Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 6
9 MORCUNBL A Ð1Ð Sunnudagur 7. apríl 1963 Atgeir Gunnars EF Þjóðminjasafn fslands hefði verið sfcofnað árið 1763 eða einni öld fyrr en Sigurður Guðmunds- son málari gerðist aðalhvata- maður að Forngripasafninu, er efcki ólíklegt, að safnið ætti nú í fórum sínum m. a. tvö af fræg- ustu vopnum sögualdarinnar þ. e. a. s. atgeir Gunnar Há- mundarsonar og Rimmugýgi Skarphéðins. Að vísu á safnið fá- eina atgeira eða höggspjót (leiíár þeirra), en þeir eru vafalaust mun smávaxnari en atgeir Gunn- ars. Hvað snaghyrndar exir snert ir, en Rimmugýgur taldist til þeira, er því til að svara að Þjóð minjasafn íslands virðist ekki eiga neina snaghyrnu í sínum fórum, sem nokkur veigur er í. En ekki þýðir að gráta Bjöm þónda og því gæti það verið skemmtilegt rannsóknarefni að grennslast fyrir um það, hvað orðið hafi af þessum tveim víð- frægu vopnum frá því að þau voru síðast notuð til víga sam- kvæmt frásögn Njálssögu — og loks hvar þau skyldu vera niður- komin í dag, svo fremi þau séu ekki með öllu týnd, þótt líkur bendi til að svo sé ekki sam- kvæmt eftirfarandi: ( ATGEIR GUNNARS Eins og flestir vita náði Gunn- ar atgeirnum á sitt vald, er hann hafði vegið bræðuma Hallgrím Og Kolskegg við eyna Eysýslu, (en það er eyjan ösel í Eystra- salti austur frá Gotlandi). Fór mikið orð af þessu vopni, sem var höggspjót (lensulagað spjót) Og það ekki af lakara taginu, Sennilega með stálfjöður ( og þessvegna söng í því, er það rakst í eitthvað). Eitt er víst, að Gunn- ar batt mikla tryggð við atgeir- inn og hét því að bera hann til dauðadags, sem hann og efndi. Vó Gunnar margan manninn með otgeirnum þau 16 ár, sem hann bar hann samkvæmt frásögn Njálu. Var þá ýmist, að hann lagði menn í gegn með honum, hjó þá eða skaut atgeimum í gegnum þá og vó þá jafnvel upp á honum. Er óþarft að taka það fram «ð atgeirinn var voldugt högg- spjót þ.e.a.s. allt í senn höggvopn, lagvopn og skotvopn eða eins og fomleifafræðingurinn Hjálmar Falk lýsir honum í bók sinni Waffenkunde, að hann hafi verið *ins og tvíeggjað sverð á spjóts- skapti. Kemur sú lýsing vel heim ▼ið það, sem ég hefi áður skrifað í dagblöðin um þetta vopna,' svo og hin gagnmerku rit „Gullöld Islendinga" eftir Jón J. Aðils sagnfræðing (útg. 1906 og 1948) ' og „fþróttir fornmanna" eftir dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði (útg. 1908 og 1950). Þá má minn- ost á fornleifafræðinginn Jan Petersen, er birtir greinilegar fomleifar (mynd) af atgeir á bls. 32 í bók sinni um norræn forn- vopn (útg. 1919). Er sú mynd mjög svipuð þeirri teikningu, sem hinn frægi norski málari Andreas Bloch, gerði af atgeirnum í bók- inni „Vore Fædres Liv“ útg. fyrir síðustu aldamót (1898), að því undanskildu, að Bloch hefur fjöðr ina (blaðið) á atgeir Gunnars lengri eða nálega eina og hálfa alin (fórna), sem mun vera nær sanni (60—70 cm.). Nú kunna einhverjir að spyrja hvort marka megi myndir norska málarans (A.B.) um búnað forn- manna, vopn þeirra og verjur o. fl. svo ég noti svipuð orð og dr. Finnbogi Guðmundsson í for- mála hans að bókinni „Þá nðu hetjur um héruð“. En hún var raunar nokkurskonar ísl. þýðing á nokkrum köflum úr bókinni „Vore Fædres Liv“ ásamt tilheyr- andi myndum eftir Andreas Bloch. Sneri dr. Finnbogi sér bví rakleitt til Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar varðandi þetta atriði. Taldi Þjóðminjavörður, að myndimar sýndu ljóslega, að teiknarinn hefði gert sér far um að kynnast ytri menningu þeirra tíma, sem sögurnar gerast á, að svo miklu leyti, sem slíkt er unnt á þjóðminjasöfnum. Vopnin (allar leturbreytingar mínar) væru t.d. oftast nærri réttu lagi. En oft væri lýsingar sagnanna sjálfra mjög rangar frá þessu Sjónarmiði, og hefði teiknarinn sýnilega reynt að sigla milli skers og báru, fara sem næst því, er hann hugðist sannast um vopn og húnað fornmanna, en ofbjóða þó ekki lýsingu sagnanna sjálfra, þar sem þessu tvennu bar á milii. Svo mörg voru þau orð hins mæta manns, Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar, en þess ber þó jafnframt að gæta, að skoðanir hans byggjast fyrst og fremst á því, er hann hafði þá (um 1950) sjálfur séð af fornvopnum og fornleifum, sem fundizt höfðu í haugum eða kumlum, einkum hér á landi. Er umsögn hans þar af leiðandi mikil viðurkenning á teikningum norska málarans, því að það hljóta þó flestir að vita, að stærstu og beztu vopnin — svo sem atgeir Gunnars og öxi Skarphéðins — voru ekki heygð með eigendum þeirra, heldur geymd sem gersemar svo sem síðar verður að vikið. Teikning sú, sem fygir þessari grein er að sjálfsögðu af öxinni Rimmugýgi (til vinstri) og atgeirnum hans Gunnars (til hægri). Hefi ég þar stuðst við teikningu Steingríms hiskups af öxinni og fornleifar þær, sem fundizt hafa af atgeirum. Eins og gefur að skilja vantar þó allt skaptið og nokkuð af falnum á atgeirsteikninguna svo og hluta af skapti axarinnar. Auk- þess var að sjálfsögðu ekki unnt, að hafa stærðarhiutföll vopn- anna rétt á svona afmörkuðum skildi. fengið sjálfan atgeirinn hans Gunnars í vörpuna!! — Að vísu hefðu Bretarnir ekki borið kennsl á vopnið, sem þeir kölluðu stórt, lensulagað spjót, en íslendingur- inn Páll Jónsson (bróðir Jóels Jónssonar skipstjóra), sem þá var staddur í Hull (en nú er látinn) sagði höfundi áðurnefnds rita nokkru síðar, að hann og fleiri landar hans hefðu strax álitið, að þetta vopn væri líklega atgeirinn hans Gunnars á Hlíðarenda, sem fór í sjóinn á sömu slóðum ca. 130 árum áður með Eggert Ólafs- pyni. Umræddur Páll Jónsson virðist hafa verið vel að sér í ís- lendingasögunum og haft mikinn áhuga fyrir því hvað Bretarnir gerðu við atgeirinn, því að hann komst að því (semkvæmt frá- sögn höfundar áðumefnds rits), að atgeirinn hefði verið látinn á fomgripasafn í Hull. Samkvæmt framanskráðri frá- sögn (sem er ekki laus við dá- lítinn æfintýrablæ), kann svo að vera, að atgeirinn sé aftur kom- inn upp á þurrt land og prýði erlent forngripasafn í Hull. Á hinn bóginn vil ég engan dóm á það leggja hvort hægt sé að treysta slíkum frásögnum, þótt komizt hafi á prent, enda átti þessi atburður að hafa gerzt fyrir 60 árum og heimildarmaðurinn nú látinn. Engu að síður virðist það ekki þurfa að kosta mikla fyrirhöfn að ganga úr skugga um það hvort sér sé um tilgátu eða staðreynd að ræða. En hvað sem þessu líður, hefur það oft hvarfl- að að mér hve gott við hefðum af því, einmitt nú, að fá nýjan Sigurð málara fram á sjónarsvið- ið þ.e.a.s. mann, sem lifði og starfaði fyrir hugsjónir og fram- og Rimmugýgur Skarphéðins Stærð atgeirs Gunnars og styrk leika má nokkuð marka af því, að Gunnar notaði hann stundum sem „stangarstökksstöng", er hann varpaði sér í söðulinn með því að stinga atgeirnum niður og stökkva síðan á bak hesti sín- um. Virðist Gunnar því ekki ein- inn Hjalmar Falk og dr. Bjöm Bjarnason frá Viðfirði svo tvö dæmi séu tekin. Annars átti Gunnar ekki langt að sækja kraft ana ef út í þá sálma er farið, því að hann var náfrændi Orms sterka Stórólfssonar, Grettis Ás- mundssonar, Kjartans Ólafssonar og Egils Skallagrímssonar. Svo vikið sé aftur að „afdrif- um“ atgeirsins, þá má telja full- víst, að hann hafi ekki verið heygður með Gimnari, enda segir Njálssaga skýrt og greinilega frá því, er Rannveig móðir Gunnars kemur í veg fyrir það, að þetta geigvænlega vopn sé heygt með syni hennar. Bannaði gamla konan öllum að snerta atgeirinn, nema þeim, er vildi hefna Gunnars. Tók því eng inn á atgeirnum fyrr en Högni sonur Gunnars greip hann að næturlagi og lagði af stað frá Hlíðarenda ásamt Skarphéðni Njálssyni í þeim tilgangi að hefna Gunnars. í þeirri för „drápu“ eftír Jóhann Bernhard göngu hafa verið bezti hástökkv- ari til forna (sbr. stökk hæð sína í herklæðum, sem er þó vita- skuld eitthvað ýkt), heldur er engu líkara en að hann hafi einnig getað brugðið fyrir sig stangarstökki með góðum árangri á forna vísu. En jafnvel þótt manni beri vitanlega að velja meðalveginn og trúa ekki alveg bókstaflega öllum lýsingum forn- sagnanna, þá leynir það sér ekki hvílíkum hæfileikum Gunnar hefur verið gæddur a.m.k. hvað snertir afl og fimi og aðra glæsi- mennsku. Hafi atgeirinn verið álíka stórt og rammgjört vopn of af er látið, má geta nærri, að það hefur ekkí verið á færi annara en heljar- menna að handleika hann á þann hátt, sem Gunnar gerði. Munu fleiri vera á þessari skoðun m. a. norski fornleifafræðingur- þeir fjóra af þeim, sem höfðu hælt sér hvað mest fyrir það að hafa gengið af Gunnari dauðum, en gáfu grið þeim fimmta (sem aldrei skyldi verið hafa), sjálfum Merði Valgarðssyni, — enda lof- aði hann öllu fögru, hét fébótum o. fl. til þess að fá að halda lífi. Högni vó tvo af áðurnefndum fjórum mönnum, báða með at- geirnum. Voru það þeir Hróaldur sonur Geirs goða og Þorgeir Starkaðsson. Síðan þetta gerðist (um það bil árið 990) virðist atgeirinn ekki hafa verið notaður til víga, heldur geymdur eins og glóandi gull um margar aldir, sennilega á Hlíðarenda. Verður þó ekkert fullyrt um þetta, enda gæti vel átt sér stað að hann hafi verið notaður eitthvað næstu árin, þótt fáir hafi verið álitnir geta valdið honum til víga. Sé sú tiigáta rétt, mun hann engu að síður hafa hafnað á Hlíðarenda og ver ið varðveittur þar í aldaraðir — svo fremi því sé á nokkum hátt treystandi, sem góðir og gegnir íslendingar hafa skráð eða látið frá sér fara á prenti. En jafnvel þótt manni beri jafnan að hafa orð Ara fróða í huga, hygg ég að yfirleitt megi treysta kjama þess, er skráð var af sagnaritur um eða höfundum íslendinga- sagnanna og þá ekki síður því, er skráð var á síðustu tveim öldum. Víkur nú sögunni vestur til Breiðafjarðardala, þegar nokkuð er liðið á 18. öld, en þá fæddist skáldið og náttúrufræðingurinn EggertÓlafsson, nánar tiltekið 1/12 1726. Þarf víst ekki að kynna hann frekar fyrir lesend- um, en hitt mun ef til vill fáum vera kunnugt, að hann kom mjög við „sögu“ atgeirs Gunnars á Hlíð arenda, ef svo má að orði kom- ast. Eggert fær sem sé atgeirinn að gjöf frá Brynjólfi í Fagradal (vestra), en hann hafði aftur fengið atgeirinn hjá nafna sínum, Brynjólfi sýslumanni Þórðarsyni (Tthorlacius) á Hlíðarenda. Er svo að skilja, að atgeirinn hafi verið varðveittur á Hlíðarenda ailt frá því árið 1000 (eða þar um bil) eða þar til hann er fluttur vestur um miðja 18. öld og kemst í eigu Eggert Ólafssonar. Hafði Eggert miklar mætur á atgeirnum og lét, að sögn, bera hann með miklu yfirlæti fyrir sér, þá er hann gekk til skips, hinzta sinni, áður en hann drufcknaði á Breiða- firði 30. maí 1768 — og fóst atgeir inn þar með honum, að því er prentaðar heimildir herma. í þessu sambandi mætti kannske geta þess, sem kom fram á prenti hér í Rvík. fyrir fáum árum varðandi hugsanleg afdrif atgeirs Gunnars. Voru þar færð- ar fram nokkrar líkur fyrir því, að brezkur botnvörpungur, sem var að fiska í Breiðubugt á Breiðafirði um sL aldamót, hafi kvæmdi þær. A.m.k. er allsendis óvíst, að Forngripasafnið hefði verið stofnsett á sínum tíma, ef ekki hefði verið fyrir verk Sig- urðar — og þá ekki sízt hug- vekja þá, er hann birti í Þjóð- ólfi 24. apríl 1862. RIMMTJ GÝGUR SKARPHÉÐINS Enda þótt Njálssaga greini vel frá því hvernig, hvar og hvenær Gunnar fékk atgeirinn, þá gegnir allt öðru máli um hina víðfrægu öxi Skarphéðins, Rimmugýgi. Á hana er ekki minnzt fyrr en Skarphéðinn vegur með henni Sigmund Lambason árið 979, en þeir Sigmundur og Gunnar á Hliðarenda voru systkinasynir. Er engu líkara en að hún hrapi af himnum ofan og lendi í hönd- unum á Skarphéðni? Sé betur að gáð virðist þó allt vera með felldu með þessa öxi. Aðeins virð ist sagnarritari Njálu hafa gleymt að geta um uppruna hennar — eða þá, að hann hefur ekki vitað hvaðan Skarphéðni kom svo gott vopn. Skarphéðinn fór nefnilega aldrei utan eins og Helgi og Grímur bræður hans — og þvi hefur hann ekki getað hafa sótt hana erlendis frá. Á hinn bóginn kann einhver að hafa gefið hou- um öxina, sé hún erlend að upp- runa svo sem öll beztu vopn ís- lendingasagnanna, því að varla hefur svo mikill kjörgrip- ur verið smíðaður hér hekna á íslandi. Annars mun ég eftir láta öðr- um að gizka á hvar Héðinn fékfc öxina, .enda er það ekkert aðal- atriði, heldur hitt, að hann hafði jafnan öxi mikla að aðalvopni. sem hann nefndi sjálfur Rimmu- gýgi — og mun hafa verið sér- stök tegund af snaghyrndri öxi. Finnst mér harla hjákátlegt, ef það er satt, sem ég hefi heyrt; að sumir gegnir íslendingar hafi haldið því fram á prenti, að una- Framhald á bls. 17,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.