Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 1
24 siðui Hátíðleg vígsluathöfn Skálholtskirkju MARGIR höfðu orð á því í Skálholti á sunnudag, þegar hin fagra Skálholtskirkja var vígð, að forfeður okkar mundu hafa talið það til jarðteikna, þegar létti til og myndaðist eins og bjartur geislabaugur á himni yfir staðnum. Gerð- ist þetta í þann mund, er prósessía presta og biskupa gekk í kirkju. Þótti gestum það tilkomumikil og eftirminni- leg sjón að sjá kirkjuna baðaða sólskini, en biskupa klædda nýjum höklum og fagurlega skreyttum, og tun 80 hempuklædda presta í skrúðgöngu. Fréttamaður Morg- unblaðsins hitti einn þessara presta úti á Skálholtstúni skömmu eftir vígsluna og sagði hann þá: „Það var ógleym- artleg og tignarleg sjón að sjá hvernig stafaði á turn kirkjunnar, áður en vígslan hófst. Það var eins og grár og þuugbúinn himinninn væri að reyna að hrosa — og svo allt í einu rofaði til og sól skein í heiði. Þctta lofar góðu tyrir Skálholtskirkju“. Um morguninn vóru gestir heldur svartsýnir á veður- far þennan merka hátíðisdag. Slagveðursrigning hafði verið um nóttina og vegir allir blautir af regni og óvenjuþykkar regnslæður huldu næsta nágrenni. Hekla sást ekki fyrr en síðar um daginn og þá eins og mótaði í hana, en ein- hvern veginn skirrtist hún við að taka þátt í hátíðahöld- unum. Hafði einhver á orði, að það mundi styðja þá kenningu fyrri tíða manna, að ekki væn allt hreint sem byggi undir fögru og tignarlegu yfirborði hennar. í þakkarræðu biskups, sem hann flutti í lok vígslunnar komst hann m.a. þannig að orði, að sú ákvörðun að gefa þjóðkirkjunni Skálholtsstað eigi sér eina hliðstæðu í sög- unni. „Einn göfugasti og vitrasti höfðingi sem íslantl hefur átt“, sagði hann, „Gissur biskup ísleifsson, gaf þennan stað, Skálholtsland, föðurleifð sína, með öllum gögnum og gæðum heilagri Péturskirkju í Skálholti, sem hann hafði sjálfur gjöra látið. Fyrir þá gifturíku stórmennsku er lians minnzt um allan aldur. Og sá eini atburður í sögu Skálholts er sambærilegur við það sem vér vorum að lifa nú. Það er mikið og veglegt hlutskipti að skila aftur heim gjöf Gissurar og þess mun verða minnzt á ókomnum árum, og öldum og mikilvægi þessa viðburðar mun í meðvitund manna vaxa að gildi eftir því sem frá líður“. Síðan hætti Sigurbjörn i Skálholti væri bezt gert biskup því við, að það sem I mundi aldrei þykja ofgert, og að sú höfðingslund sem fram hefði komið í þeirri ráðstöf- un að gefa kirkjunni staðinn væri vísbending um þann hug alþjóðar, sem fylgt hefði Skálholti fram til okkar daga. Sá góðvilji og sá drengskap- ur, sem væri bakhjarl þeirr- ar ákvörðunar mundi skila sér aftur með ríkulegum vöxt um, sagði biskup ennfrem- ur. „Allt sem lyftir Skál- holti í raun, lyftir þjóðinni“. Þá má þess einnig geta hér, að síðar um daginn stakk Framh. á bls. 11 Þingið felldi vanfraust á brezku stjórnina í gœr Wilson sakar Macmillan um aðgerðar- leysi varðandi húsaleiguokur London, 22. júlí — NTB H A R O L D Wilson, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, lagði í dag fram vantrausts- tillögu á stjórn Macmillans í Neðri málstofu brezka þings- ins. Byggist vantraustið á upplýsingum, sem fram hafa komið í málaferlum gegn dr. Stephen Ward, um hneykslan lega verzlun með íbúðir í London og húsaleiguokur. I málaferlunum gegn dr. Ward kom fram að einn af elskhugum Christine Keeler hafi verið auð- kýfingurinn Peter Rachman, sem Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.