Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 11
!>augardagur 23. marz 1963 MORCVHBLAÐ1Ð' 11 Skógræktarmaðurinn Valtýr Stefánsson UM rösklega 20 ára skeið átti ég J>ví láni að fagna að starfa með Valtý Stefánssyni að máli, sem honum var sennilega hjartfólgn- *st allra utan blaðamennskunn- ar. Þegar hann nú er horfinn vekjast upp svo margar og ljúfar minningar frá samstarfsdögum okkar, að fáein og fátækleg orð geta ekki greint frá nema örlitlu af því, sem segja þyrfti. Leiðir okkar Valtýs lágu fyrst saman í þann mund er Skóg- ræktarfélag íslands var stofnað. Minnist ég þess æ síðan, hve vel ©g ljúfmannlega hann tók mér, ungum og óreyndum manni, á ritstjórnarskrifstofu sinni og hvern áhuga hann hafði á öllum ræktunarmálum. Auðfundið var strax að þau áttu hug hans og hjarta. Þegar Skógræktarfélag fslands var stofnað árið 1930 var Valtýr einn af stofnendunum og kosinn i varastjórn þess. Tíu árum siðar, hinn 25. júlí 1940, tók hann við íormennsku stjórnarinnar og gegndi henni til 20. ágúst 1961, er hann lét af störfum sakir van- heilsu. Síðasta stjórnarfundinn sat hann 27. febrúar það ár. Þá hafði hann staðið í fararbroddi íslenzkra skógræktarmála í sam- Ceytt 20 ár. Þegar Valtýr Stefánsson tók við stjórn félagsins var það enn lítils vaxtar og vanmáttka, sem von var. En nú brá svo við, að félagið tók að vaxa og þroskast, ©g það svo ört, að einsdæmi mun vera. Á 10 árum, frá 1940 til 1950, tífaldaðist tala félaga, og á J>eim tíma komst ný skipan á Btörf héraðsskógræktarfélaganna. Næstu 10 árin jókst félagatalan enn um þriðjung, svo að 1960 var hún nærri 9000. Árið 1940 höfðu skógræktarfé- lögin ekki gróðursett nema 85 þúsund trjáplöntur alls. En árið 1961, þegar Valtýr lét af störfum, nam gróðursetning félaganna um 3,5 milljónum plantna. Samtímis þessu óx landeign skógræktarfé- laganna úr 330 hektörum í 2700. Fundargerðir Skógræktarfélags íslands frá þessum árum eru 729 þéttskrifaðar foliosíður í 4 fund- argerðabókum, og eru þær góð heimild um athafnir félagsins á þessu skeiði. Þessi vöxtur skógræktarfélags- skaparins var auðvitað ekki verk Valtýs eins, heldur er hann sprottinn af samstarfi margra ágætra manna. í því sambandi er mér ljúft að minnast margra ára samvinnu Valtýs Stefánsson- ar og Hermanns Jónassonar. Var hún með þeim ágætum, að á betra varð ekki kosið þótt þeir væru andstæðingar í stjórnmál- um. En þess skal getið, að mest- ur þungi stjórnarstarfanna hvíldi ávallt á Valtý, og for- mennska hans var á þann veg, að hann fékk menn til að vinna af kappi og með glöðu geði vegna hinnar elskulegu og Ijúf- mannlegu framkomu ásamt óbif- andi trú á málefnið. Mér er ó- hætt að fullyrða, að allir, sem sóttu aðalfundi Skógræktarfé- lags íslands á þessum árum, og þeir skipta mörgum hundruðum, urðu vinir Valtýs Stefánssonar. Þegar þess er gætt, að Valtýr Stefánsson var lengst af svo störfum hlaðinn við ritstjórn stærsta blaðs landsins að furðu gegndi auk margvíslegra trúnað- arstarfa, var undravert hve mik- inn tíma hann gaf sér til að sinna skógræktarmálunum. Um mörg ár voru haldnir stjórnarfundir vikulega allan veturinn og oft á. öðrum tímum árs. En það kom aldrei fyrir, að hann stýrði ekki fundi nema að óviðráðanleg atvik hömluðu. Aldrei virtist hann skorta tima til fundarsetu, og aldrei var staðið upp fyrr en öll mál voru til lykta leidd. Þetta leiddi stundum til lengri nætur- vinnu við blaðið, þó að aldrei væri orði að því vikið. Á fund- um var hann tillögugóður og gat oft á örskömmum tíma krufið málin betur til mergjar en aðrir, því að hann hafði þá innri sjón, sem okkur hina skorti. Mér er óhætt að fullyrða, að án Valtýs Stefánssonar væri öll skógrækt á íslandi langtum skemmra á veg komin en raun ber vitni um. Þáttur hans í skóg- ræktarmálunum er svo stór, að honum verða ekki gerð skil nema í langri ritsmíð, sem ég vona að mér takist að koma saman. Á unga aldri hneigðist hugur Valtýs að gróðri og náttúru landsins. Naut hann þar hand- Hann sfuddi okk leiðslu föður síns, hins mikdl- hæfa kennara og ágæta grasa- fræðings Stefáns Stef ánssonar. í erindi, sem hann flutti fyrir Skógræktarfélagið fyrir mörgum árum, sagði hann frá ferð, er hann fór sem lítill drengur með föður sínum frá Möðruvöllum að Skriðu í Hörgárdal. Lýsti hann því á snilldarlegan hátt hvernig honum varð innanbrjósts þegar hann sá í fyrsta sinni á ævinni há og falleg tré. Og svo hvernig faðir hans benti honum á and- stæðurnar á heimleiðinni með því að láta hann krjúpa á beran mel og leggja kinn við jörðu til þess að hann gæti eygt hinn strjála og lágvaxna gróður, sem var að klæða hið örfoka land á ný. Þessi bernskuminning greypti sig svo fast í huga hans, að hún fylgdi honum alla ævi. Má vera að hún hafi orkað á það, hve honum var skógrækt og land græðsla hjartfólgin og hugstæð ætíð síðar. Ég efast um að nokkur maður hafi unnað skógrækt á íslandi meir en Valtýr Stefánsson, og hann vann henni allt hvað hann máttL Á hinum mörgu ferðum okkar saman um landið varð ég þess oft var, hve mikla ást hann bar til gróðursins. Hafði hann margoft orð á því, hvílík nauðsyn það væri að hefja gróðurvernd til þess að hefta frekari land skemmdir en orðnar eru. Þegar við skógræktarmenn kveðjum nú vin okkar og for- ustumann og þökkum langt og mikið starf, verður okkur hugsað til þess, hve hann var einlægur í starfi, hlýr í viðmóti en svo yfir- lætislaus, að hann þakkaði öðr- um allt en vildi láta sín að engu getið. Af langri kynningu við Valtý Stefánsson vil ég trúa því, að honum sjálfum hafd verið hug- leiknast að vinna í þeim anda, sem kemur fram ' þessu erindi Stephans G. Stephanssonar: Með framsókn menn einkenna aldir, um ártölin minna er skeytt. Frá hugsjónum tímarnir taldir, sem trúast og bezt hafa leitt. Hvert lofsverk er maklegar metið, ef mannsnafnsins sjaldnar er getið, sem þjóðmenning bætt gat og breytt. Hákon Bjarnason. Valtýr Stefánsson með skógræktarmönnum Kveðja frá Skógræktar- félagi Islands 'AI.TÝK STEFÁNSSON ritstjóri var einn af ötulustu for- göngumönnum skógræktar hér á lanði í fullan aldarfjórð- ung og formaður Skógræktarfélags íslands í 21 ár. Alian þennan tima gekk hann að þessu sjálfboðaliðs- starfi sinu með eldlegum áhuga hugsjónamannsins og lét ekkert tækifæri ónotað til þess að vinna að vexti og fram- gangi félagsins. Jafnframt studdi hann í orði og verki hverja þá viðleitni, sem hann taldi að verða mætti tii þess 9 að efla skógrækt og gróðurvernd á íslandi. 1 nafni Skógræktarfélags Islands og á vegum hinna mörgu félagsmanna vill stjórn félagsins flytja hugheilar þakkir fyrir þetta mikla og fórnfúsa starf Valtýs Stefáns- sonar í þágu skógræktar og landgræðslu. Stjórn Skógræktarfélags íslands sendir ástvinum hans samúðarkveðjur frá skógræktarsamtökum þeim, sem svo vel og lengi nutu leiðsagnar hans og forustu. Stjórn Skógræktarfélags Islands. Hakon Guðmundsson, Hermann Jónasson, Einar G. E. Sæmundsen, Haukur Jörundsson, Sigurður Bjarnason. ur fyrsta fetið Áhugi hans fyrir þróun listar- innar var sannur og traustur 1 DAG fylgjum við húsbónda okkar og læriföður til grafar. Með Valtý Stefánssyni hverfur af sjónarsviðinu faðir íslenzkrar blaðamennsku, eins og hún er í dag. Ég er einn þeirra, stvn átti þess kost, að njóta tilsagnar hans, er ég gekk fyrstu skrefin í heimi blaðamannsins. Hann gaf *nér nokkur heilræði, fáorð en kjarngóð, sem mér er sá skóli, er ég tel meira virði en hinir samanlagðir, er ég átti kost að ganga L Valtýr var hreinskilinn, hisp- wrslaus og ákveðinn. Enginn starfsmanna hans gekk þess dul- inn til hvers hann ætlaðist af houum. Ef hann fann að alúð var lögð við starfið gat hann líka fyrirgefið stór mistök. Hinn ríki akilningur hans á mannlegum breiskleika og mannlegu eðli, varð ekki einasta til þess, að starfsmenn hans mátu hann og Virtu, heldur og til þess, að hann skapaði með viðtölum sínum ódauðlegar perlur. Það var hvorki kyrrt né hljótt í kringum Valtý Stefánsson, en það var alltaf hreint. Hver sem honum kynntist varð betri mað- ur. Með þessum fáu orðum vildi ég þakka Valtý Stefánssyni fóst- urstörfin, vináttu og stuðning, er ég sem barn í blaðamennskunni gekk þar mín fyrstu skref. Hann „studdi mig fyrsta fetið“. Af hálfu blaðamanna Morgun- blaðsins þakka ég honum leið- sögu hans. Ég þakka honum fyr- ir þann hornstein, sem hann lagði að byggingu þeirri, sem er ís- lenzk blaðamennska, og ég vona að eftirkomendur hans í blaða- mannastétt geri að veglegri höll. Beri þeir gæfu til að halda merki Valtýs hátt á loft, þarf ekki að kvíða því að sú bygging verði ekki vel viðuð. Með innilegu þakklæti fylgj- um við þessum leiðtoga okkar, félaga og vini síðasta spölinn. Vignir Guðmundsson. VALTÝR Stefánsson var einn þeirra fágætu ágætismanna, sem ekki gleymist þeim, er honum kynntust. Hann var óvenjulegur maður í alla staði. Stærð hans einskorðaðist ekki við daglegt amstur tilverunnar, honum var eðlilegt að umgangast menning- •una með 'hógværð og lotningu, af einlægum álhuga með sívakandi auga. Valtýr var einn skemmti- legasti maður, sem ég hef talað við um listir, og áhugi hans fyr- ir þróun listarinnar var sannur og traustrw. Yfirborðsmennskan var ekki að hans skapi. Mat hans á hlutunum risti dýpra en svo, og fordómar voru honum viðs fjarri. Afskipti Valtýs Stefánssonar af listmálum einkenndust einmitt af þessu. Ég man það fyrir nokkr- um árum, að hann sagði við mig, að nú væri málverkið komið á það stig hjá mér, að hann botn- aði ekki lengur í því, sem væri að gerast. Síðan baetti hann við eftir andartaks umhugsun: „Það 'hlýtur að vera mín sök. Listin á að vera frjáls, og hún verður að fara eigin götur.“ Þetta litla at- vik lýsir Valtý Stefánssyni bet- ur en flest, sem ég man eftir, er ég rita þessar lánur. Valtýr Stefánsson var meiri stuðningsmaður listamanna en opinberiega var kunnugt. Hann var ekki að hampa því á al- mannafæri, hvað hann gerði fyr- ir listina í landinu. Það er óskróð saga, hvernig hann studdi með ráðurn og dóð þá menn, sem hann taJdi, að einhvers mætti af vænta á sviði listarinnar. Við blað sitt tóket honum að skapa listrænan móral, sem var til fyrirmyndar. Áhrif hans, sem formanns Menntamálaráðs ís- lands voru á þann hátt, að óhætt er að fullyrða, að margur lista- noaðurinn missti þar hauk úr horni, er veikindi ytfirbuguðu starfskrafta Valtýs Stefánssonar. Við nafni minn vorum góðir vinir og eftir því sem árin liðu og við áttum meir og meir sam- an að sælda, jókst vinátta okk- ar. Af þessu er ég bæði hreykinn Og þakklótur. Honum var eðli- legt að miðla samferðamönnum af þekkingu og reynslú, og með örfáum atihugasemdum gat hann kennit manm meira um heimsins brögð en flestir aðrir sem ég hef þekkt. Það gat verið strang- ur skóli að vinna fyrir Valtý Stefánsson, en jafnframt var það lærdómsrikt. Einnig fyrir það stend ég í persónulegri þakkar- skuid við hann. Ég veit að íslenzikir iistamenn taika undir með mér, er ég þakka af alhug skerf Valtýs Steféns- sonar til listarinnar í landinu og ómetanlegan stuðning hans við listamennina sjálfa. Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.