Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 8
0 MORCU1VBLAB1B Fostudaguf 1G. maí 1963 TONLEIK AR nIESSÍAS FYRIR 20-30 árum urðu þeir viðburðir mestir í íslenzku tón- listarlífi, þegar tekin voru til flutnings hin miklu kórverk • klassísku meistaranna: „Sköpun- in“ eftir Haydn, „Messías" Hand- els o.fl. o.fl. Tónlistarfélagið, sem þá hafði á sínum vegum bæði hljómisveit og kór, hafði forgöngu um þetta. Síðar tókst svo slysa- lega til, að Tónlistarfélagskór- inn lagðist niður, og uim árabil var hér eniginn blandaður kór starfandi, sem væri þess umkotn- inn að færast slíik verkefni í fang. Á sama tíma færðist hljómsveit- arstartfið æ meir á atvinnugrund völl, unz hér var komin á fót hljómsveit, sem að stofni til var skipuð fastlauinuðum hljóðfæra- leikurutru Þegar svo var komið, mátti beita loku fyrir það skotið, að nokkur aðili annar en hljóm- sveitin sjálf gæti staðið fyrir svo fólksfreku og kostnaðar- sömu- fyrirtæki. sem flutningur stórra kórverka hlýtur að vera, og þá því aðeins, að kórfólkið legði fram krafta sína að mestu eða öllu leyti endurgjaldslaust Af þessum ástæðum höfðu þá- verandi forráðamenn Sinfóniu- hljómsveitarinnar forgöngu um það, í samróði við dr. Róbert A .Ottósson og fleiri, að setja á stofn söngsveitina Fílharmoníu, og var dr. Róbert ráðinn stjórn- andi hennar. Hlutverk söngsveit- arinnar átti að vera og hefir ver- ið að aðstoða Sinfóníuhljómsveit- ina við flutning stórra kórverka. Síðan hefir orðið gagnger breyt- ing á skipulagi Sinfóniubljóm- sveitarinnar og nýir menn tekið þar við stjórntaumum, en góðu heilli hefir samstarfið við Fílbar- moníukórinn haldizt, og er ástæða til að leggja áherzlu á þá ósk og von, að svo megi verða á- fram. Árangur þessa samstarfs hing- að til hefir komið fram í því meðal annars, að frumflutt hafa verið hér tvö merkileg tónverk: „Carmina burana“ eftir Carl Orff (í samvinnu við Þjóðleik- húskórinn) og „Sálumessa" Brabms, og loks nú í endurflutn- ingi á „Messiíasi" Handels, en það verk var áður flutt hér und- ir stjórn dr. Vietors Urbancics fyrir um það bil 20 árum. Ölf þessi verk hafa verið flutí undir stjórn dr. Ró'berts A. Ottóssonar, og eru þeir tónleikar meðal hinna eftirroinnilegustu, sem Sinfóníu- hljómsveitin hefir átt hlut að á síðustu árum. ★ ÞAÐ er nokkuð villandi, þeg- ar sagt er, eða látið að því liggja að sá „Messías", sem við heyrð- urn hér í samkomubúsi Háskól- ains í dymbilvikunni, hafi verið saminn á 24 dögum síðsumars 1741. Sarani nær er hitt, að eft- jr frumflutniraginn í Dyblinni í apríl 1742 endurskoðaði Handel verkið og endursamdi mikið af því. Síðan hefir það verið „end- urskoðað“ meira eða minna við hvern flutning, að segja má. Er það jafnan flutt mjög stytt, og má kalla, að margar styttingarn- ar séu orðnar hefðbundnar. Er sennilega kiominn tími til að „endurskoða" á ný þær venjur, sem skapazt hafa um þetta, og mun það hafa verið gert að ein- hverju leyti við flutninginn hér. Allt slíkt er vandaverk. En þeg- ar hlýtt var þessurn flutnmgi var sú hugsun áleitin, að verkið í heild hefði orðið ábrifaníkara, ef sumum kórköflunuim, sem sleppt var, hefði verið haldið, en einsöngskaflamir styttir sem því nemur eða vel það. í>ví það er staðreynd, hvort sem okikur líkar bétur eða ver, að það er kórbálkur Handels fyrst og fremst, sem höfðar til nútíma hluistanda, þótt þeim hinum sama geti þótt aríuform hans óhóflega endurtekningasamt og stundum beiralínis leiðigjarnt. Er þetta at- hugandi, ef „Messías" væri tek- inn til flutnings að nýju áður en langt liður. Skemmtilegt var það, að í þessurn flutningi var hljóðfæra- skipan Hándels sjálfs lögð til grundvallar en eragin af hinum mörgu ,,endurskoðuðu“ útgáfum. Það mun hafa verið Mozart, sem fyrstur tók sér fyrir hendur að bæta röddum við hljómsveitar- undirleikinn í „Messíasi", og var verkið gefið út með þeim við- bótum 1803. Síðari „endurskoð- aðar“ útgáfur hafa margar stuðzt við hana fremur en frumgerðina, svo að segja rraá, að þessi útgáfa Mozarts, — sem þó mun ekki vera hans verk að ölllu leyti, — liggi til grundvallar mestöllum „Messsíasar“-flutningi í hálfa aðra öld. Umritun á hljómsveit- arhlutverkinu í „Messiasi“ get- ur hatflt síraair afsakanir, þótt furðulegt megi telja, hvað jafn- vel heiittrúaðir Hándel-dýrkend- ur hafa leyft sér í því efni. Hitt er ánægjuiegt, að áhugi skuli á síðustu áratugum vera að vakna fyrir frumgerð verksins, og fagnaðarefni, að hún skyldi nú vera valin til flutnings hér. Semballiran — það sjaldgæfa hljóðfæri hér á landi, — sem feng iran hafði verið að láni í Bama- músíkiskólanum og hér gegndi mikilvægu hlutverki, átti drjúg- an þátt í þeim trúverðuga svip, sem flutningurinn bar að þessu leyti. „Messías“ var að þessu sinni sunginn á íslenzku og er eðlilegt og æskilegt, þótt þeir, sem kunn- ugir eru verkinu með enska frumtextanum, felli sig ef til vill ekki rraeir en svo við það í byrj- un. Þorsteinn Valdimansson bjó ritningartextana til söngflutn- ings í samráði við stjórnanda. En þótt ótrúlegt megi virðast, þar sem tveir svo snjallir menn hafa um fjallað, þarf íslenzki textinn gagngerðra endurbóta við. Framburðurinn ,,Je-rú-sal- em“ er óíslenzkulegur, og áherzl ur eins og „for-smáð-ur“ eða — í einnri stuttri aríu — til skiptis „um-breytast“, „um-breyt-ast“ og „umbreyt-ast“ orka stórlega truflandi á áheyrandann og draga athygli frá því, sem máli skipt- ir, á einkar óæskilegan hátt. Annars bar þessi flutningur öil merki þess, að vel hafi ver- ið vandað til hans, og á honum var hátíða- og helgiblær. Söng- sveitin Fíliharmonía virðist vera í stöðugri framför, og eru eirakuim Kosningaskrifsfofan í Suðurlandskjördæmi nefur verið opnuð að AUSTURVEGI 22, SELFOSSl. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa samband við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi kosnmgarnar. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10—10. Sími 289. „Messíasa-flutningi Sinfóníuhljómsv eitarinnar og Fílharmoniukórsins. kvenraddimar sérlega góðar. Flúrsöngur sópranraddanna, sem hjá Hándel nálgast oft að verða ómanraúðlega kröfubarður, var hér svo hreinn, nákvæmur og fágaður, að unuin var á að hlýða. Karlmennirnir verða enn að sækja sig tilrouna, bæði að radd- fegurð og þrótti, ef þeir eiga að halda til jafns við konurnar. Af einsöngvurunum kom frú Álfheiður Guðmundsdóttir mest á óvart, þar sem hér var um að ræða frumraun hennar á tónleika sviði. í rödd hennar er á lágsvið- inu ylur og mýfct, og öll meðferð hennar virtist bera því vitni, að hún vissi, með hvað hún var að fara, og meinti það. En ofætl- un mundi flestum söngkonum, eftir að hafa skilað með prýði miklu alt-blutverki, að söðla skyndilega um og syngja erfiða sópranaríu. Þetta var misráðið, þótt furðuvel tækist. — Rödd firú Hönnu Bjarnadóttur á mikinn ljórraa, einkum á háum tónum, en hún er heldur ópersónuleg, og svo er um sörag hennar yfir- leitt. — Sigurður Björnsson kann þann söngstíl, sem hér á við, og fór að flestu leyti vel með hlutverk sitt. En hann þarf að gæta betur tónmyndunar sinnar en hann gerði að þessu sinni, svo að hvimleið tiihneiging til að „hanga neðan !í“ tóninum verði ekki að óþolandi vana. — Kristinn Hallsson átti við þau vandkvæði að stríða, að þetta 'hluíverk er helzt til lágt fyrir rödd hans, og naut hann sín því ekki sem skyldi. En traustum tökum tók hann það að vanda. Dr. Róbert Abraham Ottósson er sá, sem veg og vanda bar af >essum tónleikum í öllu, sem máli skiptir. Hann færist ógjarna í fang önnur viðfangsefni en þau, sem honum finnast þess virði, að hann leggi sig allan fram. Vandinn var sjálfsagt ósmár, en vegurinn er heldur efcki lítill. Flutningur ,,Mess'asar“ var hon- um til hins mesta sóma. MUSICA NOVA ÞAÐ bar til nýlundu á tón- leikum ,sem Musica nova gekkst fyrir á hótel Sögu 28. f.m., að þar komu fram amerisk hjón, sem léku saman á fiðlu og celló þrjú samtímatónverk, samin fyrir þessi hljóðfæri: Sónatínu eftir Honegger, Duo concertante eftir K. Kroeger, ungt amerískt tónskáld, og Duo eftir tékkneska tónskáldið Bohuslav Martinu. Fjórða verkið á efnissforánni var svíta fyrir celló án undirleifos eftir tékknesk-ameríska tón- skáldið Ernst Krenek. Cellóleikarinn Roger Drink- all reyndist vera snillingur á hljóðfæri sitt, margvísleg blæ- brigði þess virtust honum jatfn- tiltæk, og þær hörðu kröfur, sem sum þessi verk gerðu til leikni og mótunarhæfileika, ollu honum engum erfiðleikum. Leikur hans var í stuttu máli áheyrilegur og sannfærandi í senn. Kona hans, fiðluleikariran Derry Deane, lætur ekki sitt eftir liggja, þótt ekki sé hún annar eins „virtúós" og rraaður hennar. Samleikur þeirra var með mifclum ágætum. Af viðfangsefnunum þótti und irrituðum ameriska verkið skemmtilegast, þótt höfundur þess sé litt kunnur, enda mun hann vera kornungur. Það er fullt af lífsþrótti og skemmtileg- um hugmyndum, kannske heidur lausbeizluðum, en þá líka óbæld- um. Venk Honeggers og Kreneks auka tæpast mifolu við frægð þeirra, og verkið eftir Martinu ber á köflum svip þeirra æfinga, sem snjalilir hljóðfæraleikarar liðka sig á að morgni dags, til þess að ,,halda sér í formi“. En tónleikarnir voru mjög á- nægjulegir og kannske efoki síð- ur nýstárlegir — hér að minnsta kosti — en sumt aranað nýmæli, sem Musica nova hefir haft að bjóða. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR KARLAKÓR Reykjavíkur heldur þessa daga í Austurbæj- arbíói hinar árlegu söngskemmt- anir fyrir styrktarfélaga sína. Sigurður Þórðarson tónskáld, sem stofnaði kórinn fyrir 36 ár- um og hefir stjórnað honum nær óslitið síðan, hefir nú látið atf söngstjórninni, en við hefir tek- ið Jón S. Jónsson tónskáld 'rá ísatfirði, ungur og vel menntaður hæfileikamðaur í sinni grein. Sá sem þessar línur ritar, hefir ekki alltaf verið sammála Sigurði Þórð arsyni um verkefnaval né með- ferð viðfangsefna. Engu að sdð- ur skal þetta tækifæri notað til að votta honum þakklæti og virðingu fyrir frábærlega ötula og ósérplægna forystu Karlakórs Reykjavíkur í meira en aldar- þriðjung. Mun ekki ofmælit og engum gert rangt til, þótt sagt sé, að áraragur af starfi kórsins sé fyrst og frerrast að þafoka óbil- andi áhuga, þrautseigju og kjarki haras og með fordæmi sínu hefir hann örvað aðra til starfa, einn ig utan síns kórs. Mun þvi lengi búa að áhrifum hans í íslenzk- um karlakórssöng. Það var mjög að maklegleikum, að kórinn heiðr aði Sigurð sérstafclega í upphafi tfyrstu söngskemmtunar sinnar s.l. mánudag með því að syngja utan efnisskrár lag eftir hann og færa honum blómvönd, sam hinn ungi söngstjóri aflhenti fyr- irrennara sínum. Efnisskrá þessara tónleika var að mestu af léttara tagi. Tvö islenzk lög, eftir Skúla Halldors- son og söngstjórann, Jón S. Jóns- son, munu hafa verið fllutt hér í fyrsta skipti. Hvorugu tónskáld- inu virðist hatfa tekizt verulega upp í þessum lögum. „Harpa“. lag Skúla, var otf sundurleitt að stil til þess að það gæti orðið áhritfaríkt sem heild. „Líf“, lag Jóns, var slétt og fellt en heldur rislítið. Þrjú Norðurlandalög juku litlu við langgróna íslenzka hefð í karlakórssöng. Tveir þættir úr „Cantiones duarum vocum“ (tví- radda söngvum) eftir Orlando di Lasso báru atf öðrum viðfangs- efnum að tónlistargildi, en hefðu sennilega notið sín enn Detur ef þau hetfðu verið flutt af litl- um hóp samvalinna söngmanna. Síðari hluti efnisskrárinnar var helgaður amerískri tóralist, og voru flest þau lög flutt í útsetn- ingu söngstjórans: tveir negra- sálmar og fimm söngvar úr söng- leiknum „Wesf Side Story“ eftir Leonard Bernstein. Negrasálm- arnir nutu sin allvel, og mun þó Mklega meðferð hvítra manna á þessum frumstæðu og sérstæðu trúarljóðum sinna blöfoku bræðra jaflnan orka tvímælis. Lögin úr „West Side Story" eru — þrátt fyriir hið fræga natfn höfundar síns — ekki annað en dæguriög, góð dægurlög að vísu og áheyri- leg, en léttvæg, að minnsta kosti þegar þau hafa verið slitin úr samibandi við leiksviðið, sem er þeirra rétti bakgrunnur. Eiras og ráða má af ofanrit- uðu, hetfir nýi söngstjórinn farið gætilega af stað um verkefna- vad og gætt þess stranglega að ætlast efcki til of mikils, hvorKi atf kór né áheyrendum. Ég ,er þeirrar trúar, að báðum sé meira ætlandi, og mundu þeir þegar til lengdar lætur verða þakklát- ari fyrir kjarnmeiri viðurgern- ing. í þeirri vissu, að ekki standi þar á söngstjóranum, er hann boðinn velkominn til starfs. Einsöngvar og tvísöngvar Ey- glóar Viktorsdóttur og Guðmund- ar Jónssonar voru mikilvægur þáttur í flutningi laganna úr „West Side Story“, og auk þesa söng Guðmundur einsöng i nokikrum lögum. Fóru bæði skil- merkilega. með hlutverk sín. Fimm hljóðfæraleikarar aðstoð- uðu með undirleik á píanó, git- ar, kontrabassa og sláttarhljóð- færi, og er það nýlunda á is- lenzkum karla.kórstónleikum. Jón Þórarinsson Þjófarnir voru gripnir á staðnum BROTIZT var inn í Kaupfélagið Þór að Hellu aðfararnótt sunnu- dags. Þjófarnir voru staðnir að verki og handteknir á staðnum. Innbrotið var framið að lokn- um dansleik að Hellu sl. laugar- dagskvöld. Þrír piltar um tvít- ugt frá Reykjavík, sem voru á dansleiknum, misstu af bílum þeim sem fóru til Reykjavíkur og urðu strandaglópar. Voru þeir að ráfa um þorpið, þar til einn þeirra fór upp á svalir kaupfélagshússins, braut þar rúðu og fór inn. Stal hann 6 kartonum af sígarettum og sneri sér svo að peningaskápn- um, en tókst ekki að opna hann. Annar pilturinn fór einnig inn og stal einu kartoni af siígarett- um og nokkru af peningum, sem 'hann fann á gólfinu. Sá þriðji hafði engin afskipti af þessu. Þegar gæzlumenn samkomu- hússins og lögregluþjónar, sem 'þar voru, áttu leið fram hjá kaupfélagshúsinu, sáu þeir til þjófanna í gegnum rúðu og hand sömuðu þá snarlega. Þjófarnir skiluðu þýfinu og játuðu á sig verknaðinn. Þeir voru fluttir til Reykjavíkur. Fundur Sjálfstæðis- manna á Helki Aðalfundur Sjálfstæðis- Ingólfur Jónsson, ráð- félags Rangæinga verður herra, mætir á fundinum haldinn að Hellu, laugar- og ræðir um stjórnmála- daginn 11. maí kl. 13,30. viðhorfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.