júlí sl. komu 75 flutninga skip og 17 tankskip frá Vestúr- löndum til eyjarinnar, en í des. sl. aðeins 15 flutningaskip og 6 tankskip. í janúar hafði enn dregið úr ferðum skipa frá Vest- urlöndum til eyjarinnar og í mán uðinum komu þangað aðeins 10 flutningaskip og fjögur tank skip. Þessi þróun hefur haft það í för með sér, að kommúnistarík- in hafa orðið að nota æ fleiri flutningaskip til ferða til Kúbu, og það hefur komið niður á flutn ingum þeirra til aiinarra landa. Ofsaveður af norð-austri( var undir Eyjafjöllum um síðustu helgi. Fjós, hlöður og f járhús skemmdust mjög mik- ið .á sumum bæjum i veðr- inu og hey fuku. Þannig var útlits að bænum Berjanesi eftir óveðrið. Á blaðsiðu 2 eru fleiri myndir og frásögn fréttaritara blaðsins af ' skemmdunum. „Engin árásarvopn á Kúbu“ segir McNamara Washington, 6. febr. (NTB). í KVÖLD hélt Robert McNam- ara, vamamálaráðherra Banda- ríkjanna, fund með fréttamönn- um. Var fundurinn haldinn vegna fuilyrðinga nokkurra þingmanna Repúblíkanaflokksins um, að enn væru árásarvopn á Kúbu og stjórnin hefði látið hjá líða að skýra þjóðinni frá ástandinu. Mcnamara sagðist ekki telja, að neinn vafi léki á því, að öll árásarvopn hefðu verið flutt frá Kúbu fyrir áramótin og engin slík vopn flutt þangað siðan. Sagði hann, að könnunarflugvél- ar Bandaríkjahers flygju enn dag lega yfir eyjuna og ekkert benti til þess að ítússar hefðu ekki haldið samninginn um að flytja árásarvopnin á brott. Samvinna Spánverja og Frakka um landvarnir Frá aðalfundi Fulltrúaráðs vcrkalýðsfélagauna í Reykjavik, sem haldinn var í Tjarnarbæ í gærkvöldi. — Sjá frétt á bls. 24. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Madrid, 6. febrúar (NTB-AP) UNDANFARNA þrjá daga hafa farið fram í Madrid við- ræður fulltrúa franska og spánska hersins. Viðræðun- um lauk í dag og haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að samkomulag hafi náðst um umfangsmikið samstarf ríkj- anna tveggja á sviði varnar- mála. Talið er í Madrid, að undir- búnar hafi verið fjórar sameigin- legar æfingar spænska og franska flotans og margar sam- eiginlegar æfingar flugherja ríkjanna á þessu ári.'Talið er að Frakkar hafi náð samkomulagi við Spánverja um að flugvélar þeirra fái að lenda á Spánd og á Kanaríeyjum til þess áð taka vistir. Yfirmaður landvama í Frakklandi, Charles Ailleret, hershöfðingi, var formaður frönsku viðræðunefndarinnar, en forseti spænska herráðsins, Augustin Munoz Grandes, hers- höfðingi, aðstoðarforsætisráð- herra Spánar, var formaður spönsku nefndarinnar. Talsmað- ur utanríkisráðuneytis Spánar sagði í kvöld, að engin opinber tilkynning yrði gefin út um við- ræðurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.