Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 114. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32  síður
50  árgangur
114. tbl. — Miðvikudagur 22. maí 1963
Prentsmiðja Morgvnb'aðiiins
voða að Lau
10 fyrirtæki í hús
Eldsupptök ókunn
HUNDRUÐ þúsunda króna tjón varð í gærdag, er eldur
kom upp í gömlu íbúðar- og verzlunarhúsi að Laugavegi 11,
eign Sigurliða Kristjánssonar og Valdimars Þórðarsonar.
Þar höfðu aðsetur 10 fyrirtæki og einnig var búið í nokkrum
herbergjt"m. Eldurinn kom upp á 3. hæð, sem eyðilagðist,
en einnig urðu miklar skemmdir á neðri hæðum hússins
af vatni og reyk. Allt slökkviliðið í Reykjavík var kallað út
til að berjast við eldinn. — Hér fer á eftir frétt um brun-
ann, svo og viðtöl við nokkra eigendur fyrirtækjanna og
íbúa húsMiis:
Slökkvi'liðinu var gert aðvart
kl. 13.40 í gærdag um að eldur
væri laus í húsinu að Laugavegi
Brezka orð-
sendingin
jákvæð
ORÐSENDING sú, sem Bret-
ar hafa sent sem svar við orð-
sendingu íslenzku ríkisstjórn-
arinnar út af Milwood-málinu,
er hin jákvæðasta. 1 tilefni af
fáheyrðum blekkingum stjórn
arandstöðublaðanna í gær
skulu f jögur meginatriði orð-
sendingarinnar rakin hér á
eftir:
1.  Viðurkennt er, að Smith
skipstjóri á Milwood hafi
gengið ólöglega úr greipum is
lenzku landhelgisgæzlunnar,
þótt brezka stjórnin telji sig
ekki hafa lagagrundvöll til að
framselja hann nauðugan.
Hins vegar vill hún stuðla að
því með þeim ráðum, sem hún
telur sér tiltæk, að hann komi
fyrir íslenzka dómstóla.
2.  Vakin er athygli á því,
að við höf um löglega náð tog-
aranum Milwood á okkar
vald, og þar með viðurkennt,
að skipið sé í okkar vörzlu
með löglegum hætti.
3.  Viðurkenning er gefin
á því, að islenzka landhelgis-
gæzlan hafi í engu farið
rangt að, og þar með er ljóst,
að sökin er öll á aðra hliðina.
Og harmar brezka stjórnin, að
til þessa atviks skyldi koma.
4.  Mikilvægast er þó, að
brezka stjórnin tekur á sig á-
byrgð á framferði Hunts skip-
herra með beinni yfirlýsingu í
þá átt. Ef brezka stjórnin
teldi að ekkert brot hefði ver-
ið framið gegn íslenzkum hags
munum væri slík yfirlýsing ó-
þörf og raunar út í bláinn. f
þessari yfirlýsingu felst það,
að nánar þurfi að semja milli
ríkisstjórnanna sjálfra um
frekari aðgerðir vegna þessa
máls. Það, sem brezka ríkis-
stjórnin segir, er í rauninni,
að við sig sé að tala um það,
hvernig ábyrgð verði fram
komið á hendur þeim, sem
sök bera, og bún sé reiðubúin
til slíkra viðræðna.
Af öllum þessum ástæðum
ber að fagna orðsendingunni.
11. Þar hafði komið upp eldur á
þriðju hæð í húsnseði heildverzl-
unarinnar Ölvers, sem er í suð-
vestur-horni hússins. Enginn var
þar inni.
Maður, sem býr í herbergi
næst ölver, Jóhannes Geir Jóns-
son, mun fyrstur hafa orðið var
við eldinn, er rúður sprungu út
úr glugga er snýr að Laugavegi.
Sá hann að eldtungur teygðu sig
þar út. Reyndar mun kona á
næstu hæð fyrir neðan, Sesselja
Þorkelsdóttir, hafa orðið vör við
er rúðurnar sprungu.
Strax var hringt á slökkvilið-
ið, sem kallaði út alla sína starfs-
menn og munu um 50 þeirra hafa
farið á brunastað með 5 slökkvi-
liðsbíla og dælu. Auk þess voru
notaðir 3 stigabílar frá Rafmagns
veitunni.
Allri umferð var lokað um
Laugaveg, svo og Hverfisgötu,
þar sem taka þurfti vatn til
slökkvistarfsins. Mikinn reyk
lagði upp frá húsinu og safnaðist
mikill mannfjöldi saman til að
horfa á slökkvistarfið.
Eldurinn breiddist fljótt út um
3. hæð miðhússins, en það snýr
að Laugavegi, en tvær álmur
ganga út frá því að austan- og
vestanverðu. Á einum stað
brenndi eldurinn sig niður á 2.
hæð og þak miðhússins logaði
einnig.
Slökkviliðið notaði fyrst há-
þrýstislöngur bílanna og jafn-
framt var tengt við brunahana
og vatn tekið úr fjórum.
Frá brunastaðnum skömmu eftir að eldurinn brauzt út. Reykjarmökkur Iagði um nágrcnnið og
fólk þyrptist að til að sjá slökkviliðsstarfið.                   Ljósm.: Sv. Þ.
Eldurínn var magnaðastur
Laugavegs megin í skrifstofu
Ölvers. Strax og eldsins varð
vart, fóru menn frá verkstæði
Ottós Michelsen með handslökkvi
tæki upp, en er þeir opnuðu
hurðina gaus eldurinn svo magn-
aður á móti þeim, að þeir urðu
frá að hverfa.
Rjúfa þurfti þakið svo hægt
yrði að koma í veg fyrir að eld-
urinn kæmist í vestur. og austur
álmur hússins og tókst það. Þar
sem eldurinn var hvað magnað-
astur féll þakið inn.
Slökkvistarfið var mjög erfitt
vegna mikils reyks og unnið var
ósleitilega að því af slökkvilið-
inu og fólki því, sem starfaði í
húsinu, að bjarga þvi sem hægt
var. Einkum þóttu starfsmenn
verkstæðis Ottó Michelsen sýna
mikinn dugnað við að bjarga
hinum  verðmætu  vélum,  sem
Brezkur
veiðum
VARÐSKIPIÐ Þór kom um
kl. 4 í fyrrinótt að brezka tog-
aranum Spurs, Grimsby 697, þar
sem hann var að ólöglegum veið-
um innan fiskveiðitakmarkanna
út af Stokksnesi. Farið var með
togarann inn til Seyðisfjarðar,
þar sem réttarhöld hefjast í
dag í máli skipstjórans, sem er
Thorarin K. Olgeirsson.
Þegar Þór kom að Spurs var
hann 4.2 mílur innan 12 mílna
markanna út af Stokksnesi og
1.2 mílur vestan við takmörk
hólfsins, sem togurum eru leyfð-
ar veiðar í á þessum árstíma. 1
hólfinu vpru um 20 togarar.
Varðskipið  kallaði  togarann
togari tekinn að
út af Stokksnesi
upp í talstöð og skaut að hon-
um tveim púðurskotum. Togar-
inn stanzaði þegar og fór skip-
stjóri hans yfir í varðskipið og
athugaði staðarákvarðanir þess.
Hafði hann ekkert við þær að
athuga.
Beðið var birtingar og þá
gerðar sextantmælingar og fór
skipstjóri yfir í togarann aftur
ásamt Ólafi Val, stýrimanni.
Héldu skipin til Seyðisfjarð-
ar og komu þau þangað um
klukkan 6 í gærdag. Réttarhöld
munu hefjast í máli skipstjórans
í dag. í gærkvöldi komu þeir
Geir Zoega, umboðsmaður
brezkra togaraeigenda, og Gísli
Isleifsson, hrl., til Seyðisfjarð-
ar og munu verða viðstaddir
réttarhöldin.
Varðskipsmenn segja, að Ol-
geirsson hafi ekki beðið brezkt
herskip að -koma á vettvang,
enda hafi ekkert verið í grend-
inni. Bera þeir skipstjóranum
mjög vel söguna.
Togarinn Spurs er aðeins 9
mánaða gamall, 439 brúttótonn
að stærð. Hafði togarinn nýlega
verið kominn á veiðar. Eigandi
er  Consolidated  Fisheries  Ltd.
Skipstjórinn var-sofandi er
varðskipið kom að togaranum
en stýrimaður hafði stjórn hans
á hendi
voru í húsnæði fyrirtækisins á
annarri hæð.
Stillt veður var og logn, og
hefur það vafalaust orðið til að
ekki fór verr, því húsið er að
mestu úr timbri, en nokkur hluti
hússins er með steyptum hús-
veggjum.                        «*
Slökkvistarfið tók rúma 3 tíma
og var að heita lokið um klukk-
an 4 síðdegis. Brunavarzla var
höfð til miðnættis, en sl. nótt
var lögregluvörður við húsið í
öryggisskyni.
Enn sem komið er, er ókunnugt
um eldsupptök, en fullvíst er tal-
ið að þau hafi orðið i skrifstofu-
herbergi ölvers. Unnið er að
rannsókn ennþá.
Ljóst er, að tjónið nemur
hundruðum þúsunda króna,
bæði á húsinu sjálfu og á vörum
og eignum fyrirtækja og ein-
staklinga, sem aðsetur höfðu í
þvi.
Hef hug á að gera við húsið.      *.
Morgunblaðið sneri sér í gær«
kvöldi til nokkurra aðila, er
voru til húsa að Laugavegi 11,
svo og húseigenda. Sigurliði
Kristjánsson, sem er annar eig-
andi húseignarinnar, veitti eftir-
farandi upplýsingar:
„I þessari húsasamstæðu ráku
10 fyrirtæki starfsemi sína,
fimm verzlanir voru á götuhæð,
þeirra á meðal verzlunin Voiige,
á  miðhæð  var skriftvélaverk-
Framhald á bls. 19.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32