Morgunblaðið - 11.09.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.1963, Blaðsíða 12
12 MOHGUNBLADIB Miðvíkudagur 11. sept. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 4.00 eintakih. TÍMABÆR AÐVÖRUN Vffirlýsing sú, sem stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hefur nýlega birt um ástand og horfur hjá þessum þýðingarmikla at- vinnurekstri, er í senn tíma- bær og þó uggvænleg. For- ráðamenn hraðfrystihúsanna telja, að hin stórfelda hækk- un framleiðslukostnaðar und- anfarið stefni fiskiðnaðinum í verulega hættu, þannig að jafnvel vofi yfir „algjör rekstrarstöðvun margra hrað- frystihúsa á næstu mánuð- um.“ í fréttatilkynningu Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna er síðan komizt að orði á þessa leið: ' „Augljóst er, að hraðfrysti- iðnaðurinn, sem á afkomu sína undir erlendu markaðs- verði í harðri samkeppni við þjóðir með tiltölulega stöð- ugt verðlag, getur ekki tekið á sig 11—12% hráefnishækk- Un, 30% hækkun vinnulauna á rúmu ári, auk sambærilegra hækkana á öðrum kostnaðar- liðum, eins og launum til fastra starfsmanna, akstri, vatni, rafmagni, viðhaldi véla, áhalda og húsa o.s.frv., á sama tíma sem frystihúsin fá aðeins 2—3% hækkun á framleiðsluvörum sínum á erlendum mörkuðum." ! Það er alþjóð kunnugt, að hraðfrystihúsin eru stærsti atvinnuveitandinn í flestum kaupstöðum og sjávarþorpum landsins. Hagnýting aflans og afkoma fólksins byggist að langsamlega mestu leyti á rekstri frystihúsanna. Það er þess vegna mjög mikilvægt að þau séu rekin á öruggum og heilbrigðum grundvelli og veiti stöðuga og varanlega at- yinnu. Hraðfrystiiðnaðurinn hefur verið í mikilli uppbyggingu og framför undanfarin ár. Um allt land, í hverju sjávar- þorpi og kaupstað eru rekin myndarleg og fullkomin hrað frystihús, sem vinna verð- mæta vöru úr meginhluta sjávaraflans. Góðra markaða hefur verið aflað fyrir þessar íslenzku afurðir, þær hafa víða getið sér ágætt orð og er óhætt að fullyrða að þær séu beztu og vönduðustu út- flutningsafurðir okkar. Sú hætta, sem nú vofir greinilega yfir hraðfrystiiðn- aðinum er ekki aðeins vanda mál þeirrar atvinnugreinar. Hið stöðuga kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, sem nú virðist vera að komast í algleyming, felur í sér mikinn háska fyrir íslenzkt efnahags- líf. Það er bein ógnun við jafn vægis- og viðreisnarstefnuna, sem núverandi ríkisstjórn hef ur markað og tekizt hefur að tryggja vaxandi framleiðslu, velmegun og framfarir í land- inu. MERKUR LISTA- VlÐBURÐUR ITeimsókn danska ballettsins til íslands er merkur listaviðburður. Danski ball- ettinn er ein hinna beztu í heimi. Hann á sér langa og glæsilega sögu og byggir á traustum grundvelli erfða- venju og reynslu. Hann hefur farið víða um lönd og aflað sér og landi sínu viðurkenn- ingar og frægðar. Danir eru ein fremsta menningarþjóð heimsins. — Meðal þessarar litlu norrænu þjóðár hefur þroskazt fjöl- breytt og þróttmikið listalíf. Hún hefur átt marga stór- brotna listamenn, sem auðg- að hafa menningar- og hsta- líf heimsins. íslendingar fagna heim- sókn danska ballettsins. Hún mun eiga sinn þátt í að gefa þessari fögru listgrein byr undir vængi x okkar landi, þar sem hún er enn ung og skammt á veg komin. SV'IFUR AÐ HAUSTI ITaustið er á næstu grösum. Fyrir norðan er tekið að snjóa, og fjallvegir spillast og teppast. Hin eilífa saga árstíðaskiptanna endurtekur sig enn einu sinni. Grösin sölna og hinn guli litur haustsins færist yfir landið. Kjarr- og trjágróður skartar þúsundlitu skrauti. Dýrð haustlitanna er kveðja lands- ins til liðins sumars. Fegurð haustsins er þrungin trega og söknuði. Lífið, gróandinn í ríki náttúrunnar er að leggj- ast í dvala, Frost og snjóar, myrkur og skammdegi, leysa hinar björtu sumarnætur með ilm úr grasi og skógi af hólmi. En handan við fölva hausts- ins vakir vonin um nýtt vor og sumar. Veröur Malaysia ekki stofnuð? Duncan Sandys talinn ráða úrslitum Kuala Lumpur, 9. sept. — AP BC. Bhattacharjee. BREZKA stjórnin virðist nú búa sig undir lokaþátt baráttu þeirrar, sem miðar að því að fá komið í kring myndun ríkja sambandsins Malaysia. Fulltrúi Bretastjórnar, Dun can Sandys, er væntanlegur til Kuala Lumpur á morgun. Þar ætlar hann að reyna að jafna ágreining þann, sem rík- ir með stjórnum þeirra ríkja, sem ætlunin er að taki þátt í myndun samibandsins, þ.e. Mal aya, Singapore, Sarawak og N-Borneo. Þeir, sem þekkja til stjórn- málaástandsins, teija, að hlut- verk Sandys sé mjög erfitt, enda megi vel vera, að fram- tíð Malaysia-samóandsins sé undir starfi hans nú komin. Ætlunin var, að Sandys kæmi til Kuala Lumpur í dag, en för hans var trestað, af óþekktum ástæðum. Varautanríkisráðherra Indó nesíu, Suwito, lét að því liggja, er hann var í Singapore fyrir skemmstu, að Indónesía muni krefjast þess, að myndun ríkja sambandsins verði rædd hjá Sameinuðu þjóðunum. Ekki vildi Suwito skýra frá ein- stökum atriðum, sem krafizt myndi, að rædd yrðu. Ráðamenn Indónesíu og Fil- ippseyja eru andvígir stofnun Malaysia. Talið er víst, að andstaða þeirra hafi ráðið mestú um, að forseti Malaya, Tunku Abdul Rahman, ákvað að fresta myndun sambands- ins þar til 16. þm. Ákvörðun forsetan's vakti talsverða and- úð í hópi meðráðamanna hans, og stappaði nærri upplausn. Hefur svipuð afstaða gert vart við sig í hópi ráðamanna ann- arrá væntanlegra sambands- ríkja. Forsætisráðherra Sarawak, Stephen Kalong Ningkan krefst þess, að æitarhöfðingi verði valinn fyrsti landstjóri ríkisins. Tunku og ráðherrar hans hafa andmæií á þeim grundvelli, að Malaysia-samn- ingurinn feli konungshjónum Malaysia þetta vald. Fulltrúi Ningkan er kominn til Kuala Lumpur til að reyna að komast að samkomulagi um þetta atriðL ' Duncan Sandys Forsætisráðherra Singapore, Lee Kuan Yew, lýsti yfn sjálfs stjórn ríkisins 31. ágúst. Held- ur hann því fram, að hann hafi fengið í hendur frá Bret- um stjórn utanríkis- og varn- armála. Tunku hefur neitað þessu algerlega, og heldur því fram, að yfirstjórn þessara mála hefði átt að fá stjórn Malaysia í hendur. Lee, forsætisráðherra, hefur nú sent Duncan Sandys sér- staka yfirlýsingu, þar sem þess er krafizt, að Sandys „skýrði nokkur atriði“ varð- andi Malaysia-samninginn, að öðrum kosti verði ekki hjá því komizt, að skýra frá af- skiptum Bretastjórnar af á- kveðnum málum. Sé þvi at- hæfi stjórnarinnar þann veg farið, að ekki verði kallað annað en endurvakin nýlendu stefna. Kjúklingastríð EBE og Bandaríkjanna FYRIRSJÁANLEGT er, að háir innflutningstollar land- anna í Efnahagsbandalagi Evrópu, EBE, á bandariskum alifuglum, munu leiða til hærri innflutningstolla Banda ríkjanna á ýmsum fram- leiðsluvörum EBE, síðar í þessum mánuði. Löndin í EBE hafa hækkað innflutningstolla á banda- rískum alifuglum, þá sérstak- lega kjúklingum, geysimikið undanfarið hálft annað ár. Tollurinn nam 4,8 banda- rískum centum pr. íbs, en er nú 13,4 cent. Samdrátturinn, sem í þessu hefur leitt, er slíkur, að bandarískir kjúkl- ingaframleiðendur selja nú aðeins fyrir 14 milljónir dala árlega til landanna í EBE, en seldu fyrir 55 milljónir áður. Bandaríska stjórnin neitaði á miðvikudag tilboði EBE um tollalækkun, sem nema átti 1,3 centum. Talsmaður stjórn- arinnar lýsti því yfir við það tækifæri, að þessi lækkun myndi ekki hafa nein áhrif á útflutning bandarískra ali- fugla. Nauðsyn bæri til að lækka tollana mun meira. Stjórnin í Washington hefur látið gera lista. yfir 19 fram- leiðsluvörutegundir landanna í EBE, sem Bandaríkin kaupa nú fyrir um 112 milljónir dala árlega. Verða bandarísk- ir innflutningstollar hækkað- ir það mikið á þessum vörum, að jafnvægi náist, en það þýð- ir, að gjaldeyristekjur EBE rýrna um 60 milijónir dala, a.m.k. Bandaríska stjórnin hefur nú leitað til innflytjenda í Bandaríkjunum, og næstu vik- ur fá þeir að segja álit sitt á fyrirætlun stjórnarinnar, þ.e., hvort þeir telja tollahækkanir koma rétt niður á einstökum vörutegundum. Talsmaður stjórnarinnar sagði á miðvikudag, að Banda- ríkin væru alltaf til viðtals um tollalækkanir, af því tagi, sem EBE hefði nú stungið upp á. Hitt yrði þó að horfast í augu við, að verulegar lækk- anir verði að bjóða, eigi við- skipti 6-landanna ’og Banda- ríkjanna ekki að dragast mikið saman. Innflutningstollar EBE hafa valdið mörgum framleiðend- um annarra *ríkja, sem gert hafa viðskipti við bandalags- ríkin, miklum áhyggjum. Afleiðingar tollahækkan^nna hafa komið mjög illa við marga, en þó óvíða jafn mik- ið og við kj úklingaframleið- endur vestan hafs. Þeir hafa gert sér mikið far um að auka sölu sína síðustu árin, enda eru bandarískir kjúklingar vinsælir mjög í Evrópu. Skútustaðakirkja 100 ára SÍÐASTLIÐINN sunnudag var minnzt 100 ára afmælis Skútu- staðakirkju. Hófst hátíðin kl. 14. Veðrið var dásamlegt, sólskin og hlýtt. Var saman kominn mik ill mannfjöldi. Sóknarprestur- inn, séra Örn Friðriksson predik- aði, en fyrir altari þjónuðu séra Friðrik A. Friðriksson, fyrrver- andi prófastur á Húsavík og séra Sigurður Guðmundsson, prófast- ur á Grenjaðarstað. Aðrir prest- ar, sem viðstaddir voru athöfn- ina, eru þeir séra Jón Bjarman, séra Sigurður Haukur Guðjóns- son og séra Þórarinn Þórarins- son. Kirkjukórinn söng undir stjórn Jónasar Helgasonar, Grænavatni. Að guðsþjónustunni lokinni, var öllum boðið til kaffidrykkju í félagsheimilinu Skjólbrekku. Voru veitingar mjög rausnarleg- ar, en þær önnuðust konur í sókninni. Undir borðum voru ræðuhöld og söngur. Formaður sóknarnefndar, Jónas Sigurgeirs son, rakti sögu kirkjuimar síð- ustu 100 árin. Var hún byggð á árunum 1861 til 1863. Frá 1865 er til kostnaðarreikningur yfir bygginguna að upphæð 1030 rík- isdalir og 90 skildingar. Síðan hafa farið fram endurbætur á kirkjunni. Á síðastliðnu ári var framkvæmd mjög myndarleg endurbót og var kirkjan þá einnig raflýst. Kostnaðurinn var tæpl. 170 þús. kr. Ýmsar góðar gjafir bárust Skútustaðakirkju í tilefni af þessum merku tímanlótum. Bræðurnir Þórir, Steingrímur, Sigurður og Eggert Steinþórs- synir gáfu eitt eintak af Guð- brandsbiblíu, ljósprentaðri, til minningar um móður sína, Sig- ríði Jónsdóttur. Þá gáfu börn séra Árna Jónssonar frá Skútu- stöðum og Auðar Gísladóttur 30 altarissilfurbikara, hina fegurstu gripi, til minningar um móður sína. Frú Ólöf Árnadóttir afhenti hlutina fyrir hönd gefenda með hlýlegu ávarpi. Þá bárust kirkj- unni kveðjur og árnaðaróskir. Var þessi dagur hinn ánægjuleg- asti og öllum viðstöddum minn- isstæður. — Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.