Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 1
24 siðuri Fundur utanríkisráð- herra 32 Afríkuríkja reynir að leysa landamæra- deilu Alsír og Hiarokko Addis Abeba 15. nóv. AP-NTB í DAG hófst í Addis Abeba, fundur utanríkisráðherra 32 Afríkuríkja og er megin til- gangur hans að leysa landa- mæradeilu Alsír og Marokko. Haile Selassie,keisari Eþíópíu, sem hafði forgöngu um að fund- ur þessi yrði haldinn, setti hann með ræðu. Hann sagði þar m.a., að heimurinn fylgdist vel með því sem þar færi fram og úrslit viðrseðanna í Addis Abeba yrði vísbending um það, hvort Afríku ríkin væru einfær um að leysa vandamál sín. Þjóðir Alsír og Marokiko hefðu háð harða bar- áttu fyrir frelsi sínu og það mætti ekki verða að þser tækju að berast á banaspjót, er svo óþrjótandi vandamál biðu úr- lausnar. Á fundinum í Bamaiko, höfuð- borg Mali, á dögumun, þar sem þeir ræddust við Ben Bella, for- seti Alsír, Hassam, konungur Marokko, Haiile Selassie og Mo- bito Keita, forseti Mali, var gert ráð fyrir að utanríksráðherra- fundurinn ræði málið — sikipi síðan nefnd, er vinni að sátta- samningi, sem síðan verði lagð- ur fyrir stjórnir Alsir og Mar- okko. Utanríkisráðherra Alsír, Ab- dul Aziz Bouteflika sagði við komuna til Addis Abeba í dag, að hann liti með bjartsýni tál framitíðarinnar. Þakkaði hann Haile Selassie keisara fyrir að hafa forgöngiu um að deilan væri leyst „innan fjölskyldunn- ar“, eins og hann komst að orði. Kosningar í írak eftir 4 mánuii? 30 ár frá því Bandaríkin viðurkenndu stjórn Sovét Viðræðum um menningartengzl ríkjanna aflýst vegna handtöku Barghoorns prófessors Moskvu, 15. nóv. (AP-NTB) 4 SOVÉTSTJÓRNIN boðaði til fundar fréttamanna og sendi- manna erlendra ríkja í Moskvu f dag, i tilefni þess, að liðin eru 30 ár frá því Bandarikjastjórn viðurkenndi Sovétstjórnina. 4 Fulltrúar bandaríska sendi- ráðsins komu ekki til fundarins f mótmælaskyni við handtöku bandariska prófessorsins, Frede- 40 stiga hitamismunur í Svíþjóð Stokkhólmi, 15. nóv. NTB. í DAG var fjörutía stiga hita mismunur í Svíþjóð. í nyrzta hluta landsins var víða 34 stigcT frost en í Suður-Sví- þjóð var veður hið mildasta og hití 7—8 stig. rick Barghoorn. Hefur sendiráð- ið enn ekki fengið að hafa við hann samband og engar frekari upplýsingar fengið um ástæðurn- ar til handtöku hans. 4 Valerin Zorin, aðstoðar-utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði á fundinum í dag, að hann harmaði fjarveru bandarísku sendimannanna, svo og þá ákvörð un Bandaríkjastjórnar, að aflýsa viðræðunum um menningartengsl við Sovétrikin vegna Barghoorn- málsins. Kvaðst hann ekki sjá, að þessi mál væru svo skyld, að nauðsynlegt væri að menningar- tengsiin færu út um þúfur. Er Zorin var spurður, hvert yrði næsta skref Sovétstjórnarinnar í máli Barghoorns, kvaðst hann ekki hafa hugmynd um það. Það var í gærmorgun, sem til- kynnt var í Washington, að aflýst hefði verið væntanlegum viðræð- um við Sovétstjórnina um menn- ingartengslin, en þær áttu að hefjast um helgina í Moskvu. — Var sagt, að viðræðurnar myndu varla fara fram fyrr en Barg- hoorn prófessor hefði verið lát- inn laus, en hann hefur tekið virkan þátt í menningarsamstarfi Bandaríkjanna og Sovétrikjanna. Síðar í gær átti Kennedy, for- seti, fund með fréttamönnum í Hvíta húsinu og fordæmdi þá handtöku prófessorsins harðlega. Sagði hann hana ástæðulausa og óréttlætanlega. Barghoorn væri ekki í neinum tengslum við leyni þjónustu Bandaríkjanna og hefði aldrei verið. Handtaka hans gæti haft hinar alvarlegustu afleiðing- ar fyrir menningarsamstarf ríkj- anna tveggja og raunar sambúð þeirra í heild. Frh. á bls. 23 — Aref, forseti sagbur kominn til Beirut Beirut, 15. nóvember. ÞVÍ VAR haldið fram í Beirut í kvöld, að forseti íraks, Abdul Salam Aref væri þangað kominn og færi huldu höfði. Ekki hefur tek- >zt að fá fregn þessa stað- festa og írakar í útlegð í Beirut efast mjög um, að hún sé á rökum reist. Stjórn sambands Baath- sósíalista tilkynnti í dag, að stjórn íraks væíi nú í henn- ar höndum. Hefði mönnum þeim, er stóðu að byltingar- tilrauninni í írak, verið vísað úr landi. Jafnframt Var til- kynnt, að almennar kosning- Kveðja R. A. Butler utanrikisrábherra Bretlands vegna heimsóknar forseta íslands í TILEFNI hinnar op>n- beru heimsóknar forseta íslands, herra Ásgeirs Ás- geirssonar, til Bretlands hefur utanríkisráðherra Bretlands, Richard A. Butler, sent eftirfarandi kveðju: Bretum er það miikið fagn- aðarefni, að forseti íslands, hérra Ásgeir Ásgeirsson og írú hans, eru væntanleg í opinbera heimsókn til Bret- lands í þessum mánuði. Okik- ur er sérstök ánægja að bjóða ar verð> í írak eftir fjóra mánuði. Undir tilkynningu þessa rituðu forsætisráðherra írak, Ahmad Hassan E1 Bakr, landvarnaráð- herra írak, Saleh Ammasíh, for- sætisráðherra Sýrlands, Amin Hafez, yfirmaður sýrlenzka hers- ins og Sýrlendingurinn Michel Frh. á bls. 23 velkominn hinn virðulega leiðtoga svo vinveittrar þjóð- ar sem íslendinga. Öldum sam an ihafa þjóðir okkar haft vin- samleg samskipti og nú eru þær tengdar sameiginlegri friðanhiugsjón. Ég vona, að heimsókn herra Ásgeirs Ás- geirssonar forseta verði hon- um til ánægju og ég er þess fuillviss, að hann muni hvar- vetna verða var hlýhugar í garð íslenziku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.