Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAfílÐ Laugaradagur 23. marz 1963 Bæjarbió: Ævintýri á Mallorca MYND þesi er dönsk, tekin í litum og Cinema Scope og er fyrsta danska Cinema Scope- myndin. Er efnisþráður mynd- arinnar lítill sem enginn, en lögð því meiri áherzla á að kynna áhorfendum fegurð ævintýraeyj unnar spænsku, Mallorca, sem seiðir til sín árlega ferðalanga svo milljónum skiptir, og um leið að gefa áhorfendum nokkra huigmynd um hvgrnig hópferðir til helztu ferðamannalanda eru skipulagðar og hvernig þeirra verður bezt notið. Danir eru snillingar í að skipuleggja sliík- ar ferðir og gegnir furðu hversu ódýrar þær eru þegar þess er gæt að venjulega er innifalinn í fargjaldinu allur viðurgern- ingur á áfangastöðuim. — Mall- orca er töfrandi fögur og lífið þar litríkt og fjölbreytilegt og því margt skemimtilegt sem fyr- ir auga áh-orfandans ber. í mynd þessari er mikið um gleði og gott skap, enda kunna Danir manna bezt að skemmta sér. Spænsku senoriturnar, dökkar og heitar, heilla hina ungu dönsku menn, enda fer svo í þessa-ri ferð, að einn Daninn verður yfir sig ástfanginn af spænskri dansmær og lýkur því ævintýri m-eð hjóna-bandi. Ann- ars er ekki rúm hér til þess að rekja hér allt það sem á dag-a ferðafólksins drífur í þessari skemmtilegu ferð til Mallorca, en þess má geta að það sér meðal ann-ars nautaat og er auð- séð að samúð þess er réttilega öll með nautinu. Ýmsir þekkt- ir leikarar danskir kom-a þarn-a fram, svo sem Lise Ringheim, Gunnar Lauring, Bendt Rothe o.fl. o.fl. í Ga-mla bíói hafa að undan- förnu verið sýndar kvikmyndir, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið. Eru myndirnar þessar: Fjallaslóðir, þar sem fyrir augu áhorfandans ber stórbrotin ör- æfafegurð íslands í dásamlegu litskrúði, tign mikilúðu-gra fjall- garða og vingjarnlegra gróður- vinja með lækjarsitrum. Eldar í Öskju, þar sem frábærlega vel eru sýndar hinar miklu náttúru- hamfarir, er glóandi hraunflóð- ið steypist niður brattar hlíðar með furðulegum hraða eins og um straumþungt fljót væri að ræða.. f>á er sýnd leit að barni sem hvarf, er það var viðskila leiksystkini sín úti í móum skammt frá heimili sínu, en fannst þó eftir alllangan tíma óskadd-að og við beztu heilsu. Er hér stuðzt við rauhverulegan at'burð er gerðist fyrir nokkru vestur á landi. — Síðast en ekki sízt er sýnd mynd af Halldóri Kiljan Laxness, meðal ann-ars er hann veitir móttöku í Stokk- hólmi bókmenntaverðlaunum Nóbels, þegar hann kemur þaðan hingað heim með Gullfossi, og •au-k þess ýms atriði úr daglegu lífi hans heima í Gljúfrasteini og utan heimilisins. Er þeissi mynd mjög skemmtileg og fróð- leg. Heimili þeirra hjónanna er fagurt og ber með sér að það er byggt upp af fáguðum smekk, sem hvergi sk-eikar. Ósv-aldur Knudsen hefur unnið þarna mikið og gott verk, er hlýtur að hafa kostað mikið fé og erfiði, enda mun hann hafa unnið að gerð myndarinn-ar að mestu eða kannski algerlega einn. — Þessar athyglisverðu myndir ættu sem flestir að sjá. Vigfús Einarsson Halldóra Einarsdóttir — Þvl dæmist . . . Frarnh. af bls. 20. að koma fyrir til varnar þessu, hefði dregið úr afleiðingum slyss ins eða forðað því. Þá er enginn öryggisútbúnaður á vélinni, sem hindrar gangsetningu hennar á meðan efra mótið er dregið út, en slíkum útbúnaði á að vera hægt að koma við. Niðurstöður málsins urðu þær sömu í Hæstarétti og í héraðs- dómnum. Var talið, að holan í gólfi verkstæðishússins, sem áður er lýst,. væri brot á lögum um, öryggisráðstafanir á vinnustöð- um. Þá var og talið skv. ofan- sögðu, að öryggisútbúnaði vél- arinnar hefði verið áfátt. Hinsvegar var jafnframt talið, að stefnandi hefði ekki gætt nægrar varkárni við starf sitt, en hann hafði unnið lengi við mót- unarvélina og þekkti vel til henn ar og allar aðstæður á slysstað. Var því talið hæfilegt, að Stál- umbúðir h.f. bæru 3/5 hluta tjónsins og stefnandi sjálfur 2/5. Samkvæmt því þóttu bætur ti! hans hæfilega ákveðnar kr. 102.672.00 ásamt vöxtum og kr. 27.000.00 í málskostnað fyrir báð um réttum. „Áður en varir ævisól hnígur, og dimm er komin dauðans nótt“. Hversu oft gleyma menn ekki þessum hendingum sálmr.skálds- ins í hópi vina og kunningja. Ábyggilega hvarflaði ekki að okkur þessar ljóðlínur á síðustu jólum, er þau systkinin Einar og Halldóra dvöldu á heimili okk- ar og höfðu tekið báða jóla- dagana til að hitta okkur en urðu að snúa frá fyrri daginn vegna ófæru á vegi. Kveðjustundin hefði verið með öðrum blæ, ef við hefðum vitað að þá vorum við að kveðja vinkonu okkar í síðasta sinn í þessu lífi. Það er eitt af náðargjöfum þessa lífs að vita ekki lengra en raun ber vitni. Samt er þetta leiðin se-m við öll eigum að fara, en hvert? Það er spurningin mikla, sem við fáum ekki svarað vafalaust í þessu lífi. Þó líkaminn hverfi lifir minningin um góðan mann og göfuga kou, sem voru starfi sínu vaxin í þessu lífi en bárust lítt á. Að kveldi síðasta jóladags varð það slys á Fagradal sem seint fyrnist þeim Austfirðingum, sem um Skriður fara og þekkja alla staðhætti, er bíll rann niður í árgljúfrið með þeim afleiðingum áð tveir af þrem sem í bílnum létust, Halldóra Einarsdóttir fljótlega eða strax en Vigfús bróðir hennar tveim dögum síð- ar, en bílstjórinn Einar bróðir þeirra slapp einn en mikið meidd ur. Halldóra Einarsdóttir var fædd 22. okt. 1902 að Bakkagerði í Jökulsárhlíð, en Vigfús var tveim árum eldri. Foreldrar þeirra voru Bergljót Einarsdóttir frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og Einar Sölvason fró Víkings- stöðum í Vallarhreppi, var Berg- ljót seinni kona Einars. Þau systkinin misstu föður sinn 1907 þá í Fjarðarseli við Seyðisfjörð. Þar höfðu þau hjón búið síðustu ár ævi Einars. Leysist þá upp heimilið og þessi sex systkini dreifðust. Arið 1912, að 'm g minn ir flutti Bergljót með þau Vig- fús og Halldóru að Þingmúla í Skriðdal til Margrétar dóttur sinnar, sem þá bjó þar með manni sínum, Óla Einarssyni. Hjá þeim voru þessi sys-tkin fram yfir fermingu, en fjarlægð- ust svo aftur bæði, hann fyrir fullt og allt úr hreppnum að undanskildu einu og hálfu ári, sem hann var í Hátúnum hjá þeim Halldóru og Einari, en hún um tíma en mun hafa komið aftur í hreppinn fyrir 1930. Vigfús heitnum kynntist ég ekki nema sem unglingi lítið eldri en ég og svo aðeins eitt sumar sem fulltíða manni. Kom hann mér fyrir sjónir em hægur og yfirlætislaus maður, sem vinnur verk sín í kyrrþey og án allra auglýsinga enda sést það bezt að hann var lengst af vinnu- maður á sama bæ lengi vel. Dvalarstaðir hans voru Fljóts- dalur og Norðfjörður, ábyggi- lega um 20 ár í hvorum hreppn- um. Síðast var hann búsettur í Fannardal og Neskaupstað um allmörg ár. Sem unglingur mátti hann ekki vamm sitt vita og ég held að hann hafi haldið það út lífið í gegn. Halldóra Einarsdót-tir var aft- ur lengst af í Skriðdal og unni sveitinni og fólkinu af heilum huga. Eins og áður er getið kom hún aftur fyrir 1930, þá sem bú- stýra Einars bróður síns að Há- túnum og dvaldi með honum til dauðadags, lengi þar og síðast í Egilsstaðakauptúni, þar sem þau áttu hús og fallegt heimili. Mörg ár voru þessi systkini nágrannar mínir og tel ég það -sérstakt happ að hafa kynnzt þeim. Halldóra heitin var svo einstök manneskja í raun. Glað- leg og prúð í framkomu og hafði svo létt skap að hún tók ekki mark á annarra þrasi. Hún vann vel af mikilli trúmennsku verk sín og gekk í hvað sem fyrir kom. Þess vegna þurfti hún ekki að taka tillit til mats annarra. Hún hafði það á tilfinningunni að þau væru vel af hendi leyst. Ég held hún hafi aldrei hugsað neitt um það, hvort verkið var skemmtilegt eða ekki, heldur um þörfina að koma því af. Hún var í sannleika vinur vina sinna. Kom tryggð hennar fram í allri hennar framkomu og við- móti. En nú er autt sætið. Heim- ilið þeirra fagra ljóslaust og autt, ‘bróðirinn sem hún vann bezt veikur, nýkominn úr sjúkrahúsi og fóstursonurinn og fjölskylda hans hnipin. En enginn má við örlögunum. Aðeins minningin lifir um konuna, sem alltaf var ‘hægt að leita til og aiúrei brást. Sú minning verður þeim hjart- fólgin sem mest hafa misst. Guð blessi þig vina mín. Geitdal 11. febr. 1963. Snæbjörn Jónsson. 50 TEGUNDIR ALLRAHANDA BASIUKUM DIRKISFRÆ BORDSINNEP CHILLIES ENGIFER ESTRAG0N FINKULL MUIINN HVITLAUKSMJÖL HVITLAUKSSALT KANILL MÚLINN KANILL KARDAM0MUR *nu. KARDAMÓMUR KARRÍ KÓRÍANDRI KÚMEN LAUKSALT LAUKMJÖL MAJ0RAN MÚSKAT NEGULL NEGULNAGLAR PAPRIKA EDELSUSS PIPAR HVITUR HEIll PIPAR HVITUR MUliNN PIPAR LANGUR PIPAR SVARTUR Hllll PIPAR. SVARTUR MUUNN RÓSMARÍN SELLERIFRÆ SELLERÍSALT SINNEPSFRÆ STJ0RNUANÍS TYMÍAN HUNANG fv SALVÍA »w* anís MULINN / DILl »i«i KRYDDVÖRUR 9 AVALT BEZTAR BRÚNKOKUKRYDD CAYENNE-PIPAR HUNANGSKOKUKRYDD MÚSKATHNETUR PIPARMYNTULAUF SPÍRMYNNTULAUF PÓMERANSBÖRKUR RÚLLUPYLSUKRYDD VANILLÍNSYKUR „ÞRIDJA KRYDDIÐ" CEYL0N KANILL EFNAGERÐ REYKJAVIKUR H.F. Hvítt: J. Averbach Svart: M. Taimanov Kóngs-indversk vörn 1. c4, g6; 2. d4, Bf6; 3. Rc3, Bg7; 4. e4, 0-0; 5. Be3, d6; 6. f3 6. —■ Rc6 Hvítur beitir hinu svonefnda Samisoh afbrigði en gegn þeirri uppbyggingu getur svartur snú- i-t á margan hátt. Leikurinn, sem Taimanov velur er hæst móðins í dag. 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 Djarfloga leikið, eins og nauð- synlegt er í þessu afbrigði. Ró- legra framhald er 8. Rge2 ásamt Recl—b3. 8. — Bd7 Til greina kom hér 8. — He8 Margrét K. Andrésdóttir Margrét var fædd 15. júlí 1877 og var því rúmlega 85 ára er hún lézt, þ. 23. des. sl. Margrét var vel gefin kona og trúarsterk, hafði göfuga sál og gott hjarta, þrekmikil og æðru- laus, hvað sem að höndum bar. Enda þurfti hún á því að halda, því hún varð — eins og fátækl- ingar yfirleitt á þeirn árum, — að heyja harða lífsbaráttu. Þá var ekki tekið mikið tillit til til- finninga mæðranna, þegar verið var að rífa börnin frá þeim. Margrét varð að búa um árabil í lítilfjörlegu bæjarhreysi með barnahópinn sinn og takast á við erfiðleika, sem fátæklingarnir fóru sjaldan varhluta af. Þá hjálp aði trúin á frelsarann henni, og hennar sterka sál og styrka hönd til allra nytsamlegra verka, því aldrei féll henni verk úr hendi. En það birtir öll él upp um síðir, og svo var hjá Margréti. Það var byggt sæmilegt hús 1928 en um það leyti missti Jón maður henn ar, heilsu og gat ekki staðið straum af því, en þá voru börnin að komast upp, og þá var það Hannes sonur hennar, þá ungur að árum, sem tók á sig húsið og síðar var það endurbætt svo að nú er það ágætt, og hafa þau búið þar. Margrét átti óvenju- lega góð börn, sem á allan hátt iéttu henni lífið, eftir að maður hennar dó- Bræðurnir, Hannes, Jón og Kristján, sáu um allt sem heimil- ið þarfnaðist, en Ásta, dóttir hennar, hugsaði um það að öðru leyti og höfðu þau þennan hátt á 1 fjölda mörg ár. Það er leitun á börnum, sem sýna foreldrum sín um jafnmikla ræktarsemi og fórnarlund og börn Margrétar gerðu. Guð blessi þau fyrir það. Nú er skarð fyrir skildi, þegar þú ert farin, Magga mín, í 34 ár höfum við verið nágrannakonur og aldrei hefur borið skugga á okkar kynni. Þú varst ávallt glöð og kát hvað sem á gekk, frjáls í hugsun og góðviljuð í skoðunum, aldrei lagðir þú öðr- um last til, og gerðir öllum gott, bæði í orði og verki, sem að þín- um dyrum komu. Hafðu hjartans þökk fyrir allt, ég bið Jesús að fylgja þér, hugstóra hetja, til fundar við ástvini þína í sólar- löndum æðri heima. Blessuð sé minning þín. Nágrannakona. í því skyni að svara 9. Bh6 með Bh8. 9. Bh6! b5 10. h4 Með réttu hafnar hvítur peðs- fórn svarts. Eftir 10. cxb5, axb5; 11. Bxb5 hefur svartur gagnsókn með 11. — Ra5; 12. Bd3, Db8; síðan til b4. 10. — e5 11. Bxg7 Kxg7 12. Rge2 Ra5(?) Óheillavænlegur leikur. Betra var að reyna að hamla á móti sókn hvits með 12. — h5. 13. Rg3! Rxc4 14. Bxc4 bxc4 15. h5 De7 16. f4! Með þessum leik opnar hvitur línurnar gegn svarta kóngnum. 16. — Hab8 17. dxe5 Annar möguleiki var 17. fxe5, dxe5; 18. hxg6, fxg6; 19. dxe5, Dxe5; 20. Dh6f með ýmsum sóknarmöguleikum. Textalpikur- inn er ekki síðri. 17. — dxe5 18. f5 Hh8 Hvað ætti svartur að taka til bragðs? Hvítur hótaði h::g og Dh6. / 19. fxg6 . Hér kom 19. h6f mjög sterklega til greina, þar sem svartur verð- ur að tefla með hrók undir. 19. — hxg6 20. Dg5 Db4 21. Hd2 Hb6 22. Hfl Hhb8 23. Dxe5 Vitaskuld ekki 23. Hxf6? Dxc3f! 23. — He6 24. Dxc7 Hb7 25. Df4 Bc6 26. hxg6 fxg6 27. Dg5 Rh7 Svartur á enga möguleika a gagnsókn. 28. Rh5t Kh8 29. Dh6 De7 30. Rf4 Df7 31. Hfdl Sennilega hefur Averbach veri8 í tímaþröng, því að öðrum kosti hefði hann unnið einfaldlega með 31. Hd8t, B©8, 32. Rxg6f!, Hxg6 (32. — Dxg6; 33. Hf8t) 34. Hxf7 og vinnur auðveldlega. 31. — Hf6 32. Hd8t Be8 33. Rcd5 c3 örvænting. 34. Rxf6 cxb2t 35. Kbl gefið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.